Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009
Miðvikudagur, 26. ágúst 2009
og þar kom að því að ég bloggaði um fótbolta
Ég hata úlpur og fótbolta.
Skömm að þessu, en mér gæti ekki verið meira sama um gengi stelpnanna "ykkar" þó auðvitað hugsi ég hlýlega til þessara valkyrja.
En að kenna dómara um þegar illa gengur er ekki stórkvenlegt og mikið þroskamerki.
Hvað þá að lýsa eftir ákveðnum líkamspörtum á milli fóta dómarans sem þá væntanlega gefur honum aukið vægi í djobbinu.
Dómarahæfnina er þá að finna í tittlingnum eða hvað?
"Ég vil fá dómara með typpi!", sagði bálreið íslensk landsliðskona eftir leikinn í gær þar sem þær töpuðu fyrir Frakklandi.
Málið er að kvennaíþróttir hafa ætíð verið settar skör lægra en karla þó nú sé sem betur fer að verða breyting þar á.
Það er því í hæsta máta ósmekklegt með tilliti til þessa að kyn dómarans sé gert að umtalsefni.
Ég hef húmor í allan fjandann.
En þarna er bullandi kvenfyrirlitning í gangi hjá kvennaliðinu.
Og mér stekkur ekki bros.
Í guðanna bænum segið ekki að þetta sé skiljanlegt í hita leiksins og blablabla.
Ég gef ekki aur fyrir svoleiðis röksemdafærslu.
Og þar kom að því að ég bloggaði um fótbolta.
EM: Ég vil dómara með typpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Miðvikudagur, 26. ágúst 2009
Skammist ykkar!
Ég hef alltaf haft megna andstyggð á því að blanda saman skólastarfi og peningum.
Þ.e. að fjárhagsstaða foreldra geti haft áhrif á að þarfir barna í skólastarfi séu uppfylltar.
Það er í fyrsta lagi engin hemja að skólamáltíðir skuli ekki vera ókeypis, þ.e. við borgum skatta og útsvar, þaðan má taka þessa peninga.
Ég bjó um árabil í Svíþjóð og þar höfðu fríar skólamáltíðir tíðkast frá árinu 1947.
Núna í þessu árferði sem ekki fer fram hjá neinum er verið að gefa út rukkanir á foreldra sem skulda mataráskrift síðan í fyrra og þangað til að búið er að ganga frá því geta börnin ekki fengið að borða.
Sé skuldin ekki greidd innan 10 daga fer hún í milliinnheimtu.
Afskaplega er mikill Intrum-bragur á þessu orðalagi. Eru matarskuldirnar sendar í lögfræðiinnheimtu til að toppa ósómann?
Hvað er að gerast í hausnum á okkur Íslendingum ef okkur finnst svona framkoma við börnin okkar í góðu lagi?
Flestir meðal almennings telja sig saklausa af gróðærisástandinu og ég er nokkuð viss um að það er ekki fjarri lagi.
Til dæmis grunar mig að hið einstæða foreldri á strípuðum töxtum hafi ekki lagt mikið af mörkum til sukkpartísins, þyrlupallamenningarinar og gullátsins.
Það er svo algjörlega hafið yfir allan vafa að börnin í þessu landi bera ekki ábyrgð á kreppunni.
Skólayfirvöld í Reykjavík Sjálfstæðisflokks og Framsóknar mega skammast sín og það ofan í tær fyrir að sjá sér ekki fært að gefa börnunum í borginni að borða og bíta svo höfuðið af skömminni með hótunum um innheimtu og loka fyrir mataráskrift til barnanna.
Hysjið upp um ykkur og lagið þetta.
Eða á að láta börnin í borginni sem eiga foreldra í fjárhagsvandræðum að líða fyrir það og ganga svöng í skólanum?
Er það lögmál á Íslandi að allt sem miður fer þurfi fyrst og fremst að koma niður á þeim sem alsaklausir eru?
Nú er mér fjandinn hafi það nóg boðið.
Hvernig getur þetta fólk sem svona hagar málum sofið á nóttunni og dragnast með sjálft sig í gegnum daginn?
Sagt að semja um eldri skuld til að fá nýja mataráskrift | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þriðjudagur, 25. ágúst 2009
Söknuður, sorg, blíða, ást, gredda (nú eða þrá), svefnleysi, hungur eftir hlátri og samræðum, hahahahahaha, búhúhúhúhú og komdu heim - núna!
Kúbanski rithöfundurinn Ludmilla hefur séð fyrir sér í 15 ár með því að skrifa ástarbréf fyrir fólk.
Af hverju datt mér þetta ekki í hug, hugsaði ég og boraði í nefið á mér gröm á svip.
Svo kviknaði á perunni. Auðvitað datt mér þetta ekki í hug þar sem ég hef aldrei skrifað eitt einasta ástarbréf á minni löngu ævi.
Er of krumpuð og lokuð til að hafa skrifað ástarviðföngum mínum í gegnum lífið enda eru til símar og engin ástæða til að skella samböndum til baka í tíma allt aftur til fjaðurpennamenningarinnar.
Hvernig myndi ég skrifa ástarbréf ef ég ætlaði í einlægni að setja hlýjar og heitar kveðjur á blað til míns heittelskaða?
Hm.... látum okkur nú sjá, hafið þolinmæði ég kann þetta ekki.
Hvar á hann að vera staddur? Jú hann getur verið að spila blús, segjum á Kúbu. Nei það gengur ekki, hefði aldrei samþykkt að fá ekki að fljóta með. Ókei, setjum hann niður með gítarinn í Félagsheimili Harðangursfjarðar í Norge. Mig langar ekkert þangað.
Jibbedydonk.
Elsku ástin mín (hérna heldur hann að ég sé að gera eitthvað stórkostlegt af mér en ókei, allt fyrir ástina).
Ég elska þig jafn mikið og ég gerði þegar þú fórst. Ég get ekki borðað, ekki lesið og ekki bloggað. Það er nefnilega búið að loka fyrir rafmagnið.
Gengur ekki, kaldhæðni í ástarbréfum er nónó.
Ég gæti ekki verið væmin á blaði þó líf mitt væri undir.
Ég gæti hins vegar alveg átt það til að gerast smá klúr til að fá ástina mína til að brosa.
Elsku draumaprinsinn minn, ég sakna þín mest í við gúrkurekkann í Hagkaupum og þangað fer ég þegar þrá mín eftir þér verður hvað öflugust, ég styn af frygð innan um grænmetið, allt frá kúrbítum að ætiþislahrúgunni.
Ég gefst upp, ég er í alvörunni smáborgaraleg í ástarmálum, sko hvað varðar svona ástarjátningar. Svo er ég hrædd um að einhver kæmist í bréfið og myndi setja það á netið og hringja á væmnilögguna nú eða klámlögguna ef ég fer í klúru deildina.
Af hverju á maður að búa til sönnunargögn gegn sjálfum sér?
Hvað hefur maður ekki oft orðið ástfanginn í bríari í svo sem eins og vikutíma nú eða sólarhring þegar best (verst) lét?
Haldið þið að það væri gaman að hafa skriflegar heimildir um tilraunastarfsemi með eigin hormóna?
Arg.
Þá er best að lyfta tóli og tala í gegnum sæstrenginn.
Ég gæti sagt:
Söknuður, sorg, blíða, ást, gredda (nú eða þrá), svefnleysi, hungur eftir hlátri og samræðum, hahahahahaha, búhúhúhúhú og komdu heim - núna.
Love you darling.
Nei, ég þarf örugglega að leita á önnur mið eftir tekjulind.
Ástarbréfahöfundur verð ég ekki úr þessu.
P.s. Ég öfunda samt smá vinkonur mínar sem eiga ástarbréf í skókössum upp á háalofti.
Það er einhvers konar "Notebook" og "Bridges in Whatevercounty" yfir því.
Ástarbréf í akkorði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Þriðjudagur, 25. ágúst 2009
Bestasta forsetafrúin
Ég var laumuaðdáandi Dorritar.
Þangað til á Olimpíuleikunum í fyrra að ég gerðist öflugur og yfirlýstur aðdáandi hennar, þ.e. ég kom út úr skartgripahvelfingunni og bloggaði um hana aftur og aftur í öflugu krúttkasti.
Hún var svo mikið krútt með fánann í Kína.
Hún borgaði líka fyrir sig sjálf og það hefðu margir, eins og eiginmaður menntamálaráðherrans fyrrverandi mátt gera, þá var nefnilega útrásin enn í fullu gildi (héldum við) og hann hjá Kaupþingi.
Svo sagði hún að Ísland væri stórasta land í heimi.
Þá kolféll ég fyrir þessari konu.
Viðurkenni reyndar að þegar hjónin rifust í blaðaviðtali fór ég aðeins niður fyrir frostmark í hrifningunni en áttaði mig svo á því að Dorrit lagði sitt lóð á vogarskálarnar gagnvart minni genetísku óbeit á konungum og forsetum en ég tel svoleiðis fyrirkomulög vera smáborgaralega tímaskekkju.
Viðtalið skoraði nefnilega hátt á aulahrollsskalanum. Manni langaði alveg til að það væru engin forsetahjón á skerinu á því mómenti.
En Dorrit er vel tengd. Það er ekki kjaftur sem er eitthvað í peninga- og listaheiminum sem hún þekkir ekki.
Fólk skal ekki vanmeta framlag þessarar konu gagnvart Íslendingum.
Ég meina allt þetta þekkta lið hleður á sig skartgripum þar er Dorrit á heimavelli og hún hefur komið mörgum listamanninum til aðstoðar.
Ég er á því að leggja niður forsetaembættið enda er það bölvaður ekkisens hégómi og svo má ráða Dorrit til PR-starfa og almennra reddinga.
Og hér er ég ekki að grínast. Þessi kona hefur verið okkur betri en enginn.
Dorrit er bestasta forsetafrúin sem við höfum átt til þessa.
Það má viðurkennast hvað sem fólki annars finnst um eiginmanninn víðförla.
Áfram Dorrit.
Meiningin var annars að blogga um ökklann eða eyrað í viðhorfi fólks til Dorritar áður en ég missti mig í mæringarnar.
Hvar er hin hófsama lína fólks í skoðunum á fólki eins og Dorrit?
Konan sem talað er við í fréttinni missir sig af hrifningu og þakklæti.
Aðrir fá nánast hjartastopp af neikvæðni bara við að heyra nafni hennar hvíslað.
Halló - höldum okkur í hófsemdinni (jájá, ég hef nefnlilega svo mikið efni á að prédika þar).
Úje.
Dorrit fékk Kate Winslet | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 25. ágúst 2009
Jeimíólíveravæðingin er að drepa mig -hjálp!
Svei mér þá það er aldrei hægt að halda neinu á krúttstiginu til langframa.
Þegar Jamie Oliver var með þættina sína "The naked chef" elskaði ég að horfa á þennan krúttmola sem eldaði í eigin eldhúsi og var létt manískur við eldavélina.
Sagði "wicked" og "beautiful" í öðru hvoru orði, hryllilega þmámæltur og bauð hersingum af vinum í mat og manni leið eins og einum boðsgestanna.
Svo var maðurinn fjölþjóðnýttur og núna er hann stofnun.
Nú má ekki setja kartöflu í pott í Bretaveldi öðruvísi en að fá Jamie til að koma að elduninni.
Þú getur ekki keypt þér ausu í búsáhaldabúðinni án þess að því sé logið að þér að Jamie hafi einmitt notað svona og að ausukvikindið sé "wicked".
Krúttelimentið er löngu farið veg allrar veraldar.
Þetta er svona svipað og með íslenska leikara.
Einkum gamanleikara.
Ef þeir slá í gegn þá eru þeir notaðir í allt árum saman þar til ekki er orðið líft fyrir þeim. Framboðið algjört og eftirspurnin engin.
Þeir eru notaðir í auglýsingar, í hvert einasta hlutverk sem kemur á fjalir, í sjónvarp eða hvar sem er þangað til að manni verður óglatt við að heyra nafnið þeirra hvað þá meira.
Alltaf verið að veðja á "the sure thing".
Dæmi á hraðbergi máli mínu til stuðnings:
Aldraða ofurbarnið Sveppi sem leikur barn fyrir hádegi og krúttlegan stríðnispúka með rafbyssur í öðrum þætti á kvöldin. Halló, algjör sveppavæðing hefur átt sér stað. Ég fæ útbrot í orðsins örugstu.
Jón Gnarr endalaust allsstaðar. Mér finnst hann alveg góður af og til en hefur einhverjum dottið í hug að framleiða auglýsingu án hans? Viss um að hún myndi vekja alveg súperathygli vegna fjarveru mannsins.
Sama með nætur- dag- og kvöldvaktina (eða hvað það nú heitir).
Einn var góður þá er gerð andskotans þáttaröð sem mun örugglega teygja sig út öldina.
Þetta lið ætti að taka Ladda til fyrirmyndar. Hann lætur sig hverfa reglulega til að hlaða batteríin.
Ég nenni ekki að telja upp fleiri dæmi um ofnotkun á sama fólkinu.
Gæti nefnt Hilmi Snæ sem mér fannst ótrúlega góður í fyrstu milljón skiptin í ÖLLUM íslenskum bíómyndum og ÖLLUM verkum í leikhúsum til sjávar og sveita en ég sleppi því. Urrrrrr!
Að tala um að ofgera. Ómægodd og ésú á fjallinu.
Við sem eigum svo mikið af hæfileikafólki.
Það er bókstaflega búið að jeimíólivera alla stéttina.
Arg.
Þessi færsla er í boði Icesave. Allur pirringur mun héðan í frá skrifast á þann ófögnuð nema einstaka sinnum á Hannes Hólmstein sem er næst mest annoying fyrirbæri sem ég man eftir í bráð.
Jamie Oliver færir út kvíarnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 24. ágúst 2009
"Hvað eruð þið að fara með mig spikfeita á ball"?
Það er auðvitað snarklikkað að brosa út í annað við lestur þessarar "fréttar".
Sérsök sæti hafa verið sett upp í neðanjarðarkerfi Sao Paulo í Brasilíu fyrir offitusjúklinga.
Auðvitað er ekkert fyndið við þetta heilsufarsvandamál en ég fór bara að hugsa um allan fitumóralinn sem hefur verið landlægur hjá mér, systrum mínum og vinkonum í gegnum tíðina oftast án minnstu ástæðu.
2 kg. yfir og konur leggjast í þunglyndi. Skilaboðin hafa náð okkur. Konan skal vera grindhoruð.
Svo fór ég að hugsa um alla orkuna sem hefur farið í fitubömmera.
Ég tók þetta ansi langt, átröskun og allan pakkann.
Mjóslegin átti ég til að ráðast að systrum mínum þegar við vorum á leið í Klúbbinn í denn og hrópa ásakandi röddu:
"Hvað eruð þið að fara með mig spikfeita á ball"!
Eða allar pælingarnar hjá okkur stelpunum; er ég feit í þessu? Er rassinn á mér ógeðslega stór?
Er ég feitari en sóandsó? Svarið var alltaf nei. Þá braust út móðursýki: Ég er víst feit þú villt bara ekki segja mér það og áfram og áfram og endalausar fitupælingar.
Þetta gekk síðan yfir til dætra okkar.
Ein dóttir kom heim úr skóla og spurði systur sína sakleysislega hvort kexið væri búið.
Hún fékk örvæntingaróp til svars og var spurð hvort það væri verið að gefa í skyn hvort hún væri feit!
Þegar við skoðum síðan myndirnar af okkur aftur í tímann sjáum við okkur til mikillar furðu að ef eitthvað var þá vorum við í grennra laginu.
Innrætingin skelfileg.
En af hverju blogga ég um þetta?
Jú ég get svarið það að á þessum árum hefði ég tekið það algjörlega til mín ef offitusjúklingasæti hefðu verið sett upp í strætó svo ég taki dæmi.
Ég hefði verið þess fullviss að sætin væru framleidd með mig í huga.
Djísúss.
Blá sæti fyrir feita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Mánudagur, 24. ágúst 2009
Undrabarn Sjálfstæðisflokks og sá pelsklæddi úr Framsókn
Stundum ætti ég að hafa vit á að lesa ekki blöðin.
Lifa bara sæl í minni heimatilbúnu paradís þar sem ég tel mér trú um að manneskjan sé í eðli sínu alveg þokkalega dísent.
Bandaríkjamenn - þessir mannvinir sem hafa verið með nefið ofan í hvers manns koppi svo lengi sem menn muna voru að sleppa 16 ára ungling úr Guantánamóbúðunum.
Hann var 12 ára - já 12 ára þegar þeir lokuðu hann inni í þessum viðurstyggilegu fangabúðum sem gera öðrum alræmdum fangelsum víða um heim skömm til.
Árið 2002 settu þeir barnið í búðirnar af því að þeir grunuðu hann um að hafa sært tvo bandaríska hermenn og túlk þeirra með því að kasta handsprengju að bíl sem þeir voru í.
Dómaranum þóttu sönnunargögnin geng þessu blessuðu barni ekki dómtæk og lýsti þeirri skoðun sinni að málareksturinn gegn honum væri hneykslanlegur.
Hver ætlar að bæta drengnum upp þessa vist í helvíti s.l. 7 ár?
Það virðist vera allt í lagi að fara með "óvini" Bandaríkjanna eins og kvikfénað og heimurinn horfir framhjá því.
Ef hinn vestræni heimur sem telur sig svo þróaðan í mannréttindamálum hefði beitt þrýstingi strax og þessar fangabúðir voru opnaðar þá hefðu Kanarnir kannski hugsað sig um tvisvar áður en þeir fylltu búrin af fólki, vel flestu blásaklausu af öðru en því að vera af ákveðnu þjóðerni og trú.
Í staðinn þá gengur þessar þjóðir til liðs við hina guðs útvöldu og leyfðu þeim að lenda fangaflugvélum sínum að vild á flugvöllum sínum.
Eins og við Íslendingar sem erum (vorum?) að kafna úr undirlægjuhætti þegar Kaninn er annars vegar.
Svo fórum við í stríð með þeim líka en þjóðinni verður víst ekki kennt um það.
Þar voru undrabarn Sjálfstæðisflokksins og Selamaðurinn (með vísan í hans forljótu yfirhöfn)í aðalhlutverki.
Það gerir mig brjálaða að hugsa til þessarar meðferðar á 12 ára barni.
Ofan á allt hitt sem fyrrverandi stjórnvöld í BNA hafa á samviskunni.
Hefur engum dottið í hug að stefna USA fyrir mannréttindadómstólinn?
Búski og félagar eiga svo sannarlega jafn mikið erindi þar á sakmannabekk og þeir sumir sem þegar hafa vermt hann.
Unglingi sleppt úr Guantánamóbúðunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 24. ágúst 2009
Má biðja yfirgrillmeistara frjálshyggjunnar að grjóthalda saman á sér þverrifunni?
Icesave, ég veit ekki hversu oft ég hef hamrað þetta orð á lyklaborðið. Svei mér ef ég þarf ekki að endurnýja stafina hjá mér.
Hér eftir mun ég breyta til og kalla þessa hugarafurð klikkhausanna í Landsbankanum Klakavörn (jafn mikið öfugmæli og hið enska nafn).
Get ekki meira.
En..
Að brandarakarlinum Hannesi H. Gissurarsyni.
Hann var í útvarpinu í morgun, þessi yfirgrillmeistari frjálshyggjunnar.
Ef eitthvað kæmi af viti frá þessum frjálshyggjufrömuði sem btw predikar um óhefta markaðshyggju og lágmarks afskipti ríkisins úr öruggu sæti opinbers starfsmanns, þá færi ég að verða alvarlega áhyggjufull.
Nú prédikar yfirgrillmeistarinn nýja speki.
Ef einhver á að biðjast afsökunar á einhverju þá er það Steingrímur J. og þeir sem gerðu Icesave-samningana.
Jabb, kveiktu endilega í húsi og gagnrýndu svo glataðar vinnuaðferðir slökkviliðsins.
Slökkviliðið er auðvitað aðal sökudólgurinn í þessu subbumáli öllu.
Hannes Hólmsteinn þú getur ráðið þig á Þorrablót og árshátíðir mín vegna með þín frábæru skemmtiatriði enda fer ég aldrei á svoleiðis samkomur.
En þar fyrir utan þá vil ég biðja þig kurteislega að grjóthalda saman á þér þverrifunni og skammast þín.
Takk fyrir kærlega.
Fylgst náið með framvindu Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Mánudagur, 24. ágúst 2009
Skoðið, njótið og uppskerið meltingartruflanir
Icesave er að nálgast endalokin er fyrirsögn viðtengdrar fréttar.
Ég er hins vegar á því að nú sé Icesave rétt að byrja. Við eigum eftir að borga óskapnaðinn.
Icesave, Kaupþing, Straumur og Glitnir eru minnisvarðar um skelfilegasta tímabil Íslandssögunnar á síðari tímum.
Ég er enn að velta fyrir mér hvernig þetta gat gerst? Hvernig stjórnvöld gátu látið þetta gerast því ég hef engar væntingar til fjárglæframannanna sjálfra, glæpamenn ganga eins langt og þeim er fært að komast.
Ég birti Kaupþings myndbandið í síðustu færslu. Þar gefa hugmyndasmiðir græðgivæðingarinnar áróðursmeisturum þúsundáraríkis Hitlers ekkert eftir í hugmyndaauðgi.
Svo sá ég myndbandið hér fyrir neðan á netinu (inni hjá Agli Helga) og nappaði því.
Vona að það fari sem víðast.
Það er greinilega hægt að múgsefja heila þjóð.
Nánast.
Ég lýsi mig reyndar saklausa af grægishegðuninni, gróðærið fór að mestu leyti fram hjá mér. Fyrir það er ég óendanlega þakklát.
Hef alveg nóg á samviskunni þó það bætist ekki við á mitt skrautlega syndaregistur.
En skoðið myndbandið.
Við megum ekki láta þessa andlegu vanheilsu ná tökum á þjóðinni aftur.
Guð á galeiðu, fjalli og bryggju segi ég bara.
Skoðið, njótið og uppskerið meltingartruflanir.
Nálgast endalokin í umræðum um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 23. ágúst 2009
Á pari með Mússólíni eða Móður Theresu?
Ég er búin að horfa á innanhússmyndband Kaupþings aftur og aftur.
Það er hér fyrir neðan en það hefur farið eins og eldur í sinu um netheima og víða um heim.
Sem er auðvitað ekkert undarlegt þegar bandið er skoðað.
Þetta myndband fyllir mig óhug.
Ég veit að það er kannski ekki pólitískt rétt að segja upphátt það sem mér finnst en af því ég er á skjön og ská þá læt ég það fjúka.
Þetta myndband er uppbyggt eins og áróður í mynd frá Hitlers-Þýskalandi eða frá Ítalíu Mússólínis.
Guðakomplexinn og mikilmennskubrjálæðið nær nýjum hæðum.
Boðskapurinn augljós:
Kaupþing getur allt.
"Kaupthinking" er að hugsa öðru vísi og hærra, við getum allt.
Kennedy, Martin Luther King og móðir Theresa eru sum af þeim stómennum sem sýnd eru í myndbandinu.
Ergó: Kaupþingsfólkið er á pari með mikilmennum sögunnar.
Mér finnst hins vegar þeir vera á pari við þekktustu oflætissjúklinga mannkyns.
Er það nema von að illa hafi farið og að íslenska þjóðin sitji nú uppi með afleiðingar geðveikinnar og oflætisins.
Eftir því sem ég horfi oftar á þetta sönnunargagn vitfirrts mikilmennskubrjálæðis og græðgi þá fyllist ég æ meiri óhug.
Því þetta getur allt endurtekið sig.
Sú staðreynd að hvorki eftirlitsstofnanir eða stjórnvöld stöðvuðu geðveikina gerir mig skelfingu lostna.
Aldrei aftur.
Vona ég.
Gamalt Kaupþingsmyndskeið vekur athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr