Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Búin á því

Jæja, þá eru kosningar að baki og hægt að fara að einbeita sér að lífinu.

Annars vakti ég fram á morgun, ekki gott fyrir óvirka alka og nú er ég með vökutimburmenn.

Frussss

Ég er ánægð.  Til hamingju vinstri menn, þetta er okkar sigur.

Til hamingju Borgarahreyfing, þið eigið þennan sigur líka.

Skrítið, eftir að hafa verið vakin og sofin yfir pólitík s.l. mánuði er ég eins og sprungin blaðra.

Nú þurfa Samfylking og VG að setjast niður og koma sér saman.  Ég reikna með að báðir flokkar séu meðvitaðir um væntingarnar sem þjóðin gerir til þeirra.

Það sem ég er þó mest í skýjunum yfir eftir úrslitin er að konur eru nú 43% af þingliði.

Annars ætla ég að horfa á Silfrið.

Og leggja mig.

Ésús hvað ég er búin á því.


mbl.is Nýtt Alþingi Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munið hrunið

Í tilefni dagsins og samvisku minnar vegna vill ég minna á eftirfarandi, vegna þess að nú í dag hefur fólk tækifæri til að tala með atkvæði sínu.

Refsa eða umbuna.

Munið hrunið.

Munið hverjir gerðu það mögulegt.

Sjálfstæðisflokkurinn í boði Framsóknar lengst af, rétti óreiðumönnum fjöregg þjóðarinnar sí svona, eins og ekkert væri sjálfsagðara.

Nú er allt útlit fyrir að næstu kynslóðir verði bundnar á skuldaklafann og það án þess að hafa lyft litlafingri til að orsaka það.

Gangið fram hjá þeim flokkum sem sváfu á verðinum eða tóku þátt í sukkinu.

Ekki hafa á samviskunni áframhaldandi rugl.

Ég kýs VG og þakka fyrir að ég þarf ekki að velkjast í vafa um heiðarleika þess flokks.

Njótið dagsins!


mbl.is Bjarni Ben kaus fyrstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Amenið

Örþreytt eftir góðan og annasaman dag í gær settist ég niður og horfði á formannaþáttinn á RÚV.

Mér fannst hann þokkalega málefnalegur.

Mín upplifun:

Sigmundur Davíð: Eins og unglingurinn í skóginum, rammvilltur og kominn út í horn með ábyrgðarlausar yfirlýsingar sínar um yfirvofandi hrun og auðvitað gat hann ekki útskýrt hvað hann átti við.

Þessi maður á ekki erindi í pólitík strax.  Örvæntingarfullur og til í að gera hvað sem er fyrir atkvæði.  En við hverju er að búast frá flokki sem gerir lista yfir mögulega andstæðinga?

Ástþór: Ég er glettilega oft sammála Ástþóri, hann er bara svo flippaður og stjórnlaus.  Hver veit.. kannski mun hans tími koma.

Bjarni Ben: Vel máli farinn.  Búinn að tapa og jafnframt búinn að sætta sig við það.

Þór Saari: Hefur margt áhugavert til málanna að leggja.  En halló, að troða fingrunum í eyrun?  Mér er sem ég sæi viðbrögðin ef t.d. Steingrímur J. leyfði sér það.  Læra mannasiði.  Eftir eyrnaatriðið hætti ég að hlusta.  Tapaði áhuganum.

Jóhanna: Jóhanna á stóran sess í hjartanu á mér.  Hún er alvöru jafnaðarmaður.  Hún er núna tilbeðin í Samfylkingunni (eins og Þór Saari  í O) og ég er viss um að hún hefur ekki beðið um það, né heldur trúi ég því að hún kæri sig um það.  Dýrkun er vond í pólitík.  En áfram Jóhanna!  Flott kona, flottar áherslur.

Steingrímur J: Steingrímur er búinn að tóna sig niður, verður að gera það auðvitað, kominn í ríkisstjórn.  Sakna svolítið hins æsta hugsjónamanns.  En hvað um það, rökfastari maður er ekki til í íslenskri pólitík og svo er hann talsmaður mannúðar og réttlætis.  Með svoleiðis málaflokka er erfitt að klikka, meira segja þó viðkomandi væri með horn og hala, spúandi eldi og brennisteini.

Panellinn hjá Agli mátti missa sig, vegna þessarar konu, Stefaníu, sem réri lífróður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í málfutningi sínum, eða þannig sló það mig.  Mér kemur ekkert við pólitískar skoðanir eða áherslur álitsgjafa.  Þeir eiga að álitsgefa.  Halló.

Ég óska ykkur öllum sem rekist hér inn, hvar í flokki sem þið standið, gleðilegs kosningadags.

Notið atkvæðisréttinn, það er okkar lýðræðislega verkfæri.

Ekki kjósa út í loftið.

Svo gleðst ég yfir hverju nýju atkvæði greitt VG.

Svo vona ég innilega að O komi manni að.  Manni sko, ekki heilagri veru.

Later.


mbl.is Lokaorð formanna til kjósenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Að halda ofaná"

 jenný og tryggvi

Þvílíkur dagur!

Ég steðjaði af stað til að kjósa.

Röðin var heil eilífð að lengd.  Ég kýs því á morgun eins og pöbullinn.

Svo fékk ég gesti, einn frá Englandi.  Ekki leiðinlegt.

Svo náðum við í systkinin Jenný Unu og Hrafn Óla.

Pabbinn í stúdíói, mamman að djamma, halda upp á að hún er að ljúka merkilegum áfanga í náminu sínu.

Jenný Una (sest mjög kjaftaleg með hönd undir kinn, við eldhúsborðið): Amma; pabbi minn er gamall.

Amman: Ha?  Gamall hann pabbi þinn? Nei, hann er frekar ungur maður.

Jenný Una (ákveðin): Nei, hann er gamall, hann segir vimmig, Jenný Una, ér pabbi gamli.

Amman: Já, hann er bara að grínast.

Jenný Una (hugsi): Já erþa?  En amma, þú ert sko gömul þú ert miklu gamlari en pabbi minn.

Takk Jenný Una Eriksdóttir!

Og töluvert seinna.

Jenný Una: Amma, mamma mín er ekki í skólanum sínum.  Hún er að halda ofan á að hún er búin í skólanum og fer í annan skóla.

Amman: Halda hvað?

Jenný Una (pirruð á skilningsleysi gömlu konunnar): Hún er að halda -o-f-a-n-á að hún er búin í skólanum.

Tíu mínútum síðar fattaði ég hvað barnið meinti, ég rauk á hana og knúsaði í kremju.

Að halda uppá eða ofaná - lítil sem enginn munur.

Arg.

Myndin er frá síðustu helgi þegar Jenný fór með mömmu sinni, Söru vinkonu mömmunnar og Tryggva í sjóveiði.

P.s. Svo horfði ég á á RÚV kosningaþáttinn, hef ýmislegt um hann að segja, geri það seinna.


mbl.is Hryðjuverkalög á útrásarvíkinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna; "do something"!

Af hverju kemur fólk út af leynifundi og segir að atburðarrásin í Icesave deilunni vera mun ævintýralegri en hægt var að ímynda sér?

Siv gerir það.

En má svo ekkert segja enda bundin trúnaði.

Fréttakona Moggans segir enda að þetta sé í véfréttastíl.

Þetta eru ekki upplýsingar.

Þarna varð ég hins vegar skíthrædd en fæ ekkert að vita fyrr en einhver rannsóknarnefnd ákveður að opna á sér munninn.

Er þetta ekki okkar mál?

Af hverju þessar hálfkveðnu vísur?

Jóhanna; do something.


mbl.is Siv segir atburði ævintýralega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað kaus hún?

 hh

Mér er illa við hræðsluáróður.

Enda er sjaldnast full innistæða fyrir honum. (Nei, ég er ekki að gera lítið úr ástandinu, það er skelfilegt).

Sigmundur Davíð reynir að hræða fólk til fylgis við flokkinn sinn (uss, munið ég er á óvinalistanum).

Lágt lagst þykir mér.

Hræðsluáróður gagnvart VG, til dæmis, hefur verið mikill og öflugur í gegn um tíðina og lengi vel virkaði hann á fólk.

Hann virkaði á meðan fólk hélt að Ísland væri ónýtt án Sjálfstæðisflokksins.

VG vildu prjóna sokka og týna fjallagrös í atvinnuskapandi skyni.  Gargandi fyndið í fyrstu þúsund skiptin.

Núna eru tímarnir breyttir.  Hrunið hefur gert það að verkum að fólk trúir ekki hverju sem er.

Hvorki fagurgala né spám um Ragnarök.

Ótrúlegur fjöldi hefur haft samband við mig í gegnum meil eða síma (bíða þess reyndar ekki bætur andlega þegar ég svara í símann með skuggalegri röddinni sem virðist ekki ætla að lagast í bráð), og segir mér að það ætli að kjósa VG.

Fólk sem ég hefði síst trúað til að kjósa lengst til vinstri.

Svo eru þeir sem segja: Hvað á ég að kjósa?

Ég segi: Kjóstu með hjartanu.

Og þá er það yfirleitt VG (stundum O) sem er efst á hjartalistanum.

Annars heyrði ég í konu í gær sem ætlaði að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eins og áður, með hangandi haus þó, utankjörstaðar.

Henni sýndist hún sjá Björn Bjarnason og Hannes Hólmstein álengdar.

Hún sagði við mig: Ég kaus ekki íhaldið, ég gat það ekki þegar ég sá þessa menn.

Ég: En þeir eru ekki einu sinni í framboði.

Hún: Ég veit það; en þeir ERU Sjálfstæðisflokkurinn.

Og hvað kaus svo kaus svo konan?

Ég læt ykkur eftir að ráða í það.

Lalalalalala

Farið ekki að grenja HH og BB.


mbl.is Sigmundur Davíð spáir öðru hruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heldur enn

Stjórnin heldur enn, segir Mogginn.

Alveg eins og hann hafi búist við hinu gagnstæða.

En betur má ef duga skal.

Allir að kjósa, kjósa rétt og ekki skila auðu.

Koma svo.


mbl.is Stjórnin heldur enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er fallegust?

Ég er svo mössí, mössí í kvöld.

Algjör tilfinningakartöflustappa með smjöri.

Svo langar mig til að bresta í söng.

"Vorvindar glaðir", en ég sleppi því.

Örugglega sumarið held ég.

En eitt hefur vantað í kosningabaráttuna.

Það er fegurð kvenframbjóðendana sem hefur ekki enn verið metin, hvað þá um hana kosið.

Það á að raða konum upp eftir fegurð, fallþunga og aldri, þvert á flokka.

Konur eiga ekkert að þvælast í framboð, séu þær yfir/undir kjörþyngd, ómálaðar og með skjúskað hár.

Svo kjósum við auðvitað þann flokk sem á fallegustu konurnar.

Herra Ísland (hver sem það nú er) hefur gert þetta mögulegt.

Hann hefur útbúið lítinn og sætan samkvæmisleik þar sem við getum raðað stelpunum eftir útliti að okkar smekk.

Takk, takk, takk.

Og hér má kjósa framboðsherrana.  Jafnræði.  Ávallt jafnræði.


Geldingur frá Svíþjóð?

 Ég er líka hommi innan við beinið.

Líka kall á kassa sem predikar á hornum.

Hattarinn í Lísu í Undra og ólesið handrit sem hefur gleymst ofaní skúffu.

Og margt fleira.

En ég var að hlusta á sænska júrólagið, jájá, hata júróvisjón.  Só?  Farið ekki að grenja.  Þið getið farið í mál við mig, ég er svona, eitt í dag og annað á morgun.

En lagið hefur svo furðuleg áhrif á mig.

Þekkt sópransöngkona syngur og það ótrúlega vel.

Röddin minnir mig á geldingarödd, ekki skrýtið.

Og mér líður eins og ég hafi hafnað í sukkpartíi á 18. öld í Frakklandi.

Ótrúlega heillandi fjandi.

Dæmið sjálf.


mbl.is Hommi inn við beinið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér brá!

Ji, mér brá bara þegar ég sá þessa íþróttafrétt.

Er enn verið að keppa í þessari grein?

Jahérnahér.


mbl.is Valdís Ýr valin ungfrú Vesturland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 12
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 2987143

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 74
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.