Leita í fréttum mbl.is

Strákarnir í geiminu

Það er þetta með strákana í geiminu, sko valdageiminu, þeir sjá ekkert athugavert að þiggja boð í laxveiði í eina af dýrustu ám landsins frá vinum sínum til "fjölda ára".

Það er ekkert verið að hygla neitt og ég ekki vanur því að láta hygla mér með eitt eða neitt segir Villi Vill.

Halló Vilhjálmur, ef mér eða einhverjum nóboddí væri boðið það sama af vinum okkar þá myndi maður reka upp stór augu og spyrja; vá varstu að vinna í Lottó, hvernig náðir þú í þetta ógeðslega dýra veiðileyfi?  Og þegar ég kæmist að því að heilbrigðisráðherrann og fleiri toppar væru með í flotteríinu plús makar á pakkann og það væri svona leiðsögumaður á kjaft í fokkings ánni þá myndu fara að renna á mig tvær grímur.

En það renna engar grímur á Vilhjálm og hina strákarnir í valdageiminu.  Þar er það  "buisness as usual" að vera boðið í svona grand ferðir.

Svo finnst þessum mönnum vægast sagt undarlegt að við treystum þeim ekki.

Og Vilhjálmur þvertekur fyrir að REI hafi komið til tals í veiðiferðinni og hvað þá sameining við Geysi Green enda hafi sú hugmynd ekki komið til tals fyrr en rúmum mánuði síðar.

Þetta eigum við almenningur að taka gott og gilt jafnvel þó ýmislegt bendi til að þarna hafi strákar verið að ráða ráðum sínum á fokdýrum árbakkanum.

Við eigum að vita að þeir séu ekki að gera neitt annað í veiðiferðum drengirnir en að rækta vináttuna sem staðið hefur frá blautu barnsbeini.  Að þeir ráði ekki ráðum sínum á bak við tjöldin.  Jájá og tunglið er búið til úr osti.

Ég er eiginlega komin á þá skoðun að stór hluti íslenskra stjórnmálamanna eigi að fara í meðferð.  Og þá er ég að tala um enduruppeldis- og siðferðismeðferð.

Eða þá haska sér í frí - laaaaaaaaaaangt frí.

 


mbl.is Vilhjálmur Þ.: Ekkert annað en vinarboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

því miður þá eru margir þessara manna helsjúkir af siðspillingu, sumir þeirra hafa komist upp með það, kanski allt allt of margir og nú því miður ungir að reyna að skaklappast í skuldugum lafafrökkum þá slóð líka, en ef vaktinn er staðinn þá ættu þeir ekki að komast langt

þetta er að verða óþolandi að ráðamenn kosnir af okkur séu sí og æ að fara á þessi gráu svæði kanski bara fyrir það eitt að fá að heilsa séra Jóni þar sem bara Jón er ekki nógu gott, þeim væri nær að stunda vinnuna sýna af fullri ábyrgð og hreinskilni

Jón Snæbjörnsson, 20.8.2008 kl. 16:31

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ber er hver að baki... en svona gerast kaupin á pólitísku eyrinni, makkað á bak við tjöldin. Það er líka skrifað um þetta hér og hér. Þökk sé netinu og blogginu verður svona nokkru ekki haldið leyndu lengur. Er nokkur furða að Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagst svo lágt sem raun ber vitni - í tvígang - til að ná aftur völdum í borginni? Þeir þurfa að standa við gefin loforð gagnvart vinum sínum og launa verktökunum fjárstuðninginn.

EKKI GLEYMA ÞESSU FYRIR NÆSTU KOSNINGAR !!!

Og veit einhver meira um þetta mál? Hverjum bauð Orkuveita Reykjavíkur á Clapton-tónleikana? Þetta er fyrirtæki í eigu Reykvíkinga sem eiga heimtingu á að vita hverjum er mútað og til hvers.

Ég sá einhver staðar að OR hafi neitað að afhenda DV lista yfir boðsgestina. Af hverju reyna fjölmiðlar ekki að fá hann í krafti upplýsingalaga? Þetta er (ennþá) opinbert fyrirtæki í eigu almennings.

Lára Hanna Einarsdóttir, 20.8.2008 kl. 16:35

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta bara allt í lagi ef þetta eru gamlir vinir og gestgjafinn borgaði úr eigin vasa. Hafi það ekki verið svo, er um að gera að rannsaka málið og kæra báða fyrir örgustu spillingu og flengja. Það mun þó ekki gerast því þeir eru sjallar.

Villi Asgeirsson, 20.8.2008 kl. 16:40

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Já bara kæra hægri vinstri, þó kallagreyin nái sér í silung.

Þröstur Unnar, 20.8.2008 kl. 16:46

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég er heima núna - alveg til í símatörn! Nenni ekki að hugsa um þetta karlafár, nú er verið að reyna koma vinkonu okkar á sporið svo hún geti farið til Venúsuella í veiðiferð.

Edda Agnarsdóttir, 20.8.2008 kl. 16:56

6 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

æææ þeir verða að fá að leika sér strákarnir, er það ekki ?

Auðvitað skrifa þeir bara reikning fyrir útlögðum kostnaði.

Passar það ekki alveg inn í bókahaldið hjá hinu opinbera.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 20.8.2008 kl. 18:16

7 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 kvedja frá Mørkinni.

María Guðmundsdóttir, 20.8.2008 kl. 18:22

8 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Hvenær skildi sá dagur renna upp að manni verði boðið í Laxveiði. Ég ætla að blogga um það, lofa því.

Eva Benjamínsdóttir, 20.8.2008 kl. 18:57

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Laaaaaaangt frí hljómar vel

Jónína Dúadóttir, 20.8.2008 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 2985882

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband