Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Hvaða fugl hvíslar í eyra Birgis?

Birgir Ármannsson fór mikinn á þingi áðan.

Allt í lagi með það.

En af því Birgir vill allt upp á borðið þá legg ég til að hann byrji á sjálfum sér.

Hvar fékk þessi (óbreytti) þingmaður upplýsingar um tölvupóst til Forsætisráðherra - ÁÐUR en Forsætisráðherra vissi af honum?

Hvaða sambönd er maðurinn með?

Hvaða fugl hvíslar í eyra Birgis?


mbl.is Birgir upplýsi hvar hann frétti af tölvupósti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki tala Óli!

Elífur misskilningur í gangi hjá Ólafi og viðmælendum hans.

En Óli, nú gengur þetta ekki lengur.

Þú ert kominn í fjölmiðlabann frá og með nú.

Ég er að setja þér stólinn fyrir dyrnar.

Hlýða!


mbl.is Viðtalið tekið úr samhengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lúxusvandamál óskast!

Mig vantar svo sárlega lúxusvandamál til að velta mér upp úr, en ég sakna þess tíma þegar ég hafði þau í kippum til að auðga með líf mitt.

Eittvað í líkingu við eftirfarandi:

Á ég að fá mér rauðar eða bronsaðar strípur, klippa eða særa á mér hárið?

Hvernig kjól á ég að fá mér fyrir þennan eða hinn atburðinn?  (Reyndar ekki margir atburðir á minni dagskrá en samt).

Á ég að kaupa lamb eða svín í kvöldmatinn?

Leigja spólu?

Setja í vél núna eða á morgun?

Núna eru aðrir tímar, mikilvægi mitt, eða skortur á mikilvægi er mér djöfullega ljóst.

Hjálparleysi mitt í kreppunni er mér hins vegar morgunljóst.

Það gargar á mig þegar ég opna augun, það er það síðasta sem ég hugsa um þegar ég leggst til svefns.

Einkum hef ég áhyggjur af börnunum mínum og barnabörnum.

Ein býr þegar í öðru landi með eitt barnabarnið mitt.

Kannski flytur önnur í haust með tvö til viðbótar.

Svo er það sú þriðja með þann elsta; fer hún kannski líka?

Svo er fólk hissa á maður sé reiður.  Að fólk flykkist út á göturnar og láti heyra í sér.

Ég skal segja ykkur eitt; Ég er fjandinn hafi það agndofa á því að 95% þjóðarinnar séu ekki á götum úti því það erum við öll sem erum að borga brúsann!

Ég horfi á Alþingi og mér er gjörsamlega óskiljanlegt það siðleysi sem ég verð vitni að þegar ég horfi á fólkið sem svaf á verðinum, eða gerði glæpamönnunum auðvelt fyrir að ræna okkur nánast öllu sem við eigum, rífa kjaft úr ræðustól.

Eitt skal ég segja ykkur landsmenn góðir, að ef þið kjósið yfir ykkur þau stjórnvöld sem ábyrgðina eiga, sem hafa komið okkur í þrot og neita að gangast við því, þá eruð þið samsek.  Hvorki meira né minna.

Þið sendið með því skýr skilaboð til komandi kynslóða.

Við létum taka ykkur í rassgatið, gjörið þið svo vel!


mbl.is Skerða lífeyri um allt að 10%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bubbi er inni - Bubbi er úti

Ef það er einhversstaðar málstaður til að slá sér upp á..

þá mætir Bubbi.

Búinn að sjá að það er bæði hipp og kúl að tilheyra búsáhaldabyltingunni.

Kemur svo og yfirgnæfir þá fallegu hljómkviðu.

Skjótið mig - hvað get ég sagt?


mbl.is Bubbi mótmælir við Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tæknileg mistök?

Ef það er eitthvað sem ég og vel flestir í þessu þjóðfélagi höfum fengið nægju okkar af, fyrir utan landlægar þrásetur og pólitískt ábyrðarleysi, þá eru það leyndarmál.

Orðið "tæknilegt" hefur líka svipuð áhrif á mig og rauð dula á naut.

Ég sé - já rétt til getið rautt!

Eru þeir að vasast í frumvarpagerð hér uppi á Íslandi?

Ráða þeir meiru en við höldum?

Þessi frétt lítur sakleysislega út en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sendi "tæknilegar" ábendingar í trúnaði til Forsætisráðherra, varðandi Seðlabankafrumvarpið.

Þetta hringir öllum þeim ofsóknarbjöllum sem fyrirfinnast í hausnum á mér og þær hafa hátt.

Bing-bang-fokkings-bing!

Tæknileg afbrot, tæknilegar ábendingar, tæknileg mistök!

Ég fæ grænar bólur.

Svo er það leyndóið!

Ég segi nú eins og mafíósinn: Ef þú hefur eitthvað við mig að segja, segðu það í návist vina minna, hér ríkir fullkominn trúnaður.

Segið þjóðinni það kæru alþjóðagjaldeyrissjóðamenn.

Enda hefur Forsætisráðherra farið fram á að leyndinni sé létt af friggings skjalinu.

Sem er bara eins gott, nógu er maður paranojaður fyrir.


mbl.is Tæknilegar ábendingar í trúnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Allir frá borði!"

 

Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður, hefur komið sér upp ákveðinni dramatík öreigans í röddina.

Hann segir "heimilin í landinu" eins og skipstjóri sökkvandi skips kallar "allir frá borði!"

Þetta er í raun bæði ógeðslega krúttlegt og viðbjóðslega fyndið.

Ég meina að SKK er ekkert sérstaklega þekktur fyrir heitan málflutning sinn svona yfirleitt, nema auðvitað í "bjóríbúðir"-málinu og svo minnir mig að hann hafi talað sig rauðan í framan þegar hann var að verja lögleiðingu vændis sem er auðvitað svartur blettur á íslensku samfélagi og þáverandi þingmeirihluta til skammar.

En áðan horfði ég á hann í ræðustól Alþingis taka svalaræðuna eins og sjálfur Laurence Olivier og hann brilleraði í funheitri vandlætingu á óvinum alþýðunnar í ríkisstjórninni sem væru að fokka upp heimilunum í landinu.

Kosningabaráttan úr ræðustól Alþingis er brilljant skemmtun.

Laurence vinurinn oflék hryllilega, SKK líka.

Í guðs bænum dramajafnið strákar mínir.

En annars skemmti ég mér konunglega.


mbl.is Hækka ekki skatta á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæti ég fengið að prufa...

..þetta sem Óli og Dorrit eru að taka inn?

Eða réttara sagt sem ég vona að þau séu að taka inn.

Það er ekki björgulegt ef þau láta svona á eigin safa.

Forsetahjónin í viðtali.


Götustrákar Seðlabankans

Geirnaglinn Óli Klemm, þessi sem varð fyrir "ofbeldinu" fyrir utan Borgina á gamlárs þið munið, þessi sem náðist upp á band með bróður sínum "verja" sig fyrir brjáluðum múgnum, hefur enn einu sinni lent í að á hann er ráðist, þar sem hann var blásaklaus að keyra á sinni sjálfrennireið til vinnu.

Hann segir að mótmælandi hafi barið bílinn hans að utan með kylfu.

Mótmælandinn segir Óla í Klemmu hafa keyrt á sig.

Hvorum á maður að trúa?

Fórnarlambinu Ólafi Klemenssyni eða

mótmælandanum Hermanni sem segir hið gagnstæða?

En til að hressa upp á gullfiska minni okkar almennings þá er hér myndband af Óla í Klemmu og bróður hans (Óli er þessi óframfærni með vindilinn), verjast árásum mótmælanda við Borgina á gamlárs.

Það er einfalt, klippt og skorið hvað mig varðar, mótmælandinn fær mitt atkvæði og ekki orð um það meir.

Óli er í Klemmu.  Það er nokkuð ljóst.

Það er götustrákabragur á Seðlabankanum, þessari stofnun sem tekur sig svona líka hátíðlega.

Davíð er í stríði, engu eirt, engir fangar teknir -púmm pang og sviðin jörð.

Moggaritstjórinn er meira að segja búinn að fá nóg af óþekktaröngum Seðlabankans.

Halló, er þá ekki fokið í flest skjól?


mbl.is Fækkar við Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagur er hólinn - ég fer ekki rassgat

Fagur er hólinn - ég fer ekki rassgat. 

Davíð er bálillur.

Ég held að enginn maður hafi reiknað með að Davíð færi að tilmælum forsætisráðherra.

En..

ég er með hugmynd.

Getur Sjálfstæðisflokkurinn ekki hirt sköpun sína, sinn Frankenstein?

Og leyft okkur að hvílast í friði?


mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viljið þið endurtaka???

"Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður Baugs í Bretlandi og Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, munu áfram sitja í stjórnum bresku verslunarkeðjanna House of Fraser, Iceland,  Aurum og Hamleys þótt skilanefnd Landsbankans hafi gengið að veðum bankans í þessum fyrirtækjum."

Mig langar í alvöru að spyrja; er það skilanefnd ríkisbankans Landsbanka sem gekk frá þessari ráðningu?

3,4 milljónir á mánuði, afnot af einkabíl og þyrlu, fyrir að vinna fyrir hið opinbera og sýsla með eigur almennings í landinu sem er á hausnum vegna sama manns ásamt nokkrum öðrum félögum hans í græðgisbransanum?

Má ekki fara að athuga þessa stórfurðulegu skilanefnd Landsbankans?

Já og af hverju er Ásmundur Stefánsson, formaður sömu skilanefndar að verða bankastjóri bankans?

Brúa bil segja þeir?

Hvað er því til fyrirstöðu að auglýsa stöðuna strax?

Ég er í alvörunni farin að halda að þessi skilanefnd sé að verða svipað ríki í ríkinu og Seðlabankinn.

Að skilanefndin hafi vitneskju um hluti sem ekki mega fréttast - að minnsta kosti ekki strax.

En ég held ég sé farin að skilja skilanefndina.  Hún hefur það greinilega að markmiði að skila ekki krónu og vinnur að því hörðum höndum.

Hvort ætli almenningur hafi misskilið hlutverk nefndarinnar eða hún sitt?

Þetta er hætt að vera fyndið.

Ég er algjörlega búin að tapa húmornum.


mbl.is Jón Ásgeir og Gunnar áfram í stjórnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband