Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Tónlistarhúsið ekki tilbúið - GMG

Er það nema von að Paul Vallely, blaðamaður breska blaðsins Independent, spyrji hvort allir ættu að flytja til Íslands.

Við erum hamingjusamasta þjóð á heimsbyggðinni.  Ótrúlega glöð þjóð.

Svo fremi þú sért hvítur, kristinn, blá- eða gráeygður, á réttum aldri og með pedigríið á hreinu, bjóðum við þig velkominn.

Við munum snobba fyrir þér og um leið og þú stígur á grýtta íslenska jörð munum við spyrja hvernig þér líki landið.  Og þú munt ekki svara eins og Ringo sem sagði "give me a break, ég var að lenda", heldur munt þú segja "ég elska þetta land" og henda þér flötum í stórgrýtið og smalla í þér beininn.  Og þá munum við í móttökunefndinni falla á okkar hreinræktuðu hné og þakka þér grátandi.

Paul veltir fyrir sér hvers vegna hamingjuþjóðin hérna úti í ballarhafi er eins lukkuleg og friðsöm og raun ber vitni.  Hm... Þekkja þeir Dómsmálaráðherrann?  Vita þeir um gas-gas-gasmann?

Markaðssetningin á Íslandi er greinilega algjört sökksess.

Paul heldur því fram að velferðarkerfið sé þróað.  Hm.. það passar ekki alveg.  Það eru miklir erfiðleikar á AkranesiWhistling

Paul fabúlerar áfram, getur verið að hvalveiðar geri okkur hamingjusöm?  Ég veit ekki með ykkur en mín hamingja hefur aðallega með skort á alkahóli að gera.

Kannski erum við svona happý af því ég fór í meðferð og nokkrir til viðbótar.  Veit fólk hvurs lags guðs gjöf til mannkyns edrúmennska undirritaðrar er?  Nei, vanþakklæti, vanþakklæti.

Við erum að tala um biggtæm framlag til friðar og spektar í hinum vestræna heimi, gott fólk og allt Vogi að þakka.

Ég hef ákveðið að við munum lenda í 2. sæti á laugardaginn.  Af hverju galdra ég okkur ekki í það 1.?  Jú það er ástæða fyrir því.

Tónlistarhúsið verður ekki tilbúið næsta vorDevil


mbl.is Ættu allir að flytja til Íslands?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er norn

whitch 

Nú fer að bresta á með stóru stundinni.  Jösses, hvílíkur spenningurWhistling.

En auðvitað sendi rmaður ljós, varma og orku beint til Belgrad.  En af því að ég er norn þá ættu þessar aðgerðir að hitta í mark.

En bíðið nú við.  Það er dávaldur með í för sem ætlar að taka íslensku söngfuglana til meðferðar fyrir keppni.  Nú, nú.  Engin þörf á mér.

Ég get auðvitað beitt mínum kynngimagnaða krafti á allar þær milljónir mana sem kjósa.

Jú krakkar mínir, þetta hefst.  Við komumst í úrslit.

Verið róleg.  Jennýsín reddar þessu.

Farin að sjóða galdur.

P.s. Fyrst ég er á annað borð fallin í töfrana þá er best að ég sendi á Perrelli og láti hana misstíga sig á skýjakljúfunum sem hún ber á fótunum.  En ekki hvað?Devil

Áfram Ísland.Wizard


mbl.is „Dávaldur“ með í för
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blóðbað í borginni

Fáránleiki tilverunnar er dásamlegur stundum.

Það hreinlega gleður mitt litla hjarta að geta hlegið innilega að morgni dags.

Þegar Tarzan var sýndur í Jerúsalem varð að síkka lendarskýluna á auglýsingaspjöldum í borginni.  Vó, stuttar lendarskýlur geta myrt milljónir manna.

Og nú á að fjarlægja orðið sex af auglýsingaspjöldum um myndina "Sex in the city".

Aldrei of varlega farið.  Orðið kynlíf er stórhættulegt.  Bara að sjá það og lesa hvetur til stóðlífis og raðfullnæginga úti á götu.

Það hvetur til siðferðislegrar hnignunar í þjóðfélagi sem má ekki vamm sitt vita.

Fólk getur ekki gengið um með hann beinstífan.

En af því að á þessum slóðum eru menn sérfræðingar í hermennsku, morðum og árásum á minnimáttar, sem sagt algjörar hetjur, þá má breyta nafni myndarinnar í Blóðbað í borginni. 

Þá ættu allir að vera sáttir og siðferðinu er reddað.

Ójá, mikill djöfulsins viðbjóður þetta kynlíf.  Það hefur mörgum manninum orðið að aldurtila.


mbl.is Ekkert „sex“ í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múslimafóbía?

Þeir skellihlógu á Alþingi í dag, bara krúttlegt.  Allir á þinginu eins og litlir krakkar að komast í frí.  Ó sorrí, þeir vinna allir í fríinu þingmennirnir.Whistling

En það er nærri því það eina broslega sem hefur verið í fréttum dagsins.

Ég þarf ekki að tíunda hér allar hörmungarnar úr fréttum.

En svo horfði ég á Magnús Þór í Íslandi í dag.  Ég var ákveðin í að blogga ekki mikið meir um Akranesmálið, af því það er ljótt og vont og mér líður illa yfir því að fólk skuli leggja sig í líma við að réttlæta það að það sé ekki hægt að taka á móti þessum 60 konum og börnum á tveimur árum.

Mér finnst það svo sorglegt, að þetta skuli yfirleitt vera í umræðunni.  Við erum ekki fátæk þjóð.  Ég trúi tæpast að einhver með fullu viti skrifi sig á lista og opinberi með því afstöðu sína til hörmunga fólks sem hvergi á griðastað í þessum heimi.

Mér er andskotans sama af hvaða þjóðerni þessar konur með börnin eru.

Þær eru velkomnar hvað mig varðar og flestra, eftir því sem ég kemst næst.

Magnús Þór er ekki hrifin af múslimum og hann gat ekki neitað því þó hann endurtæki í sífellu tugguna um ónógan undirbúning og ladídadída.

Ég er hrædd við fólk með svona viðhorf.  Og að tala um að hjálpa fólki þar sem það er.  Halló, er það ekki gert líka?  Þetta fólk á hvergi heima, er erfitt að skilja það?

Ég legg til (þó ég fái auðvitað engu um það ráðið), að konurnar og börnin verði boðin velkomin hingað til Reykjavíkur, eins og Björk Vilhelmsdóttir stakk upp á að yrði gert.

Ég held nefnilega að Reykvíkingar myndu ekki kveinka sér mikið undan því.

Og btw þá stóð Sölvi sig asskoti vel, gaf ekkert eftir og reyndi að fá svör við spurningunum sem allir vilja fá svar við.

Af hverju tala Frjálslyndir ekki beint út með skoðanir sínar, t.d. gagnvart múslimum?

Það er varla eitthvað að skammast sín fyrir er það?


Af hverju ekki 20 vandarhögg?

Til að ná góðu andlegu jafnvægi væri kannski ráð að hætta að lesa blöðin.

Henda sjónvarpinu og útvarpinu líka.

Fá sér hauspoka og hoppa á tölvum heimilisins.

Verst að þeir eru ekki lengur með veðurathugunarstöð á Hveravöllum.  Ég hefði getað sótt um.  Þangað koma ekki margir stóran hluta ársins.  Dem.

Ég er hætt að fá eitthvað út úr því að henda mér í vegg.

Fullt af börnum líður illa á Íslandi.

Enn á ný kemur í fréttum að maður sem vinnur með ungmenni og er auðvitað treyst fyrir þeim, hefur verið vikið úr starfi tímabundið meðan málið er rannsakað, vegna óeðlilegs sambands við stúlku undir lögaldri.

Úff.

Og að dómum.

Og svo koma brandaradómar fyrir nauðganir, sifjaspell og annað ofbeldi.  Ekki í neinum tengslum við alvarleika glæpanna og svo sannarlega ekki þungir ef borið er saman við aðra dóma fyrir mismundi glæpi.

En einu sinni var fólk sent á Brimarhólm ævilangt fyrir að stela sér snærisspotta.

Sami hugsunarháttur virðist enn vera við líði.

5 mánaða fangelsi fékk maður í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að borða súpu sem kostaði 250 kr. í verslun í miðborginni og stela matvöru fyrir 769 krónur úr annarri verslun.

Maðurinn er dæmdur til að greiða 185 þúsund í sakarkostnað.

Um að gera að refsa þessum mannfjanda.  Hann rauf skilorð.

En af hverju fær hann ekki að minnsta kosti 20 vandarhögg?

Friggings bíts mí.

Ég ER stödd í fokkings Fellinibíómynd og ég kemst ekki út úr henni.

ARG


mbl.is Stal súpu og fer í fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki barnaverndarnefndum að kenna

Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að taka þátt í bloggæðinu sem ríður yfir vegna þessarar nöturlegu staðreyndar að um 20 fíklar hafi látist frá börnum sínum frá áramótum.

Ég er nefnilega ansi hrædd um að þetta mál nái hæstu hæðum í umfjöllun í fréttum og fjölmiðlaumræðu í einhverja daga og lognist svo út af, eins og oft vill gerast.

Ég las líka í einhverju blaðinu í dag að vanræksla væri mikil á börnum.

Eru engin almennileg úrræði til?

Ég er á þeirri skoðun að forgangsröðunin í þjóðfélaginu sé röng.

Það er ekki hægt að beina spjótum að barnaverndarnefndum þó það sé freistandi, hvað varðar illa meðferð á börnum almennt. Þó auðvitað megi gagnrýna þær og krefja þær ábyrgðar á þeim málum sem til hennar berast.

Það eru ekki barnaverndarnefndir í þessu landi sem bera ábyrgð á börnunum okkar frá degi til dags og guði sé lof fyrir það.

Ég veit af fyrirhuguðu skólaferðalagi um 40 barna núna fljótlega.  8 foreldrar ætla að fara með, þrátt fyrir að löngu sé búið að láta vita og allur tími í heiminum til að gera ráðstafanir.

Fáir sjá eitthvað athugavert við þetta, þ.e. að geta ekki tekið sér frí í einn dag til að fara með börnum sínum í smá ferðalag.

Ég veit ekki hvað best er að gera í málefnum þessara blessaðra barna sem missa foreldra sína í ótímabæran dauða vegna fíkniefna.  En ég veit að það er hægt að breyta forgangsröðuninni svona almennt.

Börn þurfa ekki plasmaskjái, græjur og rándýr leikföng til að verða hamingjusöm.  Þau þurfa nálægð og natni, fjandinn hafi það.

Ég held að fólk þurfi að fara að hugsa hlutina upp á nýtt. 

Hefur fólk almennt ekki tekið til sín útkomuna úr könnuninni í fyrra varðandi einmannaleika og skort á fullorðinstengslum barnanna okkar?

Hvernig væri að skoða aðeins hvort það megi ekki breyta áherslum?

Og jú auðvitað þarf fólk að vinna.  Spurningin er hversu mikið af veraldlegum gæðum við þurfum að raða í kringum okkur í hamingjuleitinni.

Arg.


mbl.is Um 20 fíklar látist frá börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppvakningar

Ég veit fátt sorglegra en uppvakningar á gömlum hljómsveitum.  Nánast alltaf er um að ræða bönd sem slógu í gegn vegna þess að músíkin átti erindi í tímanum og snerti streng í fólki og tiflinningin situr þar enn.  Í raun þarf ekki að hressa hana við.  

Svo lögðu böndin upp laupana.

Og viti menn milljón árum seinna koma sömu böndin mínus einn eða fleiri úr hinni upprunalegu og þá fæ ég oft þá tilfinningu að þeir séu að spila við eigin jarðarför. Eða það sem verra er að þeir hafi stigið upp frá dauðum.

Að sjálfsögðu er þetta ekki algilt en ansi of eru þetta misheppnaðar endurkomur.

Hvernig væri Stones án Jaggers og Richard?  Ég færi ekki að sjá þá þótt ég væri styrkt sérstaklega til verkefnisins.

Eða Queen án Mercury?  Ekki fyrir mig.

Beatles án Lennon og Harrison, halló er útsala í gangi?

Gun´s and Roses án Slash?  Ekki að ræða það.

Af og til sér maður svo auglýsingar um böndin sóandsó verði með tónleika.  Maður kippist við og les nánar, bara til að komast að því að einhver einn nonni er úr upprunalega bandinu, hinir allir nýir.  Ég ætti ekki annað eftir.

En þetta er bara mín undarlega upplifun.

Ég sá Zeppilin í Laugardalshöllinni 1970.  Það var upplifun sem nægir mér fyrir lífið.  Hún var stórkostleg get ég sagt ykkur.

Ég þarf ekki að endurnýja hana frekar en aðrar flottar upplifanir í lífinu.

Og fyrir alla Magnúsa Þóra hérna úti, The immigrant song.Whistling

 


mbl.is Endurfundir í tísku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það má þekkja þá sem drekka

pickled-pig-cartoon-new

Þegar ég sá auglýsinguna frá Vínbúðinni "Láttu ekki vín breyta þér í svín", fannst mér hún brilljant.  Hugmyndin sko.  Mér hefur nefnilega fundist sumir sem ég hef kynnst á lífsleiðinni verða að hálfgerðum svínum undir áhrifum.

Einu sinni drakk ég sjaldan og vel, svo drakk ég oft og illa.  Og það kom að því að það var ekkert annað í stöðunni en að setja tappann í flöskuna.

End of story (einn dag í einu).

En svo komu eftirþankarnir. 

"Það má þekkja þá sem drekka, af þeim félögum sem þeir þekkja og þá stóð svínið upp og labbaði heim á leið" söng Ríó um árið.  Svín drekka ekki, þau krúttast bara í stíunum sínum og verða svo fallegir hamborgarhryggir, purusteikur og kótelettur.  Það er þeirra móttó í lífinu.  Bara nokkuð falleg framtíðarsýn hjá þessum elskum.  Ergó: Blásaklaus af fyllerísdrykkju.

Ástand sumra brennivínsberserkja er ekki saklausum svínum bjóðandi.

Svo er hæpinn málflutningur hjá Vínbúðinni að hvetja fólk til að drekka eins og menn.  Sölutrix?  Jabb, ég held það.  Margir menn (þar með taldar konur) drekka svo illa að það er ekki til eftirbreytni. 

Það ákveður engin manneskja að drekka illa.  Það hugsar enginn: Í kvöld ætla ég að verða fullur eins og slordóni, æla og pissa á mig, lemja og berja, týna vísakortinu, og vakna í Helsinki.  Held ekki.  Annað hvort getur fólk drukkið eða ekki.

Þess vegna er til lítils hjá Vínbúð okkar allra að hvetja fólk til kurteisilegrar inntöku á áfengi.  Þeir sem geta drukkið eins og fólk, gera það væntanlega áfram og vonandi flytjast þeir aldrei yfir í óeirðadeildina í bransanum og þeir sem geta ekki drukkið eins og menn halda því væntanlega áfram þar til yfir lýkur.  Vonandi enda þeir í meðferð.

Af þessum sökum snarminnkaði aðdáun mín á svínslegri auglýsingu Vínbúðarinnar.

Skál í boðinu.

Ég í kóki þið hin í einhverju öðru að eigin vali.

Úje.


Örmagna en kúl

Sjálfri mér trú og til að þurfa ekki að gleypa í mig allar fullyrðingar mínar um að ég muni að þessu sinni hanga intúitt yfir Júró, þá gerði ég einmitt það, frá byrjun til enda.  Og sannast sagna er ég úrvinda eftir afrekið.

Ég ákvað að líta á þetta sem sjó, ekki tónleika.  Guði sé lof.  Það vorum margir í töff skóm í keppninni.  Það linaði sársaukann í eyrunum. 

Ég vona að okkar riðill sé skárri en þessi, hlýtur eiginlega að vera af því við erum þar og Charlotta Perrelli (hún heitir Anna Jenny Charlotta, ég næ ekki upp í nef).  Ásamt Danmörku, það hlýtur að ganga.

Þvílíkar tónsmíðar.  Stundum hélt ég að það væri verið að endursýna tuttugu ára framlög, ég sver það.

En..

Armenía var lúmskt töff.  Gæti unnið.

Fínnland: Hversu oft er hægt að segja sama brandarann?

Noregur: Ég fann ekkert út úr melódíunni fyrr en í síðasta viðlagi.

Rússland: Gæinn reif sig úr að ofan í restina.  Þar með fór hans síðasta kartafla í mínum garði fyrir lítið.

Írland: Úff.

Og svo man ég ekki meir.  Jú Grikkland var smá líkt Armeníu minnir mig.

Þetta var sum sé ordíl ef ekki hefði verið fyrir skótauið.

Ég veðja á Armeníu.  Gætu unnið, þ.e. ef Sverige taka þetta ekki - nú eða við, god forbid.

Jú og Bosnía-Herzigovina voru megakrútt.

En ég stóð mína pligt.

Djö sem ég er mikill harðsoðningur.

Úje.

Armenía gjörsvovel!

 

 


Takið á málinu strax!

Einu sinni lét ferðamálafrömuður einn hafa eftir sér í fjölmiðlum, þegar fjallað var um dýrar sólarlandaferðir, að það væri vel borgandi fyrir að vera Íslendingur.  Punktur.  Á þessum tíma kostaði það svona tvisvar sinnum meira að fara til sólarlanda með íslenskri ferðaskrifstofu en t.d. danskri.

Fyrir liðlega 10 árum fór ég í eina slíka með Spies og það var 40% ódýra, flott vél, yndislegt hótel og lágmark af samlöndum mínum á svæðinu.  Ekki að ég hafi á móti Íslendingum, en ég nenni ekki að flytja þá með mér í hópum til útlanda.

Nú er komið í ljós að matvara á Íslandi er 64% hærri en að meðaltali í ESB-ríkjum.  Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins.

Og hvað ætli verði gert við þessar upplýsingar?

Mun ríkisstjórnin hoppa hæð sína af skelfingu og alveg: Krakkar þetta gengur ekki, við getum ekki haft þetta svona.  Tökum á málinu strax?

Eða: Æi það er svo dýrt að vera Íslendingur og vel borgandi fyrir þau dásamlegu forréttindi?

Einu sinni var hægt að gefa svona búllsjitt svör við háu verði á Íslandi en núna ætla ég að það dugi skammt.  Eða hvað?

Ég er eiginlega komin á þá skoðun, þvert á skoðun minna heittelskuðu VG að við eigum að ganga í Evrópusambandið.

En þangað til.

Viljið þið gjöra svo vel að lækka matarverðið gott fólk.  Við almenningur erum fæst með ráðherralaun, hm.. afsakið fjármálageiralaun.

Það er ekki borgandi fyrir þjóðerni.  Ég borga bara fyrir þær nauðsynjar sem ég þarf og ég vil að það sé einhver sanngirni í prísunum.

ARG


mbl.is Verð á mat 64% hærra en í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 2987152

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.