Leita í fréttum mbl.is

..og ég er ekki vænisjúk

Einhvern tímann í fyrndinni tók ég kúrs í auglýsingasálfræði, meðfram öðru, sjálfri mér til fræðslu og skemmtunar.

Það situr ekki mikið eftir af þessum kúrs annað en hugsunin á bakvið að hafa nammið við kassann í stórmörkuðum.  Það var einföld regla á bak við það.  Þú bíður við kassann og börnin eru yfirleitt þreytt og pirruð þegar hér er komið sögu og þau byrja að sjálfsögðu að suða í foreldrum um að fá nammi.  Sælgætið er þarna innan seilingar,  þú í röð og ekki beinlínis hægt að færa sig frá freistingunum.  Margir gefast upp á þessu stigi, til að fá frið.

Og nú vilja umboðsmaður barna og talsmaður neytenda fá gosið og nammið flutt frá kössunum. 

Það væri frábært, en ég hef ekki nokkra trú á að það verði gert.  Búðir eru haldnar þeirri undarlegu þráhyggju að vilja selja sem mest.

Ég brást við þessu nammidæmi í denn, með því að ná í safa handa stelpunum mínum og þegar að kassanum kom var sykurþörfin horfin.

Það er stöðugt verið að taka neytendur á sálfræðinni.

Í Nettó í Mjóddinni, þar sem ég kem stundum við ef mig vantar eitthvað smálegt á leið heim, er stöðugt verið að færa til vörur og vöruflokka.  Þú þarft því að leita vörunnar, og þá fer fólk auðvitað að skoða og kaupa eitthvað sem aldrei stóð til að fjárfesta í.

Auðvitað vona ég að sælgætið verði flutt frá kössunum, ef ekki þá verður fólk einfaldlega að standa á sínu gagnvart ungviðinu.

En ekki halda að það sé raðað upp í verslunum á tilviljanakenndan máta.  Þar er allt úthugsað og skipulagt í þaula til að fá okkur til að versla sem mest.

Og ég er ekki paranojuð.


mbl.is Vilja gos og sælgæti frá kössum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Neinei, þú ert bara bloggdrottning Jenný mín!

En þetta er alveg rétt hjá þér, ég er nú sjálfur dálítið menntaður og reyndur í verslunar- og viðskiptafræðum, eldgömul kenning í fræðunum að breyta reglulega til í verslununum, en eftir að lágvöruverslanirnar komu til, er þetta nú orðið einum of finnst manni stundummjög erfitt fyrir eldri borgara, gefast sumir hreinlega upp að fara í verslanirnar, tíminn fer svo mikið í að leita af því sem þó vantar og á að kaupa auk "óþarfans".

EF fólk getur mögulega komist hjá því, þá á það ekki að taka börnin með í matarinnkaupin, en veit auðvitað sem er, að sumar mæður t.d. komast ekki hjá því, aðstæður leyfa það ekki!

Magnús Geir Guðmundsson, 23.5.2008 kl. 09:43

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála MG, það ber að varast að taka börn með í verslunarferðir.  Þeim líður illa, verða örg enda er áreitið alveg ferlega mikið.

Já og ég er bloggdrottning

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2008 kl. 09:48

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

held þetta hafi minnst með börnin að segja. það er auðvelt að segja nei við þau. fólk á hinsvegar erfiðara með að segja nei við sjálft sig.

Brjánn Guðjónsson, 23.5.2008 kl. 09:51

4 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Nammið er ekki svo freistandi fyrir mína manneskju en það er afar erfitt að fara með hana í Hagkaup í Smáralind því þá þarf að fara fram hjá leikfangadeildinni sem þarf að fara í gegnum rétt áður en maður kemst að kössunum og þar eru margar freistingar og erfitt að koma litlum stúlkum burt!  Við erum farin að finna okkur alls konar krókaleiðir í gegnum búðina til að komast hjá þessu en hún veit alveg að það er verið að reyna að snuða hana!

Þórdís Guðmundsdóttir, 23.5.2008 kl. 09:52

5 Smámynd: kiza

Má líka spyrja sig hvers vegna nammið er haft í þeirri hæð sem það er á þessum stöllum, þetta virðist algjörlega gírað á þá sem eru undir 1.30m á hæð..hmmm.  Maður þarf stundum að teygja sig niður í gólf fyrir einn draum ;)

Soldið súrrealískt líka að geta keypt 'unaðshringi' og sleipiefni við checkout-kassann í 10-11, hver er að kaupa svoleiðis 'last minute' ? 

kiza, 23.5.2008 kl. 10:18

6 Smámynd: M

Og eru kaupmenn eitthvað að græða á þessu smánammi við kassana ? Held ekki. 

Það er mjög auðvelt að segja nei ( eða ég frek) en eins og Brjánn segir, oft erfiðara að eiga við sjálfan sig

M, 23.5.2008 kl. 10:33

7 Smámynd: corvus corax

Að sjálfsögðu snýst verslunarrekstur um að selja sem mest og eru vörur staðsettar í verslunum í samræmi við niðurstöður ótölulegs fjölda kannana og rannsókna á verslunarháttum fólks. Það væri undarlegur verslunareigandi sem ekki reyndi að ná sem mestri sölu á hverjum tíma, það hljóta allir að skilja ...líka hálfvitar. 

corvus corax, 23.5.2008 kl. 10:54

8 Smámynd: Ibba Sig.

Fjarðarkaup er með tannbursta og tannkrem við búðarkassana. Það er líka langflottasti stórmarkaður landsins.

Ibba Sig., 23.5.2008 kl. 11:45

9 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég segi yfirleitt bara nei og þar við situr

Laufey Ólafsdóttir, 23.5.2008 kl. 11:54

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Laufey: Þú ert tilfinningaköld kona

Ibba: Já,já, Hafnarfjörður rúlar.  Ég veit.  Til hamingju með ammóið.

Corvus corax: Ladídadída.

M: Auðvitað græða kaupmenn á þessu "smánammi" við kassana.  Safnast þegar saman kemur. 

Kiza: Rétt hjá þér með hæðina sko.  Þetta er alltaf niður við gólf.  Arg.

Þórdís: Leikfangadeildin er annar svipaður pakki.  Jesús minn.

Brjánn: Ég verð aldrei fyrir neinum freistingum enda sjálfstjórnin fullkomin hjá mér þessari eðalkonu

Hallgerður: Nema hvað?  Hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2008 kl. 12:20

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kiza: Arg sá ekki þetta með sleipiefnið fyrr en núna.  Ég dey.  "Elskan mig vantar svo sleipiefni eftir hálftíma, villtu skreppa fyrir mig út í búð. "  Ekki öll vitleysan eins. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2008 kl. 12:24

12 Smámynd: Ellý

Ég hef oft fundið fyrir þessu bara með sjálfa mig þegar ég er eitthvað að reyna að vera heilbrigðari.

Þá er nammi á ótrúlegustu stöðum, heill gangur hér með nammi og svo einn standur þar plús auðvitað allar freistingarnar við kassann.

Er ekki nóg að hafa nammið á einum stað? :( 

Ellý, 24.5.2008 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 2985622

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband