Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Miðvikudagur, 18. mars 2009
Byrjað á vitlausum enda
Ég stend algjörlega með þeim verkalýðsfélögum sem vilja að samkomulagi við Samtök atvinnulífsins verði þegar í stað rift.
Þau verkalýðsfélög sem voru á móti frestun launahækkana eiga líka allan minn stuðning.
Haldið þið að það sé?
Fresta launahækkunum og svo fara fyrirtæki eins og HB Grandi að greiða út arð.
Er ekki allt í lagi í hausnum á þessu peningaliði?
Hvernig er hægt að láta sér líða vel í eigin skinni hafandi haft af því fólki sem skapar verðmætin og býr til peningana þessa lúslágu hækkun sem það átti að fá og ætla svo að siðleysast til að greiða peningaköllunum arð.
Þau fyrirtæki sem ekki geta staðið við gerða samninga geta varla verið aflögufær með annað skyldi maður ætla. Eða hvað?
Og varðandi verkalýðsforustuna.
Eruð þið ekki í vitlausu djobbi?
Það er auðvitað byrjað á að láta þá sem lægst hafa launin sýna tillitssemi, óóæ, út af bankahruninu.
Er það ekki að byrja á vitlausum enda?
Ég held að það standi öðrum ögn nær að ganga á undan með góðu fordæmi.
![]() |
Vantraust á forseta og samninganefnd ASÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 18. mars 2009
Láttu höfuð fjúka Eva Joly
Ég skil ekki þessa tölu hérna sem ég var að lesa í Mogganum í dag.
15.885 milljarða skuldir.
Næ engan veginn utan um þetta en ég skil að þetta er glórulaus upphæð.
Ég tel mig líka skilja að reikningurinn muni falla á almenning.
Við vorum að ræða þetta áðan ég og húsband.
Ég blótaði hressilega en dró svo í land og sagði að maður yrði að reyna að vera jákvæður.
Hann: Rétt, jákvæður en raunsær (bílinn var að bila og fór á verkstæði í dag, jákvæðnin því í sögulegu lágmarki).
Ég: Nei annars, það er út í hött að vera jákvæður eins og staðan er í dag. Það er meira að segja sjúkt að vera hjalandi eins og ánægt ungabarn við þessar aðstæður.
Hann: En rannsóknir sýna að neikvæðni gerir mann veikan.
Ég: Mér er sama um allar heimsins rannsóknir það hefur ekki verið rannsakað hvernig þjóðarrán leggst í fólk.
Hann (gefst ekki upp svo glatt): Jú en ég hef lesið að neikvæðni og innibyrgð reiði geti valdið alvarlegum sjúkdómum eins og krabbameini jafnvel.
Ég: Jahá. Það má vera en hvað ætli að kosti mann heilsufarslega að brosa á meðan maður er tekinn í rassgatið? Þar fyrir utan er mín reiði opin frjálsleg og algjörlega utanáliggjandi, så det så!
Hann: Þegar þú setur það upp svona já, þá er kannski bara heilbrigt að vera fjúkandi reiður. En Jenný, gerðu það ekki blogga um þetta.
Og ég segi það sama og venjulega; Auðvitað ekki, heldurðu að ég ætli að láta fólk vita hvað við erum gáfuleg í samræðum?
Svoleiðis var nú það.
Nú eiga hausar að fjúka Eva Jolie.
![]() |
Eva Joly hreinsar út á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 18. mars 2009
Í ökkla eða eyra
Skoskur sérfræðingur, dr. Carol Craig segir að verið sé að ala upp kynslóð sjálfsdýrkenda.
Svíar kalla þetta egókynslóðina.
Ég kalla þessa kynslóð þolendur sakbitinna foreldra.
Það er eins og það sumir hlutir séu annað hvort í ökkla eða eyra.
Mín kynslóð var í sífelldum hneigingaræfingum fyrir kennurum, skólastjórum og öðrum valdsmönnum.
Við máttum ekki tala nema á okkur væri yrt. Þegja þegar fullorðnir töluðu og þeir héldu reyndar orðinu alveg stöðugt.
Það var nánast brottrekstrarsök að vera með tyggjó, eða bregða sér í búðina á móti skólalóðinni.
Þessi ósköp enduðu auðvitað með byltingu minnar kynslóðar þar sem við sögðum borgaralegum gildum stríð á hendur. Gáfum skít í allt sem tengdist yfirvöldum. Þar með taldir foreldrar.
Sumir áttu aldrei afturkvæmt úr baráttunni. Liðuðust upp í tómarúm með hassreyknum.
En núna er mér sagt að börn rífi stólpakjaft, fari ekki eftir reglum og hagi sér eins og litlir einræðisherrar.
Ég er ekkert að alhæfa, veit ekkert um málið, því nálægt mér eru bara yndisleg börn, hehemm.
Hvernig væri að reyna að finna hinn gullna meðalveg í þessu sem öðru?
Æi, hvað er ég að blogga um þetta?
Ég vaknaði í morgun og setti mig í bann fram að hádegi hvað varðar pólitík og svoleiðis fyrirkomulög.
En mig langaði að blogga.
Þetta er öruggt bloggefni er það ekki?
Fer enginn að missa sig yfir þessu blásaklausa málefni skyldi ég ætla.
Cry me a river og góðan daginn villingarnir ykkar og verið þið til friðs svona til tilbreytingar.
Jabb, verið það.
![]() |
Varar við sjálfsdýrkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 17. mars 2009
Frænka hennar Gretu systur
Logos hefur ekki unnið fyrir Baug svona beinlínis.
Þetta kom fram í Kastjósi kvöldsins.
En þeir hafa unnið fyrir FL-group sem tengist Baugi svona rétt aðeins eða hvað?
Svo unnu þeir fyrir Kaupþing sem voru með verkefni fyrir Jón Ásgeir, en ó, það var ekki Baugur sko.
Jenný Anna Baldursdóttir ertu dóttir Önnu Bjargar Jónsdóttur frá Hafnarnesi?
Nei, en hún mamma alsystra minna.
En ertu mamma Helgu Bjarkar Laxdal?
Nei,nei, alls ekki, ég er sko amma sonar Helgu hans Jökuls.
og Dóra gamla á nesinu er ekki frænka mín hún er frænka hennar Gretu systur.
Ókei, nú skil ég, það er eftir þessu kerfi sem Logos flokkar hæfi og vanhæfi.
Djísús hvað ég er treg.
Þið hljótið að skilja þetta líka, er það eggi bara?
Logos hefur ekkert með Baug að gera og því fullkomlega eðlilegt að þeir séu með skiptastjóra stærsta þrotabús íslandssögunnar á sínum snærum.
Ekki málið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 17. mars 2009
Já - steinþegiðu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þriðjudagur, 17. mars 2009
Góð bók um perlur og steina
Ég nota þessa síðu mína nánast aldrei til að auglýsa hluti.
En það eru undantekningar á þessu og nú er tími fyrir eina.
Bókin "Perlur og steinar" (um árin með Jökli) eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur um árin með Jökli er til sölu hjá höfundi fyrir þúsund krónur.
Fyrir utan þá staðreynd að þessi bók er frábær þá rennur söluandvirði bókarinnar í Fatímusjóðinn, en hann styrkir fátækar stúlkur í Jemen til náms.
Hafið samband við Jóhönnu í gegnum Facebook eða senda póst á jemen@simnet.is
Ég mæli heilshugar með bókinni börnin góð.
Sjáumst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 17. mars 2009
..og stelpurnar til vara
Nýja Ísland hefur ekki náð inn í nýja Seðlabankann.
Það er ljóst.
Og áfram hanga stelpurnar á varamannabekknum.
Bankaráð Seðlabankans skipa:
- Lára V. Júlíusdóttir (A)
- Ágúst Einarsson (A)
- Ragnar Arnalds (A)
- Jónas Hallgrímsson (A)
- Ragnar Árnason (B)
- Katrín Olga Jóhannesdóttir (B)
- Friðrik Már Baldursson (B)
Varamenn:
- Margrét Kristmannsdóttir (A)
- Guðmundur Jónsson (A)
- Hildur Traustadóttir (A)
- Ingibjörg Ingvadóttir (A)
- Birgir Þór Runólfsson (B)
- Fjóla Björg Jónsdóttir (B)
- Sigríður Finsen (B)
Hvar er viljinn til að fylgja jafnréttislögum.
![]() |
Nýtt bankaráð Seðlabankans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 16. mars 2009
Söknuður
Allt í einu greip mig sterkur söknuður.
Söknuður eftir tímunum fyrir hrun, þegar rannsóknir um selvfölgleligheter voru skemmtilegt bloggefni og gátu verið hápunktur á venjulegum fréttadegi.
Þá voru vandamálin í óspennandi kantinum og maður gat farið svo skemmtilega á límingunum út af smámunum.
Svo hefur kreppan orsakað pjúra minnisleysi hjá mér, ég sverða. Ég var t.d. búin að gleyma jarðskjálftanum í maí sem í eðlilegu árferði hefði verið toppur stórviðburða árs og aldar.
Ég er sem sagt minnislaus á tilveru mína fyrir hrun.
Borðaði ég, svaf ég, andaði ég? Svei mér þá, það hlýtur að vera en ég man það ekki.
En að rannsóknum um borðleggjandi hluti.
Auðvitað vinna mömmurnar á mörgum heimilum 40% meira en feðurnir.
Það er misréttið gott fólk sem gerir vinnustundir fleiri hjá "hinu" kyninu.
Annars var þetta ekki svona þegar börnin mín voru lítil.
Það var í miðri kvenfrelsisbaráttu og allt mælt með málbandi.
Þú eldar, ég vaska upp, þú þværð, ég hengi upp, þú tekur til á lóðinni, ég baka!.
Nei, gargaði ég síðan þegar ég kom upp til að anda, ég baka ekki, það er ekkert aumingjalegra en bakandi kona ef hún hefur ekki atvinnumannspróf á hrærivél og vinnur fyrir sér með bakstri.
Svo ég bakaði aldrei.
Svo eftir meðferðina 2006 hef ég bakað eins og motherfucker.
Þetta endar með bás í Koló, ég sverða.
Ekki samt segja neinum frá þessu bökunaróeðli í mér.
Ég hef mannorð að verja.
![]() |
Mæður vinna 40% meira en feður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Mánudagur, 16. mars 2009
Spilling út í gegn?
"Orðið á götunni" er með þessa frétt.
Sem er auðvitað bara orðið á götunni en mér sýnist þetta nokkuð augljóst.
Hverjir hafa valið þessa þessa tilteknu lögfræðistofu í stærsta gjaldþrotamáli Íslandssögunnar?
Lögfræðistofu sem sem áhöld eru um að geti gætt hlutleysis?
Endilega fræðið mig?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 16. mars 2009
Stjórnlagaþing - já takk
Stjórnlagaþing getur kostað á bilinu 1.700 til 2.100 milljónir króna.
Haldið þið að það sé?
Látið ekki svona, lýðræðislegar umbætur, já lýðræðið, kostar peninga.
Sjálfstæðisflokkurinn nær ekki upp í nefið á sér yfir ábyrgðarleysi stjórnvalda að ætla að eyða peningum í þennan óþarfa.
"Hér er auðvitað um gríðarlegan kostnað að ræða og full ástæða til að krefja forráðamenn ríkisstjórnarinnar svara um það hvort þeim sé í raun og veru alvara með að leggja út í útgjöld af þessu tagi á sama tíma og niðurskurðar er þörf á öllum sviðum ríkisrekstrarins, þ.á.m. í velferðar-, heilbrigðis- og menntamálum, segir Birgir Ármannsson."
Það má benda Birgi og félögum á að þetta er krafa almennings eftir að flokkurinn hans svaf á vaktinni með skelfilegum afleiðingum fyrir mann og mús.
Ég veit að þeim þykir það ekki stórt mál hjá Sjálfstæðisflokknum að almenningur sé að heimta eitt eða annað, enda hefur hinn andlitslausi massi sem hefur barið búsáhöld í gríð og erg, verðir kallaður skríll og á hann sigað óeirðalögreglu.
En við viljum stjórnlagaþing þó það kosti dýra peninga.
Þó ekki væri nema til þess að setja undir lekann sem orsakaði að menn gátu farið með þjóðina á höfuðið án þess að nokkur fengi rönd við reist.
Annars nokkuð góð bara.
![]() |
Stjórnlagaþing kostar 1,7 til 2,1 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.4.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr