Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Föstudagur, 5. júní 2009
Búsáhöldin fram!
Sexhundruðogfimmtíumilljarðar vegna Icesave.
Íslendingar greiða.
Þetta heitir að draga stysta stráið í orðsins örgustu.
Við vorum ekki með en megum borga.
Búsáhöldin fram, er það ekki?
Ég er til.
Helvítis fokking fokk.
![]() |
Engin Icesave-greiðsla í 7 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 4. júní 2009
"You´ve got style - but I´ve never liked that style"
Það er eitthvað við Sjálfstæðismenn.
Eitthvað svo fjölskylduvænt.
Svo eru þeir svo skemmtilegir.
Eftirsóttir í partí út um allan heim vegna meðfæddra hæfileika sinna.
Já það er eitthvað við þennan flokk.
Þar er margt einstakt fólk innanborðs.
Ég segi eins og skáldið og leyfi mér að vitna í það á frummálinu:
You´ve got style - but I´ve never liked that style.
Fimmtudagur, 4. júní 2009
Harmi lostinn
Ég verð harmi lostin þegar stórslys verða.
Þegar einhver sem ég þekki slasast illa eða deyr sviplega.
Ég verð harmi lostin yfir öllum börnum heimsins sem fá ekki læknishjálp, mat, lyf, ást og umönnun.
Það grætir mig meira að segja.
Ef stýrivextir eru hækkaðir um skít og ingenting, sem þetta 1% sannarlega er, þá er ég helvíti fúl, bálill, til í að fremja veggjaköst á öðrum en sjálfri mér og áfram má lengi telja.
Ég verð ekki yfirkomin, tilfinningarnar bera mig ekki ofurliði.
Hvað þá harmi lostin?
Nei, nei.
Pétur Blöndal, sem mér finnst oft ágætur vegna hreinskilni sinnar í pólitík er hins vegar harmi lostinn út af vaxtalækkuninni í morgun.
Rólegur á dramanu Pétur.
Peningar eru peningar.
Ertu ekki að taka tilfinningar þínar gagnvart þeim og efnahagsástandinu aaaaðeins of langt?
Hmprfr
![]() |
Pétur er harmi lostinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 4. júní 2009
Orðið er aðgerðarleysiskostnaður!
Jájá, kjaraviðræður í fokki út af vaxtalækkuninni sem var beint upp úr kokkabók ASG.
Ég skil það en nenni ekki að velta mér upp úr því.
En Sjálfstæðismenn eru yndislega fyrirsjáanlegir þegar þeir taka sig saman.
Fyrir kosningar opnuðu þeir ekki munninn í þinginu öðruvísi en að tala um "minnihlutastjórnina".
Alveg hárrétt hjá þeim, stjórnin var í minnihluta með "stuðningi" Framsóknar, sem er svona álíka spennandi ímynda ég mér og að fara í sambúð með Indiana Jones og nevrótískum Woddy Allen á slæmum degi.
En öllu má ofgera.
Ég þekki sko fólk með þennan kæk, að endurtaka allt sem fellur í kramið. Segir sama brandarann aftur og aftur að því fólk hló hjartanlega í fyrsta til þrítugasta sinn.
Núna sé ég þá fyrir mér á samráðsfundi þingmennina.
Þeir hafa setið í Valhöll og hugsað sig bláa í framan í leit að nýyrði sem væri mergjað og sláandi: Nýyrði sem myndi smella beint á heilabörk þjóðarinnar og brenna sig þar fast, eins og hin nýyrðin sem þeir hafa samið í gegnum árin, með misgóðum árangri reyndar.
Nú fundu þeir eitt svona líka helvíti gott.
Bjarni Ben notaði það í Kastljósinu í gær jafn oft og hann kom upp til að anda.
Orðið er:
AÐGERÐARLEYSISKOSTNAÐUR!
Helvítis bömmer að þeir skuli ekki hafa smíðað það fyrir fyrrverandi formann flokksins sem var svo verkkvíðinn að það gerir framkvæmdasemi íbúa kirkjugarðanna skömm til.
Það aðgerðarleysi hefur kostað okkur bigg fucking time.
Nú notar Tryggvi Þór þetta í viðtali við DV.
Ég skal snæða alla mína trefla, vettlinga, sjöl og annan til þess bæran ullarfatnað ef þetta orð á ekki eftir að hljóma um þingsali, í sjónvarpi og alls staðar þar sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins fá að segja nokkur orð.
AÐGERÐARLEYSISKOSTANAÐUR ER ORÐIÐ.
Það er meitlað í friggings stein.
![]() |
Óttast hrikalegar uppsagnir framundan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 4. júní 2009
Helvítis fokking fokk!
Þolþröskuldur minni vegna spillingarmála er sprunginn.
Svei mér þá, maður getur ekki endalaust tekið við.
Það var verið að dæma Lalla Djóns í fangelsið í þrítugastaogeitthvað skipti.
Hvað hafa Hannes Smárason og co það sem Lalla vantar sárlega?
One wonders.
Helvítis fokking fokk!
![]() |
Gögn staðfesta millifærslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 4. júní 2009
Rólegir á kæruleysinu
Vá, þeir lækkuðu vexti um 1%!
Rólegir á frjálslyndinu, það er alveg óþarfi að missa sig í tómt kæruleysi og bruðla með vaxtalækkanir!
Án gamans, þá staðfestir þessi smánarlækkun stýrivaxta fyrir mér það sem mig sterklega grunaði, en það er sú bitra staðreynd að hér ræður Alþjóða andskotans gjaldeyrissjóðurinn öllum málum.
Urrrrrrrrrrrrrrrrrr
Ég vil út úr þessu disfúnksjónella sambandi milli okkar og þeirra.
Af hverju vorum við yfirleitt að kjósa?
Hefðum getað sleppt því.
Þeir ráða þessu hvort sem er.
![]() |
Vextir lækkaðir í 12% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 3. júní 2009
Svar óskast
Það er ekkert réttlæti til, okkur Íslendingum til handa ef við eigum að borga Icesave reikinginn.
Almenningur hefur ekki stofnað til þessarar skuldar.
Landsbankinn gerði það og rakaði að sér fé.
Nú skil ég minna en ekki neitt í svona græðgisbissness en hvar eru allir þessir peningar?
Hafa þeir gufað upp?
Ég vil ekki að börnin mín og barnabörn sitji uppi með þessa skuld.
Hvar eru þessir menn sem eru höfundar og hönnuðir að þessu óskapnaði?
Af hverju eru þeir ekki að skrifa undir skuldbindingar?
Landsbankadeildin er að öðlast nýja merkingu í huga mínum.
Svar óskast.
![]() |
Mótmæla Icesave samningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 3. júní 2009
Ekki binkona þín
Þegar Jenný Una Eriksdóttir var bara tveggja ára ögn (en nú er hún rígfullorðin fjörgurra ára kona, hokin af reynslu) notaði hún smá refsitækni á ömmuna ef sú gamla hljóp ekki eftir prinsessudyntum dömunnar.
Hún setti upp krúttlegan þóttasvip og sagði hátt og skýrt.
Amma þú ert ekkert binkona mín.
(Síðan þá hefur binkonuorðið verið notað grimmt í fjölskyldunni og mun verða notað áfram um ókomna tíð, en það er önnur saga).
Þetta datt mér í hug þegar ég les fréttirnar um sármóðgaða Kínverja í sendiráði Íslands, sem ætla heim en vilja ekki segja það, eru að kúga með fýlunni og þögninni.
Sendiherrann hefur einfallega tekið binkonuna á þetta og sagt við utanríkisráðherrann (fulltrúa hans) eitthvað á þessa leið:
Þið megið ekki leika ykkur við Dalai Lama. Við erum ekki binir hans.
Kína er ekki binkona ykkar lengur.
Svo hefur hann strunsað út af öllum þeim krafi sem lágvaxin persóna hans var fær um.
Búhú!
Er einhver grenjandi yfir þessu nema sendiherrann?
I don´t think so.
![]() |
Engin tilkynning frá sendiráðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 2. júní 2009
"Right back at you"
Hvaða andskotans heilkenni hrjáir marga stjórnmálamenn?
Þeir þræta fram í rauðan dauðann ef þeir eru teknir í bólinu á óheiðarleikanum.
Þegar þeir síðan standa frammi fyrir því að málið er upplýst þá biðjast þeir afsökunar, en ekki fyrr.
Alveg: Nei, nei, nei, ókei, sorrí.
Darling var að biðjast afsökunar á að hafa þegið kostnaðargreiðslur vegna íbúðar í London, en fyrst harðneitaði hann að svo væri.
Kæri Darling: Þú ert lygamörður og svínabest.
Það er Ísland sem heldur því fram.
"Deny it you M-F"!
"Right back at you".
![]() |
Darling biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 1. júní 2009
Haffa kaman
Ég held að það sé langt því frá öfundsvert að sitja í ríkisstjórn í rústum hins manngerða efnahagshruns.
Þess vegna varð ég smá hissa þegar ég sá að stjórnin hefur aukið fylgi sitt frá kosningum.
Það er ekki beinlínis hægt að ætlast til uppklapps við þessar aðstæður.
Ég held að ég styðji þessa stjórn áfram enn um sinn, ekki að það sé eitthvað stórmál hvað mér finnst, en ég er enn í stuðningsliðinu með obbsjón til að gagnrýna grimmt eða breyta um skoðun.
Samt snýst ég í trúfestu minni í allar áttir, allt eftir því hvað er í gangi hverju sinni.
Ég geri ekki kröfu um kraftaverk frá þessu fólki, en ég ætlast til að fá heiðarleg svör og að þeir útrými leyndarmálapólitíkinni snarlega.
Stundum líður mér eins og litlum krakka sem lendir í illa upplýstum foreldrum sem vinna eftir reglunni, því minna sem þú veist því betra.
Það hefur aldrei gagnast neinu barni né heldur okkur hinum.
Ég get ekki tekið mér orðið gagnsæi í munn né sett á blað nema til að nótera það hjá sjálfri mér að ofnotaðra orð er ekki til á Íslandi.
En það vantar g.... í vinnubrögðin.
Laga!
Ekki seinna en á morgun.
Þetta var það sem ég vildi sagt hafa.
Nú er ég farin að haffa kaman og liffa lífinu.
![]() |
Stuðningur við stjórnina eykst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2987761
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr