Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

SÍMABÖMMER

1

Ég er búin að ákveða að fara í stríð við símafyrirtækið mitt.  Eins og ég hef áður bloggað um þá hafa símaraunir hrjáð mig reglulega, en ég hef fyrirgefið þessu fyrirtæki vegna þess að þeir eru svo mikið ódýrari en síminn og bilanirnar hafa staðið stutt yfir.

En nú er ég sum sé búin að fá nóg.  Frá því um miðjan eftirmiðdag í gær og fram á morgun var síminn í ástandi.  Fyrst gat ég hringt úr honum, mikil ósköp, en sá sem hringt var í heyrði ekki í mér, alveg sama hvað ég býsnaðist.  Eftir kvöldmat var svo skipt um bilunartaktík og þá var hvert einasta númer hjá mér á tali.

Allir sem reyndu að hringja hingað á meðan á þessu ástandi stóð fengu meldingar um að síminn minn væri upptekinn.

Ég verð nú að játa að mér fellur þetta frekar illa.  Hvað ef eitthvað kæmi fyrir.  T.d. ef ég þyrfti að hringja á lögguna?  Eða sjúkrabíl? Þá er ég nú reyndar að taka þetta eins langt og hugsast getur í huganum.  Ég held að ég væri öruggari með Indíánahöfðinga og reykmerki.  Svei mér þá.

Síminn er öryggistæki.  ARG

Ég fer samt aldrei á Símann aftur.

Súmí.

Úje


GUILIANI REYKJARVÍKUR

 

Nú erum við Reykvíkingar komnar með okkar eigin Guiliani.  Það er búið að setja andlit á lögguna, sem er auðvitað LÖGREGLUMAÐURINN, Stefán Eiríksson, lögreglustjóri.  Það hefur greinilega, verið ráðinn ímyndarfræðingur til að efla fælingarmátt löggunnar og róa miðbæinn í leiðinni.  Gott mál.

En verkefnið er ekki af verri endanum, en það er að fást við ölvuð börn á götum úti.  Er ekki eitthvað stórkostlega mikið að í samfélagi þar sem smákrakkar velta um allt dauðadrukkin?  Stefán Eiríksson sagði í gærkvöldi að "ástandið í borginni væri lík og við hafi verið að búast".  Skelfing er það gott að ekkert óvænt var í gangi.

Nú er það spurningin.  Ætlar Stefán að ganga vaktir með "sínum mönnum" á vöktum reglulega?  Eða var þessi viðleitni um helgina bara í tilefni Menningarnætur?

Ég bíð spennt.

Eitthvað verður að gerast í þessum málum.

Úje


mbl.is Lögreglustjóri segir ástandið í miðborginni eins og við var að búast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HEIMILDARMAÐURINN Í HRINGIÐUNNI..

1

..getur ekki sinnt upplýsingaöflun fyrir þennan fjölmiðil eins og áætlað var.  Hann situr blýfastur í umferðarhnút ofan í bæ og ekki lítur út fyrir að það sé neitt að breytast.  Hann hefur reynt hvað hann getur að kalla eftir fréttum en það hefur ekki gengið.

Hann biður hinsvegar fyrir kveðju og vill koma því á framfæri að allir bílarnir í þvögunni, bíða fallega og enginn er með yfirgang.  Nema eigendurnir.  Segi svona.

En þarna mun Heimildarmaðurinn líklegast bera beinin.

Ef hann kemst óskaddaður frá hörumungunum mun hann færa okkur fréttir á morgun.

Live´s a bitch and than you d..

Úje


mbl.is Mikið um dýrðir á Menningarnótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TIL GISTINGAR...

 

..hér hefur verið mikið og menningarlegt fjör í kvöld.  Hjá mér og Jenny.  Við gripum niður í Draum á Jónsmessunótt, á frummálinu auðvitað.  Jenny las og túlkaði verkið fyrir mig.  Okokok smá ýkjur en bara smá. 

Nokkur gullkorn kvöldsins:

É þarr ekki að baðast, é´r búin að því í fyrramálið.

Ég vil svona gubbaber (skýring smá rugl á sænsku og íslensku, jordgubbar og jarðaber).

Ekki þo hárin mín, alleg óvarfi.

Hættu tala mér amma, skrass.

É kaupa kjúkling og náttkól í Lababæ.

Og eitthvað fleira hefur fallið í leikjum kvöldsins, sem eins og áður greinir, hafa verið afskaplega menningarlegir.

Nú sefur Jenny Una Eriksdóttir, svo rótt.

 


15 ÁRA BÖRN DÆMD TIL FANGELSISVISTAR..

 

..en að afgreiða sígarettur yfir disk má ekki fyrr en börn hafa náð 18 ára aldri.  Ég hef svo sem ekkert á móti því að börn fái ekki að höndla með sígarettur, þó ekki missi ég svefn yfir því.  Mér finnst hinsvegar glæpsamlegt athæfi að dæma ólögráða börn til fangelsisvistar.  Það er bæði grimmilegt og sýnir ekki mikla virðingu fyrir ungum og óhörnuðum manneskjum.

Er ekki eitthvað að þessari forgangsröðun?

Spyr sá sem ekki skilur upp né niður í svona barna"vernd".

ARG


mbl.is 14 ára fá undanþágu til að afgreiða tóbak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GOTT ÞEGAR "VIRKILEGA VEL" GENGUR..

 

..en í minni fjölskyldu er talað um að fagna ekki fyrirfram.  Ég vona að allt gangi að óskum í kvöld, fólk hagi sér eins og nýskeindir engar, verði þokkalega edrú og hafi huggulega framkomu að markmiði.

Það var svo líka kominn tími á að lögreglan sæist í bænum.  Vonandi er það komið til að vera.

Þið sem ætlið að vera menningarleg í kvöld og nótt...

..verið menningarleg!

I mean it!

Úje


mbl.is Gengur „virkilega vel“ á Menningarnótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LYFJAKOKTEILL - VARÚÐ EKKI FYRIR VIÐKVÆMA

1

Aldrei hefur mér dottið í hug að ég gæti fengið röng lyf afgreidd úr apótekinu.  Ég er alltaf að komast að því að ég er ekki nægjanlega ofsóknarkennd í hugsun.  Nú á tímum verður maður greinilega að reikna með að allir séu að klikka á öllu allsstaðar.  Ekki treysta kjúklingabóndanum, mjólkurframleiðendum, bílasölum, hjúkrunarfólki sem gætu verið iðnaðarmenn í dulargerfi, apóteksstarfsfólki og bara fólki yfirleitt.  Ekki gefa upp kennitöluna, segja heimilisfangið upphátt á mannamótum, ganga með hníf í töskunni og líta stöðugt (reiður) um öxl.

Ég veit ekki hvort ég hef það af að lifa svoleiðis.  Ég er alin upp við ólæstar dyr og traust á að manneskjur séu í eðli sínu góðar.  Þannig er það auðvitað í flestum tilfellum.

Mér varð hugsað til þess, þar sem ég er sykursjúk og óvirkur alki sem má auðvitað ekki taka þríhyrningsmerkt lyf, ef ég fengi nú einhvern svoleiðis ruglingslegan lyfjakokteil.  Ég veit það er langsótt, enda er ég bara að dúlla mér við að láta hugann reika, þar sem ég komst ekki á tónleikana sem ég var búin að ákveða að fara á.

Það yrði þokkalegt ef apótekarar þessa lands kæmu mér á fyllerí.

Ég held ég skrái mig í lyfjafræðina í haust svo ég geti afgreitt lyfin ofaní sjálfa mig.

Kommon slökum á í nojunni.

Úje


mbl.is Þegja yfir mistökum í apótekum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SPEGLASLAGUR Á HEIMILINU - NEI TAKK

1

Ég ætla að vona að ég þurfi aldrei að slást um snyrtibudduna og spegilinn á mínu heimili.  Ef húsbandið fer að mála sig er einokun minni á besta speglinum lokið.  

Á mínu heimili er bara pláss fyrir eina prímadonnu.

Annars er annar skásonurinn og rokkarinn, alltaf með svört strik í kringum augun.  

Nokkuð töff strákurinn. 

Light my fire!

Úje

 

 


mbl.is Karlmenn eyða meira í snyrtivörur en áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ERU RÚSSAR AÐ FLIPPA?

 

Fyrst þjösnast þeir skýringarlaust upp að ströndum landsins, eins og eitthvað innrásarlið og núna hefur útsendingum BBC verið hætt í rússnesku útvarpi þar sem forsvarsmönnum útvarpsstöðvanna hefur verið hótað stöðvum þeirra verði lokað hætti þeir ekki að útvarpa útsendingum frá BBC á rússnesku.

Ég er ekki með kaldastríðsmóral en er þetta ekki ávísun á eitthvað meira?

What´s happening í Pútínlandi?

Hrollur,

I´m shaking!

Úje


mbl.is Lokað fyrir útsendingar BBC í Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STAUMURINN HEIM OG ALLIR Í SJOKKI

 

Bara smá fíflagangur með fyrirsögnina.  En skv.  Mogganum þá hefur umferðarstraumurinn úr Laugardalnum gengið vel fyrir sig.  Kannski er leiðin heim það besta við tónleikana. Hm..

Það sem ég sá var ekki neitt sérstakt og þá er ég nú frekar hógvær í dómum mínum.  En ég missti af Mugison og Pétri Ben og ég trúi Önnu bloggvinkonu minni (www.anno.blog.is) fullkomlega þegar hún segir að þeir hafi borið af. 

Við ræðum ekkert Stuðmenn, Bubba, Nylon, Helga Björns og fleiri hér á þessum fjölmiðli.  Látum það alveg liggja á milli hluta.

Annars var önnur bloggvinkona mín hún Garún eitthvað að tala  um að það væri sniðugra að fá lækkuð þjónustugjöld og svoleiðis kostnað niðurfelldan í staðinn fyrir einhverja tónleika sem landsbyggðin kemst ekki einu sinni á nema með einhverjum rosa tilkostnaði.  Ég er svolítið höll undir þá hugmynd.  Sting hér með upp á því.

Já, kannski var leiðin heim bara toppurinn á kvöldinu, þegar upp var staðið.

Fyrir suma að minnsta kosti.

Úje


mbl.is Umferð gengur vel úr Laugardalnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 2988441

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband