Leita í fréttum mbl.is

Óþolandi löng, leiðinleg og þunglyndisvekjandi

Vodafone og Nova hafa kært nýju auglýsingu símans.  Neytendastofa mælist til þess að fyrirtækið stöðvi birtingar á henni.

Ég hoppaði hæð mína með svuntu og sleif (í huganum reyndar) af gleði, því ég fæ svo mikinn aulahroll þegar hún birtist á skjánum, sem hún gerir á öllum stöðvum í hverju auglýsingahléi þessa dagana.

Fyrir utan þessa asnalegu fréttamenn sem spyrja eins og slefandi hálfvitar sömu spurningarinnar aftur og aftur (og gera stéttinni engan greiða með þessum línum sem handritshöfundur hefur skenkt þeim) þá er Hilmir Snær (sem mér finnst frábær leikari en algjörlega ofnotaður) alveg að drepa mig með gamla sjarmasvipnum sem er orðinn dálítið þreyttur og útvatnaður.

Þegar hann horfir á mann (í myndavélina sko) þá blotnar maður í fæturna vegna fljótandi augnaráðs sem var dálítið sexý í lok síðustu aldar en nómor.

Þegar hann svo blikkar auganu framan í útlenda fréttamanninn þá slæ ég höfði í vegg.  Púmm.

Nú er fjarstýringin notuð til sjálfsvarnar á heimilinu.

Þið sjáið að ég velti mér stöðugt og eilíflega upp úr stórum málum í lífinu.

Úff, en þessi aumingjahrollsauglýsing má hverfa og það strax í dag.

En ekki út af því að hún sé brot á þessari og hinni greininni um samkeppnislög, um það veit ég ekkert og er slétt sama. Nei, nei.

Hún má hverfa vegna þess að hún er óþolandi leiðinleg, löng og þunglyndisvekjandi.

Annars er ég góð.

Er að baka gulrótarbrauð, ésús minn þvílíkt hnossgæti.


mbl.is Vilja stöðva auglýsingar Símans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég erá móti öllum auglýsingum nema þessari: Nýtt kortatímabil.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 13.3.2009 kl. 13:23

2 identicon

Oftast ertu fyndin Jenný...en nú ertu bráðfyndin!! haha

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 13:58

3 identicon

Alveg sammála. Verð alltaf svo reið þegar þessi auglýsing birtist að ég stekk upp og slekk á sjónvarpinu og yfirleitt stendur sú reiði það lengi að ég næ að taka til og brjóta saman þvott.

En hvernig væri að fá uppskriftina ? Gulrótarbrauðið meina ég.

Jóna (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 14:01

4 Smámynd: Eygló

Jenný, mig langar að panta tíma hjá þér í svuntudansi með sleif.

Þú segir allt (og miklu betur en ég hefði gert) sem ég vildi sagt hafa.

Af öllu klígjuvekjandi, er "blikkið" triggerinn á æluna.

Eygló, 13.3.2009 kl. 14:07

5 Smámynd: Eygló

Gleymdi. Lofa skal lofsvert. Eitt elska ég: "Hefurðu hugsað þér að segja af þér?" (vona alltaf að það sé til leikarans) hahah

Eygló, 13.3.2009 kl. 14:14

6 identicon

Algjörlega sammála þér.Var að baka schakkertertu.Ummmmmmmmmmmmmm.Bara lífrænt hráefni svo kakan er í sama verðflokki og gullterta.Eins gott að hún bragðist rétt líka.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 14:36

7 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Þú lífgar upp á bloggtilveruna sem er vægast sagt 75 prósent ömurleg, öfugt við vodkað sem smyglað var inn í landið forðum.  En ég skil ekki af hverju þúsundir lesa bloggið þitt en ekki nema 22 mitt.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 13.3.2009 kl. 14:40

8 Smámynd: Júlíus Valsson

Hjúkk!
Auglýsingum hefur mikið farið aftur.

Júlíus Valsson, 13.3.2009 kl. 15:01

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Uppskrift af gulrótarbrauði.

50 gram jäst
0,5 liter youghurt
2 tsk salt
2 msk sirap
5 dl rivna morötter
2 dl havregryn
4 dl grovt rågmjöl
1 liter vetemjöl

Gör så här

  1. Smula jästen i en bunke.
  2. Värm youghurten till 37 grader.
  3. Häll youghurten över jästen och rör ut den.
  4. Tillsätt salt, sirap och morötter.
  5. Blanda ner havregryn, rågmjöl och nästan allt vetemjöl.
  6. Knåda degen i maskin ca 8 minuter. Häll i mera vetemjöl om degen verkar för lös.
  7. Jäs i 45 minuter.
  8. Knåda degen på mjölat bakbord och forma två limpor. Lägg på plåt.
  9. Jäs 30 minuter.
  10. Grädda i 200 grader, mitt i ugnen, i ca 30 minuter.
  11. Låt bröden svalna under bakduk. Skär en skiva och njut!

pensla með eggi og strái smá perlusykri og heslihnetum á brauðið.

Nota AM léttmjólk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.3.2009 kl. 15:47

10 identicon

Ha - ha.

En ef bara 22 lesa blogg Ben.Ax. þurfum við ekki bara að kíkja þangað?!

EE elle (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 15:49

11 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Skelfileg auglýsing og þarna er brotið á öðrum símafyrirtækjum og mikilvægt að réttlætinu verði þjónað og Síminn dæmdur fyrir að misnota nöfn þeirra.

Hilmar Gunnlaugsson, 13.3.2009 kl. 16:13

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég hélt að Nova og Vodafone vildu stöðva auglýsinguna vegna þess að hún væri svo leiðinleg!!

Hún drepur mig og ég, eins og þú orðar það svo frábærlega, nota sjálfstýringuna til sjálfsvarnar!! 

Ef ég væri með viðskipti mín hjá símanum mundi ég flytja þau!!

Hrönn Sigurðardóttir, 13.3.2009 kl. 16:33

13 Smámynd: halkatla

ég á ekki sjónvarp, ligga ligga lái

halkatla, 13.3.2009 kl. 17:43

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Líst vel á brauðið! .. það stal allri athyglinni frá símanum því ég er orðin svo hungruð!  Best að fara að koma sér heim og setja upp kartöbblur

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.3.2009 kl. 17:53

15 Smámynd: María Guðmundsdóttir

góda helgi Jenný, alltaf jafn gód  njóttu gulrótarbraudsins.

María Guðmundsdóttir, 13.3.2009 kl. 18:05

16 identicon

Gaman að sjá blogg frá þér um eitthvað annað en pólitik og efnahagshrun - þú ert nefnilega svo helv&%$ góður penni! Nú man ég af hverju ég heimsótti bloggið þitt á hverjum degi :)

 Algjörlega sammála varðandi þessa ömurlegu auglýsingu - ég get hvorki horft né hlustað og afþakkaði pent þegar Síminn spurði mig um daginn hvort ég vildi ekki koma í viðskipti! Ég nenni ekki að skipta við fyrirtæki sem heldur að þorri landsmanna sé tregur!

Erla (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 18:43

17 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

hvad med oss som ikke kan godt forstå det sprog din oppskrivt er på?

Ingibjörg Hinriksdóttir, 13.3.2009 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2985748

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband