Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
Sunnudagur, 25. maí 2008
Gamall og geðvondur snillingur
Dylan er að koma, Dylan er að koma.
Og hvað með það?
Ég hreinlega elska tónlistina og manninn frá upphafi til enda. En ég hef enga löngun til að sjá hann á sviði að þessu sinni.
Ég hlusta bara heima. Mér leiðast fjöldatónleikar.
En er það ekki merkilegt hvað þessir karlar verða rosalega miklir sérvitringar?
Það er eins og þeir verði hálfgerðir mannhatarar með árunum.
Það má ekki taka myndir í fyrstu lögunum eins og venja er, og svo vill hann yngra fólkið fremst, það eldra aftar í salnum. Reyndar er ekki hægt að verða við þeirri ósk.
Vill karlinn ekki sjá fólk sem minnir hann á hversu gamall hann er? Ég get svo svarið það.
En ég fyrirgef honum vegna tónlistarinnar, en mér dettur ekki í hug að eyða peningum til að sjá þennan fýlupúka.
Dylan lendir í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 24. maí 2008
Í hvaða sæti - einhver?
Eftir að útslitin í Júró lágu fyrir, lág ég sprungin af harmi, í drapplitaða sófanum mínum, með marglitu flauelspúðunum. Ég var með hárið í hnút og klædd í rauðan silkikjól og var afskaplega rómantísk og kvenleg útlits, ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég hafði háan ekka sem yfirgnæfði Sigmar í sjónvarpinu, og ég sá ekki út úr augunum vegna tára. Ég heyrði sum sé hvorki né sá.
Þess vegna spyr ég ykkur. Í hvaða fokkings sæti lentum við?
Vinsamlegast setjið svarið í kommentakerfið og verið snögg að því.
Annars góð,
later!
Ísland endaði í 14. sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Laugardagur, 24. maí 2008
Ok, ég er komin út úr skápnum.
Ég er komin í vandræði, sko Júróvisjón vandræði.
Þar sem ég hef verið svo hipp og kúl í þessum málum, svarið af mér áhuga og svona, hef ég bloggað um þetta eins og fífl og hélt ég kæmist upp með það.
Síminn hringdi áðan.
Frumburður: Mamma, ég er í kasti.
Mamman: Ha, hvað er svona fyndið?
Fr: Þú, það bloggar enginn á Mogganum eins mikið og þú um Júróvisjón. Komdu út úr skápnum kona, ég man ekki eftir að þú hafir misst af einu einasta Júrókvöldi, frá blautu barnsbeini.
M: Hvaða vitleysa. Ég hef engan smekk fyrir Júrómúsik.
Fr: Hver hefur það? En þú horfir. Ég er þó að minnsta kosti þekktur Júróvisjónplebbi og ekki lokuð inni í skáp.
M (hæðnislega): Ég hélt að þú hefðir svo þróaðan músíksmekk og hlustaðir löngum stundum á klassík.
Fr: Rétt, en hvað get ég sagt, ég ólst upp í Svíþjóð!
Ergó: Samkvæmt frumburði er ég Júrófan í afneitun. Ég játa á mig ósköpin.
Haldið þið að ég sé ekki að verða tilbúin með matinn.
Er sko upptekin klukkan síben.
La´de swinge!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Laugardagur, 24. maí 2008
Michael Jackson snæddu hjarta!
Þegar ég bjó í Svíþjóð á árum áður, kynntist ég Júróvisjónæðinu í fyrsta sinn. Við Íslendingar voru ekki farin að vera með á þeim tíma.
Pælingarnar í Sverige voru svipaðar og hér núna.
Svíarnir voru dedd á því í hvert skipti að þeir myndu vinna. Þegar það gekk ekki eftir voru ástæðurnar alltaf vegna öfundar og rætni valnefndanna. Já og klíkuskapar og samtryggingaráráttu "þessara" ósmekklegu Evrópuþjóða" sem höfðu ekki örðu af músíkalitet í sínum óeðlu beinum.
Þetta var ansi skemmtilegt sport að fylgjast með.
Og svo komu Herrey´s á sínum fokkings gylltu skóm. Ég hélt að landið færi á límingunum.
Heimsfrægð var í uppsiglingu. Michael Jackson snæddu hjarta.
Stjörnur voru fæddar.
En meira að segja ég sem á það til að hrífast með gat ekki annað en setið í einum langdregnum aumingjahrolli yfir sænsk-amerísku mormónunum sem töluðu svengelsku. Þeir voru nördar par excelance.
En lagið svingaði, því varð ekki á móti mælt. Og vann, hvað annað. Sverige är bäst. Jájá.
Svo miður mín varð ég vegna þessarar athygli sem mín elskaða Svíþjóð hlaut vegna gullskóabræðra að ég sá mér ekki annað fært en að flytja til míns heima.
Og þá kom Gleðibankinn.
Ég segi ekki meir.
Hef reyndar aldrei skilið af hverju Gleðibankinn fór ekki alla leið.
Við áttum það svo innilega skilið.
Áfram Ísland!
Újeeeeeeeeee
Færið ykkur nú í gullskóna gott fólk og dansið um allt eins og vankaðar hænur með bræðrunum gullskóm.
Fegin að Dustin datt út" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 24. maí 2008
Neðanbeltisblaðamennska
Ég sef alltaf eins og ungabarn eftir að ég varð edrú.
Eigin safi er besta svefnmeðalið, ég lofa. En.. í nótt bar svo við að ég velti mér og velti, ég var sum sé andvaka.
Hvað hafði gerst? Hvað hafði truflað í mér svefnrytmann? Var það aldurinn? Eða stjórnmálaástandið (það væri þokkalegt því þá væri ég búin að vera vakandi í heilt ár eða svo)? Var það kannski Júróvisjón sem var að halda fyrir mér vöku?
Nebb ekkert af þessu var inni í myndinni, málið var að ég var að drepast úr kulda. Sumar hvað?
Svo las ég í 24 Stundum um að Jakob Frímann Magnússon skuldaði skatta.
Ég er ekki hrifin af borgarstjóra og hans mannaráðningum né þessum lánlausa meirihluta sem er að ó-stjórna borginni út í hafsauga, en..
hvern fjárann varðar fólki um að Jakob Frímann skuldi skatta? Hvað er verið að básúna út til almennings svona upplýsingum? Er það ekki einkamál mannsins ef hann er með skattaskuld á bakinu og hvort veð hafi verið tekið í húsinu hans?
Mér finnst þetta svo neðanbeltis og ljótt að ráðast að einkamálum fólks, sem hafa akkúrat ekkert með vinnu mannsins að gera.
Ég t.d. skulda 6,348 krónur í skatta. Það upplýsist hér með.
Mér finnst svona "blaðamennska" ekki til mikillar fyrirmyndir.
Það er í lagi að gagnrýna verk og vinnulag stjórnmálamanna og þeirra handlangara, en í guðanna bænum ekki standa með pennann að vopni ofan í einkaskúffu fólks.
Fjandinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Föstudagur, 23. maí 2008
May the best man win
Ég vill ekki vera þjóðernissinnuð nema upp að vissu marki. Auðvitað þykir mér vænt um landið mitt og þá sem þar búa, svona flesta amk.
Ég hef átt þá barnalegu draumsýn að einhvern tímann verði heimurinn landamæralaus og við séum ekki að girða okkur inni, berjast og misskipta gæðum hnattarins. Það liggur við að ég roðni þegar ég viðurkenni það að hugsa svona. En einhver verður að gera það og líkurnar á að þetta gerist næstu þúsund árin eða svo eru minni en engar. En mig dreymir um þetta samt.
Þess vegna á ég tiltölulega auðvelt með að heyra þjóðsönginn rappaðan eða stappaðan, hvíslaðan og gargaðan. Það hreyfir ekki við mér nema ég hef lúmskt gaman að svoleiðis músíktilraunum.
Þess vegna fæ ég aldrei kikk yfir þjóðfánum, hvorki annarra landa né hinum íslenska, nema hvað mér finnst hann flottur á litinn. Mun flottari en sænski fáninn t.d. sem er alveg þræl fölur á að líta.
Af sömu orsökum hef ég yfirleitt ekki misst mig í Júróvisjónæði þó Ísland sé með í pakkanum.
Ég hef ekki fengið kölduflog út af landsleikjum í hinum ýmsu íþróttaleikjum eða öðrum keppnum þjóða á milli. Ónei.
Mér hefur fundist og finnst reyndar enn, lítið um fína drætti í þessari Evrósöngkeppni.
Og þetta byrjaði allt ósköp sakleysislega að þessu sinni. Ég var að fíflast með keppnina til að geta bloggað bjánafærslur um hana. Haldiði ekki að ég hafi farið á taugum og orðið stressuð og tryllt þegar Ísland fór áfram. Nærri því klæddi mig í næsta fána sem á leið minni varð, svei mér þá.
Og þá fór ég að hugsa.
Ég vil ekki hanga eins og fjallkonan á diazepam fyrir framan sjónvarpið í heitri bæn um að Ísland muni vinna, mér er nefnilega slétt sama eða verður slétt sama um leið og ég kem til sjálfrar mín.
Nú ætla ég að nota morgundaginn í að lesa skemmtilega bók, síðan ætla ég að gera eitthvað allt annað en að horfa á keppnina.
Ok, ég fylgist með en ég held með engum.
Lengra teygi ég mig ekki í þágu lands og þjóðar.
May the best man win.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Föstudagur, 23. maí 2008
Óregluskáld á skítadreifurum?
Ég rambaði inn á visi.is áðan, þar sem ég sit og bíð eftir að maturinn verði klár hjá mér, því ég er svo dugleg húsmóðir, vakin og sofin yfir pottunum.
Og mig rak í rogastans. Ég las ritdeiluna á milli Sverris Stormskers og Stefáns Hilmarssonar.
Og fyrst hugsaði ég: Þeir láta eins og krakkar. Ég leiðrétti þá hugsun mína snarlega, svona láta börn aldrei. Þau berast ekki á banaspjótum og reyta æruna hvort af öðru.
Húsband sem þekkir tónlistarbransann upp á gott og vont, benti mér á að Sverrir hafi byrjað leikinn.
Það er rétt.
Stefán svarar og er heitt í hamsi og Sverrir brjálast endanlega og nú ganga blóðgusurnar aftan úr honum.
Ég þekki ekki Sverri Stormsker, né Stefán Hilmarsson, en ég hefði kosið að Stefán hefði ekki látið hafa sig út í að svara Skerinu. Og að taka meinta óreglu Sverris inn í myndina og skvetta henni á netið er leim. Ekki að Sverrir borgi ekki fyrir sig með sömu ásökun til baka beint í andlit Stefáns.
Hvað er ég að röfla. Lesið þetta nútíma einvígi upp á líf og dauða.
P.s. Ef konur hegðuðu sér svona þá efast ég ekki um að kvenkynsnafnorð yfir hund og kött væru notuð til að lýsa þeim.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (41)
Föstudagur, 23. maí 2008
,,en það er gott að vera perri í Kópavogi
Björn Bjarnason hefur gefið grænt ljós á Geira Gold.
Geiri má halda áfram að versla með konur. BB elskar frelsið og haftalaus viðskipti, trúi ég.
Og þá er bara eitt að gera í stöðunni, en það er að rífa fram hreingerningargræjurnar og skúra viðbjóðinn, rykföllnu hugmyndirnar og fáfræðina úr ráðuneyti dómsmála.
Sjá:
"Í hádeginu í dag munu nokkrar konur taka að sér að hreinsa út skítinn úr dómsmálaráðuneytinu. Full þörf er að lofta rækilega út og þrífa út gamaldags viðhorf sem kemur í veg fyrir að ráðuneytið sinni skyldum sínum og berjist gegn mansali." Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Drífa Snædal og Sóley Tómasdóttir skrifa undir."
En mikið ósköp vildi ég mikið til vinna til að hafa orðið hissa þegar ég las fréttina um ógildingu Björns Bjarnasonar á ákveðun bæjarstjórnar Kópavogs varðandi bann við nektardansi í bænum. Þá hefði ég þó enn haft einhverja von um rættlæti frá ráðuneytinu og getað orðið fyrir vonbrigðum.
Það fyrsta sem ég hugsaði hins vegar var hvort Geirinn hefði eitthvað á Björninn, æi svona mafíósó eitthvað.
Svona er ég vænisjúk þegar heiðursmenn eiga í hlut.
..en það er gott að vera perri í Kópavogi
Sóley, Drífa og co. Áfram svona.
Boða tiltekt í dómsmálaráðuneytinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (42)
Föstudagur, 23. maí 2008
..og ég er ekki vænisjúk
Einhvern tímann í fyrndinni tók ég kúrs í auglýsingasálfræði, meðfram öðru, sjálfri mér til fræðslu og skemmtunar.
Það situr ekki mikið eftir af þessum kúrs annað en hugsunin á bakvið að hafa nammið við kassann í stórmörkuðum. Það var einföld regla á bak við það. Þú bíður við kassann og börnin eru yfirleitt þreytt og pirruð þegar hér er komið sögu og þau byrja að sjálfsögðu að suða í foreldrum um að fá nammi. Sælgætið er þarna innan seilingar, þú í röð og ekki beinlínis hægt að færa sig frá freistingunum. Margir gefast upp á þessu stigi, til að fá frið.
Og nú vilja umboðsmaður barna og talsmaður neytenda fá gosið og nammið flutt frá kössunum.
Það væri frábært, en ég hef ekki nokkra trú á að það verði gert. Búðir eru haldnar þeirri undarlegu þráhyggju að vilja selja sem mest.
Ég brást við þessu nammidæmi í denn, með því að ná í safa handa stelpunum mínum og þegar að kassanum kom var sykurþörfin horfin.
Það er stöðugt verið að taka neytendur á sálfræðinni.
Í Nettó í Mjóddinni, þar sem ég kem stundum við ef mig vantar eitthvað smálegt á leið heim, er stöðugt verið að færa til vörur og vöruflokka. Þú þarft því að leita vörunnar, og þá fer fólk auðvitað að skoða og kaupa eitthvað sem aldrei stóð til að fjárfesta í.
Auðvitað vona ég að sælgætið verði flutt frá kössunum, ef ekki þá verður fólk einfaldlega að standa á sínu gagnvart ungviðinu.
En ekki halda að það sé raðað upp í verslunum á tilviljanakenndan máta. Þar er allt úthugsað og skipulagt í þaula til að fá okkur til að versla sem mest.
Og ég er ekki paranojuð.
Vilja gos og sælgæti frá kössum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Föstudagur, 23. maí 2008
Píkukjólar að láni?
Jájá, auðvitað blogga ég meira um Júró.
Nú fötin. Jesús minn. Ég vissi ekki að það væri samnýting á fötum í keppninni. Það kom mér "skemmtilega á óvart".
Fyrst kom Perrelli í þessum flotta silfurkjól sem náði henni nánast upp í júnóvott, og ég hugsaði alveg: Vá þessi skilur ekki eftir nema hálfan sentímeta fyrir ímyndunaraflið". Og svo var það búið. Fatnaður konunnar hefði þar með ekki verið ræddur hér á þessari bloggsíðu, hefði ekki hver glyðran ég meina konan af annarri mætt í kjólnum hennar Charlottu. Allir námu þeir rétt við júnóvott, kæmi mér ekki á óvart að þessi fatastíll fengi nafnið "Píkustíllinn".
En Regína og Friðrik voru flott, ekkert út á þau að setja. Meira að segja bleiku skórnir voru dúllulegir.
Þó ég hafi gaman að draga þessi "söngvakeppni" sundur og saman í háði, þá var ég í alvöru stolt af okkar fólki. Þau voru svo "pró".
En aftur að píkukjólunum. Ég skil alveg þörf sumra kvennanna þarna í gærkvöldi til að klæða sig áberandi illa fyrir neðan mitti, miðað við að sumar þeirra héldu ekki lagi og beinlínis görguðu í míkrófóninn. Þá getur það verið bráð nauðsynlegt að færa athygli áhorfandans frá míkrófóni og að einhverju öðru.
Sáuð þið "If you wanna have fun don´t run"? Ég segi ekki meira. Eða síðhærða manninn sem gargaði eitt ljótasta lag sem samið hefur verið?
Jösses í vondum fíling. Þvílíkar eyrnamisþyrmingar.
Hvað ætli Merzedes menn séu að hugsa núna?
Dem, dem, dem, að vera ekki friggings fluga á vegg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 15
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987146
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 77
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr