Færsluflokkur: Bloggar
Þriðjudagur, 24. júlí 2007
GELGJUR
Oft hugsaði ég um það hérna í denn, þegar stelpurnar mínar voru á gelgjuskeiðinu, hvað það væri ofsalega freistandi að láta þær út úr bílnum og skilja þær eftir.... í smá stund, svo þær áttuðu sig. Það var þó aldrei nema hugsunin ein og varla það og engin alvara fylgdi máli. Ég hef stundum furðað mig á þolinmæðinni sem maður er gæddur, og sem ekki hefur látið á sér kræla við aðrar aðstæður, þegar börnin manns eru annars vegar. Stundum rifust stelpurnar mínar heiftarlega í aftursætinu, bara svona til að láta tímann líða. Það gat verið út af sælgæti, háralit, skóm eða litnum á himninum. Atgangurinn var ógurlegur og sjaldan í samræmi við tilefnið.
Svo les maður þetta. Strákur bara skilinn eftir í Frakklandi og foreldrarnir brumma áfram til Englands.
Það á að krefjast prófskírteinis á foreldra.
Ójá.
![]() |
Yfirgefinn af foreldrum í ókunnu landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 24. júlí 2007
FAMILÍAN LONDRES
Jæja langþráðar myndir frá Spánarferð Londres-fjölskyldunnar eru komnar í hús. Brúðkaup Hebu og Tom fór fram með miklum myndarbrag og svo var haldið til Benidorm með Oliver.
Gjörið svo vel:
Barnið er nottla svo mikið dúllubarn að amman segir ekki orð um það meir.
Úje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 24. júlí 2007
ÉG HEF LOKSINS FUNDIÐ SÁLUFÉLAGA..
..í henni Sunnu Dóru (www.sunnadora.blog.is) bloggvinkonu minni og eðalkvendi. Ekki nóg með að hún sé að drepast úr flughræðslu eins og ég heldur er hún haldinn þeim flotta eiginleika, en jafnframt afspyrnu sjaldgæfa, að lesa endirinn fyrst, þegar hún gúffar í sig bækur. Ég hef bloggað um þennan eiginleika minn, að tékka á endinum til að geta lesið bókina í ró og næði og Sunna Dóra hún gerir það líka. OMG ég hélt ég væri sú eina. Máli mínu til stuðnings "stal" ég eftirfarandi málsgrein af blogginu hennar. Ég vil að við stofnum sjálfstyrkingrhóp (tríó).
"Ég les alltaf endinn fyrst á bókum sem að ég er að lesa. Ég get ekki beðið og lesið alla bókina og ekki vitað hvernig hún endar."
Hehe
Æmnotalónenímorr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Þriðjudagur, 24. júlí 2007
SVO SORGLEGT
Það er svo erfitt að lesa svona fréttir. Þessi maður, sem er götumaður, alkahólisti og greindur með krabbamein, hefur í engin hús að venda en maðurinn neitar meðferð við sjúkdómnum. Dætur hans telja að kerfið hafi brugðist honum.
Það er erfitt að mynda sér skoðun á þessu. Það eru miklir fordómar í samfélaginu gagnvart sjúkdómnum alkóhólisma. Mikið hefur þó breyst. Ég verð a.m.k. ekki vör við annað en jákvæð viðbrögð í þau skipti sem ég nefni minn sjúkdóm til sögunnar. En.. ég er edrú.
Ég er ekki alveg tilbúin, eftir lestur þessarar fréttar, að skrifa upp á að kerfið hafi brugðist manninum. Kerfið er alltaf klikkandi á fólki, það er rétt, bæði fólki með félagslega sjúkdóma eins og geðraskanir og alkóhólisma annars vegar og einnig hina líkamlegu, áþreifanlegu sjúkdóma hins vegar. En þarna virðist mér skorta upp á þáttöku mannsins til að hægt sé að veita hjálpina.
Ef við erum með sjúkdóm verðum við að taka ábyrgð á honum, a.m.k. á einhverju stigi málsins. Við verðum að þiggja þá aðstoð sem býðst. Þessi vesalings maður virðist ekki vilja gera það. Vonandi ber hann gæfu til þess og ég vona svo sannarlega að hann fái bót meina sinna, bæði á krabbameini og alkahólisma.
Ég sendi honum og fjölskyldu hans baráttukveðjur.
Allt byrjar þetta í eigin ranni og endar þar líka.
![]() |
Kerfið hefur afskrifað pabba |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Þriðjudagur, 24. júlí 2007
FRESTUNARÁRÁTTA UNDIRRITAÐRAR
Ég er haldin frestunaráráttu á háu stigi. Það vita þeir sem mig þekkja. Þetta náði þó hámarki sínu á meðan ég drakk, enda allsendis ófær á því stigi máls að gera nokkurn skapaðan hlut annan, þarna í lokin, nema sitja og horfa tómum augum á vegginn. Stofuveggurinn heima hjá mér ætti að komast í einhverja heimsmetabók, það er ekki séns að þeir veggir séu til sem hefur verið starað á jafn þrálátlega og þennan heima hjá mér (jú, líka meira en á minningarvegginn yfir fallna í Vietnam), svei mér þá.
Á hverjum degi, berst ég við frestunarbölið og nú orðið með ágætis árangri. Auðvitað fer þetta frá eyra til ökkla hvað mig áhrærir, þar sem núna get ég eiginlega ekki frestað neinu, þótt líf mitt liggi við, af því þá líður mér eins og ég hafi tapað. Tapað illa og ég fæ tilfinninguna frá fyllibyttutímanum inn í hug og hjarta og mér líður skelfilega.
Í morgun varð ég að fresta. Það var full ástæða til þess en ég barðist til síðasta blóðdropa (mínir blóðdropar eru fáir, það vita bloggvinir mínir sem lásu blóðleysisfærsluna). Hin margumtalaða magaspeglun var á dagskrá í morgun. Ég, hins vegar, var með uppköst í alla nótt sem voru ekki af þessum heimi. Hita og alles. Ég stóð ekki í lappir í morgun, en hafði það af að klæða mig á klukkutíma eða svo. Ég varð að fresta. Mér líður illa bara við að skrifa það.
Ég, komin í frestunarhaminn, er ekki búin að láta vita á speglunarfyrirkomulagið. Já ég veit, ekki gott en Róm var fjandinn sjálfur ekki byggð á einum degi. Nú er ég búin að básúna þessu á bloggið og verð að fara og hringja í speglunarfólkið, biðjast afsökunar og fá nýjan tíma. Það geri ég núna. Eitthvað gott kom þá út úr játningarfærslu dagsins.
Ætli maður geti framkallað allskonar veikindi bara til að sleppa við óþægindi? Það hefur stundum hvarflað að mér en ég kæri mig ekki um fyrirlestra um yfirfærslur takk fyrir.
Súmí.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 24. júlí 2007
HIÐ AUGLJÓSA
Flóð eru hræðileg. Það er löngu orðið alvarlegt ástand sem ríkir á Bretlandi. Ég var að lesa að fólki væri ráðlagt sums staðar að fara ekki út á nóttunni, vegna andfélagslegrar hegðunar og þeirrar hættu sem fólki skapast af því svo maður tali nú ekki um beina hættu sem skapast af öllum vatnselgnum.
Stundum mitt í allri tragedíunni rekst maður síðan á eitthvað sem fær mann til að brosa smá, örlítill "óvarthúmor" í svartnættinu miðju.
Það er stundum talað um að "benda á það augljósa". Það hefur gerst hér. Óvart að sjálfsögðu.
Úje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 24. júlí 2007
EINU SINNI LAS ÉG LJÓÐ..
..eftir nútíma hippaskáld, sennilega á árinu 1967. Skáldið var íslenskt, en því miður hef ég með árunum gleymt bæði nafni skáldsins og ljóðinu, nær öllu.
Samt man ég þema ljóðsins og mér koma þessar línur sem ég man alltaf í hug, þegar ég sé myndir í blöðum og sjónvarpi af þotuliðinu. Fólkinu sem ráfar um á markaðstorgi hégómans og virðist fátt annað gera en að hafa áhyggjur af kjólum.
Ég sá þessa "frétt" hér á Mogganum áðan og ljóðið gleymda eftir skáldið góða kom sterkt inn við lesturinn.
Línurnar koma hér:
MONA LIZA, BIG-TIME MONA LIZA
THE FRONT SIDE ONLY
Úje, ég auglýsi eftir ljóðinu öllu.
![]() |
Beckham-hjónin vígð inn í Hollywood með formlegum hætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 24. júlí 2007
NÚ VÆRI MÉR SKEMMT..
..ef það væri sannleikskorn í bölvaðri stjörnuspánni minni (Steinunn Ólína, ekki orð).
"Steingeit:Ef þú myndir aðeins lækka í sjálfum þér, geturðu betur skilið það sem gerist í kringum þig. Og líka að einhver er alltaf að hugsa um þig."
Ég hef varla sagt orð, upphátt í allan dag. Ég hef reyndar sagt heilmikið á blogginu í dag en það er fremur lágvært mal sem engan getur stuðað. Ég þarf að reyna að skilja betur umhverfi mitt segir Sumarliði, ég myndi nú ekki vera að segja öðrum hvað þeir eiga að gera ef ég væri hann því eins og allir vita fær hann ekki endurráðningu næsta sumar hjá Mogganum.
Sumarliði er defenately fullur!
Hver getur verið að hugsa um mig ALLTAF?
Ég get ekki ímyndað mér það.
ÆGIFÖPP
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 23. júlí 2007
FRAMHALDSAGAN ÓGURLEGA..
..heldur áfram. Á maður að þora að hafa álit á nýjustu þróun í "hávamálinu"? Hm..
Er ekki sniðugt að gera eins og SVFR stingur upp á og halda kúrsa fyrir alla útlendinga um lax- og silungsveiðar á landinu?
Svo má kynna fyrir þeim kvótakerfið.
Það má kenna þeim um sláturgerð (hugsið ykkur þeir gætu farið að fokka upp íslenskri sláturgerð)
Svo þegar búið er að kynna þeim fjallgöngur á íslenskum fjöllum þannig að sómi sé að, þá.....
má kenna þeim íslensku.
Ég er farin til fjalla.
![]() |
Framkvæmdastjóri Alþjóðahúss svarar bréfi formanns SVFR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Mánudagur, 23. júlí 2007
ÞAÐ ER AÐ ÆRA ÓSTÖÐUGAN....
VÓFF..
..að vera að linka á svona fréttir, þrátt fyrir að þessi sé afskaplega gleðileg. Á ekki að halda kertavöku í tilefni dagsins? Segi svona.
Rosalega sem fjölskylda Lúkasar er orðin feimin eitthvað. Ekkert viðtal í fréttunum eða neitt.
Kannski búið að segja allt sem segja þarf?
Demedifænó, demedifæker!
vóff, vóff.. bobsí-bobbs
![]() |
Lúkas kominn heim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.8.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 2988397
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr