Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
Þriðjudagur, 27. maí 2008
Að kjósa ekki rétt
Ég fékk hroll niður eftir bakinu þegar ég las um hleranirnar í Mogganum í morgun.
Ég var ekki búin að jafna mig á hrollinum þegar ég las þessa viðtengdu frétt þar sem Björn Bjarnason segir enga ástæðu til að biðja þolendur njósna íslenskra stjórnvalda afsökunar.
Björn segir njósnirnar vera þátt úr sögu kalda stríðsins.
Það má réttlæta allan fjandann með huglægum skýringum um "stríð" sem aldrei var neitt nema paranoja og hugarástand Rússa og Bandaríkjamanna.
Var fólk á hlerunarlistanum ógnun við öryggi íslenska ríkisins?
Myndi það mögulega fremja hryðjuverk?
Eða meiða saklausa borgara?
Það er eitthvað meira en lítið að hrjá þá sem í krafti valds síns láta njósna um samborgara sína vegna gruns um að það hugsi á óæskilegan máta, kjósi ekki rétt, makki ekki rétt.
Það er sorglegt að Björn Bjarnason sjái ekki hversu ólíðandi þessir gjörningar voru.
En honum rennur kannski fyrst og fremst blóðið til skyldunnar.
Hverja ætli sé verið að hlera núna? Hvaða óvinum ríkisins þarf mögulega að fylgjast með og njósna um í dag?
Ég myndi svo gjarnan vilja vita það.
Dómur sögunnar á einn veg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Þriðjudagur, 27. maí 2008
Siglandi samlokur
Á hverju ári, um þetta leyti, er ég lostin sömu lönguninni. Mig dreymir um tjaldferðir.
Já, ég veit, köngulóafóbíska ég nýt þess að sofa í tjaldi. Eða gerði síðast þegar ég lagðist í útilegu, en þar var 1992.
Þessi ástríða mín er gjörsamlega úr karakter, en hvað get ég sagt?
Eins og ég hef oftlega nefnt þá hef ég átt MARGA eiginmenn. Sá næstsíðasti var ferðavænn og tjaldglaður. Svona wash and wear týpa. Við fórum um fjöll og firnindi með dæturnar.
Þessi núverandi vinnur hins vegar, leynt og ljóst gegn ferðalögum þar sem gist er í lökum, eins og hann orðar það. Honum verður ekki haggað.
Kannski er ég einfaldlega of gömul fyrir tjaldferðalög, jeræt. Aldrei liðið betur.
Húsbandið hefur ekki sterka röksemdafærslu fyrir andúð sína á tjöldum.
Hann gisti í tjaldi 196tíuogeitthvað þegar hann var að spila í Húsafelli um verslunarmannahelgi. Kommon, lífið hefur þróast síðan þá og viðleguútbúnaður líka.
Hann heldur því fram að eftir rigningarnótt hafi hann vaknað við að samlokur með skinku og osti hafi synt fram hjá sér í tjaldinu, á leiðinni eitthvað. Það gerði útslagið.
Só?
Hann neitar sem sagt að hoppa inn í nútímann í tjaldheimum. Við stefnum á Hótel Freysnes í Skaftafelli síðsumars, til frábærustu hótelstjórnenda á landinu.
Þangað til eru það svalirnar, Elliðárdalurinn og Heiðmörkin.
Á ég bágt??? Nei ég á andskotann ekkert bágt.
Újeeeee
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Þriðjudagur, 27. maí 2008
Fautavæðing löggunnar
Youtube hlýtur að vera þyrnir í augum ofbeldisseggjanna innan lögreglunnar.
Það er andskotann ekkert hægt að fela lengur.
Mig fýsir að fá útskýringar lögreglunnar á þessu hér:
..jafnvel þó að það sem hér sést sé ekki réttlætanlegt á nokkurn máta, þá efast ég ekki um að þeir muni reyna að normalisera það.
Það má taka fram að ekkert fannst á piltinum á myndbandinu.
En það skiptir ekki öllu, framgangmátinn er ólíðandi.
Hvaða fasismi er í gangi?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Þriðjudagur, 27. maí 2008
Löglegur díler til rannsóknar
Það kom mér ekki á óvart að Magnús Skúlason hafi verið leystur frá störfum fyrir að hafa ávísað lyfjum á nöfn fólks, án leyfis.
Maðurinn skrifaði sem sagt út lyfseðla á nöfn fólks út í bæ, sem hann lét síðan ná í í apótekin. Það er ekki vitað til hverra lyfin fóru. Það þarf vart að taka það fram að þetta voru ávanabindandi lyf.
Í fyrra var Magnúsi bannað að skrifa út ákveðna lyfjategund vegna þess að hann að hann hafði ávísað miklu magni af ávanabindandi lyfjum til fólks án þess að geta gefið upp haldbæra ástæðu.
Sem fyrrverandi pillukerling veit ég hversu stutt er á milli lífs og dauða hjá okkur sem höfum misnotað lyf. Ég veit líka að alltof margir deyja vegna of stórra skammta af lyfjum. T.d. góð vinkona mín sem fanst látin í rúmi sínu að morgni fyrir fáeinum misserum síðan.
Magnús Skúlason er stétt sinni til skammar og á ekki að hafa aðgang að veiku fólki.
Í mínu tilfelli voru engir "Magnúsar" að skrifa út fyrir mig í ótæpilegu magni. Ég hef alltaf haft lækna sem hafa verið heiðarlegir og vænir menn. Ég var bara með fleiri en einn í takinu og þeir vissu svo sannarlega ekki hver að öðrum. Við alkarnir erum lygarar af guðs náð á meðan við notum.
Magnúsarnir eru ekki margir, vona ég að minnsta kosti. En þeir eru engu minni sölumenn dauðans en þeir sem selja dóp á götuhornum, ef ekki meiri. Fólk lítur nefnilega upp til lækna, treystir þeim fyrir lífi sínu og sinna nánustu, þessa vegna eru Magnúsarnir stórhættulegir dílerar og glæpir þeirra óafsakanlegir.
Ég vona að þessir dílerar kerfisins verði upprættir og þeir teknir úr umferð. Þeir eiga ekki að hafa meirapróf á reseptblokkir.
Sveiattann.
Skrifaði lyfseðla á nöfn án leyfis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Þriðjudagur, 27. maí 2008
Tuðrur og glerull
Ég ætla að blogga um fótbolta. Landsbankadeildina. Það er dálítið mikið úr karakter þegar moi á í hlut. En einu sinni verður allt fyrst.
En róleg gott fólk, ég skrifa ekki um tuðruna sem mennirnir sparka á undan sér um allan völl, ekki frekar en ég skrifa um glerull sem einangrun í sænskum sumarhúsum.
En það er þessi karlamórall, svona "ég gef þér á kjaftinn helvítið þitt" sem oft ríkir í karlaíþróttum, sem er sem er mér ofarlega í huga, eftir að hafa séð Guðjón Þórðarson rífa kjaft eftir leikinn við Keflavík, sem ÍA tapaði.
Það var ekki mikið af hinum sanna íþróttaanda í þeim orðum.
Ég hélt að íþróttir og íþróttahreyfingin ætti að ganga á undan með góðu fordæmi og vera æskunni hvatning til þátttöku í íþróttum og fyrirmynd um góða hegðun.
Ef brotið var á einhverjum fer það ekki sína réttu boðleið? Þarf maðurinn að bresta í reiðilestur í fréttatíma sjónvarps?
Mér leiðist þessi karlaheimur. Þar er talað í stríðsfrösum, þar er æsingur og reiði, engar málamiðlanir.
Ef ég á að vera hreinskilin þá finnst mér þetta ekki mjög sjarmerandi hegðun og mig langar ekkert til að láta hana myndbirtast í þeim börnum sem tilheyra mér.
Mér finnst lágmarks krafa að þjálfarar t.d. í fótbolta, sýni af sér almennilega siði. Líka þó fjúki í þá.
Annars góð.
Later.
Ummæli Guðjóns til umfjöllunar hjá aganefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Mánudagur, 26. maí 2008
Kaffi- og ristavél við rúmið
Ég var að tala við vinkonu mína áðan. Hún var að kaupa sér nýtt sjónvarp.
Ég spurði hvað væri að flatskjánum sem fyrir var og hún sagði að það væri ekkert sérstakt, en ætlaði að hafa hann í svefnherberginu.
Ég vona að ég verði aldrei svo heillum horfin að hafa sjónvarp til að glápa á úr rúminu. Þá fyndist mér að ég væri kolfallinn í sýndarveruleikann sem þar finnst.
Mynduð þið hafa kaffivélina, ryksuguna og brauðristina við rúmið ykkar? Bara svona ef ske kynni að ykkur langaði að nota viðkomandi tæki? I don´t think so.
Ég vil hafa mitt sjónvarp á einum stað, inni í stofu eða litla herbergi og ég mæti þangað til að horfa á það. Ég vil ekki hafa sjónvarp í eldhúsinu. Það er enginn andskotans flóafriður fyrir áreiti í nútímanum.
En vinkonan spurði mig dálítið pirruð svona, hvenær ég ætlaði eiginlega að fá mér flatskjá.
Ég: Það veit ég ekki, sjónvarpið mitt er fínt.
Hún: Þetta er hundgamalt tæki, þungt og myndgæðin léleg. (Hvernig er það, geta gæði verið vond eða léleg?). Hoppaðu inn í nútímann kona, það á ENGINN túputæki nú orðið.
Síðan hef ég staðið mig að því að horfa ísköldum fyrirlitningaraugum á tækjaskrattann, og mér hefur liðið eins og hálfgerðum lúser.
Ok, í svona fimm mínútur eftir að ég talaði við hana, fannst mér mig vanta flatskjá og það strax í gær.
En vitleysan rann af mér nánast strax og nú horfi á á tækið mitt, sem er bara fínt og hentar okkur vel, með ástaraugum.
Ég vona að það endist jafn lengi og ég.
Úje
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Mánudagur, 26. maí 2008
60% elska ákveðinn mann í Borg Firringarinnar
Borgarstjórinn í Reykjavík er krútt.
Ég er hætt að fokkast í honum, nema að hann fari að haga sér eitthvað rosalega skynsamlega.
En..
Tæplega 60% borgarbúa er á móti flutningi á flugvellinum í Vatnsmýrinni.
En Ólafur F. veit að þessi 60% voru eiginlega ekki að svara því beint.
Nei, nei, nei, þeir voru undir rós að svara því að þeir styddu Ólaf.
Þessi skoðanakönnun í gær þar sem Ólafur F. er studdur upp á liðlega 2% er þar með fokin út af borðinu.
Um 60% Reykvíkinga styðja nefnilega borgarstjórann í Reykjavík.
Jájá, það má lengi lesa svo rétt verði.
Úje
Borgarstjórinn fagnar niðurstöðu skoðanakönnunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mánudagur, 26. maí 2008
Þvagmissir á opinberum vettvangi
Það eru 40 ár síðan hægri umferð var komið á á Íslandi. Og hvað með það? Það er ekki eins og lífið hafi aldrei orðið samt aftur.
En það varðar mig að því leyti að á þessum degi pissaði ég niðrúr í votta viðurvist. Ég valdi auðvitað merkisdag til verksins. Ef þú þarft að ganga í gegnum vanræðalega hluti, reyndu að velja rauðan dag í almanakinu til að gera upplifunina ódauðlega.
Ég var gelgja á þessum tímamótum og ég man þennan dag í smáatriðum. Ekki af því að við beygðum til hægri, ekki út af "Fríðu litlu lipurtá", heldur vegna ofangreinds þvagláts.
Ég var að þvælast í bænum á þessum tímamótum og ég man að hópurinn sem ég hékk með var í stöðugu hláturskasti yfir einhverju. Flokkur af gelgjum af báðum kynjum eru umhverfismengun bresti hann út í hláturskasti. Við vorum faraldur.
Og við hlógum. Við vorum staðsett í strætóskýli á Hverfisgötunni. Auðvitað staðsett vitlausu megin, samkvæmt nýjum umferðarreglum. En okkur var sama. Við vorum að hlægja að eigin fimmaurum, að lífinu, af því að vera til og öllu því sem gelgjur á hormónafylleríi hlægja að.
Ég var uppstríluð. Í hvítum kjól og rauðri rúskinnskápu, sem kemur þessu máli algjörlega við.
Því ég hló svo mikið að ég pissaði niður þar sem ég stóð og ég gat ekki hætt að hlæja. Flokkurinn sem fylgdi mér trylltist úr hlátri.
Og kápan litaði sparikjólinn rauðan. Ég roðnaði hins vegar ekki. Gat það ekki fyrir hlátrinum sem var að kæfa mig.
En merkilegt nokk þá man ég alls ekki hvað kætti mig svona. Enda hefur það vísast ekki verið merkilegt.
Það er hægt að halda upp á merkisdaga eins og þann hægri (sem er ekkert annað en dulinn áróður frá íhaldinu) á margvíslegan hátt.
Það er hægt að gera hann ódauðlegan í minningunni með því t.d. að pissa á sig.
Allir dansa Jenka!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Sunnudagur, 25. maí 2008
Náttúrleg upplifun án aukaefna - takk fyrir
Mamma æskuvinkonu minnar vann í apóteki í denn. Hún gaf okkur oft ágætis ráðleggingar um eitt og annað varðandi útlit.
Við fórum að sjálfsögðu ekki eftir því. Hún mældi nefnilega sterklega með vatni og sápu til andlitsfegrunar, á meðan markaðurinn benti okkur vinsamlegast á meik og varaliti.
Þessi kona var í raun stórkostlegur húmoristi. Þegar ég og vinkonan ákváðum að við yrðum að eignast síðar hárkollur, sem þá voru ómissandi í Mekka hátískunnar, London, reyndi hún að telja okkur hughvarf með því að ráðleggja okkur að bera í okkur lúsameðalið grásalva, því það örvaði hárvöxt svo eftir væri tekið.
Ég gæti logið og sagt að við Einsteinarnir hefðum séð í gegnum þetta, en nei, heiðarleikinn skal hafður í fyrirrúmi og auðvitað settum við þennan illalyktandi viðbjóð í hárið á okkur og viti menn; árangurinn var enginn og mamman hló illkvittnum og tryllingslegum nornarhlátri í eldhúsinu.
Þannig að við keyptum hárkollurnar, en það er önnur saga og verður sögð seinna.
Það er hægt að fá ungt fólk og suma fullorðna reyndar til að trúa hverju sem er.
En það er mér fyrirmunað að skilja hvers vegna fólk fer og kaupir ástarlyf, eða afródesíakk (ojabjakk) sem gert er úr körtueitri. Einhver dó af því.
Eftir hverju er verið að sækjast? Stinningu? Göldrum?
Ég er greinilega ekki inni í kynlegri kynlífstískunni. Hjá mér hefur þetta alltaf verið spurning um náttúrulega upplifun án aukaefna.
Proppsið er alltaf að verða stærri þáttur í kynlífi. Að tala um að vera opinn og utanáliggjandi og allur í settöppinu -GMG!
Hjá minni kynslóð er þetta inn-út-inn-út-búið-bless!
Það held ég nú.
Varað við banvænu ástarlyfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Sunnudagur, 25. maí 2008
Standa upp og setjast ekki aftur!
Það er ekki björgulegt ástandið í borgarpólitíkinni. Kjörtímabilið nákvæmlega hálfnað og 72,3% Reykvíkinga styðja ekki meirihlutann.
Það er auðvitað fáránlegt að ekki megi kjósa upp á nýtt þegar mál skipast með þeim hætti sem allir þekkja.
Svo hefur fólk það á tilfinningunni að allt sé í lausu lofti, það talar hver um annan þveran.
Á maður að búa við þetta í heil tvö ár enn?
Og ekki held ég að það muni breyta neinu þó t.d. Hanna Birna, eða nokkur annar taki við sem borgarstjóri, þessi meirihluti er einfaldlega ekki starfhæfur.
Reyndar er ég ekki hissa á að flestir sem spurðir voru í könnun Fréttablaðsins vildu Hönnu Birnu sem borgarstjóra, en mér finnst hún flottur stjórnmálamaður. Verst að hún er ekki í réttum flokki.
En það er ekki spurning um stólaskipti hér og þar.
Það er spurning um að standa upp og setjast ekki aftur.
Og þannig er nú það.
Flestir vilja Hönnu Birnu í embætti borgarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 13
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 76
- Frá upphafi: 2987144
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 75
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr