Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Laugardagur, 23. ágúst 2008
..og ég vissi það!
Hann borðaði steiktar kótelettur með raspi, grænum Ora baunum og brúnuðum kartöflum.
Hann skvetti á sig vatni úr vaskinum, mátti ekki vera að því að baða sig, skellti á sig Old Spice.
Hann klæddi sig í rauðdoppóttu skyrtuna og fór í fermingajakkafötin frá Drengjafatavinnustofunni, en þau voru farin að glansa smá af notkun og voru tveimur númerum of lítil. Hvað, sagði hann við sjálfan sig, það er innihaldið sem telur ekki lúkkið sjálft.
Hann náði sér í Vodkann og kókið og settist út á svalir. Drakk þar til upphitunar áður en hann fór ofan í bæ með vinunum sem áttu líka fermingarföt frá Drengjafatavinnustofunni.
Þeir þvældust um götur miðborgarinnar, klipu í rassa sem áttu leið fram hjá þeim og þeir höfðu hátt, þeir sungu til dæmis "Undir bláhimni" og "Harðgerða Hanna".
Þeir slógust smá, duttu hér og þar og gerðu háreysti á börum.
Þetta var hið fullkomna föstudagskvöld enda allir í svaka stuði út af handboltanum.
En þetta var samt bara upphitun fyrir það sem hann kallar "Ómenningarnótt".
Eftir að hafa keypt sér kjamma á Umfó var haldið aftur ofan í bæ og nokkrir miðborgargestir voru ónáðaðir til viðbótar, bara svona til að setja punktinn yfir i-ið á þessu fullkomna kvöldi.
Löggan kom og tók hann vegna þess að hann blóðgaði einhvern nörd utan að landi.
Þetta var Erill gærdagsins.
Konan hans sagði mér þetta.
Hvað var ég ekki búin að segja, börnin góð.
Erill hjá lögreglunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Laugardagur, 23. ágúst 2008
"Get a grip" - tökum pásu
Eldur er skelfilegur þegar hann fer úr böndum.
Þá er það frá.
En er ekki eitthvað geðveikislega tragíkómískt við að það kvikni í sorpbrennslu sem þar að auki heitir Funi?
Ég get sagt ykkur í trúnaði og ég veit að það jaðrar við helgispjöll, en ég er komin með upp í háls af sigurvímunni út af handboltaleiknum.
Það talar enginn um annað, skrifar enginn um neitt af viti og allir nota sömu orðin. Snilld, annarsheims upplifun, strákarnir okkar í lengd bráð og nálægð.
Get a grip, tökum pásu, anda inn og út og tölum um eitthvað annað.
Annars held ég að þetta handboltladæmi hafi gert mig kexruglaða. Ég er ekki búin að vera alveg með sjálfri mér í allan dag.
Ég eyddi góðum tíma í að leita að gleraugunum mínum og fann þau hvergi. Ég sé ekki sjónvarp án þeirra. Loksins kom minn núverandi og hjálpaði mér. Hann fann þau strax, ég var með þau á nefinu.
Annaðhvort handboltanum eða byrjandi elliglöpum að kenna - ég vel handboltann.
Ég held ég fari að sofa.
Á morgun gerast hlutir.
Eða er það ekki?
Nigthy - nighty!
Eldur í sorpbrennslunni Funa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Föstudagur, 22. ágúst 2008
Snilld dagsins, Erill í startholum og ég í krúttkrampa
Takið eftir, takið eftir, þessi færsla er ekki um handbolta.
Hún er meðal annars um Eril sem er nýbúinn að láta taka af sér þessa mynd.
Það er hreinlega ófrumlegt að halda áfram að dæla færslum um handbolta inn í cypertómið.
Við unnum, ég er glöð, þið eruð glöð. Get over it.
En þessi færsla er líka um Dorrit ofurkrútt og dúllurass. Hún er flott þessi kona, klár og frábær, hún er pr-kona ársins.
Mér finnst að Óli og Dorrit eigi bara að vera á launum sem péerristar fyrir Ísland.
Við droppum þessum forsætiskjaftæði.
"Ísland er stórast í heimi" er setning ársins og ég bölva mér upp á að hún á eftir að öðlast vængi. Þessi setning gerir það líka að verkum að mig langar að kasta mér í vegg í heví krúttkrampa.
En..
Ég held að þjóðin taki Ólaf bókstaflega og haldi þjóðhátíð í kvöld og svei mér skal ég hundur heita ef Erill, helvítið á honum er ekki búinn að fara í ríkið og birgja sig upp, kaupa lambleifar á grillið og er að pússa skóna sína í þessum töluðu orðum..
Innsæi mitt og spádómsgáfa segir mér að í fyrramálið munu fyrirsagnir sjást í miðlum sem hafa nafn Erils í fyrirsögnum og það ekki á jákvæðu nótunum.
Ég fer ekki í ríkið enda óvirkur alki í dag sem alla aðra daga burtséð frá íþróttaafrekum heimsins og jákvæðum lífsmörkum frá dómsmálaráðuneyti.
En það er skrýtin tilfinning að vera ánægð með Björn Bjarnason, en það er ég að upplifa núna í allra fyrsta sinn. Þetta venst örugglega.
Paul Ramses kemur heim.
Það er snilld dagsins.
Þegar Dorrit veifaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Föstudagur, 22. ágúst 2008
Frá sjónarhóli konu
Ég settist við sjónvarpið með mínum ástkæra og var ákveðin í að horfa á handboltann.
Jafnvel þó að ég sé sannfærð um að þeir sem ég haldi með tapi. Mér er sagt að svona hugsunarháttur sé meðvirkni á háu stigi. Só?
Eftir fyrstu mínúturnar gat ég ekki meir, ég var friðlaus, vonir mínar vaknaðar af værum blundi.
Ég fór fram í eldhús og skrúfaði frá báðum krönum og byrjaði að þrífa. Ég vildi ekki heyra hrópin í þulunum.
Við vaskinn hét ég á Paul Ramses, nokkur góðgerðarsamtök og Götusmiðjuna, bara ef við ynnum.
Svo þreif ég eldhúsið, hvern míkrósentimeter, á meðan fyrri hálfleikur rann í gegn.
Í hálfleik hætti ég mér fram úr eldhúsinu og spurði tíðinda. Ég hentist inn aftur um leið og sá seinni hófst og hringdi í frumburð. Hún er á fyrsta degi í sumarfríi.
Ég: Ertu að horfa.
Hún: Nei, ég get það ekki, þeir tapa ef ég horfi (jesús minn hún hefur tekið upp þennan eftir mér) og ég er að neyða mig til að horfa á sápu.
Og við möluðum og töluðum þangað til að húsband kallaði og sagði mér að við værum fimm mörk yfir og leikurinn væri að verða búinn eftir smá.
Ég: Er það öruggt? Ég meina getur það tölfræðilega breyst?
Hb: Nei, kona og þú getur ekki haft áhrif á það þrátt fyrir að þú haldir að sól og máni, loft og lögur sé á þínum vegum. Komdu.
Og ég settist fyrir framan sjónvarpið og horfði á síðustu mínúturnar og öskraði og gargaði og hoppaði og skoppaði.
Það er stundum gaman að fyllast þjóðernisstolti.
En það er beisíklí mér og frumburði að þakka að við unnum.
Við héldum okkur hlés.
En ég skulda hellings pening í áheit. Maður verður að borga svoleiðis.
Hér er landsliðið í handbolta með kennslu í fagni.
Æfa sig fyrir sunnudaginn.
Íslendingar í úrslitaleikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Föstudagur, 22. ágúst 2008
Samtakamátturinn virkar - úje
Mál Paul Ramses verður tekið fyrir á ný vegna þess að ónógar upplýsingar voru taldar fyrirliggjandi þegar málið var tekið fyrir og Paul sendur úr landi.
Á minni íslensku þýðir þetta einfaldlega:
Mál Paul Ramses, sem tekinn var höndum af lögreglu, færður í steininn í skjóli nætur og sendur úr landi, verður tekið fyrir vegna þess að það er réttlætismál. Maðurinn er í hættu í heimalandinu. Málið er tekið fyrir vegna þess að það er það eina rétta í stöðunni og ekki gleyma að almenningur fríkaði út, var með læti og heimtaði réttlæti til handa Paul Ramses OG öðrum í svipaðri stöðu.
Ég efast ekki um það eina mínútu að þarna skilar sér sú reiði og þau mótmæli sem fóru af stað þegar málið var upplýst.
Samtakamátturinn er ekki ímyndun. Hann virkar.
Mikið skelfing er ég glöð fyrir hönd þessarar litlu fjölskyldu.
Til hamingju, innilega til hamingju.
Og að næsta máli.
Minn heittelskaði er á leiðinni heim að horfa á leikinn.
Hvað gerir kona sem trúir því að hún sé bad luck á íþróttakappleiki?
Að sá tapi sem hún heldur með?
Nú hún horfir á leikinn og heldur með Færeyjum!
Það ætti að virka.
Jija-you Björn Bjarnason, jia-you Paul Ramses,
Jija fokking you - öll íslenska þjóðin.
Ég er nú hrædd um það og allir saman nú.
Mál Ramses tekið fyrir á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Föstudagur, 22. ágúst 2008
Búhú aumingja ég
Það rignir og þá verð ég öll svo mössímössí að það er tæpast eðlilegt.
Ég verð væmin og kveiki á kertum. Kveiki á reykelsi - eða myndi örugglega gera ef ég myndi eftir því.
Ég vil troða mér í sófann í stofunni með eiturgræna flísteppið mitt, sódavatn og hvíta stauta sem rýkur úr (uss) og bara njóta lífsins með bókina mína.
Og þar sem ég er búin að ala upp börn og gifta mig fjölda manna, bý með einungis með mér plús manni, þá leyfi ég mér að gera eins og ég vil. Ekkert kjaftæði og gerðu þetta gerðu hitt, ég ræð mér sjálf.
Og nú er ég að lesa alveg stór merkilega bók. Hún heitir "Hjarta Voltaires" og ég er alveg heilluð. Bókin er öðruvísi en flestar bækur sem ég hef lesið, sko stíllinn, hún er skrifuð í ímeilum. Ég held að ég mæli með henni hér með.
En.. að listinni að skrifa, lifa, spila og mála .....
Einu sinni ætlaði ég að verða gítarsnillingur, ji hvað það er eitthvað lítið rokkað að vera að læra á kassagítar þegar maður er 10 ára og það er ekki únsa af töffara búinn að koma sér fyrir í manni.
Og kennarafjandinn, kerling á Bárugötunni var full og barði á fingurna á mér ef ég spilaði vitlaust. Svo lét hún míg æfa "det var en lördag aften" út í eitt í heimaæfingum og ég varð að atlægi í hverfinu. Allir görguðu upp í gluggann alveg: Ertu ekki að verða búin að ná þessu? Verður þetta klárt fyrir FERMINGUNA þína? Svo lág pöbullinn í verkó sem auðvitað var gjörsneyddur hæfileikanum til listrænna upplifana, í hlátri milli þess sem þau tróðu upp í sig verkamannasnakki eins og hundasúrum, slátri eða öðru álíka spennandi. En hvað veit ég um pöbul, þræl eðalborin og með langa-langa-langa- danakonungsafa.
Ég hugsaði með mér þegar ég fór skíthrædd í tíma til kerlingarinnar að maður yrði að þjást fyrir listina.
Koníakslyktin af konunni læðir sér af fullum þunga í vitin á mér þegar ég hugsa um hana.
Þegar ég hóstaði því út úr mér heima að konan væri bæði full og ósjarmerandi, kannski ekki með þessum orðum, var mér kippt snarlega úr tónlistarnáminu.
Og auðvitað spila ég ekkert á gígju. Allt þessari alkóhóliseruðu kerlingu að kenna.
Alveg er ég viss um að allar mínar raunir í lífinu orsakast af þessu ofbeldi í gítartímunum.
Ég er amk. saklaus eins og nýfallin mjöll.
Alltaf glöð - alltaf góð.
Jeræt og ég er farin að sofa.
Búhú
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Fimmtudagur, 21. ágúst 2008
Mykjudreifarar
Algjörlega stórundarlegur dagur, þessi í dag sko.
Í fyrsta lagi rigndi, í öðru lagi breytti ég um útlit á síðunni minn og svo var ég hálf rúmliggjandi líka og það telst vera í þriðja lagi. Einhver að telja?
Og ég talaði við gamla vinkonu í síma sem spjallaði um heima og geima.
Í miðju spjalli sagði hún:
V: Ég er svo fegin að haustið er að koma og vetrarstarfið að hefjast!
Ég: Ha, vetrarstarfið? Ertu í Framsókn?
Hún: Noj ertu ekki í lagi, hjónaklúbburinn og leirnámskeiðið er að byrja?
Ég: Ha, ertu svona mikill lúði kona, ég dey.
Og við hlógum.
En aftur að Framsóknarflokknum sem ætla mætti að ég væri komin með á heilann, en það er ekki þannig. Ónei.
Þegar ég var stelpa heyrði ég á haustin auglýst fyrir kvöldfréttirnar í útvarpinu: Framsóknarmenn, Framsóknarmenn, vetrarstarfið er að hefjast, vinsamlegast skráið ykkur í félagsvistina sem fyrst.
Og ég spurði ömmu hverjir væru í Framsóknarflokknum (það fólk spilaði stöðugt alltaf fjör hjá þeim) og amma sagði mér í ekki svo fáum orðum að þeir væru beisikklí bændur.
Síðan þá hefur "vetrarstarf" og þannig fyrirkomulag verið tengt bændum í Framsókn órjúfanlegum böndum í hausnum á mér.
Og svo glumdi í útvarpinu fyrir hádegisfréttir; Bændur og búalið, bændur og búalið. Vorum að taka upp mykjudreifara.
Síðan hefur alltaf verið í mér einhver andskotans óhugur gagnvart Framsóknarflokknum.
I wonder why?
Hm...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fimmtudagur, 21. ágúst 2008
Sjáið þetta!
Þessi pistill hér útskýrir heldur betur allt um laxveiði og pólitík..
Þetta grunaði mig.
Fuss og svei.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 21. ágúst 2008
Sussussu
Nei sko, þarna er kominn nýr karlaklúbbur hjá meirihluta í borgarráði.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Óskar Bergsson, Kjartan Magnússon og Júlíus Vífill Ingvason.
Það hefur auðvitað ekki verið neinum hæfum konum til að dreifa í flokkunum. Hvernig læt ég allar konurnar gegnar úr Framsókn. Sussusuussu.
En innilega til hamingju strákar.
Á ekki að skella sér í veiði og innsigla bræðraböndin?
Súmí!
Kosið í borgarráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Fimmtudagur, 21. ágúst 2008
Fyrirtækiseigandinn ég
Ég er vinnuveitandi. Það rann upp fyrir mér um daginn að ég er atvinnurekandi með heví rekstur í gangi. Sein að fatta.
Fyrirtækin sem ég á og rek hlaupa ábyggilega á tugum. OR, RÚV. HR. TR (Ókei ég er hætt).
En ég er eins og Ingvar gamli sem á IKEA, lifi sparlega og velti hverjum aur á milli handanna áður en ég kveð hann með virktum. Sko aurinn ekki Ingvar.
Ég hef líka heyrt að Ingvar karlinn sé alki eins og ég, að vísu ekki óvirkur en alki samt, að því mér skilst.
Ég er reyndar að ýkja ég skilst létt og án faðmalaga og annarra atlota við mína peninga. Hef ekki val um annað, þeir eru ekki til að safna í hlöður og það er í fínu lagi.
Gísli Marteinn er í stjórn einna minna fjölmörgu fyrirtækja.
Ég gleðst yfir því að hafa getað hækkað við hann launin OG veitt honum stöðuhækkun um leið og hann flytur úr landi þessi elska.
Ég veit að það er ekki alveg samkvæmt venjum og hefðum en ég er ekkert að sýta það.
En ég hefði viljað að "stjórn" fyrirtækisins léti mig vita hvað til stóð í launamálum mannsins.
En það eru víst örar mannabreytingar hjá þessu fyrirtæki mínu, alltaf verið að skipta um fólk.
Ég held ég panti fund með starfsmannastjóranum mínum og fari yfir ráðningarmálin.
Það er svo dýrt að vera sífellt að ráða og reka.
Úff, erfitt að eiga svona mörg fyrirtæki og ÖLL í sama bæjarfélaginu.
Er spurningin ekki að fara út í áhættudreifingu bara?
Kveðja
Mógúllinn sjálfur
Gísli Marteinn fær launahækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 14
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 2987316
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr