Leita í fréttum mbl.is

Algjörir smalar

frummaðurinn 

Stjórnarskráin var skrifuð af körlum enda tímarnir slíkir og konur hafðar í eldhúsunum og í verkunum yfirleitt.

Svo hugsuðu þær um börn og bú.  Fengu ekki að kjósa hvað þá heldur.

Þær áttu að þegja og hlýða. 

Algjör paradís karlrembusvínanna.

En nú er árið 2009.

Og þá skipa karlarnir sig í nefnd til að skoða stjórnarskrána og ætla auðvitað að halda áfram skrifunum einir og sér nema Framsókn sem sýnir áttun á stað og stund og skipar konu.

Ég vill enga endurskoðun á stjórnarskrá af nefnd sem sem er 99% karlæg.

Við konur erum helmingur af þjóðinni.  Halló, vaknið!

Reyndar situr Atli Gíslason í nefndinni fyrir VG og hann er einn ötulasti femínisti þessa lands.

En þarna kemur ekki til greina annað en að hafa jafnt hlutfall karla og kvenna.

Katrín Jakobsdóttir segir nýja stjórnarskránefnd stríða gegn anda jafnréttislaga og vill að þingflokkarnir endurskoði tilnefningar í nefndina, þar sem nú sitja átta karlar og ein kona.

Konur úr öllum flokkum eru sama sinnis.

Stundum glápi ég eins og veðurviti út í sortann og skil ekki hvað er í gangi.

Ætla menn aldrei að læra, átta sig, hoppa inn í nútímann?

Svei mér þá, stundum finnst mér að kvenfrelsisbaráttan hafi ekki skilað sér nærri nógu vel.

Til karla á ég við.

Meiri smalarnir.


mbl.is Þingkonur mótmæla karlanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mikið búið að reyna að smala mér þessa daganna.Ég er þver og læt illa að stjórn.Líkar ekki spilling,óheiðarleiki og sóðaskapur.Hvað skal þá kjósa?Jú sennilega er Katrín menntó og Atli besti kostur.Kemur í ljós.Alla veganna ekki Bjarna B

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 18:11

2 Smámynd: halkatla

sannleikurinn er einfaldur en getur verið erfiður, þetta er allt satt sem þú skrifar. Ég er viss um að þú hefur aldrei átt betri dag í blogginu Jenný, heldur en í dag.

halkatla, 14.3.2009 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.