Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
Sunnudagur, 31. maí 2009
Er það nema von að Ísland sé á rassgatinu
Siðlausar og ruddalega uppáþrengjandi auglýsingar virðast ein leið til að selja vöru í kreppunni.
Í viðtengdri frétt segir frá auglýsingu sem er dulbúin eins og bréfkorn frá nágrönnunum en er í raun auglýsing frá Garðlist.
Reyndar tók ég eftir því í góðærinu, þegar auglýsingar voru gerðar nánast eins og leikrit í nokkrum þáttum, að staðalímyndarugl og yfirborðsþekking á fólki blómastraði sem aldrei fyrr.
Ég var eiginlega búin að gefa mér að þeir sem gerðu auglýsingar væru hálfvitar margir hverjir.
Enn er ég ögn á þeirri skoðun vegna þess að ennþá halda auglýsingar sem byggja á hallærislegum mýtum um kynin áfram að birtast á skjánum.
Mér finnst að fólk sem gerir svona auglýsingar geti ekki hafa kynnt sér þjóðfélagsgerð og breyttan hugsunarhátt síðan nítjánhundruðsjötíuogeitthvað, það virðist lifa í öðrum heimi en allir hinir.
Ég get tekið sem dæmi tvær auglýsingar sem ofsækja mann á þeim sjónvarpsstöðvum sem ég horfi á.
Viðhaldsauglýsingin, þar sem tengt er saman ungri konu og því sem hún er að sýsla við.
Boðskapur; maðurinn er að hugsa um "viðhaldið". Áhorfandinn fær að velta því fyrir sér hvort hann eigi við stúlkuna (viðhaldið) eða viðhaldið á húsinu eða bæði.
Algjör hugarleikfimi og djúpur fokkings boðskapur.
Hin síðari sem kemur mér á endanum til að fremja eitthvað voðalegt er auglýsingin á Heineken bjórnum þar sem hin yfirborðskennda og kaupsjúka kona sýnir jafnsjúkum vinkonum sínum fullt fataherbergi og þær veina og garga henni til samlætis með flottheitin í systurlegri raðfullnægingu yfir himnaríki á jörð. Alveg: Hver þarf kynlíf þegar fataherbergi er í boði?
Í næsta herbergi fara fram raðtaugaáföll karlmannanna í boðinu yfir heilu bjórherbergi.
Svona auglýsingar hafa gagnstæð áhrif á mig og þá sem ég hef talað við um málefnið.
Hefur engum dottið í hug að höfða til heilans í fólki þegar það vill selja eitthvað?
Vá, er það nema von að Ísland sé á rassgatinu.
Það kaupir varla kjaftur vöru sem auglýst er með þessum hætti.
Þetta er beinlínis móðgandi.
Hvern langar að verlsa við fyrirtæki sem gera ráð fyrir að fólk sé fífl?
Aular.
Braut lög með auglýsingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Sunnudagur, 31. maí 2009
Vá; að nenna þessu
Það er örugglega lágmenningarlegt af mér að gapa yfir verðinu á ljósmynd eftir Sigurð Guðmundsson, Mountain (gjörningur) sem Listasafnið er að kaupa fyrir tíu milljónir, en það verður að hafa það.
Mitt mat á list er einfalt. Hrífur það mig, snertir mig á einhvern hátt og tekur sér bólfestu innan í mér, þá er það list.
Þetta mat mitt á við um allt litróf listar, í myndum, tónum, tali og riti.
Þessi mynd hreyfir ekki við mér á þann máta.
Í besta falli þá hugsa ég; vá, að nenna þessu!
Er þetta ekki að kæfa manninn allt þetta farg á brjóstinu á honum?
En ég er heldur enginn sérfræðingur.
Kannski er þettta Mona Lisa nútímans en fyrirgefið, hún mætti enda á geymsluvegg mín vegna.
Tíu millur fyrir þetta verk á krepputímum gerir mig undrandi og pirraða.
En ég veit að listaelítan sem situr og ákveður hvað sé list og hvað ekki er í mörgum tilefellum alls ekki sammála mér.
Ég hef það meira að segja á tilfinningunni að þeir glotti út í annað stundum þegar þeir meta hvað sé góð list og hvað ekki.
Kannski er það heilbrigðismerki að vera ekki sammála þessu mati.
Ég held að ég kalli þetta bara listrænan ágreining milli mín og þeirra.
Dæs.
Dýrasta verkið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 30. maí 2009
..er að finna minn innri kjarna
Í morgun þegar mamma hennar Jennýjar Unu kom inn í herbergið hennar sat fjögurra ára snótin í lótusstellingu á rúminu sínu, augun lokuð og hendur í jógastellingu.
Mamma: Hvað ertu að gera elskan?
Jenný Una: Ekki trubbla mig, ér að hugleiða til að finna minn innri kjarna!
Mamman: Ha??????????
Jenný Una: Það er jóga.
Mamman: Hver kenndi þér þetta?
Jenný Una: Ég geri alltaf svona í leikskólanum mínum.
Amman er í öflugu krúttkasti.
Þess má geta að Jenný Una er á leikskóla Hjallastefnunnar.
Þar er greinilega verið að gera eitthvað af viti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 30. maí 2009
Bara einn Ögmundur
Nú er allt í járnum í kjaraviðræðum.
Hinn almenni launþegi á að sýna skilning, taka á sig byrðarnar, borga fyrir partíið.
Krafan um það er skýr.
Það leiðir huga minn að öðru máli.
Fréttablaðið sendi nýlega fyrirspurn til allra ráðherra um hvort þeir myndu fara að fordæmi Ögmundar Jónassonar, heilbrigðisráðherra, og þiggja aðeins þingfararkaup, en Ömmi tók þessa ákvörðun strax og hann settist í stól ráðherra í síðustu ríkisstjórn.
Það er skemmst frá því að segja að enginn ráðherra (reyndar voru utanþingsráðherrar ekki spurðir því þeir þiggja ekki þingfararkaup) sér sér fært að gera það.
Ástæður: Gömlu klisjurnar um að maður geti ekki verið í sjálfsskerðingu og með vísan til kjarasamninga og ladídadída. Einn ónafngreindur ráðherra sagði að Ögmundur væri einfallega betri maður hann.
Ég er enginn sérstakur talsmaður þess að fólk eigi að gefa frá sér umsamin laun, alls ekki, en nú eru óvenjulegir tímar.
Ekki bara óvenjulegir tímar heldur skelfilegir líka, þar sem ekkert er eins og var, fólk er að missa eignir sínar og atvinnu. Við erum að berjast fyrir lífinu í fullkominni óvissu upp á hvern einasta dag.
Þess vegna myndi það gleðja mig og efla í trúnni á að við getum þetta saman, ef ráðherrarnir færu að fordæmi Ögmundar.
Þá myndi fólk skynja að landsstjórnin áttaði sig á að við þurfum öll að leggja af mörkum til að komast yfir þessa skelfilegu tíma í sögu landsins.
Það gæti blásið okkur í brjóst auknu baráttuþreki sem við erum í mikilli þörf fyrir svo sjái til sólar.
Svo er moli í Fréttablaðinu þar sem enn segir af Ögmundi. Hann sat á almennu farrými í flugvél um daginn en opinberir starfsmenn teygðu úr sér á Saga Klass.
(Það gerir mig óskaplega hrygga að vita til þess að opinberir starfsmenn skuli á þessum tíma sólunda almannafé með að ferðast á snobbfarrými).
Og að þessu sögðu dreg ég nokkuð rökrétta ályktun að mínu mati:
Það er bara einn Ögmundur á meðal íslenskra ráðamanna og starfsmanna þeirra.
Því miður.
Frestun launahækkana er bitbeinið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Laugardagur, 30. maí 2009
Deisd and konfjúsd.
Mér líður eins og ég sé stödd í hryllingsmynd eftir King eða eitthvað.
Það er ár í dag frá skjálfta og kemur ekki enn eitt kvikindi upp á 4,7!
Nei, nú er ég farin að trúa að náttúruöflin og peningaguðinn hafi tekið höndum saman.
Höfum árið 2009 fyrir látum þau finna fyrir því Íslendingnaþema.
Múha.
Ég er deisd and konfjúsd.
Skjálftinn mældist 4,7 stig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 29. maí 2009
Er´ann hommi?
Hvernig getur fólk látið sér detta annað eins í hug?
Að þessi drengur sé samkynhneigður?
Meira ruglið í Ameríkönum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 29. maí 2009
Ekkert flagg í Viðey
Íbúar Öregrund eru komnir á svartan lista hjá mér.
Eða væru, ef ég væri með einn slíkan.
Fánastangir kosta peninga finnst Öregrundaríbúunum.
Okei, þeir um það að sleppa íslenska flagginu af sparnaðarástæðum.
Öregrund er hola þar sem skráðir voru 1.552 íbúi árið 2005.
Ég er með hugmynd.
Auga fyrir auga og allur sá pakki.
Við hættum að flagga sænska í Viðey þar til þeir hafa kippt þessu í liðinn.
Nú, er ekki flaggað sænskum í Viðey?
Skít sama, þeir í Öregrund vita ekki afturenda um það, bara senda þeim póst og tilkynna um flaggrefsinguna.
Ni är ute. Heja, heja.
P.s. Uss, ekki segja, en mér gæti ekki staðið meira á sama hvort þeir flagga íslenska fánanum eða ekki.
Slepptu íslenska fánanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 29. maí 2009
Ég held að ég láti leggja mig inn!
Ég nenni ekki að vera í fári vegna ástandsins á Íslandi.
Amk. tek ég mér frí frá því til klukkan 14,32 og verð í góðu skapi þangað til.
Svo brjálast ég.
En.. Ég er að verða gömul, nú eða þá að lyktarskyn mitt hefur bilað í bankahruninu.
Ég er ofsótt af allskyns lykt sem tengir mig við atburði í lífi mínu, suma skemmtilega, aðra síðri.
Ég fæ reglulega lyktarkast sem tengir mig inn á spítalann á Spáni þar sem ég lá nánast milli heims og helju fyrir nokkrum árum.
Hún er svona: Ólívuolíumatarlykt, sótthreinsiefni, blönduð líkamslykt og blómaangan.
Oj.
Svo fæ ég reglulega lyktrænar heimsóknir frá bernsku minni.
Ég seldi stundum Mánudagsblaðið (þann sorasnepil) á laugardögum.
Þá voru allir, svei mér þá, að bóna í Vesturbænum. Húsmæður hljóta að hafa haft sameiginlega stundarskrá, ég sverða. Lyktin af Mjallar og Sjafnarbóni er yfirgengilega sterk. Það er ljúft.
"Ekki vaða yfir nýbónað gólfið krakki"; hljómaði um göturnar þegar ég tróð mér inn til að selja.
Það var meira framboð en eftirspurn á smáfólki á þessum tímum og því ekki verið að vanda sig neitt sérstaklega í samskiptum við þessi kvikindi.
Ég seldi merki fyrir allskonar líknarfélög og það var gert á sunnudögum.
Þá voru allir (sama stundarskrá aftur) að steikja sunnudagsverð fyrir hádegi.
Hryggur, grænar, rauðkál og sósa.
Halló hvað þessi óholli málsverður lyktaði vel.
Stundum finn ég lykt af vori og sumri úr Vesturbænum (það var allt öðru vísi þar en annars staðar), sú lykt er milljónsinnum betri en árstíðalyktin í dag.
Ætli það komi ekki til af hreinni náttúru, ómenguðu grasi og minni bílaumferð?
Æi, ég veit það ekki, en núna hellist yfir mig lyktin af nýrri skólatösku, brakandi leðurlykt.
Andskotans ófriður er þetta.
Ég held að ég láti leggja mig inn.
P.s. Popplyktin úr Tjarnarbíó getur komið þegar minnst varir.
Síðasti bærinn í dalnum og allur sá ballett.
Ómæ.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 29. maí 2009
Byrjað á vitlausum enda?
Ég hélt að allir vissu að það yrði skorið niður eins og enginn væri framtíðin.
Vegna þess að útrásarvíkingar, fyrrverandi ríkisstjórnir og aðrir spilligrísar settu þjóðina á heljarþröm.
Í beinu framhaldi af því þá finnst mér ekki skrýtið að byrjað væri á brennivíni, tóbaki og eldsneyti.
En það er bara ég, veit minna en ekkert um svona mál.
Ég sá að veitingamenn voru skelfingu lostnir vegna áfengisskatts.
Kannski er byrjað á vitlausum enda, lífsnauðsynjar hækkaðar upp úr öllu valdi.
Það hefði t.d. verið hægt að lúxusskatta bleyjur og matvöru.
Nú eða bara sleppa niðurskurði.
Það er góð hugmynd.
Og láta þá borga sem komu þjóðinni hingað.
Svei mér ég er algjörlega skilningsvana.
Áfengi og eldsneyti hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 28. maí 2009
“Ég geri athugasemd við að forseti skuli gera athugasemd við að við gerum athugasemd við að forseti geri athugasemd við að við gerum athugasemd við fundarstjórn forseta.” Rappið það!
Mínar þingfréttir eru skrifaðar af mikilli næmni.
(lalalalala).
En kona eins og ég þarf ekki afturenda að vera málefnaleg á sínu eigins bloggi.
Ég get sagt það sem mér finnst og þarf að eiga það við sjálfa mig.
Er öll fokkings ritstjórnin eins og hún leggur sig!
Algjör snilld.
En þingmenn tala ekki fyrir sjálfa sig, það veit hvert barn.
Enda þetta með að þingmönnum beri að fara eftir sannfæringu sinni fyrst og fremst bara hégómi og til skrauts.
Ég get heldur aldrei orðið jafn málefnaleg, yfirveguð og rökföst eins og t.d. Eygóaddna Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
"Ég geri athugasemd við að forseti skuli gera athugasemd við að við gerum athugasemd við að forseti geri athugasemd við að við gerum athugasemd við fundarstjórn forseta."
Röppumetta.
Tjing - púff - tjingapúffídúff.
Vá Eygló, værirðu til í að taka að þér að kenna fleirum þessa rökföstu og snilldarlegu framsetningu á því sem fólki mögulega gæti legið á hjarta?
Mann setur hljóðan.
Mælt fyrir hækkun gjalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr