Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009
Föstudagur, 28. ágúst 2009
Firring.com
Er ekki komið nóg af þessu rugli með Michael Jackson?
Flytja sæði hans til Englands til að koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar komist í það og noti það til að geta nýjan erfingja að auðæfum hans!
Nei annars, ég læt þetta eiga sig. Það er ekki um þetta bloggandi.
Það hlýtur að vera að engir séu óprúttinir á Englandi og að þetta rugl allt saman sé í hæsta máta eðlilegt.
Farin að leita að sjálfspyntingarkittinu og fakírbretti til að jafna mig á.
Þetta á eftir að ganga frá mér hvort sem er.
Firring.com.
Sæði Jacksons til Bretlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 28. ágúst 2009
Þetta er alls ekki frétt um Borgahreyfinguna!
Ekki í fyrsta sinn sem ég gef mér að ég viti hvað standi í frétt með því að lesa bara fyrirsögnina.
"Hljóp tvo hringi" las ég og þá taldi ég víst að fréttin væri um þingmannaþrennu Borgarahreyfingarinnar sem er alltaf á hlaupum undan kosningaloforðunum.
Sillí mí.
Ég sá um leið og ég opnaði fréttina og hugsaði málið að auðvitað ætti þetta ekki við um þau Birgittu, Þór og Margréti.
Þau hafa nefnilega hlaupið í mun fleiri hringi en tvo.
Mér er því bæði ljúft og skylt að biðjast forláts.
Jamm.
Hljóp tvo hringi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Föstudagur, 28. ágúst 2009
Horfi á skrásettningu sögunnar í beinni
Einn afdrifaríkasti þingfundur sögunnar er að hefjast klukkan níu eða eftir þrjár mínútur.
Klukkan tíu verður atkvæðagreiðsla.
Ég ætla að sitja þar til yfir líkur yfir sjónvarpinu, sjá, heyra og meðtaka.
Þingfundur hefst með því að formenn flokka flytja stutt ávörp.
Sem þeir hafa auðvitað legið yfir enda mun hvert orð verða í sögubókum framtíðarinnar.
Spennan liggur í því að heyra hvernig lýðskrumarar þingsins greiða atkvæði.
Og þeir sem eiga Icesave með öllum þeim óverra sem á okkur dynur.
Þá á ég við Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Einkabankaflokkana.
Jább, komin með kaffið í hönd.
Nú skal horft á söguna skrásetta.
Þingfundur hefst klukkan 9 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 27. ágúst 2009
Bókablogg um Kínverjann
Ég var að lesa nýju bókina hans Hennings Mankell.
Kínverjann.
Hún er frábær.
Glæpasaga sem heillaði mig upp úr skónum.
Af hverju?
Jú hún er meira en glæpasaga, hún er um pólitík, fjöldamorð, þrælahald, græðgi og réttindabaráttu.
Í bókinni er farið víða um heim bæði í tíma og rúmi.
Sögusviðið teygir sig frá Svíþjóð, Englands og alla leið til Kína í nútímanum ásamt Kína og Bandaríkjum fortíðar.
Ótrúlega vel skrifuð bók sem er heillandi, ógnvænleg, fróðleg og spennandi, allt í senn. Ein af þessum spennubókum sem halda manni föngnum allt til enda.
Ég er að verða fíkin í krimma sem er alveg nýtt fyrir mér.
Ha?
Lesið Kínverjann, þið verðið ekki svikin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 27. ágúst 2009
Að kaupa sér sígarettupakka þegar manni vantar eitthvað að lesa....
Hjá ríkissjóði eru minni tekjur og meiri útgjöld. Sem von er.
Á kærleiks eru svipaðar tekjur og meiri útgjöld.
Ég sver það þetta stefnir í roð og bein.
Þá er spurningin um að skera niður.
Sem gæti reynst þrautin þyngri, löngu búin að skera allt niður í nánast ekki neitt.
Einn sukkfaktor er þó eftir og hann kostar hvítuna úr augum vorum. Sígaretturnar.
Vá, nærri þúsara pakkinn, held ég. Er eins og aðrir fíklar, spyr ekki um verð en borga fyrir dópið það sem upp er sett.
Veit að ég þarf að hætta að reykja. Fjárhagsins- og heilsunnar vegna.
Ekki samt koma með reynslusögur um hversu létt þetta sé, né heldur benda mér á bækur, nikótínlyf, dáleiðslunámskeið eða önnur úrræði og umfram allt ekki segja mér að fara út að labba.
Er algjörlega upplýst um stöðuna.
En það sem ég get látið áletranirnar á pökkunum fara í taugarnar á mér.
Ekki af því að það sé ekki satt og rétt hvaða afleiðingar reykingar geta haft ónei.
Heldur vegna reykingarfasismans og forsjárhyggjunnar sem má finna í textanum á pökkunum.
Sem er auðvitað settur þarna af ríkinu sem er hinn löglegi díler tóbaks.
Seldu mér byssu og ráddu mér frá því að nota hana. Halló.
Fyrir utan upphrópanirnar um að reykingar drepi, orsaki kransæðasjúkdóma, ótímabæran dauðdaga, skaði fóstur og þá sem í kringum mann eru, sem er ekkert annað en pjúra tilfinningakúgun af verstu sort, þá getur heimskan í einni aðvöruninni komið mér til að garga mig hása.
Þar stendur nefnilega skýrum stöfum: "Reykingar eru stórhættulegar, byrjaðu aldrei að reykja".
Jabb, fólk sem ekki reykir kaupir sér auðvitað sígarettupakka þegar því vantar eitthvað að lesa!
Alveg: Stendur í sjoppunni og valið stendur á milli Skakka Turnsins eða Winston long. Halló.
Er maður mikið að velta sér upp úr varnaðarorðum á vöru sem maður notar ekki?
Hmrmfp.....
Minni tekjur og meiri útgjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 27. ágúst 2009
Sigmundarmálið ekki Sigmundarmál þegar upp er staðið?
Ég vona að þessi óheppilega uppákoma varðandi Sigmund Erni fái nú skjóta greftrun.
Nóg komið.
En af því að allt hefur logað vegna málsins og allir haft á því skoðun, ég líka og þær fleiri en eina, þá er best að taka það fram að ég er búin að sjá enn einn vinkil á málinu.
Sigmundarmálið hefur nefnilega mest lítið með Sigmund sjálfan að gera svona eftir á að hyggja.
Það er vont og skammarlegt að mæta fullur í vinnuna.
Það er þó hægt að bæta skaðann með því að láta það ekki gerast aftur og gera svo hreint fyrir sínum dyrum.
Það sem upp úr stendur í þessu Sigmundarmáli er því ekki Sigmundur sjálfur heldur vinnufélagarnir.
Sem kölluðu frammí fimmtíuogátta sinnum, sagt og skrifað á meðan þingmaðurinn hélt ræðuna sína.
Svo hlógu þessir mannvinir að ástandi þingmannsins og drógu hann sundur og saman í háði.
Og í staðinn fyrir að láta þar staðar numið fóru þessir fordómalausu og alltumvefjandi vinnufélagar í andsvör út í það endalausa.
Til að fá þingmanninn til að gera sig að enn meiri kjána.
Ég hef unnið á mörgum vinnustöðum í gegnum tíðina.
Ég man aldrei eftir svona óþverraskap varðandi samstarfsfólk sem missteig sig á einhvern máta.
Varaþingforsetinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir fer svo með málið inn á forsetanefndarfund og tíundar þá ætlun sína í Mogganum.
Ekki koma og halda því fram að ég sé meðvirk með SER.
Það er ekki þannig.
Get alveg viðurkennt það sjónarmið sem rökrétt að fyllerí í vinnunni kalli á afsögn.
En Alþingi Íslendinga er ekki staður sem ég vildi vinna á ætti ég í erfiðleikum.
Nebb, þá vildi ég heldur vinna í ormagryfju hálfvitahrepps.
Sigmundur Ernir baðst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
Fimmtudagur, 27. ágúst 2009
Lausnamiðuð aðgerð á hverfandi greiðsluvilja - arg
Það er til siðs að finna ný orð yfir hugtök og aðgerðir þegar farið er að slá í þau gömlu.
Eins og Félagsmálastofnun sem var fyrir nokkrum árum breytt í hina hátimbruðu Félagsþjónustu, með áherslu á þjónustu. (Sé alveg fyrir mér félagsráðgjafa bukkandi sig og beygjandi fyrir "kúnnunum á meðan þeir skrifa ávísanir til hægri og vinstri í ÞJÓNUSTUDEILDINNI). Félagsmálastofnunarheitið var orðið svo neikvætt.
Orð eins og lausnamiðaðar aðgerðir koma út á mér tárunum.
Grípur fólk til aðgerða með það í huga að sneiða fram hjá lausninni?
Alveg: Nei, nei, nei, þetta má ekki enda með lausn! Ég held ekki.
Núna er nýjasta orðið greiðsluvilji. Fyrirgefið, skortur á greiðsluvilja!
Nei, það er ekki verið að tala um banka- og útrásardólgana sem ekkert vilja borga heldur er verið að tala um fólkið, kreppuþolendurna 99% íslensku þjóðarinnar.
Ég kann best við að kalla skóflu, skóflu.
Þegar ráðherrar, bankastórar og forstjórar þeirra stofnana sem hafa að gera með skuldir fólks segja að greiðsluviljinn sé að hverfa, líka hjá þeim sem eru í skilum, þá skil ég það á einn veg:
Lýðurinn (ó fyrirgefðu Lýður, ég er að tala um okkur hin, ekki þig) vill ekki borga, ekki einu sinni þeir sem það geta.
Lúmsk leið til að bora því inn í þjóðarsamviskuna að viljinn til að standa í skilum sé í sögulegu lágmarki.
Kannski er það ekki svo skrýtið að fólk sé mögulega í litlu stuði til að brosa og borga.
Gæti til dæmis átt rætur sínar að rekja til þeirrar staðreyndar að alvöru "Lýðurinn" sá sem sekur er um sukk, svínarí og græðgi hafi ENGAN greiðsluvilja og hafi aldrei haft og það sem meira er virðist komast ágætlega upp með það.
Þar má nota þetta nýyrði um skort á greiðsluvilja. Ekki um þrautpíndan almenning ef ykkur væri sama. Það er blaut tuska framan í fólk sem stendur frammi fyrir skelfilegum vanda vegna kreppunnar og hrunsins.
En hvað um það, blogglýðurinn er alltaf rífandi kjaft, leggur heilu fyrirtækin í einelti.
Meira helvítis pakkið.
Svo er þetta lið með hverfandi greiðsluvilja til að bíta höfuðið af skömminni. Frussssss
Ómægodd, komið með lausnamiðaða aðgerð á siðleysi almennings. Annars þarf þorri hans að leita til Félagsþjónustunnar og það er ekki gott mál.
Þeir gætu þjónustað okkur yfir móðuna miklu svei mér þá.
Þvílíkt rugl.
Greiðsluviljinn að hverfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 26. ágúst 2009
Heimurinn vs þeir!
Ég hef aldrei skrifað eitt orð um Lýð Guðmundsson og skrifa ávallt undir nafni þannig að ég tek ekki til mín rausið í manninum í Kastljósinu í kvöld.
Bloggheimar eru ömurlegir - búhú, fjölmiðlar líka - búhú - skilanefndirnar vilja koma fyrirtækinu í þrot - búhúhúhú.
Rosalega er heimurinn vondur við Existu. Þetta er lögreglumál.
Ég get ekki tekið fleiri svona viðtölum eins og við Lýð í kvöld og svo við Hreiðar Má fyrr í vikunni geðheilsu minnar vegna.
Það hreinlega drepur í mér trúna á manneskjuna að horfa á þessa menn kenna öðrum um eigið klúður.
Þeir koma í Armanigallanum í sjónvarpið og eru með friggings attitjúd. Fólk kann ekki að meta þá, enginn skilur að þeir hafa ekkert gert af sér.
Heimurinn vs þeir.
Þetta eru menn í svo litlum tengslum við íslenskan raunveruleika að ég efast um að þeir nái nokkurn tímann að sjá fyrir sér afleiðingarnar af öllu bankasukkinu.
En ég gat ekki annað en hlegið geðveikislega (spurning um það eða skella í mig arsenikki) þegar ég sá í fréttum í kvöld að stjórn Exista hafi verið endurkjörin og varamaður var sjálfkjörinn en hann er Róbert Tjengis.
Hver þarf leikhús eða bíómyndir?
Við lifum í ógeðslega súrrealísku leikriti sem ætlar engan enda að taka.
Robert Tjengis, eruð þið ekki að fokking kidda mig?
Eru ekki fleiri stórþjófar á lausu það sár vantar fólk um allt íslenska fjármálakerfið?
Garg.
Fengum langmesta höggið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 26. ágúst 2009
Íslenska leiðin - "the en-word"
Þegar íslenskir stjórnmálamenn eru króaðir út í horn eins og SER þá er viðkvæðið alltaf það sama.
Ég gerði mistök... EN (eins og núna, ég neytti víns EN fann ekki á mér. Leim).
Væri ekki hægt að klippa "enið" aftanaf og segja: Ég gerði mistök. Punktur Basta.
Bankarnir hrundu, guð blessi Ísland, við gerðum smá mistök EN það var heimskreppa.
En, en, en. Þvílík ábyrgðarfælni í gangi á þessu landi hjá stjórnvöldum.
Mér finnast mistökin hans Sigmundar Ernis ekkert stórkostlega alvarleg varðandi rauðvínsþambið, að minnsta kosti ekkert til að setja neyðarlög út af.
Í besta falli eru þau hallærislegt dómgreindarleysi.
Það er hins vegar erfiðara að horfa fram hjá því að maðurinn var að borða og drekka með MP-banka.
Þar er hann kominn á hálan ís.
En í leiðinni fýsir mig að vita hvort alþingsmenn séu í því svona almennt og yfirleitt að væna og dæna með bönkum og öðrum fjármálastofnunum?
Mér dettur ekki í hug að það sé bara SER sem það hefur gert.
Og í Þórs nafni leynifélagsfrömuðir og ofstækismenn.
Farið nú ekki í að alkahólistavæða þingmanninn af ykkar alkunna spekingsskap og "sérfræðikunnáttu" og veina; meðferð, meðferð.
Fólk drekkur aktjúallí stundum á röngum stað og stund án þess að vera í þörf fyrir slopp.
Þetta segi ég sem útúrmeðferðuð með þriggja ára edrúmennsku á mínu fagra baki.
Á eigin vegum með stuðningi fólks sem svipað er ástatt um en engu helvítis heilagleika kjaftæði með innblöndun guðs, Billa og Bobs.
Ég hef heldur enga löngun til að breyta neinum öðrum en sjálfri mér og ætla að vera fullkomlega ábyrg á lífi mínu jafnt á góðum tímum og slæmum.
Enda það i och för sig ærið verkefni að vasast í eigin breyskleika.
Þar kem ég sko ekki að tómum kofanum, börnin mín södd og sæl.
Næsta mál á dagskrá takk.
Jamm.
Fékk sér léttvín með mat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 26. ágúst 2009
Nei, heyrðu mig nú!
Mér fannst endalausar spekúlasjónir um hvort Sigmundur Ernir hafi verið fullur eða ekki fullur hálf hallærislegar.
Og ég lét það í ljós eins og mín er von og vísa, alltaf rífandi kjaft.
En ég verð að éta þessa skoðun mína ofan í mig af því forsendur eru breyttar.
SE þvertekur fyrir að hafa smakkað áfengi á fimmtudeginum þegar Icesave-umræðan fór fram.
Nú hefur verið sagt til hans eins og var í raun borðleggjandi að myndi gerast af því maðurinn er þingmaður og ekki einkamál hans hvað hann gerir í vinnunni.
Það er tvennt sem ég sé aðfinnsluvert.
Í fyrsta að hann skuli segja ósatt. Við erum breyskar manneskjur, líka á Alþingi (sumir myndu segja að þar væri breyskleikastuðullinn hærri en á öðrum vinnustöðum).
Það er ekkert að því að játa á sig mistök og dómgreindarleysi og biðjast afsökunar. Málið væri þar með dautt.
En það sem er í öðru lagi og öllu alvarlega er sú staðreynd að þingmenn skuli vera í boði banka í sukkpartíum, mati og drykk og golfi eða hverju sem er.
Átti ekki að afleggja þennan ósið á nýja Íslandi?
Hvern fjandann er þingmaður að gera í boði MP-banka?
Og hvað er MP-banki að meina með vildarvinasukki á þessum krepputímum?
Sigmundur Ernir:
Segðu satt og láttu það ekki henda þig aftur að fara í partý í boði banka eða annarra fjármálastofnana.
Ekki fara í strætó einu sinni nema að borga það sjálfur.
Opna augun - svona dómgreindarbrestir eiga að heyra sögunni til.
Almenningur hefur nákvæmlega núll prósent tolerans fyrir svona athæfi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr