Leita í fréttum mbl.is

Innanhúsleyndarmál

 

Í morgun, óguðlega snemma í eldhúsinu.

Ég: Villtu syngja fyrir mig.

Húsband: Ertu að reyna að koma mér til að hlægja, ég var að opna augun?

Ég: Já en þú ert hættur að syngja fyrir mig, syngdu fyrir mig, mig langar í morgunsöng. Gerðuða Ha!

Hb: Hahahaha, það sem þér dettur í hug. 

Ég: Mér er fyllsta alvara, einu sinni söngstu fyrir mig.  Þegar við vorum í rómans.

Hb: Já ég gerði það og fyrir alla hina sem voru á staðnum, það var vinnan mín.

Ég: Ég skil ekki af hverju þú getur ekki lyft geði mínu og tekið einhverja tóna, bara svona til að fíflast, eða þá að við gætum dansað á eldhúsgólfinu.

Hb (Ennþá skellihlæjandi, vanur ýmsu maðurinn): Þú veist ég dansa ekki, töff gæs dónt dans,eins og þú veist.

Ég: Ókei, ók, ók, ég gefst upp.  Ég syng þá fyrir þig elskan.Devil

Hb: Hvaða lag ætlarðu að taka?

Og áður en ég gat sagt dammdirridammdiraddídammdíddílú, sást undir iljarnar á manninum.

Ég er stórlega vanmetinn söngvari.

Hann var farinn í vinnuna.

Svona er lífið, án söngva og víkivaka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

  settu plötu á fóninn með honum, er hún ekki annars til á heimilinu. hehehheh..

Ía Jóhannsdóttir, 21.8.2008 kl. 10:06

2 Smámynd: Hulla Dan

Ofboðslega er óþolandi hvað karlmenn yfirleitt eru vanþakklátir!
Minn er svona líka, um leið og ég býðst til að syngja er hann horfinn.
Þeir vita greinilega ekki hverju þeir eru að missa af... Eða kannski.

Já þetta er harður heimur sem við lifum í.

Hulla Dan, 21.8.2008 kl. 10:07

3 Smámynd: Hulla Dan

Heyrðu... er hann frægur???
Ekki minn nefnilega. Ekki enn a.m.k.

Hulla Dan, 21.8.2008 kl. 10:10

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Minn maður er öfugur... við þetta skoHann vill endilega að ég prófi að syngja með hljómsveitinni hans.... og hann er ekki að grínast...  Þá vildi ég frekar fá að sjá undir iljarnar á honum þegar ég fer að syngja...

Jónína Dúadóttir, 21.8.2008 kl. 10:23

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Jebb. Maður á ekki að taka vinnuna með sér heim.

Hef stundum í gegn um lífið, fengið gagnrýni fyrir að baka ekki heima.

Þröstur Unnar, 21.8.2008 kl. 10:47

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Hvur andsk....nýtt lúkk?

Minnir á Séð og Heyrt.

Þröstur Unnar, 21.8.2008 kl. 10:49

7 Smámynd: Þröstur Unnar

Nei annars frekar Tinnabækurnar.

Þröstur Unnar, 21.8.2008 kl. 10:49

8 Smámynd: M

Þetta er svipað og biðja einhvern að segja eitthvað fyndið - NÚNA !

Blái liturinn fer þér vel.   Ertu að færa þig eitthvað til hægri ?

M, 21.8.2008 kl. 11:20

9 Smámynd: Laufey B Waage

Svona stundir gefa lífinu gildi. Hefði væntanlega gefið því ennþá meira gildi, ef maðurinn hefði brostið í söng. Og þú dansað á eldhúsgólfinu.

Viðurkenni að ég er orðin dáldið forvitin um hver maðurinn þinn er - og í hvaða hljómsveit. 

Laufey B Waage, 21.8.2008 kl. 11:26

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

M: Þetta er út í fjólublátt eins og ég sé það og hefur EKKERT með pólitík að gera.  Er rauðari en fjandinn sjálfur.

 Þröstur: Leim.

Keli: Ég er alltaf skemmtileg og hann líka, stundum í sitthvoru lagi, eins og hjá skemmtilegum hjónum.

Jónína: Minn er ekki öfugur - ennþá, hehe.

Ía: Nóg af plötum var að reyna vera manninum til skemmtunar í morgun.

Hulla: Frægur, jamm ætli það ekki hjá ákveðinni kynslóð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.8.2008 kl. 11:26

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hann er ekki í hljómsveit nú um stundir.  Músíkin hans er í spilaranum mínum hér á síðunni (brot af henni) og maðurinn heitir Enar Vilberg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.8.2008 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 2985778

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.