Leita í fréttum mbl.is

"Hands off"

Við lestur þessarar fréttar fékk ég hroll niður eftir bakinu.

Getur þetta verið rétt? 

"Fullyrðingar fyrrverandi nektardansara á Goldfinger um að þar væri stundað vændi, dansarar hefðu verið sviptir frelsi og að eigandi staðarins hefði tekjur af vændissölu dansara, leiddu ekki til sérstakrar rannsóknar af hálfu lögreglu höfuðborgarsvæðisins."

Ég hef það sterklega á tilfinningunni að eigandi Goldfingers sé á sér samningum með sinn rekstur.

Að einhver haldi verndarhendi yfir honum og starfssemi hans.  Svona "hands off" stefna.

Amk. virðist það ekki vekja lögregluna til verka að heyra af mansali, frelsissviptingu og öðrum alvarlegum lög- og mannréttindabrotum frá konu sem er fyrrverandi innanbúðar.

Ég hefði haldið að þessar fréttir hefðu heldur betur kveikt í yfirvaldinu sem segir að það þýði ekki að málið hafi ekki verið rannsakað þó það hafi ekki leitt til ákæru.

Hvaða svar er nú það?

Annars lagði Siv Friðleifsdóttir fram frumvarp til laga um fortakslaust bann við nektardans, á þinginu í gær.

Algjörlega tímabært það og ég fagna því innilega.

Þessi hæstaréttardómur gagnvart blaðamanni Vikunnar er svo annað hneyksli sem þarf að skoða nánar og verður vonandi gert.

Stundum (oft) fæ ég það á tilfinninguna að karlaklúbbur Íslands sé með fingurna alls staðar og ráði öllu því sem hann vill ráða.

Og að allt öðru.

Var að setja inn hlekkji á húsband og skátvibbana mína á Myspace.  Kíkið.


mbl.is Ekki ráðist í rannsókn vegna Vikumálsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Billi bilaði

Svo fullyrti lögmaður Ásgeirs í blaðaviðtali að enginn fótur væri fyrir ásökununum. Hann hlýtur að hafa rannsakað það ítarlega sjálfur fyrst að lögreglan gerði það ekki. Annars gæti hann ekki fullyrt það, eða hvað?

Billi bilaði, 13.3.2009 kl. 09:28

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Billi: Það virðast allir marktækir í þessu máli NEMA sú sem starfaði þarna og talar af reynslu.

Merkilegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.3.2009 kl. 09:34

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já það er margt merkilegt í þessu máli!!

Hrönn Sigurðardóttir, 13.3.2009 kl. 10:24

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hummmm....er!

Sjáiði fyrir ykkur skilti utan á formfagra fyrirtæki Geira sem á stæði..hands off!!!

Þetta eru ljótir kallar með ljótan business sumir hverjir.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.3.2009 kl. 10:57

5 identicon

Jenný áttu það ekki á hættu að Geiri "súar" þig? Tilvitnun skv. Hæstarétti virðist vera nóg.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 11:41

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Það ætti nú ekki að koma neinum á óvart að þarna væru stunduð ólögleg viðskipti.

Ía Jóhannsdóttir, 13.3.2009 kl. 11:57

7 identicon

Já, ég held að það sé mikið til í því að einhver/einhverjir halda verndarhendi yfir Geira. Er það t.d. bæjarstjórinn í Kópavogi eða  lögreglan ? Það var reynt að fela það að sonur Geira er sakaður um að hafa stórslasað mann á Laugaveginum á Hummer jeppa, en DV og Visir hafa nú skrifað um það. Dómurinn sem féll á Birting og viðkomansdi blaðamann er dómarastéttinni til háborinnar skammar. Hverjir fá frítt að drekka á Goldfinger ?

Stefán (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 12:19

8 identicon

fiður og tjöru á svona dómara

bpm (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 12:36

9 Smámynd: Eygló

###: "Það er gott að búa í Kópavogi!"

Eygló, 13.3.2009 kl. 14:11

10 identicon

Í takt við allt annað hér á þessu skeri.........=///&&%&/(/()() þori ekki öðru en að hafa þetta ruglað.........

kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 2985714

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.