Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Óskar; borga og kveðja

Það var merkilegt að horfa á Óskar Bergsson í Kastljósinu í gær.

Hann var svo rosalega 2007.

Honum var fyrirmunað að sjá að það væri eitthvað athugavert við að láta reykvískan almenning borga fyrir vín og meððí fyrir flokksbræður hans úr öðrum sveitarfélögum.

Þóra Arnórsdóttir reyndi hvað hún gat að fá hann til að skilja hvers vegna fólki gæti mögulega fundist eitthvað að þessu bruðli í kreppunni og Óskar náði ekki málinu.

Hann var hins vegar æstur í að fá að halda kosningaræðu um sjálfan sig og íhaldið í borginni, hversu sparsöm þau væru, búið að lækka laun og allt.

Siðlausum stjórnmálamönnum er ekki hægt að leiða neitt fyrir sjónir.

Framsóknarmennska af gamla skólanum, sem finnst örugglega í öllum flokkum ef grannt er skoðað, er eða á að vera liðin tíð.

En þarna í borginni má sjá hvað gerist þegar lítill flokkur með lágmarks fylgi kemst til valda, þökk sé íhaldinu og hegðar sér svo eins og olíufursti með fjármuni almennings.

Ég bið fólk að hafa þennan möguleika í huga þegar það gengur til kosninga í vor.

Ég vil ekki sjá lamaðan og fylgislausan flokk leiddan til áhrifa í landsmálunum.

Óskar, segðu af þér og borgaðu nótuna.

Hér má verða vitni að siðlausum Óskari Bergssyni.


Bannað innan átján!

 flirting

Ég tók hátíðlegt loforð af sjálfri mér fyrir framan spegilinn í morgun.

Jenný Anna; þú bloggar ekki um stjórnmál í dag, heyrir þú það?

Já ég heyri það, sagði ég við spegilmyndina og kunni ekki við að segja henni að hún væri eins og herptur handavinnupoki í framan og gott betur.

Ég hef eytt deginum í ýmislegt, m.a. hef ég fylgst með húsinu við Völlinn, en ég segi ekki orð um það fyrr en á morgun.

Og að beðmálum almennt og yfirleitt.

Lilly Allen þolir ekki karlmenn sem eru eigingjarnir í rúminu.

Helvítis eigingirni er þetta í stelpunni!

Sko rúmmál eru samvinna. 

Ég gæti sagt ykkur sögur - en ég geri það ekki - eða ætti ég?

T.d. þetta með að fara vel í rúmi.  Mínir fjölmörgu eiginmenn hafa passað misvel í minn bedda.

Sko, sumar manneskjur eru kantaðar í láréttri stöðu. 

Maður liggur í knússtuði, vill kúra og viðkomandi fellur ekki að manni einhvern veginn.

Rekst á mann.  Nef viðkomandi ástfengis rekst í augað á manni, maskari flæðir, fingur reka sig í eyrnalokkana, hnén í bakið á manni og ég get sagt ykkur að maður skilur fyrir minna.

Ég hef litlar skoðanir á lóðréttum leikfimiæfingum fólks í rúmi enda getur hver sem er stundað þær með nánast hverjum sem er ef vilji er til.

Það er knúsfyrirkomulagið sem skiptir máli í samhenginu.

Er maðurinn liggilegur í þeirri merkingu að þú standir ekki upp blá og marin á nýjum degi af því hann passar einhvernveginn ekki við þig?

Eða þá að hann er beinlínis ljótur á kodda?

Það er þetta sem ég fór að hafa sem viðmið á seinni árum, eftir að ég eltist og þroskaðist.

Hitt má liggja á milli hluta.

Ég er biluð og þessi færsla er bönnuð innan átján.

Ætti ég að setja það í fyrirsögn?

Kannski en þá fæ ég allan helvítis saurþenkjandi bloggheim inn á síðuna.

Þurrkið að minnsta kosti af ykkur áður en þið vaðið inn perrarnir ykkar.

En ég elska ykkur mucho, knucho.


mbl.is Þolir ekki sjálfselsku í rúminu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sturtukonan með flétturnar

Mig langar að blogga um eitthvað sem hefur ekkert með pólitík að gera, ekkert sem skiptir máli.  Bara svona til að fokkast mér til skemmtunar og til að skemmtilegheitajafna.

Ég sá að Micky Rourke og Courtney Love eru komin í hankí pank og líkamsvessasameiningu.

Þar hitti fjandinn ömmu sína ef einhvern tímann.  Skaðræðissamband í uppsiglingu.  Ómæómæ.

Gaman að þessu.  Ég nærri því öfunda Ellý Ármanns sem fær borgað fyrir að velta sér upp úr fræga fólkinu á visi.is.

Sýna myndir af fólki.  Spyrja grundavallarspurninga eins og hefur Britney fitnað?

Er Angelina Jolie ólétt og er hún með börn á heilanum?

Takið eftir skónum á löppum Kate Moss, er konunni alvara?

Madonna er í sleik við sóandsó, hvort hefur stærri tungu?

Er Prad Pitt með lítið typpi eða eru leggöng Angelinu óvanalega stór?  Hvaðan kemur hringlið?

Svo kemst maður að því hvað fólkið borðar og auðvitað er það bráðnauðsynlegt að vita.

En ég set mörkin við Gilzenegger.  Á hann horfi ég helst ekki.  Á hvaða rúðu datt hann með andlitið?  Þessi útblásni hormóni?

flétta júlíu

En hún Yulia Tymoshenko er mér endalaus uppspretta pirrings.

Hvað er að, er hún með steypustyrktarjárn í hárinu?  Hvernig er hætt að mæta 08,00 á morgnanna með teiknimyndahár.  Fléttan er mæld með halla- og millimetramáli égsverða.  Mig dauðlangar að róta í hárinu á henni - vaða með fingurna í hreiðrið á hausnum á henni og þeyta því í allar áttir.

Ég get ekki að því gert, en hún minnir mig á sturtukerlingu í herbúðum nazista í þýskri bíómynd frá Hitlerstímanum.

Sko hollingin.

Ég meina, aktung, áfram gakk.

Þessi flétta er að drepa mig.

Nú er ég búin að hégómablogga.

Skemmtilegt?

Nebb, en það mátti prófa.

Þingfundur kl. 13,30 og eftirlaunafrumvarp á dagskrá í dag.

Vei.


mbl.is Erfiðari staða í Austur-Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stolnu fjaðrirnar

black%20feathers(2)

Frá því í október var ríkisstjórn Geirs Haarde á humm og hugs stiginu.

Fjórir mánuðir af engu á meðan þjóðarskútan marraði í hálfu kafi.

Aðgerðir létu á sér standa, almenningur beið í ótta og spennu og leyndarmálin hrönnuðust upp.

Nú er komin ríkisstjórn sem er að vinna.

Hvert málið á fætur öðru er í áþreifanlegri vinnslu, sum þegar komin til framkvæmda.

Þetta þolir Sjálfstæðisflokkurinn illa.

Enda er flokkurinn enn ekki búinn að átta sig á að almenningi er slétt sama hver gerði hvað, hver á hvað og hverjum telst til tekna og hverjum ekki.

Við étum ekki ferilsskrá stjórnmálamanna og við förum ekki og borgum með henni í apótekinu heldur.

Ögmundur er búin að afturkalla Jósefsspítalaruglið.

Svo við förum ekki út í verð á lyfjum til atvinnulausra, barnafjölskylda og svo framvegis.

Þá kemur frasinn með stolnu fjaðrirnar. Er verið að safna í kodda?  Eða er skortur á líkingarmáli að hrjá Sjálfstæðisflokkinn?

Þetta er beinlínis bráðfyndið og hvað er nauðsynlegra nú á dimmum dögum en einmitt broshvetjandi atvik.

Ríkisstjórnin er á þriðju viku, þeir gera og græja eins og fólk í akkorði enda liggur líf við.

Eftir sitja ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og hafa það eitt sér til dundurs að hlúa að særðu egói sínu í ræðustól á Alþingi, nú eða í prinsessuviðtölum á Mogganum.

Það má kannski benda þeim á að í hvert sinn sem þessar þeir opna á sér munninn þessa dagana þá kemur það beint í andlitið á þeim aftur.

Ég minni á AGS og Geir Haarde (kast).

Stolnar fjaðrir - meira ruglið.

Hverjum er ekki sama?


mbl.is Skreytir sig með stolnum fjöðrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ, æ, æ

Áts, hvað þetta er pínlegt!

Fyrst var það Hard talk to Haarde!

Það er ennþá í manni hrollurinn.

Svo kemur Geir dúllan í ræðustól þingsins, það er þungt í honum og það eru hafðar uppi ásakanir á Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, um að hún sé að ljúga að þingi og þjóð.

Maður er með bréf upp á það frá innanbúðarmanni og nánum vini í AGS.

Púff, allt upp í loft - ekki steinn yfir steini.  Ésús minn sæll og saddur hvað þetta var misheppnað stönt.

Jóhanna var auðvitað að segja satt.

En Geir þú hinn seinheppni..

er ekki lag að biðjast afsökunar á þessu frumhlaupi?

Hvernig er hægt að vera svona "óheppinn"?

Kona spyr sig.


mbl.is Davíð og dularfulla bréfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þverpólitískt gleðiefni

Ég fagna framlagningu stjórnarfrumvarps sem afnemur eftirlaunalögin alræmdu.

Gaman líka að þarna sé komið frumvarp sem bara hlýtur að nást algjör þverpólitísk samstaða um.

Er það ekki annars?

Miðað við hvernig fólk hefur talað um eftirlaunalögin hljóta ALLIR hvar í flokki sem þeir standa að stökkva til og samþykkja og það án eins einasta mótatkvæðis.

Vér fylgjumst með.

Að vanda...

Hm.....


mbl.is Vilja afnema eftirlaunalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver lýgur?

Áfram halda Sjálfstæðismenn að haga sér eins og gelgjur á mentólsprittsfylleríi í þinginu.

Frammíköll og aftur frammíköll.

Geir segir Jóhönnu ljúga.

Fyrirgefðu Geir, þú ert ekki nógu trúverðugur af eigin frammistöðu svo maður tali nú ekki um leynimakkið sem var stundað hér frá fyrsta degi hruns til að ætlast til að maður gleypi hrátt þar sem þú segir.

Ætlast Geir í alvöru til þess að Jóhanna leiti til Davíðs Oddsonar?

Halló - takið ykkur saman í andlitinu Sjálfstæðismenn.

Það er ótrúlegt framboð á Davíð Oddssyni en því miður, engin eftirspurn.

Eru það ekki lögmálin sem þið lifið eftir?

Get a fucking grip.


mbl.is Segir Jóhanna ósatt um trúnaðinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að treysta

Maður á auðvitað ekki að treysta í blindni á nokkurn annan en sjálfan sig, en svei mér þá ég treysti henni Jóhönnu 100% og ekki er ég í sama flokki og hún.  Er reyndar utanflokka, en það er sama, slagsíðan mín er VG - ójá,.

Reyndar er það ekki í neinni blindni sem fólk setur traust sitt á þessa kjarnakonu.

Hún er einfaldlega ærleg, fylgin sér fyrir hönd almennings og það er ekkert andskotans búllsjitt og krúsidúllu ladídadída hjá henni.

Ég treysti líka Steingrími J., Ögmundi og Kötu.

Já og Gylfa.

Og þingkonunni Álfheiði Inga, en ég get svarið það konan vinnur eins og brjálæðingur í þinginu og hefur gert frá því hún steig þar inn fyrir dyr.

Eða honum Altla Gísla, ég myndi treysta honum fyrir lífi minna nánustu sko í stjórnmálalegum skilningi.

Ég veit þetta börnin mín á galeiðunni, ég fylgist grannt með þinginu og hef gert lengi.

Reyndar set ég fyrirvara á allt mitt traust.

Þann fyrirvara sem hver og einn gefur sér þegar stjórnmálamenn eiga í hlut.

Ég ætla að dæma stjórnina af verkum sínum þessa daga sem hún situr.

Jabb, lömbin mín, það ætla ég að gera.

Af gefnu tilefni þá minni ég á þingfund í beinni kl. 15,00 fyrir þá sem ekki komast á palla.

Súmí.


mbl.is Flestir bera traust til Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hárlausum píkum og nauðsynlegum handsnyrtingum

bilaskogur 

Gróðærisskógurinn er minnismerki um Ísland sem var og kemur vonandi ekki aftur.

En halló Moggi, "algjört alkul"?  Jafn gáfulegt og að segja "smá" ólæknandi sjúkdómar og "minniháttar" óléttur?

 En 4.000 bifreiðar standa óseldar við Sundahöfn. Ein birtingarmynd kreppunnar, gjörið svo vel.

manicure

En að öðru og alvarlegra máli.

Á visi.is er sjokkerandi frétt.

Fólk er farið að spara við sig handsnyrtingar og brúnkumeðferðir.

Nú er það komið á hreint!  Hér er ekki búandi, fjandinn hafi það.

Heiðar snyrtir (vá hann er líka ógeðslega gróðæris 2007) segir að þetta með handsnyrtinguna sé örugglega tímabundið.  Manni líður svo miklu betur eftir svoleiðis.

Fíflið ég var einmitt að velta fyrir mér þunglyndinu í fingrum mér.  Það var paníkk í löngutöng beggja fingra, það hlaut að vera; nada handsnyrting ég veit ekki hvað lengi, hendur mínar líða fyrir kreppuna.

Það er auðvitað lágmarkskrafa til okkar kvenna í byltingunni að höndin sem heldur um fjandans sleifina sé almennilega snyrt.  Ha??

harlaus

Svo er líka einhver samdráttur í vaxinu.

Stelpur; ætlið þið að vaða í gegnum búsáhaldabyltinguna með hár á píkunni!

Kafloðnar á löppunum?

Vitið þið ekki að aðlaðandi er konan ánægð?

Hárlaus kona er hvers manns hugljúfi.

Æi, stundum þá langar mig að henda mér í vegg, garga mig hása (já kallinn minn), og hoppa í næsta hver.

Nei annars, fer í  handsnyrtingu og læt plokka af mér hvert stingandi strá.

It´s gonna make my day.


mbl.is Alkul í bílasölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í losti

Ég er eiginlega máttlaus af skelfingu eftir að hafa horft á fréttir áðan.

Ég hélt satt að segja að það væri varla hægt að hreyfa við blóðinu í mér núorðið, svo vön er ég orðin vondum fréttum síðan í haust.

En það sem gæti verið okkar versta martröð, sko okkar sem viljum sjá ný vinnubrögð og nýtt Ísland rísa úr rústum græðgisvæðingarinnar, er ekki svo langt undan sýnist mér.

Ég fraus á staðnum, ég er ekki að ýkja börnin góð.

Davíð og Alfreð vina- og klíkufrömuður.is Þorsteinsson voru með fund í Seðlabankanum fyrir helgi.

Alfreð var spurður að því hvort þeir félagarnir væru verið að byggja brú samstarfs Framsóknar og Sjálfstæðisflokks eftir kosningar og svaraði Alfreð því til að menn væru alltaf í brúarsmíði.

Nú þarf hinn "nýi" Framsóknarflokkur að koma fram og sannfæra kjósendur um að þeir séu ekki leppur fyrir hið gamla og skelfilega kerfisbatterí Framsóknar sem var (er?).

Hvar er Sigmundur Davíð, hann kom, sá og gekk þokkalega meðan hann stóð við, en síðan er hann horfinn.

Er hann á vegum Alfreðs gamla guðföður og klækjarefs?

Alfreð Þorsteinsson er talinn höfundur af tveimur meirihlutum í borginni síðan í síðustu kosningum.

Þeim fyrsta með Binga og þessum seinni með Óskari.

Verri kerfiskarl er ekki til.

En betri fulltrúa fyrir gamla, ógegnsæja klíkusamfélagið er ekki hægt að fá.

Hann og Davíð saman:

Ekkert annað en helvítis eitur.

Sjá nánar hér.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2985890

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband