Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
Miðvikudagur, 15. júlí 2009
Takk Margrét, Þór og Birgitta!
Þrír af fjórum þingmönnum Borgarahreyfingarinnar vilja að Icesave-samningnum verði hafnað. Að öðrum kosti muni flokkurinn greiða atkvæði með tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu í ESB-málinu."
Það er greinilega rétt sem haldið hefur verið fram.
Borgarahreyfingin stendur fyrir nýjum vinnubrögðum á Alþingi.
Alveg eins og þeir lofuðu en samt ekki með þeim hætti sem ég og aðrir kjánalegir naívistar héldum.
Allt uppi á borðum hefur nú fengið nýja merkingu.
Gegnsæi líka.
Það er ekki á hverjum degi sem stjórnmálamenn viðurkenna að þeir hafi skoðun en ætli ekki að standa með henni nema að uppfylltum afarkostum.
Vó, hvað stjórnmálamenn geta verið vondir stjórnmálamenn þegar þeir leggja sig fram.
Ég sem var með samviskubit dauðans yfir því að hafa ekki kosið BH.
Var sjálf á Austurvelli og á Borgarafundunum í Háskólabíói.
Fannst einhvern veginn að þetta væri mitt fólk.
Kaus svo VG því þeir eru líka mitt fólk.
Nú þarf ég ekki að láta mér líða illa lengur.
Takk Margrét, Þór og Birgitta!
Þið hafið nú létt af mér þessari áþján.
Óbreytt stefna Borgarahreyfingarinnar varðandi ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Miðvikudagur, 15. júlí 2009
Málefnaleg gagnrýni og klækjastjórnmál Borgarahreyfingarinnar
Sérfræðingar með eða á móti koma í kippum þessa dagana.
Ég er löngu hætt að taka mark á þeim.
Af hverju?
Jú vegna þess að flestir þeirra eru með heita skoðun á málefninu sem þeir tjá sig um og því engan veginn hlutlausir.
Þór Saari hefur nú klætt sig í svona sérfræðingsbúning.
Fyrirgefið, ég ætla að orða þetta öðruvísi..
hann hefur klætt sig í dómaraskikkju sérfræðingsins og hann dúndrar hamrinum í borðið þannig að heyrist um fjöll og dali.
Svavar Gestsson hefur ekkert í samninganefndina að gera, er fullkomlega vanhæfur.
Til að klippa þetta út í pappa þá lýsir þingmaðurinn Svavari eins og heimóttalegum hálfvita sem ekkert skilur.
Og þar sem Þór Saari er tvítyngdur og talar ensku upp á innfæðslu þá er orðið "subrogation." sem hann hefur aldrei séð, merki um að íslenska samninganefndin vaði í villu og svima og skilji það örugglega ekki heldur.
Og þá varla nokkurt orð annað í samningi þessum.
Ég veit ekkert um hvort Svavar Gestsson er vel eða illa fallinn til að leiða samninganefndir yfir höfuð.
Sennilega er hann ágætlega fær til þess, maðurinn er nú ekki beinlínis þekktur fyrir að vera með mikið af hálfvitagenum og hann talar líka tungum.
Í öllu vantraustinu, óttanum og ringulreiðinni sem nú þegar ríkir, væri þá hægt að fara fram á að þjóðkjörnir fulltrúar okkar tónuðu sig niður í það sem kallað er málefnaleg gagnrýni (finnst líka í orðabókum fyrir þá sem ekki skilja hugtakið) þannig að það sé hægt að taka afstöðu og treysta því sem þeir segja.
Svona málflutningur er Þór Saari til minnkunar. Hm...
Vinsamlega vandið ykkur, það er svo mikið í húfi.
Viðbót:
Nú hafa þrír þingmenn Borgarahreyfingarinnar skilyrt stuðning sinn við Icesave.
Þetta er flokkurinn sem fyrir kosningar hafnaði klækjastjórnmálum og að um óskyld mál yrði samið á bak við tjöldin.
Þetta er svo sannarlega sorglegur dagur.
Svavar fullkomlega vanhæfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 14. júlí 2009
Ésús á markaði
Það sagði einhver við mig um daginn að við ættum skilið allt það sem yfir okkur hefði dunið.
Mér fannst það fráleitt, líka þegar sá sami einhver sagði að við værum uppfull af þrælsótta og elskuðum vöndinn.
Svei mér þá ef þetta er ekki naglinn á höfuðið.
Ég hefði verið til í að skora á Davíð að njóta nú löngu tímabærs leyfis.
Og ég meina það í fullri alvöru.
Ésús minn á markaði.
Skorað á Davíð á Facebook | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 14. júlí 2009
Fullorðnist!
Ég er að verða úrkula vonar um að við eigum eftir að skríða á lappirnar og halda höfði við Íslendingar.
Og ég er ekkert sérstaklega svartsýn manneskja svona að upplagi.
En kannski á maður að láta eiga sig að fylgjast með fíflaganginum á þinginu því það gerir mig að minnsta kosti skelfingu lostna varðandi framtíð þessarar þjóðar.
Svo er fólk hissa á að Alþingi skuli hafa tapað virðingu sinni.
Fyrir stórum hluta þingmanna virðist ræðsustólinn vera einhverskonar vettvangur til að halda sjálfshátíðir og málfundaæfingar.
Þetta er með ólíkindum.
Svo líður ekki vika öðruvísi en að Sjálfstæðisflokkur heimti afsökunarbeiðnir hægri - vinstri.
Svo situr fólk og nagar á sér kjúkur vegna óöryggis um framtíðina sem bíður okkar.
Fólkið sem nú þegar hefur verið slegið út af laginu, misst vinnu, tekjur og öryggi vegna sukksins og spillingarinnar sem hér hefur svo lengi verið við líði.
Ég er algjörlega komin með nóg af þessu standandi hormónapartíi sem er á fullu blasti í þingsal Alþingis.
Er til of mikils mælst að ætlast til að þingmenn hagi sér í samræmi við alvöru málsins og sleppi leikaraskapnum, tilgerðinni og upphrópununum?
Fullorðnist!
Krefst þess að Árni Þór biðjist afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Þriðjudagur, 14. júlí 2009
Sjö sinnum samfarir
Ómæ, Jessica Simpson er ein á ný.
Ég veit nákvæmlega ekkert um þessa konu annað en að hún hrópaði upp yfir sig þegar henni voru boðnir "Buffalo wings" að hún hefði ekki vitað að Buffalóar hefðu vængi.
En hvað um það.
Cher, sú frábæra söng og leikkona sem er marg-endurnýjuð af lýtalæknum, trúði því að vindurinn hefði mótað höggmyndirnar af Bandaríkjaforsetunum í fjallið þið vitið.
Ég átti líka vinkonu fyrir margt löngu sem hélt að "hafa nóg á sinni könnu" þýddi að eiga nóg af kaffi á heimili.
Jájá.
Og ég trúði því líka til skamms tíma að guð kæmi börnunum fyrir innan í konum.
Kommon, allir eiga sín ljóskumóment.
Ég verð þó að játa að mér fannst eitthvað undarlegt við þessa aðferðarfræði Guðs almáttugs við að koma börnum í heiminn.
Af hverju var hann að flækja málinn og hafa fyrir að setja smábörnin inn í konur og láta þær svo hafa fyrir því biggtæm að koma þeim þaðan út?
Svo komst ég að þessu úti á róló þar sem kynfræðsla fyrir börn á öllum aldri hefur alltaf farið fram.
Einhverjir strákandskotar læddu út úr sér sannleikanum og líf mitt varð aldrei samt upp frá því.
Vitið þið hvernig barni líður sem á foreldra sem eru óseðjandi í rúminu?
Eignuðust sjö börn áður en þau náðu að stilla sig?
Sjö sinnum í samförum?
Meiri djöfulsins ólifnaðurinn.
Annað en ég.
Hmrpfmf...
Jessica Simpson ein á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 14. júlí 2009
Stóð sá gamli við Valhöll og spilaði og söng
"Dag einn er kviknað í húsinu var,
og brunaliðsbíllinn kom æðandi að,
og eldurinn logaði um glugga og göng,
sat sú gamla uppi á þaki og spilaði og söng."
Veit ekki af hverju mér datt þessi texti í hug þegar ég sá að Helgi Björns ætlar að stilla sér upp við rústirnar á Valhöll og halda tónleika.
Plís, ekki gera mér þetta.
Aulahrollurinn ætlar engan endi að taka.
..stóð sá gamli við Valhöll og spilaði og söng..
Hvar er friggings kviðristukittið mitt þegar ég þarf á því að halda?
Helgi syngur við rústir Valhallar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 13. júlí 2009
Tabúla rasa
Þeir stóðu sig vel strákarnir á Skjá 1.
Samtantektin um Icesave var góð og löngu tímabært að einhver klippti þetta út í pappa, fyrir mig að minnsta kosti.
Og svo kom Davíð Oddsson.
Ég vil aldrei verða ellilífeyrisþegi ef það innber algjöra veruleikafirringu. Datt bara í hug að ég vildi nefna það svona í förbifarten.
Og þá aftur að Davíð Oddsyni - það er fljótlega afgreitt.
Þetta er ekki honum að kenna.
En öllum öðrum reyndar.
Svo eru allir heilaþvegnir í þokkabót.
Skamm allir þér heilaþvegnu hálfvitar.
Hvað sem fólki finnst um Icesave og ég reikna með að öllum finnist það mál allt saman skítt og glatað en leiðirnar til lausnar eru það sem okkur greinir á um, þá varð ég nærri því sorgmædd þegar ég horfði á Bjarna Ben og Sigmund Davíð á vinstri vængnum (við borðið sko) sitja eins og menntaskóladrengi uppfulla af réttlátri reiði yfir veseninu sem Steingrímur J. er búinn að koma þessari þjóð í.
Væri alveg þræl sannfærandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að Steingrímur J. bjó ekki til Icesave og er að reyna að greiða úr vandanum. Það er örugglega hægt að gera betur en spurningin er hvað.
Enginn virðist geta komið með konkret uppástungu.
Ó, gleymdi, láta Bretana höfða mál í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Það veldur mér allt að því líkamlegum óþægindum að horfa á menn eins og BB og SDG láta eins og flokkarnir þeirra eigi sér enga sögu.
Að þeir hafi sjálfur stokkið inn í stjórnmál sem óskrifað blað.
Tabúla rasa.
En Skjár 1 rokkar.
Engin ríkisábyrgð á Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 13. júlí 2009
Spennandi
Víí hvað ég er glöð yfir að Sölvi skuli byrja aftur með þátt.
Málefnið sko.
Í kvöld er það Icesave.
Kona er auðvitað alls ekkert komin með upp í kok af því, jeræt.
Engu að síður er nauðsynlegt að sitja undir helvítinu þar til að lausn fæst.
Þess vegna fagna ég því að Sölvi taki málið fyrir.
Rúsínan í pylsuendanum:
Tattammmm
Davíð Oddsson.
Hvaða sprengja fellur núna?
Bíð spennt.
Davíð í Málefninu í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 13. júlí 2009
Krúttíþróttir
Ég get ekki tekið svona íþróttaviðburði alvarlega.
En skil að sá sem keppir geti orðið fúll ef einhverjum er hjálpað yfir markalínuna og sá hinn sami sigri svo í þokkabót.
Ég þarf ekki að skilja alla hluti og því er það í góðu að fólk keppi hvert um annað þvert en plís ekki rífast um úrslitin. Það er ekki íþróttamannslegt að gera það.
Maysa mín og Sara hlupu Landsbankahlaupið ár eftir ár.
Sko Litla hringinn.
Og fengu medalíu.
Mayan sem var í fimleikaþjálfun allan ársins hring tók þessu alvarlega og æfði stíft og svona.
Sara sem líka var í fimleikaþjálfun tók þessu sem skemmtilegum leik og tjillaði sér í gengum hlaupið.
Þetta krútt lagði einu sinni lykkju á leið sína í miðju hlaupi og hringdi svo í pabba sinn úr sjoppu og bað hann að ná í sig.
Hafði keypt sér nammi bara og sá enga ástæðu til að vera að djöfla sér út þannig að undan blæddi.
Pabbi hennar náði í prinsessuna og ætlaði að keyra hana heim.
Sú stutta hélt nú ekki, lét hann setja sig úr á Tjarnarbrúnni. Svo hljóp hún restina og fékk sér medalíu.
Hún var átta ára sko.
Og mamman engdist um í krúttkasti heima í stofu.
Já og skammaðist sín ekki vitundar ögn.
P.s. Medalíusvindlarinn er til hægri á báðum myndum.
Deilt um úrslit í maraþoni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 13. júlí 2009
Tussulegt slökkviliðsgabb
Stundum eltir fortíðin mann uppi og minnir óþyrmilega á sig þegar síst skyldi.
Að gabba slökkviliðið er illa til fundið segi ég og tala af reynslu.
Gerði það þegar ég var þrettán ásamt vinkonum mínum en við vorum í trylltu gelgjukasti og fannst það ekki vitlaus hugmynd að senda menn með slöngur til ákveðinnar vinkonu í borginni.
Tókum sérstaklega fram í símanum að eldhúsið logaði í kjallaranum og mæltumst til að slöngurnar yrðu látnar vaða umbúðalaust inn um gluggann.
Einhverra hluta vegna fannst okkur tilhugsunin brjálæðislega fyndin.
Sáum fyrir okkur mömmu vinkonunnar steikja kjötbúðing eða eitthvað við eldavélina þegar þrýstislöngu yrði dúndrað á eiturbrasið, algjörlega án fyrirvara.
Gamanið kárnaði þegar búið var að rekja símtalið.
Við náðumst og vorum sendar til lögreglumanns í Borgartúni og svo hrædd var ég að ég fór að hágrenja.
Síðan hef ég verið hrædd við slökkviliðið.
En að öðru og merkilegra máli.
Nefnilega nýjum notkunarmöguleikum á klobbum.
Ég meina píkum.
Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að píkur hefðu þann tilgang að vera æxlunarfæri upp á gott og vont.
Sko gott fyrst og ferlega vont sirka níu mánuðum síðar.
Nei, nei, ekki rétt hjá mér sko.
Þú getur notað á þér píkuna til að lyfta lóðum.
Er það ekki frábært.
Nota það sem guð gaf segi ég og mæta með pjölluna á lyftingamót.
Kona í Rússlandi lyfti fjórtán kílóum með píkunni.
Vá hvað hún hlýtur að hafa verið tussuleg eftir æfingabúðirnar.
Fyrirgefið, ég er ekkert ofsalega upptekin af píkum, þær eru bara þarna og eigendum auðvitað frjálst að stunda bæði íþróttir og annað aktivítet ef svo hentar.
Svo ég nú ekki tali um alls kyns praktíska notkunarmöguleika sem "opnast" með þessari nýjung.
Það má til dæmis nota píkuna til að bera með bónuspoka.
Jájá, við skulum ekkert fara neitt nánar út í að láta hugann reika, ekki svona opinberlega að minnsta kosti.
En stundum getur maður ekki orða bundist.
Hvað næst?
Nei, ég ætla ekki að segja það upphátt einu sinni.
Slökkviliðið gabbað á vettvang | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 9
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987159
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr