Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Eins gott að vera bara fullur

Erill var uppstrílaður á djamminu á menningarnótt.

Sem verður að ómenningarnótt um miðnættið eins og allir vita.

Mér finnst reyndar dálítið kómískt og sorglegt hversu auðvelt það er að fylla bæinn á menningarnótt og Gay Pride og, og, og, en algjörlega vonlaust að draga kjaft út úr húsi til að mótmæla öllu því ranglæti sem við höfum verið beitt síðan allt hrundi.

Ég ætla ekkert að vera neikvæð, fólk má alveg hafa gaman.

Nema Erill sjálfur auðvitað enda á hann fyrir löngu að vera farinn í meðferð helvítið á honum.

En að öðru máli, eða myndbandi sem gengur nú ljósum logum um netheima og hefur með mögulegt "fyllerí" að gera en það er myndbandið af Sigmundi Erni Rúnarssyni í ræðustól Alþingis þarna á fimmtudagskvöldið þegar ríkisábyrgðin var rædd út í hörgul.

Sko, ég drekk ekki áfengi og er ekki í Samfylkingunni þannig að ég hef engra hagsmuna að gæta, en ef maðurinn var búinn að fá sér neðan í því og þurfti svo óforvarendis að fara í ræðustól, er það þá svona skelfilegt?

Auðvitað á fólk ekki að drekka í vinnunni en það er ekki eins og það hafi ekki gerst áður að menn séu slompaðir á þinginu.

Og á fundum í borginni og svona.

Frusssssssssssssssssssssss

Við nefnum engin nöfn.

En í alvöru þá hef ég lúmskt gaman af sumum bloggurum sem ná ekki upp í nefið á sér af hneykslun.

Hvað má þá segja um allt þetta lið sem er EDRÚ í ræðustól þessa dagana, röflar út í eitt og talar fyrir þingtíðindi af því það heldur að það sé að skrifa sig inn í Íslandsöguna með kjaftæðinu í sér?

Svei mér þá það kæmi betur út fyrir þetta lið að vera á felgunni.

Til að geta sagt seinna: Úps, rosalega er ég þvælinn og leiðinlegur (þingmaður sko) með víni.

Eins gott að ég var bara fullur.


mbl.is 100 þúsund í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Urrdanbíttann!

Æi, ég veit það ekki, er orðin svolítið leið á þessu málningarfári.

Ég held nefnilega að stór hluti fólks, sem er annt um hluti og hús fái samúð með útrásardólgunum.

Það vil ég síst sjá gerast.

Kannski er þetta orðið gott.

Ég bíð hins vegar eftir frystingu eigna.

Hvar í heiminum sem þær eru faldar.

Eins og t.d. allir Icesavepeningarnir.

Urrrrrrrrrdanbíttann!


mbl.is Málningu úðað yfir bíl Björgólfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tchenguiz fyrstur!

Vei, húrra, bravó og jibbíjei!

Skilanefnd Kaupþings hefur látið frysta jafnvirði 50 milljarða króna í félögum sem tengjast kaupsýslumanninum Tchenguis á Tortóla.

Þetta er flott byrjun.

Nú er bara að bíða eftir að fleiri bætist í hópinn.

Frysta allt sem til næst sem skrifað er á bankabófana.

Úje.


mbl.is 50 milljarðar frystir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lofttónleikar í þá tíð

 hippie-girl

Það er eitthvað svo ótrúlega plebblalegt, aumkunarvert nánast og í leiðinni ótrúlega fyndið að sjá fullorðið fólk spila á þykjustunni hljóðfæri.

Svo ég tali nú ekki um að keppa í greininni.

Aulahrollur alla leið niður í tær hjá undirritaðri en samt smá krúttlegt.

Ég man eftir böllum í Glaumbæ, Tjarnarbúð og víðar þegar strákarnir "dönsuðu" við stelpur en þær voru eiginlega leikmunir því þeir stóðu alveg intúitt á miðju gólfi í eigin heimi og með lokuð augun og spiluðu á luftgítar.

Sumir trommuðu, með tunguna út í annað munnvikið og vönduðu sig svakalega.

Þetta kostaði geðveikisleg hlátursköst hjá okkur vinkonunum.

Einu sinni sællar minningar var ég í minni elskuðu Tjarnarbúð og þar var heilt "band" á gólfinu með lofthljóðfæri.

Þeir voru svo ábúðarfullir að ég hef þá enn grunaða um að hafa æft og allt eins og í alvöru hljómsveit.

Við vinkonurnar görguðum úr hlátri en á þessum árum hlógum við eins og mótorbátar, hikstuðum, skríktum og æptum og vorum algjörlega óþolandi.

Hljóðið sem við frömdum hafði ekkert með lofthljóð að gera því píkuskrækirnir smugu inn í merg og bein.

Hvað um það, eftir að hafa dregið loftbandið sundur og saman í háði, af því við héldum að það væri svo hipp og kúl þá biðu þessir lofttónlistarmenn eða vonnabís í skjóli nætur og hentu okkur í Tjörnina þegar við komum út.

Ofbeldi segi ég og ég ætla ekki að lýsa fyrir ykkur útlitinu á uppstrílaðri mér þegar ég kom í "land" með tægjur í hárinu, sefgras og annan gróður.

Ég mæli ekki með að ganga of langt í fíflagangi og stríðni.

Því sumir hafa einfaldlega engan húmor fyrir sjálfum sér.

En þaðan sem ég sit núna og horfi til baka þá get ég allt að því skilið þessa strákfjanda.

En bara allt að því.


mbl.is Leikinn með luftgítar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helvítis fokking fokk og áfram kennari!

Þeim þætti í mér sem hefur gaman að fólki sem setur sig á þverveginn við einu og öðru og steinþegir ekki yfir skoðunum sínum, tekur alveg ofan fyrir þessum kennara sem er í uppreisn gegn menntatráði borgarinnar og því sem hann kallar verksmiðjuvæðingu skólastarfsins.

Það kom nefnilega hópur af stimpilklukkufólki til að kenna á eitt stykki svoleiðis.

Kennaranum finnst þetta tímaeyðsla og niðurlægjandi skilaboð til kennara, að það sé stórmál fyrir þá að læra að halda utan um tímann sinn.

Ég er í raun algjörlega sammála manninum.

Rebellinn í mér skríkir líka af kátínu yfir að maðurinn skuli segja fokk jú við ráðið á heimasíðu sinni.

En..

Ég er líka mamma og amma og veit ekki alveg hvað mér finnst um fokkjúið frá þeim sjónarhóli séð.

Hef alltaf haft ákveðnar hugmyndir um kennara og hvernig þeir eigi að haga máli sínu.

Ég vann reyndar sem kennari (réttindalaus offkors) bæði með námi í Svíþjóð og svo tók ég sænskukennslu að mér í tveimur skólum í denn vegna skorts á kennurum í faginu.

Ég lofaði sjálfum mér og börnunum að þetta skyldi ég aldrei gera aftur, það er ekki nóg að kunna fagið sem kenna á, maður verður að vita eitthvað um kennslu. 

Og ykkur að segja sökkaði ég sem kennari.  Sagði mér samstundis upp í huganum um miðjan vetur og lofaði guði að koma aldrei nálægt uppfræðslu barna aftur.

Ég held ég sé svolítið gamaldags í viðhorfi mínu til kennara.

Þeir voru reyndar guðir (eða djöflar) í mínu ungdæmi.  Ósnertanlegar verur sem töluðu við okkur  að ofan.

Ég er nú bara að hugsa upphátt hérna og ætlaði að fara að segja að kennarar ættu ekkert að fokkjúast í máli, myndum eða á prenti, en á meðan ég skrifaði þá rann það upp fyrir mér að mér finnst bara ekkert að því svo fremi sem þeir tali ekki svona við nemendurna.

Íslendingar hafa nefnilega góðar og gildar ástæður fyrir að segja (öskra) fokk, helvítis fokking fokk!

Og ég skil þennan kennara vel að verða pirraður þegar einhverjir pólitíkusar í menntaráði koma og halda að þeir hafi fundið upp hjólið (klukkuna) og ætla að fara að kenna fólki að haga sér.  Fólki sem hefur getað gert hlutina hjálparlaust hingað til.

Helvítis fokking fokk og áfram kennari.


mbl.is Uppreisn gegn stimpilklukku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hva - audda reddast etta

Össur Skarpi segir að fyrirvararnir við Icesave-samninginn hljóti að halda.

Hljóti?  Halló!

Fólk hefur lagst til svefns með þá trú að það hljóti að vakna daginn eftir.

Við vitum nú hversu haldlítil sú trú er í mörgum tilfellum.

Við Íslendingar höfum haft að einkunnarorðum í gegnum árin að þetta muni reddast.

Í þetta skiptið verðum við að hafna þeirri trú enda hefur það sýnst sig að það reddast ekkert af því bara.

Skotheldir fyrirvarar eru algjört lágmark.

Ég held að ég fari og fái mér sígarettu.

Okei, það mun ekki klikka nema að ég detti dauð niður á leiðinni út í smók.

 


mbl.is Fyrirvararnir hljóta að halda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of breysk fyrir þennan heim fullkomnunar

flirting 

Kannski er svo fyrir okkur komið að við verðum að fá skammtinn okkar af krúttfréttum í öllu þessu kraðaki af neikvæðni.

Bara gaman. 

Ég þekki hins vegar mann sem fór að heiman með seðlaveskið sitt og kom heim með nýja konu og ekkert veski.

Konan hans, sú sem fyrir sat á bekk og beið hans þakkaði sínum sæla fyrir að vandamálið með karlasnann leystist svona líka þægilega og áreynslulaust og sendi þeirri sem tók við jólagjafir í mörg ár á eftir.

Alveg þangað til að sú fékk fyrir sig afleysingu til langframa.

Já, ég þekki stórbilað fólk en það er best að taka það fram að þessi maður var útlendingur í útlöndum því svona ógeðsframkomu stunda íslenskir karlmenn ekki.  Það vitum við vel.

En þetta snýst um að fara að heiman með eitthvað og skipta því síðan út eða bæta við.

Fara út með hundinn og koma heim með önd.

Sem ég myndi auðvitað matreiða á stundinni enda endur og annar gargfénaður ekki til nýtni hæfur nema á diski með grænmeti, kartöflum og dassi af sósu.

Hér á kærleiks förum (fórum) við reglulega að heiman með tómar kókflöskur úr plasti offkors.

Og komum heim flöskulaus með peninga.

En ég er ekki nógu græn verandi VG því allt þetta ár eftir að kreppa hófst greip mig kæruleysisbrjálæði og nú hendi ég öllu flísefni í flöskuformi beint í ruslið og ég stend í forherðingu minni og það hreinlega rignir upp í nefið á mér.

Og af því ég veit að það er alls ekkert hipp og kúl að haga mér eins og hvítt hyski í umhverfismálum, þá fæ ég einhverra hluta vegna rosalegt kikk út úr þessari losunarathöfn á flísefni í fjárhagslega herptum heimi.

Alveg: Jei, hvað það er gaman að gera hluti sem sökka biggtæm og sussusussu má ekki.

Svona er fyrir mér komið.

Það er af sem áður var, þegar ég hefði gefið alla útlimi fyrir að vera pólískt rétthugsandi.

Þetta er síðgelgja ég sver það.

Fyrirgefðu umhverfisráðherra.

Hvað get ég sagt?

Ætli ég sé ekki of breysk fyrir þennan heim algjörrar fullkomnunar?

Hmprf...

En hér má sjá ágætis húsráð fyrir þá sem vilja ganga skrefinu lengra í verndun jarðar.

Sápa fer ógeðslega illa með náttúruna.


mbl.is Út að viðra hundinn og kom heim með önd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algjör sveppur

 

Það eru sem betur fer kostir við kreppu.

Eins og t.a.m. það að fólk sest niður og endurmetur stöðuna, forgangsraðar og áttar sig jafnvel á að það sem talið hefur verið skipta mestu máli er hjóm eitt.

Eins og peningasöfnum, munasýki og endalaus sókn eftir vindi.

Bókalestur er að aukast sem aldrei fyrr.

Það gleður mig, því ég veit hversu heilandi og róandi lestur góðra bóka er fyrir innri manninn.

En að söfnun.  Í staðinn fyrir að safna peningum, rolexúrum og Luis Voutton töskum (hm) þá má tína ber og sveppi.

Ég hef aldrei þorað að tína sveppi vegna þess að ég er skíthrædd um að eitra fyrir sjálfri mér og deyja um aldur fram.

Ef það á fyrir mér að liggja að deyja vegna eitrunar af einhverju tagi þá kýs ég að það sé af völdum annarra en moi.

Það er komin út bók um sveppi.

Með myndum og lýsingum.  Þú getur ekki tínt þá eitruðu óvart sértu vopnaður (uð) þessari bók.

Vissuð þið að krúttlegi rauði sveppurinn með hvítu doppunum, þessi sem er í barnabókum og svoleiðis er baneitrað kvikindi?  Í bókinni stendur að flestir viti það - halló, ekki ég.

Bókin er í plastkápu og það er reglustrika á jöðrunum, til að mæla, gera og græja.

Nú er tíminn.

Í garðinum hjá mér er allt fullt af sveppum.

Ég fór með bókina út í gær og generalprufaði hana.

Gekk svona líka ljómandi vel þó eflaust hafi sjónarvottum dottið í hug að hringja á babúbílinn þegar þeir sáu mig á hnjánum með bókina ofan í jörðinni.

Hvað um það, sveppakona er ánægð kona.

Svo eru það bláberin.

Eigum við ekki að drífa okkur út í náttúruna börnin mín á bjarginu?

Jú, gerum það.

P.s. Það eru líka uppskriftir í bókinni.

Úje.


mbl.is Bækur rokseljast í kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Símaskellir só sorrí

Það er óþolandi bögg þegar fjölmiðlar eru að draga upp yfirvofandi bónusgreiðslur hjá græðgifurstunum í bönkunum.

Núna hjá Straumi-Burðaráss.

Ekki vinnufriður fyrir þessum snuðrandi fréttamönnum.  Frusssssssssssssss!

Enda skellti Óttar Pálsson, forstjóri, símanum á fréttamann Stöðvar 2 (frekar en RÚV) þegar hann spurði hann út í viðkomandi kaupauka sem starfsmenn bankans eiga að fá við að bjarga því sem bjargað verður úr rústum bankans.

Helvítis ófriður hefur maðurinn hugsað, veit fólk ekkert um ábyrgðina sem við bankamenn berum við að tapa peningum og þurfa svo að leggja nótt við dag við að ná einhverju til baka.

Kannski hugsaði hann ekki neitt.

En eftir að uppvíst varð um bónusana þá hefur þessi Símaskellir ákveðið að sjóða saman afsökunargrein í Moggann.

Til að friða liðið offkors.

Dugir það?

Nei, að sjálfsögðu ekki.

Skilaðu því sem þú hefur rakað inn á græðginni kallinn.

Og þá erum við að tala saman.

Þessar spillingarfréttir eru alveg að trufla í mér geðheilsuna.

Tilhugsunin um þessa óþverra alla saman fá mig til að langa í slátur, svei mér þá.

Slátur er svona jafnógeðfelldasti matur sem ég get hugsað mér.

Gæti verið ráð að gúffa því í sig til að fá um eitthvað annað að hugsa.

Svona til að fá eitthvað áþreifanlegra til að kúgast yfir til tilbreytingar.

Urr....


mbl.is Biðst afsökunar fyrir Straum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram stelpur!

Kona sem skarar fram úr á ótrúlegan hátt í íþróttum getur auðvitað ekki verið kona í alvörunni.

Hún bara hlýtur að vera karlmaður í dulargerfi.

En karlmenn eru hæfara kynið samkvæmt sumum sem hafa fáfræðina og fordómana að leiðarljósi og lifa samkvæmt þessum eiginleikum.

Þeir segja að íþróttakonan Caster sé svo karlmannleg.

Halló, hafa þeir ekki séð fimleikamenn og aðra karlmenn sem stunda fínlegri íþróttir?

Þeir eru engar testesterónhetjur dragandi karlmennskuna eftir sér í druslum.

Á fólk nú að fara að rífa niður um sig fyrir framan dómarana?

Skemmtilegt eða hitt þó heldur.

Hvað með þennan náugna sem hleypur hraðar en hljóðið, þessi sem heimurinn stendur á öndinni yfir þessa dagana?

Er hann ekki bara dama í dulargerfi?

Caster, gó görl.


mbl.is Fordæmir rannsóknir á kynferði hlaupakonu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 2985878

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband