Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

FÓRNARLÖMB

Góða skapið hvarf eins og dögg fyrir sólu þegar ég las viðtengda frétt.  Það var ekki endilega vegna þeirrar fullyrðingar um að fegurðarsamkeppni barna laði að sér barnaníðinga, því það vissi ég. Það sem stuðar mig er að lesa um dómgreindarlausar mæður eins og Jayne Harris, fyrrum fyrirsætu, sem skráði börnin sín tvö í keppnina í fyrra.  Hún segir útlit vera allt og engan tala við ljótt fólk.  Þessi kona er kannski ein af fáum foreldrum sem klæða börnin sín upp í föt fullorðinna (oftast stúlkubörn), mála þau, og klæða eins og fullorðnar konur, sem orða skoðanir sínar á mannkostum, á svona opinskáan hátt.

Keppendurnir sumir, voru aðeins eins árs gamlir og gátu ekki gengið, aðrir voru með mikinn andlitsfarða eða í kjólum fyrir fullorðnar konur, að því er kemur fram á fréttavef Sky.

 Nú hafa bresku góðgerðarsamtökin Kidscape gagnrýnt þessar keppnir harðlega og benda einnig á að þær laði að sér barnaníðinga.

Hver á að gæta hag þessara barna ef foreldrarnir eru svona?

Jösses!


mbl.is Góðgerðastofnun varar við fegurðarsamkeppnum barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HÉLT AÐ ÞAÐ HEFÐI KOMIST UPP UM MIG..

 

.. þegar ég sá þessa frétt.  Var með áhyggjur af því að mín síðustu fyllerí hefðu komist í blöðin.  Hefði verið hallærislegt að fá bakreikning í fjölmiðlum, þegar maður er edrú og í góðum málum í bráðum ár.

Fattaði strax og ég sá kókflöskureikninginn að þetta gat ekki hafa verið ég.

Sjúkkitt.

Sóklínandsóber!


mbl.is Keypti drykki á barnum fyrir 13 milljónir kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MEYJURNAR Í LÍFI MÍNU..

 

..eru nokkrar.  Þær eiga það sameiginlegt að vera yndislega smámunasamar.  Dúa vinkona mín, raðar súpum og sósum eftir stafrófsröð í eldhúskápinn.  Notar litaspjald þegar hún raðar í fataskápana (ásamt, málbandi, halla- og dýptarmæli, auðvitað) og þegar það er glas í vaskinum, lengur en það tekur að þvo það upp, er hún á barmi taugaáfalls.  Meyjur eru sagðar vera bestu bókhaldararnir.

Þrjár meyjur sem ég þekki, brjóta plastpokana sína saman, nákvæmlega svona:

43

Kannist þið við þetta krakkar?

Bítsmí.


AÐ VERA Í RUSLINU

 1

Ég veit ekki með ykkur en ég er stórbiluð oft á tíðum. 

Hafið þið farið með ruslið út á morgnanna um leið og þið farið að heiman?

Kannist þið þá við að hafa mætt með ruslið í vinnuna?

Eða setið með útroðinn poka af matarleifum á biðstofu læknis?

Orðið fyrir aðkasti í strætó vegna þess að það er farið að slá í dýralíkin og lyktin er ógurleg?

Ef ekki þá eruð þið ekkert í námunda við hina stórundarlegu mig.

Lofjúgæs!


TAFIR

1

Guð hvað það er gaman að vakna á svona fallegum degi, fá sér kaffi (eða þannig), lesa Moggann og sjá svona skemmtilegar fréttir. 

Tafir geta orðið í dag og frameftir kvöldi, á Bláfjallavegi og í Hvalfirði við Botnsá, en Saga film er að vinna við gerð bílaauglýsingar!

Vá, firring neysluþjóðfélagsins bara LIFNAR og stekkur á mann, blásaklausan í morgunsárið.

Næstu viku verður lokað í Hagkaup í Kringlunni, vegna gerðar á flókinni kexauglýsingu.

Mér er svo skemmt.

Úje

Veit að þetta eru ekki mjög fjölvarnir vegir kannski, þið sem sjáið ykkur knúinn til að bresta í vörn.  En mér er sama, vegur er vegur og fólk þarf að komast leiðar sinnar.  Er það ekki annars?


mbl.is Tafir gætu orðið vegna kvikmyndatöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VÍBRARNIR Í LOFTINU

1

Ég held að hugsanir, hugmyndir, músík og allt annað í rauninni sem manni dettur í hug, svífi þarna fyrir ofan hausinn á okkur.  Ég verð alltof oft fyrir því að fólk segir mér frá einhverju sem því hefur dottið í hug, eitthvað í algjörum fjarska og ég hef verið að hugsa það sama. 

Undanfarna daga þegar ég hef hangið yfir veðurfréttunum á Stöð 2 og krakkaveðrið er útskýrt þá hef ég verið að velta því fyrir mér hvort börnin á myndinni séu ekki aðeins við vöxt.  Svolitlar bollur.  Rétt áðan var ég að hendast um bloggheima og viti menn, þar var einn að velta þessu stórmáli fyrir sér líka.  Hm..

Ég er ekkert á leiðinni í næringarfræði til að taka á börnunum í krakkaveðrinu eða neitt sollis, en hvernig stendur á að þau eru svona búttuð?

Er verið á lævísan hátt að undirbúa okkur fyrir fitubolluinnrásina?

Neh, segi svona.

Bítsmí!

 


ÉG HEF VERIÐ ILLA SVIKIN..

1

..af Vífilfelli, varðandi áróður þeirra um heilsusamlega og sykurlausa kókdrykki.  Ég er kókisti, hef verið það frá unglingsaldri, með smá hléum auðvitað.  Ég þekki mitt kók.  Ég drakk litlar kók, í grænleitum flöskum og með glærum stöfum.  Það var nefnilega stór munur á bragði eftir útliti flaskna í denn.  Margir hafa sagt það kjaftæði en ég veit betur.  Kókið varð að vera í gólfkæli, svona opnanlegum ofnafrá (eins og frystikista) og vera slefköld.  Það voru dásamlegir nautnatímar unglingsáranna.  Ekki var verra að fá eina Síríuslengju með lakkrísborða eða rauðum Ópal með.  Namminamm.

En um leið og æskan er öll, þá verður manni dagsljóst, að sumt er óhollt, alveg einstaklega óhollt og jafnvel baneitrað.  Ég komst að því að margoft hef ég sennilega verið í lífshættu, skv. nýjustu rannsóknum og alltaf án þess að hafa hugmynd um það.  Það er sennilega þess vegna sem ég lifði af allar stórhætturnar.  Eins og hunangsflugan sem flýgur þrátt fyrir að það sé vísindalega sannað að hún geti það ekki.  Flugan hefur nefnilega ekki hugmynd um það.

Nú er Kók- Diet-, Light- og Zero ekki hótinu betra eða heilsusamlegra en hið baneitraða, venjulega kók.  Bara ef ég hefði vitað þetta.  Þá hefði ég velt mér upp úr óheilsusamlegu alvörukólki.

Ég í sjoppuna, kaupi eina slefkalda og slafra henni í mig á staðnum.  Kaupi glerið.

Úje...


mbl.is Sykurlausir gosdrykkir hafa sömu áhrif á heilsu fólks og sykraðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÓG AÐ GERA...

 

..hjá Sea Shepard en þeir hættu við fyrirhugaða Íslandsferð vegna þess að það átti að fara að henda 100 tonnum af járnryki á sjóinn um 350 mílum vestur af Galapogos-eyjunum.  Ég styð þá í því en reyndar styð ég líka aðgerðir gegn hvalveiðum.  Ekki svo mikið vegna hvalanna heldur vegna þess að mér finnst hvalveiðar óþarfi og það koma bara leiðindi og vesen út úr þessari þrjósku okkar að veiða þá, þrátt fyrir að markaðurinn sé lítil og eftirspurnin nær eingöngu hér innanlands.

Fáist stopp á veiðarnar er það hið besta mál.

Þeir mættu kannski vera aðeins minna róttækir karlarnir.

Þeir koma seinna bara.

Súmí


mbl.is Watson: Aðstæður réðu því að Íslandsför var frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MEÐ BULLANDI FORDÓMA...

1

..gagnvart sjálfum  sér og öðrum hommum hann Rupert Everett.  Leikarinn er ekki hlynntur ættleiðingum samkynhneigðra.   Hann alhæfir til hægri og vinstri.  Honum finnst að það hljóti að vera leiðinlegt fyrir börn að þurfa að taka tvo feður með sér á ræðukeppnina í skólanum. Ætli manni hefði fundist það ónýtt að geta státað af tveimur pöbbum hérna í denn, í staðinn fyrir þennan eina sem alltaf þurfti að vinna fyrir salti í grautinn og komst sjaldan á uppákomur?   Everett finnst líka að drottningarlegu rifrildin séu skelfileg fyrir börn að hlusta á fyrir svefnin. 

Ergo:

Hommar eru allir eins.  Þeir rífast drottningarlega og þeir rífast fyrir svefninn.  Það er alls ekki gott fyrir börn.  Börn vilja rifrildi upp úr hádeginu og þau eiga að vera konungleg.  Hm...

Samkvæmt þessu þá gef ég mér að allar lesbíur séu leikskólakennarar (ein mín besta vinkona er það), þær eru allar með meirapróf og stutt hár (ég þekki a.m.k. tvær sem þannig er ástatt um).

Það er rétt hjá leikaranum.  Hann hefur ekkert með börn að gera.   


mbl.is Rupert Everett ekki hlynntur ættleiðingum samkynhneigðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SJÁLFSBJARGARVIÐLEITNI?

 Sumt fólk hefur þurft að stela sér til matar.  Fólk þarf að gera það enn í dag en það felst þá væntanlega í því að ná sér í eitthvað matarkyns sem af hendingu er stungið innan á sig í búðinni ef færi gefst.

Svo er til fólk með kröfur.  Fólk sem borðar ekki hvað sem er, þrátt fyrir að eiga ekki krónu.  Það fólk fer á veitingahús til að borða. 

Ég veit um mann sem stundaði þetta grimmt.  Hann var með flotta háskólagráðu og flott starfsheiti.  Hann var hinsvegar tímabundið blankur.  Dálítið lengi tímabundið.  Hann borðaði á bestu stöðum bæjarins og vegna starfsheitis fékk hann umsvifalaust skrifað og hann borgaði aldrei.  Fólki fannst það krúttlegt.

Það er náttúrulega hámark ósvífninnar að setjast inn á veitingastað, borða og drekka og eiga ekki fyrir reikningnum.  Minni á frábært atriði úr englum alheimsins, sem er orðin klassík.

Það er nú einhvernvegin þannig að þegar fólk tekur veitingastaði í .. júnó, þá vekur það kátínu.

Ekki hjá mér audda en mörgum hinna.

Ævondervæ.


mbl.is Áttu ekki fyrir reikningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 2988398

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband