Leita í fréttum mbl.is

VON FYRIR MIG OG MÍNA

Dómstóll á Englandi hefur bannað kántrýáhugamanni að spila sum lög með Dolly Parton Tammy Wynette.  Lagið Divorce með Tammy spilaði maðurinn stundum þrjátíu sinnum á dag, segja nágrannarnir sem enduðu með að fara í mál við manninn.

Nágranni minn með borinn er með afspyrnulega leiðinlegan smekk á tónlist (fyrirgefið ég meina samræmdum hljóðum).

Hann spilar til skiptis "Ég er frjáls eins og fuglinn" og "Komdu í Kántrýbæ".  allan sólarhringinn, þ.e. þegar hann er ekki að bora eins og vitlaus maður.

Get ég látið setja nálgunarbann á músíkina?

Eða á manninn til að vernda músíkina?

Eða bara eitthvað til að hann steinþagni?

Einhverjar uppástungur um leiðinlegustu lög ever?  Ekki að ég haldi það.

Æmgonnasúðefokker.

Arg og Úje


mbl.is Kántrý áhugamanni sett takmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Sigrún Ósk Arnardóttir

Ég er farin að halda að þú búir í sömu blokk og ég. Ég á nefnilega nágranna sem ég kýs að kalla dynk og hefur hann búið fyrir ofan mig í tæp tvö ár og hann borar og borar og svo eru endalausir dynkir og óhljóð sem fylgja manninum. Hann hefur líka þennan líka yndislega tónlistarsmekk, hann hefur spilað lögin sem þú nefndir en uppáhaldið hans er samt " Ó, borg mín borg" og Bryan Adams ballöður.

Sigrún Ósk Arnardóttir, 21.8.2007 kl. 00:32

3 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Æmgonnasúðefokker. Priceless!!!

Ingi Geir Hreinsson, 21.8.2007 kl. 08:49

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna: Takk fyrir linkinn, búin að panta viðtal

Sigrún Ósk: Það geta varla verið tveir svona borandi tónlistarskaðræði á stór-Reykjavíkursvæðinu.  Við þurfum að hittast

Ingi Geir:

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.8.2007 kl. 08:59

5 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Þú átt alla mína samúð. Hef átt svona nágranna en það var í húsi móður minnar. segikkimeir.

Borhljóð eru það versta sem til er. Ég á nágranna (sem ég hef reyndar ekki alveg staðsett) sem tekur svona bortímabil. ÓÞOLANDI!!!!

Einhven tíman kom ég með þá snilldarhugmynd að fólk yrði flokkað í hverfi eftir tónlistarsmekk. Ekki svo galin hugmynd en kannski flókin í framkvæmd...

Laufey Ólafsdóttir, 21.8.2007 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2985822

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband