Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Mánudagur, 1. júní 2009
Þoli ekki lifandi sjálfshjálparbækur
Verð að orða þetta upphátt.
Það er eitthvað við þetta Dalai Lama æði sem pirrar mig.
Fyrir nú utan þá staðreynd að persónudýrkun gerir mig fráhverfa öllum málstað, hversu góður hann annars má vera.
Þegar ég heyrði að hann vildi senda hina stríðandi aðila í Palestínu og Ísrael í lautarferð saman til lausnar ástandsins þar á bæ, þá hugsaði ég; vó, rólegur á spekinni maður góður.
Ég er höll undir búddisma.
Ég styð Tíbet í baráttu þeirra fyrir sjálfstæði og óska helvítis setuliði Kínverja veg allrar veraldar.
En..
Ég þoli ekki lifandi sjálfshjálparbækur.
Bara alls ekki.
Svo vona ég að fólk telji upp á tíu.
Hari Kristna með dassi af pís lof and happíness.
![]() |
Samtrúarleg friðarstund í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Sunnudagur, 31. maí 2009
Vá; að nenna þessu
Það er örugglega lágmenningarlegt af mér að gapa yfir verðinu á ljósmynd eftir Sigurð Guðmundsson, Mountain (gjörningur) sem Listasafnið er að kaupa fyrir tíu milljónir, en það verður að hafa það.
Mitt mat á list er einfalt. Hrífur það mig, snertir mig á einhvern hátt og tekur sér bólfestu innan í mér, þá er það list.
Þetta mat mitt á við um allt litróf listar, í myndum, tónum, tali og riti.
Þessi mynd hreyfir ekki við mér á þann máta.
Í besta falli þá hugsa ég; vá, að nenna þessu!
Er þetta ekki að kæfa manninn allt þetta farg á brjóstinu á honum?
En ég er heldur enginn sérfræðingur.
Kannski er þettta Mona Lisa nútímans en fyrirgefið, hún mætti enda á geymsluvegg mín vegna.
Tíu millur fyrir þetta verk á krepputímum gerir mig undrandi og pirraða.
En ég veit að listaelítan sem situr og ákveður hvað sé list og hvað ekki er í mörgum tilefellum alls ekki sammála mér.
Ég hef það meira að segja á tilfinningunni að þeir glotti út í annað stundum þegar þeir meta hvað sé góð list og hvað ekki.
Kannski er það heilbrigðismerki að vera ekki sammála þessu mati.
Ég held að ég kalli þetta bara listrænan ágreining milli mín og þeirra.
Dæs.
![]() |
Dýrasta verkið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 30. maí 2009
Bara einn Ögmundur
Nú er allt í járnum í kjaraviðræðum.
Hinn almenni launþegi á að sýna skilning, taka á sig byrðarnar, borga fyrir partíið.
Krafan um það er skýr.
Það leiðir huga minn að öðru máli.
Fréttablaðið sendi nýlega fyrirspurn til allra ráðherra um hvort þeir myndu fara að fordæmi Ögmundar Jónassonar, heilbrigðisráðherra, og þiggja aðeins þingfararkaup, en Ömmi tók þessa ákvörðun strax og hann settist í stól ráðherra í síðustu ríkisstjórn.
Það er skemmst frá því að segja að enginn ráðherra (reyndar voru utanþingsráðherrar ekki spurðir því þeir þiggja ekki þingfararkaup) sér sér fært að gera það.
Ástæður: Gömlu klisjurnar um að maður geti ekki verið í sjálfsskerðingu og með vísan til kjarasamninga og ladídadída. Einn ónafngreindur ráðherra sagði að Ögmundur væri einfallega betri maður hann.
Ég er enginn sérstakur talsmaður þess að fólk eigi að gefa frá sér umsamin laun, alls ekki, en nú eru óvenjulegir tímar.
Ekki bara óvenjulegir tímar heldur skelfilegir líka, þar sem ekkert er eins og var, fólk er að missa eignir sínar og atvinnu. Við erum að berjast fyrir lífinu í fullkominni óvissu upp á hvern einasta dag.
Þess vegna myndi það gleðja mig og efla í trúnni á að við getum þetta saman, ef ráðherrarnir færu að fordæmi Ögmundar.
Þá myndi fólk skynja að landsstjórnin áttaði sig á að við þurfum öll að leggja af mörkum til að komast yfir þessa skelfilegu tíma í sögu landsins.
Það gæti blásið okkur í brjóst auknu baráttuþreki sem við erum í mikilli þörf fyrir svo sjái til sólar.
Svo er moli í Fréttablaðinu þar sem enn segir af Ögmundi. Hann sat á almennu farrými í flugvél um daginn en opinberir starfsmenn teygðu úr sér á Saga Klass.
(Það gerir mig óskaplega hrygga að vita til þess að opinberir starfsmenn skuli á þessum tíma sólunda almannafé með að ferðast á snobbfarrými).
Og að þessu sögðu dreg ég nokkuð rökrétta ályktun að mínu mati:
Það er bara einn Ögmundur á meðal íslenskra ráðamanna og starfsmanna þeirra.
Því miður.
![]() |
Frestun launahækkana er bitbeinið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Föstudagur, 29. maí 2009
Ekkert flagg í Viðey
Íbúar Öregrund eru komnir á svartan lista hjá mér.
Eða væru, ef ég væri með einn slíkan.
Fánastangir kosta peninga finnst Öregrundaríbúunum.
Okei, þeir um það að sleppa íslenska flagginu af sparnaðarástæðum.
Öregrund er hola þar sem skráðir voru 1.552 íbúi árið 2005.
Ég er með hugmynd.
Auga fyrir auga og allur sá pakki.
Við hættum að flagga sænska í Viðey þar til þeir hafa kippt þessu í liðinn.
Nú, er ekki flaggað sænskum í Viðey?
Skít sama, þeir í Öregrund vita ekki afturenda um það, bara senda þeim póst og tilkynna um flaggrefsinguna.
Ni är ute. Heja, heja.
P.s. Uss, ekki segja, en mér gæti ekki staðið meira á sama hvort þeir flagga íslenska fánanum eða ekki.
![]() |
Slepptu íslenska fánanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 29. maí 2009
Byrjað á vitlausum enda?
Ég hélt að allir vissu að það yrði skorið niður eins og enginn væri framtíðin.
Vegna þess að útrásarvíkingar, fyrrverandi ríkisstjórnir og aðrir spilligrísar settu þjóðina á heljarþröm.
Í beinu framhaldi af því þá finnst mér ekki skrýtið að byrjað væri á brennivíni, tóbaki og eldsneyti.
En það er bara ég, veit minna en ekkert um svona mál.
Ég sá að veitingamenn voru skelfingu lostnir vegna áfengisskatts.
Kannski er byrjað á vitlausum enda, lífsnauðsynjar hækkaðar upp úr öllu valdi.
Það hefði t.d. verið hægt að lúxusskatta bleyjur og matvöru.
Nú eða bara sleppa niðurskurði.
Það er góð hugmynd.
Og láta þá borga sem komu þjóðinni hingað.
Svei mér ég er algjörlega skilningsvana.
![]() |
Áfengi og eldsneyti hækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 28. maí 2009
Framsókn, Framsókn, dæs
Það er verið að ræða þingsályktunartillöguna um inngöngu í ESB í þinginu.
Fátt kemur á óvart.
Sjálfstæðismenn í skotgröfunum en eru þó með skoðun á málinu þó það megi segja að djúpt sé á henni.
Mr. Bertelsson sló í gegn hjá mér. Ég er að verða ofboðslega höll undir Borgarahreyfinguna, er farin að hafa áhyggjur af þessu svei mér þá. Hvað um það, Þráinn kom sá og sigraði.
En ég hef áhyggjur af Framsókn sem situr uppi með prótótýpu manns sem líður af athyglissýki, málefnafátækt og lýðskrumsgreddu á formannsstóli.
Það er sorglegt að sjá þessi asnalæti í manninum sem hljóta að stafa af biturð vegna útkomu í kosningum.
Sigmundur Davíð; ekki láta þjóðina líða fyrir biturðina, dílaðu við þetta.
SD vildi ALLA ráðherra í salinn til að hlusta á fagnaðarerindið sem hann flutti, sem einkenndist mest af dylgjum og útúrsnúningum.
Sama með (addna) Eygló Harðardóttur (addna) sem virðist líta á sig sem sjálfskipaðan skemmileggjara málefnalegrar umræðu um þetta stóra mál sem önnur.
Mér er ekki hlátur í hug og ég vil beina því til allra þingmanna að hafa í huga að það er þjóðin sem mun segja af eða á varðandi inngöngu í ESB.
Haldið málinu ekki í gíslingu með málfundaæfingum og skítkasti.
Afgreiðið málið í nefnd.
Við höfum ekki efni á þessu karpi.
Við viljum fá að vita hvað er í boði.
Arg.
![]() |
Æði margir ráðherrar í húsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 27. maí 2009
Svari hver fyrir sig
Mikil viðskipti hafa verið hjá vændiskonum í Kaupmannahöfn í Danmörku undanfarna daga en þar hefur staðið yfir alþjóðleg ráðstefna um loftslagsmál.
Þarna koma saman embættis- og stjórnmálamenn væntanlega allir á launum frá ríkinu heima hjá sér.
Mér sýnist að allar þær þjóðir sem vilja kallast siðmenntaðar verði að banna kaup opinberra starfsmanna sinn á vændi.
Fylgjendum vændis er tíðrætt um frelsið. Frelsið til að kaupa fólk og frelsi til að selja sig.
Flott ef þetta væri spurning um þjónustu þar sem varan er ekki fólk af holdi og blóði.
Hvar setjum við mörkin?
Þið megið versla ykkur konur og menn drengir mínir þegar við þjóðin borgum undir rassgatið á ykkur á ráðstefnur víða um heim.
En ekki kaupa konur yngri en sextán.
Nú eða fjórtán.
En í nafni frelsisin kemur auðvitað vel til greina að gefa þetta frjálst.
Þá geta þjónar fólksins keypt sér allt frá börnum og upp úr, allt eftir smekk hvers og eins.
En þetta má auðvitað ekki segja.
Er konan að halda því fram að stjórnmálamenn og embættismenn séu barnaperrar?
Svari hver sem vill og í leiðinni má svara þeirri spurningu hvar kaup á kynlífi hættir að vera barnaníð og stökkbreytist í "eðlileg" viðskipti.
Tólf ára, fjórtán, sextán, tuttugu?
Svari hver fyrir sig.
![]() |
Eftirspurn eftir vændi í Kaupmannahöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Mánudagur, 25. maí 2009
Minna sárt my lord
Ég á ekkert erfitt að finna til samkenndar með fólki, þ.e. þessu venjulega, mér og þér.
Ég skil aðstæður þess sennilega vegna þess að ég hef verið í svipuðum sporum, að minnsta kosti skynja ég það svoleiðis.
Svo er fólkið sem ég botna ekkert í.
Eins og t.d. karlinn í N-Kóreu, þessi sem sveltir þjóðina og býr til kjarnorkusprengjur og heldur fólki tengslalausu við umheiminn.
Ég tapa þræði. Næ engum kontakt við þennan bústna brjálæðing.
Ég velti fyrir mér hvernig lífi hann lifi, hvort hann borði Seríos á morgnanna, rabbi við konuna eða krakkana og hafi áhyggjur af hvort bílinn fari í gang, segi góða nótt elskan við rekkjunautinn, kyssi hann blíðlega á kinnina og óski góðra draumfara.
Sé það ekki fyrir mér.
Ekki frekar en ég sé Angelinu og Brad sitja áhyggjufull yfir að hafa gleymt að kaupa wipes og hvað þau eigi að hafa í matinn.
Skilningsleysi mitt varðandi s.k. útrásarmenn (get ekki lengur skrifað útrásarv...., komin með óþol) er algjört. Þeir gætu allt eins verið geimverur hvað mig áhrærir.
Ég get ekki samsamað mig fólki sem nennir ekki í venjulegar flugvélar, nostrar við sjálft sig út í það óendanlega, á nokkur stykki heimili á pínulitlu svæði eins og í Reykjavík, and on and on í ruglinu.
Í sjónvarpinu í gær þegar sagt var frá húsleit á heimili þessa manns, Ólafs, var tekið fram að enginn hafi verið í húsinu nema þjóninn hans!
Hvaða geðveiki er í gangi? Brengluð sjálfsmynd eða mikilmennskubrjálæði? Við erum alþýðufólk við Íslendingar, þó sumir vilji tengja sig við göfugar ættir til að losna við smalaeðlið.
Það truflar mig lítið að Óli sé með þjón sem vermir inniskóna og plokkar á honum nefhárin.
Eða hvað það er sem svona bötlerar gera fyrir húsbónda sína.
Mér er sama þó ég skilji ekki herra hálfvita og erkifífl í Kóreu.
Missi ekki svefn vegna heimilsástands og víravirkisblúndutilfinninga Angie og Brad.
En mig langar að geta samsamað mig landsmönnum mínum.
En kannski er Ólafur og kó ekki þjóðin.
ISG hefði átt að taka fram við hverja hún átti í Háskólabíói í haust.
Hún var kannski að vísa til þessarra þrjátíu?
Jabb, ég hef nú á þessari stundu ákveðið að það hafi verið þeir.
Ég get lifað með því, það er minna sárt my lord.
![]() |
Leitað í sumarhúsi Ólafs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 25. maí 2009
"Thanks for nothing"
Lilja Mósesdóttir talar eflaust fyrir hönd margra þegar hún segir að við eigum að afþakka ráðgjöf AGS (og væntanlega öll afskipti þeirra hér á landi).
Ég vil þá burt. Skila láni. "Thanks for nothing".
Eftir því sem ég skoða meira um fyrirkomulag vinnubragða á þessum sjóði þá held ég að við séum í vondum málum í þessu "samstarfi" sem mér finnst nú eiginlega meira vera einhliða ákvarðanataka sjóðsins, eins og í vaxtamálunum.
Í dag hef ég reyndar ákveðið að treysta ekki stjórnmálamönnum (með örfáum undantekningum reyndar) lengra en ég get hent þeim og það er í mínu tilfelli núll.
Maður heyrir svo margt.
En hvað um allt það sem manni er ekki sagt?
Hvað um alla leyndina?
Hvað um Icesave?
Svo ætla ég rétt að vona að Alþingi bregði ekki fótum fyrir lýðræðið með því að koma í veg fyrir að við sækjum um aðild að ESB.
Róleg, ég er enginn stuðningsmaður ESB en veit minna en ekki neitt um hvað það inniber fyrir okkur að ganga þar inn.
Ekki frekar en allir hinir "sérfræðingarnir" sem eru óþreytandi við að telja upp "pros and cons" við inngöngu en geta ekki vitað neitt með vissu vegna þess að við höfum aldrei sótt um í guðanna bænum.
Sjálfstæðismenn komu í veg fyrir stjórnlagaþing.
Nú reynir á vilja Alþings til að sýna fram á alvöru vilja til að leyfa "múgnum" og "skrílnum" að hlutast til um sín eigin mál í atkvæðagreiðslu um ESB samning.
Getur verið að meirihluti Alþingis sé hræddur við að leyfa okkur fólkinu að ákveða hvað við viljum?
Ég vona ekki.
Úff, ég er svo pirruð í dag og hef góða ástæðu til.
Er búin að fylgjast með umræðum á Alþingi, það tekur á.
Hmprf.....
![]() |
Ætti að afþakka ráðgjöf AGS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 25. maí 2009
Öll stráin, öll stráin
Grasrótarhreyfingar eru nauðsynlegar og skemmtileg fyrirbæri.
Þær spretta upp vegna þarfa á breytingum, til að koma málstað á koppinn og þær geta gert kraftaverk á stuttum tíma. Þar safnast saman fólk með sömu hugsjón.
Dæmin um grasrótarhreyfingar eru mörg og konur hafa verið duglegar að skipa sér í lið um brennandi málstað eins og t.a.m. Kvennaathvarf og Stígamót sem löngu hafa sannað gildi sitt.
Eðli grasrótarhreyfingar hlýtur að vera að leggja sig niður þegar takmarkinu er náð.
Allavega eru þær ekki eilífar, grasrótin leitar þangað sem þörfin er.
Borgarahreyfingin er dæmi um grasrótarsamtök sem komu, sáu og sigruðu.
Nú hriktir í stoðum hreyfingarinnar, strax eftir kosningar.
Ég hef unnið í grasrótarhreyfingum og eins frjóar og skemmtilegar og þær oftast eru þá hafa þær auðvitað neikvæðar hliðar og þær hrútleiðinlegar.
Eins og t.a.m. öll stráin sem vilja hafa um málin að segja og þá verður grasrótin seinvirk, fundirnir í þeim martröð og ofboðslega orkufrekir til lengdar.
Grasrótin er nefnilega ótrúlega fundaglöð.
Ég vona hins vegar að Borgarahreyfingin komi skikk á þetta hjá sér.
Það er glatað að þurfa að beina orku í innanhússátök þegar þörfin fyrir góð verk er í sögulegu hámarki.
Koma svo.
![]() |
Átakafundur hjá Borgarahreyfingunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.9.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 2988587
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr