Leita í fréttum mbl.is

Hvað kaus hún?

 hh

Mér er illa við hræðsluáróður.

Enda er sjaldnast full innistæða fyrir honum. (Nei, ég er ekki að gera lítið úr ástandinu, það er skelfilegt).

Sigmundur Davíð reynir að hræða fólk til fylgis við flokkinn sinn (uss, munið ég er á óvinalistanum).

Lágt lagst þykir mér.

Hræðsluáróður gagnvart VG, til dæmis, hefur verið mikill og öflugur í gegn um tíðina og lengi vel virkaði hann á fólk.

Hann virkaði á meðan fólk hélt að Ísland væri ónýtt án Sjálfstæðisflokksins.

VG vildu prjóna sokka og týna fjallagrös í atvinnuskapandi skyni.  Gargandi fyndið í fyrstu þúsund skiptin.

Núna eru tímarnir breyttir.  Hrunið hefur gert það að verkum að fólk trúir ekki hverju sem er.

Hvorki fagurgala né spám um Ragnarök.

Ótrúlegur fjöldi hefur haft samband við mig í gegnum meil eða síma (bíða þess reyndar ekki bætur andlega þegar ég svara í símann með skuggalegri röddinni sem virðist ekki ætla að lagast í bráð), og segir mér að það ætli að kjósa VG.

Fólk sem ég hefði síst trúað til að kjósa lengst til vinstri.

Svo eru þeir sem segja: Hvað á ég að kjósa?

Ég segi: Kjóstu með hjartanu.

Og þá er það yfirleitt VG (stundum O) sem er efst á hjartalistanum.

Annars heyrði ég í konu í gær sem ætlaði að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eins og áður, með hangandi haus þó, utankjörstaðar.

Henni sýndist hún sjá Björn Bjarnason og Hannes Hólmstein álengdar.

Hún sagði við mig: Ég kaus ekki íhaldið, ég gat það ekki þegar ég sá þessa menn.

Ég: En þeir eru ekki einu sinni í framboði.

Hún: Ég veit það; en þeir ERU Sjálfstæðisflokkurinn.

Og hvað kaus svo kaus svo konan?

Ég læt ykkur eftir að ráða í það.

Lalalalalala

Farið ekki að grenja HH og BB.


mbl.is Sigmundur Davíð spáir öðru hruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna

 Now is the time to seek the Lord.

Anna , 24.4.2009 kl. 09:47

2 identicon

Myndin af Hannesi er tekin í október 1984 við hornið á Dómkirkjunni þegar BSRB félagar héldu baráttufund í verkfalli. Myndina tók bloggarinn og ljósmyndarinn Helgi J. Hauksson http://hehau.blog.is/blog/hehau/ en hann vann undir ritstjórn séra Baldurs Kristjánssonar...og bloggara. Þarna er Hannes sendur af Valhöll á hvítu sandölunum sínum að gefa upp helstu ræðumenn og fjölda. Ógleymanleg mynd.

p.s. ég var á fundinum.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 09:50

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....er ekki fólk hvort eð er farið að prjóna sokka og týna fjallagrös? Bara til að lifa af?

Hrönn Sigurðardóttir, 24.4.2009 kl. 09:59

4 Smámynd: Anna

'Ogleymanleg lag.

Money money money is so funny in a rich mans world...

Að það skuli hafa verið hámenntað fólk sem stjórnað hefur landi og þjóð í 20 ár, er alveg ótrúlegt.

Hvaða stjórnmálaflokkur ætlar að bjarga sökkvandi skútu. 

Anna , 24.4.2009 kl. 10:03

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hrönn: Nákvæmlega.

Anna Björg: Hámenntað?  Ég dreg það í efa.  Það er ekki sama menntun og menntun.

Gísli: Var þarna líka, nýkomin frá námi og í vinnu á Lansa.

Frábær tími, en nikótínið batt enda á verkfallið, amk. fyrir mína parta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.4.2009 kl. 10:21

6 identicon

Pínulitli karlinn þarna á myndinni er hræddur núna rétt eins og þarna á myndinni. Öfgafullar hugsjónir hans heillum horfnar og tilheyra fortíðinni rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn sem færði okkur öld aftur í tímann með öfgafullu ,, frelsi " og daðri við fjárglæframenn, sem vissulega eru upp til hópa flokksbundnir ,, gæðingar/fjáröflunarmenn" afturhaldsflokks Evrópu, Sjálfstæðisflokksins .    

Stefán (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 10:33

7 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sammála þér í flestu, hefði samt viljað að þú bættir Samfylkingunni við með VG og O

Ingibjörg Hinriksdóttir, 24.4.2009 kl. 10:57

8 Smámynd: Ólafur Th Skúlason

jenný gleðilegt sumar mín kæra

Ólafur Th Skúlason, 24.4.2009 kl. 11:38

9 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Skemmtileg mynd. Alveg óborganlegt hvernig þessi maður hefur snatast fyrir einkavini sína í FLokknum. En hann átti þarna eftir að fá prófessorsstöðu að launum.

Margrét Sigurðardóttir, 24.4.2009 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.