Leita í fréttum mbl.is

Það liggur einhver fjandinn í loftinu

Það hlýtur að vera eitthvað í loftinu þessa dagana, eða einhverjar tunglstöður sem gera það að verkum að allir eru að flippa algjörlega.

Eins og Matthías sem skellir trúnaðarsamtölunum sínum á netið.

Og Svavar sem segist ýmislegt hafa við skrif Matthíasar að athuga en segir ekki; ég var ekki í trúnaðarsambandi við aðal andstæðinga vinstri manna.  Ég var ekki að tala illa um samflokksmennina í mat niðri á Mogga.  Kommon, Svavar var á stalli hjá mér, ég fæ fyrir hjartað og missi trúna á mannkynninu.  Eða svona nærri því.  Ekkert getur hissað mig lengur eins og kerlingin sagði.

Og pólitíkin.  Þar eru hlutirnir þannig að ég er nærri því orðlaus og í mínu tilfelli jafnast það á við meiri háttar hamfarir.  Ég verð að geta talað.

Ólafur Eff farinn í Frjálslynda, ekki að það breyti neinu, þeir eru minnaenekkineittflokkur í borginni, en nú er hann farinn að hafa áhyggjur af fjármálum borgarinnar.  Hefði betur haft það fyrir skilnað. 

Og nú syngur hann eins og kanarífugl.  Hvert "leyndarmálið" á fætur öðru kemur í fjölmiðlum sem eiga að færa okkur heim sanninn um að íhaldið sé óferjandi og óalandi.  Sorrí, Óli, þetta heitir að hefna sín á íslensku.

Nú, Óskar Bergsson, smiðurinn mikli lætur eins og hann sé að bjarga Reykvíkingum með þessari "fórn" sem hann er að færa með því að redda meirihlutanum.  Takk kærlega Óskar, þú ert að gera þetta fyrir þig og aðeins þig og kannski þessar 10 hræður eða svo sem kusu Framsókn í síðustu kosningum.

Látið ykkur ekki detta í hug gott fólk að við kjósendur séum ekki fyrir löngu búnir að sjá í gegnum valdagræðgina og eiginhagsmunapotið.

Sú staðreynd að Marsibil er eins og hún er og að VG standa á sínu og haga sér í borginni gerir það að verkum að ég hendi mér ekki fyrir björg í dag.

En fyrirgefið þið meðan ég hendi mér í þak.

 


mbl.is Ólafur F. til liðs við Frjálslynda flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Er ekki fullt tungl?

Sigrún Óskars, 19.8.2008 kl. 13:11

2 Smámynd: halkatla

Marsibil og VG eru líka mínar vonarglætur í þessari guðsvoluðu höfuðborg, og Dagur var náttúrulega skapaður til að vera borgarstjóri

halkatla, 19.8.2008 kl. 13:13

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það er fullt tungl, ég fann það á kvöldvaktinni í gærkvöldi

Sigrún Jónsdóttir, 19.8.2008 kl. 13:16

4 identicon

Mér sýnist sú djarfhuga Marsibil vera að sigla inn í Samfóhöfnina. Hún fær þaðan fullt af verkefnum í málefnanefndum. Það er eitthvað duló í loftinu sbr. yfirlögreluþjóninn. Ekki held ég að forysta frjálslynda slátri kálfi við heimkomuna. En einhverju verður slátrað...fylginu???

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 13:17

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hildur Helga sagði þessa ágætu setningu í pistli nýverið: "Ekki móðga Reykvíkinga oftar með frasanum "Hagsmunir borgarbúa..."   Þegar hér er komið sögu erum við flest nefnilega svona nokkurn veginn komin með það á hreint hverra hagsmunir eru í húfi þessa dagana."

Á bls. 4 í Fréttablaðinu í dag segir Ásta Þorleifsdóttir: "Og nú kemur Framsókn og vill taka stórt erlent lán fyrir virkjun sem verður í fyrsta lagi tilbúin 2012. Ég tel ekki að það eigi að taka svoleiðis lán fyrir örfáa verktaka..."

Ég skrifaði þennan pistil fyrir nokkrum dögum um auðmennina og bankastjórana og spurði hvort almenningur á Íslandi væri tilbúinn til að fórna öllu til að gera þessa menn enn ríkari.

Mig grunar að flestir séu farnir að sjá í gegnum hverra hagsmuna er verið að gæta, bæði í borginni og á landsvísu.

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.8.2008 kl. 13:56

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ólafur hefur alltaf viljað og sagst vera í Frjálslyndaflokknum, - Það voru Frjálslyndir sem með heift og látum, afneituðu Ólafi. - Nú þarf Frjálslyndiflokkurinn að vera inn í umræðunni, til að halda sér á lífi. -

Og einnig þurfa Frjálslyndir að standa Ólafi skil á þeim fjármunum sem hver "borgarstjórnarflokkur" fær frá ríki og borg til að reka "borgarstjórnarflokk" eins og Frjálslyndiflokkurinn hefur gert undanfarin ár eftir þeirra eigin tölum að dæma. - Svo nú geta þeir ekki afneitað honum lengur.

Því Frjálslyndir geta ekki bæði sleppt og haldið, því þá þurfa þeir að gera upp við Ólaf sem hefur haldið þeim á floti.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.8.2008 kl. 14:54

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sko, Ólafur fór úr Frjálslyndum í Íslandshreyfinguna...  er hægt að vera í tveimur flokkum samtímis ???? .. Er það ekki einhvers konar flokkageðklofi?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.8.2008 kl. 15:24

8 identicon

Jább, gömul hús sem eru alls ekki fyrir fólk! Við erum jú að tala um "hagsmuni" borgarbúa!

Þetta eru nú meira bíííííííííííííííííííííííííííb liðið allt saman!

Geðklofi er eiginlega vangreining á þessu ástandi.

kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 16:15

9 Smámynd: Himmalingur

Eru ekki endalok heimsins í nánd? Svo segir Gunnar á Ómega ! Blessi þig Jenný mín, fyrir það að sleppa bjarginu, enn samúð með þakinu!

Himmalingur, 19.8.2008 kl. 16:40

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Alveg rétt fullt tungl.  Mikið er ég fegin, einu sinni enn ,að vera ekki með kostningarétt og þurfa þ.a.l. ekki að velja á milla allra þessara aula.

Ía Jóhannsdóttir, 19.8.2008 kl. 16:51

11 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Jóhanna það mega allir vera í tveim Stjórnmálaflokkum í einu, ef þeir kjósa svo. -  

En það þykir ekki málefnalega heiðarlegt að leika tveim skjöldum, eins og tíðkast helst nú til dags. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.8.2008 kl. 17:51

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir umræðuna.  Nú er búið að setja fundinn í borgarstjórn kl. 10 á fimmtudagsmorgun í stað e.h. sem venjan er.

Ekki spurning að það er verið að reyna að koma í veg fyrir að fólk mæti á pallana.  Ætlum við að láta það stoppa okkur?  I don´t think so.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.8.2008 kl. 18:27

13 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl, vil vekja athygli á því að að Ólafur verður ekki andlit flokksins.  Stofnað hefur verið Borgarmálafélag Frjálslynda flokksins í Reykjavík og þar er Jón Magnússon í formannsstóli og verður líklega borgarstjóraefni okkar í næstu kosningum.

Með kveðju,

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 19.8.2008 kl. 19:02

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ásgerður: Hvernig getur þú vitað nánast með vissu hver verður í forystu hjá FF í næstu borgarstjórakosningum?

Verður það ekki grasrótarinnar að ákveða það?  Og geta ekki færir einstaklingar átt eftir að koma fram?

Annars er mér alveg sama hvert Ólafur fer svo sem.  En vildi gjarnan geta kvatt fleiri borgarfulltrúa eins og tam. Óskar og fleiri.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.8.2008 kl. 20:35

15 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl kæra Jenný, eitt veit ég að það verður ekki Ólafur,  Jón Magnússon þekkir málefni Reykjavíkurborgar eins og hendur sínar  og  því væri það mjög jákvætt fyrir okkur borgarbúa að fá hann í forystuna í Reykjavík.  Á hinn bóginn er ég talsmaður prófkjara og mun mæla með þeim fyrir næstu kosningar og þá veit maður aldrei hvað kemur upp úr kössunum.

Með kveðju,

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 19.8.2008 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband