Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Sunnudagur, 15. febrúar 2009
Þingvaktin
Ég þessari eðlu síðu er tekin upp þingvakt frá og með núna. Hviss - pang.
Á morgun hefst þingfundur klukkan 15,00.
Mál eru eftirfarandi:
Undir númeri dagskrárliðar er uppfletting í mælendaskrá.Liðir skráðir með númerin 80 til 99 eru utan dagskrár.
1. | Óundirbúinn fyrirspurnatími (óundirbúinn fyrirspurnatími) B587 mál, . |
2. | Breytt skipan gjaldmiðilsmála (tenging krónunnar við aðra mynt) A178 mál, þingsályktunartillaga JM. Fyrri umræða. |
3. | Vinnubrögð við gerð fjárlaga A241 mál, þingsályktunartillaga ÁKÓ. Fyrri umræða. |
4. | Kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna (beiðni um nýjar kosningar) A273 mál, lagafrumvarp HHj. 1. umræða. |
5. | Stjórnarskipunarlög (stjórnlagaþing) A286 mál, lagafrumvarp SF. 1. umræða. |
6. | Stjórnarskipunarlög (þjóðareign á náttúruauðlindum) A15 mál, lagafrumvarp GÁ. 1. umræða. |
7. | Þríhnjúkahellir A68 mál, þingsályktunartillaga ÁJ. Fyrri umræða. |
8. | Listaverk í eigu Landsbanka Íslands, Kaupþings og Glitnis A100 mál, lagafrumvarp KHG. 1. umræða. |
9. | Virðisaukaskattur (vef- og rafbækur) A48 mál, lagafrumvarp MÁ. 1. umræða. |
10. | Framleiðsla köfnunarefnisáburðar A110 mál, þingsályktunartillaga JBjarn. Fyrri umræða. Í óendurbúna fyrirspurnartímanum má fá góðar upplýsingar frá ráðherrum, en í síðustu viku léku sér sumir Sjálfstæðismenn (við nefnum engin nöfn) að lýðræðinu. Sjáum til hvort það verður vinnufriður á morgun. Ég bendi sérstaklega á liði 4. 5. 6. og 8. Ég hvet alla sem geta fylgst með að gera það. Ég mun að minnsta kosti ekki láta eyru og augu sofa á verðinum. Farin í bili. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 15. febrúar 2009
Vafasamur boðskapur
Með allri virðingu fyrir þeim mæta manni Vilhjálmi Bjarnasyni, þá vil ég koma einu á framfæri.
Ég hef engum peningum hent út um gluggann.
Ég hef ekki tekið þátt í gróðærinu og búið til þetta ástand sem hefur sett þjóðina á höfuðið.
Ég og annað venjulegt fólk erum algjörlega blásaklaus af þessum stórglæp sem jaðrar við landráð.
Undirtitill boðskaps Vilhjálms er:
Hvernig gat íslensk þjóð leiðst út í skuldir sem eru hærri en tölum tekur?
Þessi spurning má eiga rétt á sér en hvað mig varðar þá heitir þetta að beina athyglinni annað en þar sem hún á að vera.
Að stjórnvöldum..
og græðgifurstunum.
Allt annað er rugl.
Aldrei of blönk til að hugsa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 15. febrúar 2009
Svona lala og lúlú
Í gærkvöldi var minn einlægi ásetningur að horfa ekki á Júró, ætlaði að passa mig á að eyða ekki kvöldinu í aulahrolli og svo vildi ég geta sagt með nokkuð góðri samvisku að ég hefði ekki heyrt flest lögin og væri því ekki umræðutæk.
En svo endaði ég inni í lok þáttarins. Nóg til að sjá einhvern sautjándajúníhroðbjóð með sportsokkastelpum og mér varð nær allri lokið. Ókei, mér gæti ekki staðið meira á sama, er að reyna að byggja upp spennu hérna.
Svo komst gleðimarsinn í úrslit.
Nú, nú, á að koma í veg fyrir að maður geti horft á Moskvuleikana (arg) og tékkað á tískunni. Ég get ekki horft á þennan Ingó and ðe lúlús gera okkur illt í Moskvu.
Þá kom þessi fallega stúlka, kom sá og sigraði.
Róleg, ég er ekkert að missa mig af hrifningu, en stúlkan söng vel, lagið var svona lala og þetta er ekki aulahrollvekja.
Þá datt mér í hug að þeir hefðu planað þetta svona hjá RÚV.
Láta þjóðhátíðarlagið komast í úrslit til þess eins að hræða úr manni líftóruna.
Allt sem á eftir kom hefði slegið í gegn. Jafnvel Geir Ólafsson hefði verið ættleiddur af mér persónulega eftir smalalag Ingós.
Þetta er nú einfaldlega svoleiðis.
En ekki taka mig alvarlega. Ég elska að hata júróvisjón.
Mér gæti ekki staðið meira á sama hver vinnur.
En ég óska þessari efnilegu söngkonu, henni Jóhönnu Guðrúnu til hamingju með Moskvuferðina.
Labbílei.
Lagið Is it true til Moskvu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 14. febrúar 2009
JBH má vera skemmtilegur
Hvað er að þessum körlum eins og Jóni Baldvini, mínum fyrrum kennara (og Davíð auðvitað líka, þó JB sé nú öllu skemmtilegri karakter)?
Ef þið hlýðið ekki þá komum við og skemmum!
Jón Baldvin veit sem er að ISG fer ekki að láta hann segja sér fyrir verkum, enda engin ástæða til.
JBH er asskoti skemmtilegur ræðuhaldari, klár og sjarmerandi - í hófi.
En okkur vantar enga skemmtikrafta í forystu stjórnmálaflokkanna heldur fólk með nýjar hugmyndir, ný vinnubrögð og öfluga löngun til breytinga í farteskinu.
Geta meðlimir Viðeyjarstjórnar sem annaðhvort hafa gengið í björg eða eru wannabí forystusauðir á listum ekki sagt þetta gott bara?
Skrifað bækur, telft eða eitthvað?
Plís.
Ingibjörg Sólrún ekki að hætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Laugardagur, 14. febrúar 2009
Yfirlýsing frá mér
Ég undirrituð lýsi hér með yfir að...
Æi, ég ætla að bíða aðeins með þetta.
Later.
Það verður ekki þverfótað fyrir "fréttum" af Jónum og Gunnum sem ætla í framboð á krummaskuðum hér og þar. Já og líka í Reykjavík.
Alveg: Sigurður Sigurðsson gefur kost á sér í 2. sæti sóandsóflokkins.
Hverjum er ekki sama?
Jaríjaríjarí.
Geta flokkarnir ekki sent út fréttatilkynningu með öllum í einu, þetta er óþolandi?
Samt má Valgerður alveg gefa yfirlýsingu. Hún er að hætta.
Þeir eru færri.
Þetta er svo helvíti leiðinlegt blaðaefni.
Valgerður ekki í framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 14. febrúar 2009
Heimskir og æstir í meira
Saksóknari á efnahagsbrotadeildinni segir að peningaþvættisstarfsemi gæti vel hafa farið fram án þess að löggan frétti af því.
Sölvi Tryggvason sagði í Kastljósinu í gær að hann hafi nánast haldið fyrir andlitið af aulahrolli þegar hann fór með erlenda blaðamenn í viðtal á efnahagsbrotadeildina sem fengu þau svör frá yfirmanni deildarinnar að það væri lítið að gera. Eitt mál í rannsókn!
Sko hér eiginlega gefst ég upp.
Stærsta hrun Íslandssögunnar og í heiminum öllum reyndar og efnahagsbrotadeildin er að drepast úr verkefnaskorti.
Hvað er að okkur Íslendingum? Jónas Kristjánsson, heldur því fram að við séum heimsk og ég fer að spyrja mig í alvöru hvort hann hafi til síns máls.
Skoðanakönnunin sem kom út í gær ýtir undir þessa tilfinningu mína.
Tæp þrjátíu prósent vilja Sjálfstæðisflokkinn, þann sem hefur mótað jarðveginn fyrir þá skelfingu sem við nú sitjum uppi með - venjulegt fólk og hann kann ekki einu sinni að skammast sín.
Enda hví skyldi hann gera það?
Það er stór hópur af fólki þarna úti sem er æstur í meira.
Jú, þrjátíu prósent þjóðarinnar eru greinilega naumir til höfuðsins.
Peningaþvætti gæti hafa farið fram hjá lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Föstudagur, 13. febrúar 2009
Staðreyndir um bankana
Flestir stjórnendur með reynslu véku fyrir ungum karlmönnum með góða menntun en litla reynslu.
Reynsluleysi og áhættusækni hrjáðu bankana.
Konur fengu lægri laun en karlar. Heildarlaunin voru 41% lægri, en þegar horft var til menntunar og starfsstéttar innan bankanna var kynbundinn launamunur 12-16%.
Það þarf enginn að vera hissa á að þessi stefna hafi beðið skipbrot.
Það getur verið að enn finnist fólk sem vilji halda áfram í sama kerfi.
Kerfi sem lofar græðgina og mismunar kynjunum.
Og hendir reynslunni út um gluggann.
En ég held að þannig þenkjandi fólk sé í miklum minnihluta.
Guð minn góður hvað mig er farið að lengja eftir nýju Íslandi.
Reynslulausir réðu í bönkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 13. febrúar 2009
Súmí
Það sem ég get látið hluti sem engu máli skipta pirra mig.
Ótrúlegt!
Eins og ég er fullkomin í hugsun og til orðs svo ég nú ekki tali um æðis.
Hér er maður í miðri kreppu sem ekki sér fyrir endann á og spillingin og viðbjóðurinn sem grasseraði bak við tjöldin er rétt að byrja að koma í ljós.
Ég og vinkona mín vorum að tala um það í dag að okkur skorti orð til að lýsa tilfinningum okkar, nú þegar hvert hneykslið rekur annað, Hvað á maður að segja?
Að maður sé hneykslaður?
Það lýsir því ekki einu sinni, kemst ekki nálægt því sem við erum að upplifa á hverjum degi.
Við urðum sammála um að þetta væri svona raðhneykslistilfinning sem tekur ekki enda.
Óslitin tilfinning undrunar og reiði sem yfirgefur ekki nokkra stund.
Og svo er ég að pirra mig yfir Júróvisjón.
Kannski er það heimilislegt og 2007 að gera það. Minnir á betri tíma, þegar maður gat leyft sér að vera ógeðisleiðinlegur út í nördana í Júró.
Ég man að ég bloggaði heilu bálkana um keppnina í fyrra t.d..
Nú eru allir lagahöfundarnir iðnaðarmenn, akademískir og hinsegin.
En hvað er að mér, ég hef horft tvisvar í ár og á ekki að vera að tjá mig.
Og þó, hvað eiga allir hinir Júróhatararnir að lesa ef ég gefst upp á keppnisfjandanum?
Eva María og Ragnhildur eru ágætar í sitt hvoru lagi.
En saman eru þær eins og gelgjur á sterum.
Og eru þá fá lýsingarorð til sögunnar nefnd.
Fyrirgefið en stund sannleikans er að renna upp.
Súmí.
Systur í (Evróvisjón) anda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Föstudagur, 13. febrúar 2009
Bræðrabandalög hægri - vinstri
Loksins jákvæð frétt!
Talsmaður Landsbankans segir það út í hött að Bretar fara að rannsaka fall bankanna.
Halló, hvers vegna?
Mikið skelfing vona ég að af þessu verði.
Ég er orðin úrkula vonar um að Íslendingar geti staðið í þessu sjálfir.
Þeir eru allir í helvítis bræðrabandalögum hægri - vinstri.
Jájá, annars róleg bara.
Íhuga rannsókn á bankahruni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 13. febrúar 2009
Takk Geir
Sjónvarpið mitt sést nokkuð vel þegar maður situr undir sófaborðinu og horfir á það.
Því miður.
Þar eyddi ég stórum hluta tímans á meðan ég horfði á Geir á BBC í gærkvöldi.
En málið er að það er ekki hægt að eyða lífinu undir borði.
Nú veit ég hvernig tilfinning það er að verða að atlægi á alheimsvísu einnig.
Ég sem hélt að það væri ekki hægt að toppa vanlíðan mína yfir ástandinu á landsvísu.
Takk Geir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr