Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

VON FYRIR MIG OG MÍNA

Dómstóll á Englandi hefur bannað kántrýáhugamanni að spila sum lög með Dolly Parton Tammy Wynette.  Lagið Divorce með Tammy spilaði maðurinn stundum þrjátíu sinnum á dag, segja nágrannarnir sem enduðu með að fara í mál við manninn.

Nágranni minn með borinn er með afspyrnulega leiðinlegan smekk á tónlist (fyrirgefið ég meina samræmdum hljóðum).

Hann spilar til skiptis "Ég er frjáls eins og fuglinn" og "Komdu í Kántrýbæ".  allan sólarhringinn, þ.e. þegar hann er ekki að bora eins og vitlaus maður.

Get ég látið setja nálgunarbann á músíkina?

Eða á manninn til að vernda músíkina?

Eða bara eitthvað til að hann steinþagni?

Einhverjar uppástungur um leiðinlegustu lög ever?  Ekki að ég haldi það.

Æmgonnasúðefokker.

Arg og Úje


mbl.is Kántrý áhugamanni sett takmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TEK ÞAÐ FRAM AÐ ÞAÐ VAR EKKI ÉG..

1

..sem gúffaði í mig öllu þessu kjöti sem var selt í júlí.  Ég get svarið það og get komið með votta ef með þarf.

Ég er búin að grilla svona tíu sinnum á þessu sumri. 

Það er einhver annar sem hefur úðað í sig um 15 þúsundum tonnum af kjöti í júlí.  Vááá! Hver arða nánast, hefur farið á grillið. 

Jóna Ágústa, ert það þú sem ert ábyrg á þessu kjötfjalli?

(www.jonaa.blog.is)

Nú er það fiskur fram að jólum.

Ég ætla ekki að reyna að framreikna afdrif alls þessa kjöts.  Hafið er rosa stórt er það ekki?

I wonder!

Úje

 

 

 


mbl.is Segja nýliðinn júlí besta grillmánuð Íslandssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STUNDUM BILAST ÉG ÚR HLÁTRI..

1

..yfir fyrirsögnum á Moggabloggi.  Stundum hlæ ég vegna þess að húmorinn að baki fyrirsögninni er einfaldlega brjálæðislega fyndinn.  Eins og hjá henni Dúu vinkonu minni (www.dua-athugasemd.blog.is)  sem átti eina um daginn sem innihélt eitthvað um Bloggvinalufsur. og þar hló ég upphátt. Annars eru dæmin um fyrirsagnir líkar þessum, sem betur fer mörg og ótrúlega skemmtileg.  Bjarga hreinlega deginum stundum. 

"Ég er hætt/hættur að blogga er farin/farinn, búmm-pang fyrirsagnirnar" geta verið hugmyndaríkar og fyndnar, í hófi sko.

Fyrirsagnir bláu þulunnar eru mér stundum tilfefni til hláturs.  Ég skilgreini það krimt ekki nánar.

En í dag hreinlega bilaðist ég úr hlátri yfir fyrirsögninni hjá Jónínu Ben.  Þar stendur orðrétt: "LATIBÆR VERÐUR AÐ FÁ AÐ LIFA - VIÐSKIPTARÁÐHERRA!"

Hefur eitthver heyrt talað um "overkill" vs. "understatement"???

Hvað er fólk að  hafa áhyggjur af hungruðum heimi hérna?  Latibær má ekki deyja.  Það er algjörlega satt og rétt.

Súmíbítmíbætmíandkikkmí!

Úje


GAMALT VÍN Á NÝJUM BELGJUM?

 1

Stundum get ég ekki annað en brosað yfir nýjum orðum sem eiga að rétta við ímynd ákveðinna hugtaka eða fyrirbæra.  Það sem kemur strax upp í hugann er hin gamla "Félagsmálastofnun" sem varð að "Félagsþjónustunni", en þar er orðið þjónusta auðvita mun jákvæðara en orðið stofnun.  Það orð  sem var okkur lengi til skammar og lýsti hugarfari stjórnvalda (og kannski þjóðarinnar) til innflytjenda var  "Útlendingaeftirlitið", það hefði smell passað inn í eftirlitsstofnun í Hitlersþýskalandi. Er hægt að að kalla stofnun sem sjá á um innflytjendamál, neikvæðari nafni?  Nú heitir Útlendingaeftirlitið sum sé "Útlendingastofnun".  Af tvennu illu þá er það eitthvað skárra.

Ég var að lesa blöðin áðan og rakst þá á frétt um "lögblinda" og "seinfæra" stúlku, án þess að ég ætli að fara gera þá sérstöku frétt að umtalsefni. 

En nú spyr ég, af því þessi hugtök eða skilgreiningar hef ég ekki rekist á áður,

er lögblinda orð yfir að vera blindur?

Er seinfær, það sama og vera hreyfihamlaður eða þroskaheftur?  Kannski bæði?

Mér finnst ég ekki hafa við að fylgjast með sk. "orðatísku".  Það er skelfilegt að vera allt í einu pólitískt rangur í orðavali og verða sjálfum sér til skammar og koma út sem fordómafullur dóni.

Skýring, einhver?

Súmí


ER HÆGT AÐ VERA ÓHEPPNARI..

 

.. en Amy Winehouse, þessa dagana en sökum óreglu hennar er breska pressan búin að gefa út veiðileyfi á stelpuna.  Eins og fram hefur komið er þessi söngkona ein af mínum uppáhalds af yngri kynslóðinni.

Bömmerinn hlýtur að felast í því að vera bullandi alki og í dópi líka, heita WINEHOUSE, eiga hittara sem heitir REHAB og harðneita svo að fara í meðferð. 

Ég sárvorkenni stelpunni.

Hér er  slóðin á bráðskemmtilegri útgáfu af laginu Rehab.

http://www.youtube.com/watch?v=GgfrxZlrYR4

Cry me a river!

Úje


mbl.is Fyrrum elskhugi Amy Winehouse segir hana kynlífsfíkil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GÆLUDÝRAHORROR

Sumir fá sér risaköngulær (baneitraðar) sem gæludýr, aðrir eiturslöngur, beltisdýr eða eðlur.  Ég hef aldrei botnað í þessum áhuga.  Sá einhvertímann þátt í sjónvarpinu um náunga sem var með tarantúllu heima hjá sér, í lausagöngu, og kvikindið settist svo á öxlina, andlitið, lærið  eða hnakkann á gestunum, þeim til mikillar hörmungar.  Maðurinn viðurkenndi að heimsóknum til sín hefði snarlega fækkað. 

Nú er það úlfaldi sem bættist í gæludýrasirkusinn.  Konu í Ástralíu var gefinn úlfaldi í sextugs afmælisgjöf af því hún hefur svo gaman að framandi dýrum.  Hvað er athugavert við að skoða dýr í sínu náttúrulega umhverfi?  Furðulegt að fólk þurfi að EIGNAST alla hluti.

Konan getur ekki lengur séð sig um hönd.  Úlfaldinn varð henni að bana með mökunartilburðum. 

Stundum fæ ég þá tilfinningu að ég lifi á flippaðasta tíma mannkynssögunnar.

I´ll walk a mile for a Camel

Újeeee


mbl.is Gæludýr varð ástralskri konu að bana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BUBBI MUN FERÐAST UM LANDIÐ...

1

..og leita að "nýrri" rokkstjörnu (hver er sú gamla?).  Þetta er hluti af vetrardagskrá annarrar hvorrar sjónvarpsstöðvarinnar.

Er þetta ekki orðið smá þreytt?

..og í næsta þætti hjá Völu Matt.. mun Bubbi baka og gott ef ekki borða líka.

ARG.. hvað orðið "over exposed" á vel við.

Hvað er gott orð yfir það á Íslensku?

Ofsýndur?

Get a live!

Úje

 


mbl.is Innlend dagskrárgerð efld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AFMÆLISSNÚRA

1

Jæja, enn eitt edrúafmælið orðið að raunveruleika.  Nú er 20. dagur mánaðar í 10. skipti frá því ég kom af Vogi.  Tíu mánaða snúruafmælið er staðreynd.

Merkilegt hvað tíminn hefur flogið áfram.  Og ég man afturábak, í stórum dráttum allt sem gerst hefur frá því af mér rann.  Það er ekki lítil breyting.  Reyndar er minnið að styrkjast dag frá degi, en áður en ég varð fyllibytta, gat ég státað af minni fílsins.  Um það leyti sem ég fór svo helsjúk inn á Vog, gat ég ekki munað símanúmer, og ekki einu sinni hvert ég hafði hringt.  Áfengi og lyf í of stórum skömmtum lama algjörlega allt sem er á milli eyrnanna á manni.

Ég hef fengið svo margt til baka.  Samskipti mín við mína nánustu eru betri en nokkru sinni.  Merkilegt hvað fólkið mans er fljótt að jafna sig, gefa manni séns, þrátt fyrir að það hafi verið búið að stimpla mann nánast út enda ég amk. orðin eins og innsetning í stól fyrir framan sjónvarpið.

Nú er ég reyndar eins og innsetning fyrir framan tölvuna (hehe), amk. þessa dagana þegar blóðskortur og önnur vanheilsa herjar á.  En ég tek þetta með vinstri og ég er í raun þakklát fyrir að muna nafnið mitt, kennitölu, skóstærð og föðurnafn, ásamt öllu hinu sem hefur hlotnast mér á þessum 10 mánuðum.  Ég er heppin kona sem fer edrú að sofa í kvöld.

Útsýnið af snúrunni er alveg frábært, þakka ykkur fyrir.

Úje...

 

 

 


MÓÐIR Í VANDRÆÐUM

Það talaði við mig kona í dag, sem ég þekki ekki mikið reyndar, en hún var að ræða við mig um dóttur sína, 13 ára, sem hún þurfti að sækja ofan í miðbæ í gær, nær dauða en lífi úr drykkju.  Móðirin telur að stúlkan hafi ekki drukkið áður, enda ekki fengið að fara mikið út á lífið, af skiljanlegum ástæðum, en hún varð 13 ára í vor. 

Konan sagðist hafa þurft að taka á honum stóra sínum í allt sumar, því dóttirin vildi og ætlaði á Þjóðhátíð.  Það endaði með að hún gerði málamiðlun við dóttur sína um að hún fengi að fara í bæinn á Menningarnótt, en færi með fjölskyldunni í sumarbústað um verslunarmannahelgina.

Til að gera langa sögu stutta þá þurftu foreldrar stúlkunnar að ná í hana niður í bæ.  Hún var búin að æla lifur og lungum, pissa á sig, var skjálfandi úr kulda og ekki hægt að ræða við hana fyrr en í morgun.  Hún man ekkert frá kvöldinu sem hún var búin að bíða svo spennt eftir.  Stúlkan drakk bjór og landa.

Mamman er hrædd við að setja mörk.  Hún reynir að gera málamiðlanir í staðinn.  Við urðum sammála um að í svona málum yrði að vera á hreinu, hver væri barnið og hver bæri ábyrgðina.

Eru foreldrar alltaf jafn hræddir við að segja nei?  Ég man að ég átti erfitt með mig oft á tíðum þegar stelpurnar mínar voru unglingar.  En mig minnir að það hafi oftar en ekki tekist hjá okkur að standa föst á okkar.  En það var erfitt.   Hver kannast, t.d., ekki við frasann; af hverju má ég aldrei neitt, allir hinir fá?

 Ég hrósa allavega happi yfir því að stelpurnar mínar eru komnar til manns og vel það.

Ég var beðin um að koma þessu á framfæri á blogginu.

Það er hér með gert.


SINN SIÐUR Í HVERJU LANDI?

1

Leiðtogi ástralska Verkamannaflokksins hefur beðist afsökunar á að hafa heimsótt nektardansstað í New York á meðan hann sótti fundi hjá SÞ.  Þetta gerðist fyrir fjórum árum.  Kevin Rudd, segir að hann hafi drukkið of mikið, muni ekki mikið en aðalmistökin séu að hafa heimsótt þennan stað.  Alltaf gott þegar fólk sér að sér.  Þessi virðist a.m.k. reyna að skammast sín og viðurkennir að það er eitthvað bogið við heimsóknir á svona staði.

Gunnar Birgisson varð uppvís að sama.  Hann taldi sig heldur betur ekki að þurfa að biðjast afsökunar og sagði fólki að því kæmi þetta ekki við.

Sinn er siðurinn í landi hverju, eða er þetta spurning um einstaklinga?

I wonder,

Úje


mbl.is Baðst afsökunar á heimsókn á nektardansstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 2988441

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.