Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
Fimmtudagur, 29. maí 2008
Skjálfti-Uppfærsla
Nýjar fréttir af nýjum sjálfta. Símarnir dottnir út hjá mér. Nýji sjálftinn 6,1-6,7 á Richter. Búið að loka Ölfusárbrú.
Nýr fréttatími er á leiðinni á RÚV.
Jösses.
Vá, það var jarðskjálfti við Selfoss fyrir einhverjum mínútum. 3,2 á Richter!
Og hegðun hafsins við Færeyjar er eitthvað undarlegt.
Nú fer ég á taugum.
Dem, ég sem ætlaði að fara í Þrastarlund og fá mér kaffi í góða veðrinu.
Dem, dem, dem.
Eruð þið ekki jarðskjálftahrædd?
Jarðskjálfti við Ingólfsfjall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 29. maí 2008
"Ignorance is a bliss"
Ég held að kreppa sé fyrst og fremst hugarástand. Hvergi verður kreppan áþreifanlegri heldur en í áhyggjunum sem heltaka þann sem hefur látið hræða úr sér líftóruna vegna versnandi árferðis.
Ég er svo sannarlega ekki að gera lítið úr því að nú dynja djammreikningarnir yfir almenning sem alla jafna hefur ekki verið að tjútta á eyðslufylleríi út um víðan völl.
Ég get bara talað fyrir mig. Ég finn ekki mikinn mun á efnahagsástandi heimilisins frá því sem var á "þenslutímanum". Einfaldlegar vegna þess að ég tók ekki þátt í dúndrinu.
Ég hef ekki keypt glæsibifreiðar, flatskjái, stærra húsnæði, sumarbústað(i), farið í grillpartý á Kínamúrnum, hangið í sparifötunum á þyrlupöllum heimsins, né stundað annað lúxuslíferni, eftir því sem ég kemst næst (ef undan eru skilin dragt eða þrjár). Ónei, hér er lifað eðlilegu lífi. Og það geri ég áfram. Moða úr því sem ég hef og læt hræðsluáróðurinn um kreppuna sigla ljúflega framhjá mér, án þess að hann fái að menga í mér hugarfarið.
En ég hef reyndar orðið uppvís að smá "lúxus"líferni. Eftir að ég fékk sykursýkina og breytti algjörlega um mataræði, tók ég upp á því að versla í matinn í Hagkaup. Það var kjöt- og fiskborðið sem átti sök á því. Líka grænmetisdeildin, jájá, mun betra grænmeti heldur en í lágvöruverslununum.
Þetta siðleysi í heimilisrekstri hef ég ástundað forstokkuð og án nokkurrar iðrunar.
En nú verð ég að endurskoða málið upp á nýtt. Ég hef engan veginn efni á þessum flottræfilshætti lengur. Ég er nefnilega farin að lesa strimlana úr búðinni og það er ekki skemmtileg lesning.
Það er sagt að "ignorance" sé alsæla, það er nokkuð til í því. En þar fylgir böggull skammrifi. Það er nefnilega ekki hægt að búllsjitta sig þegar þú hefur vitneskjuna í höndunum.
Þess vegna er ég farin í Bónus eða Krónuna. Ugla sat á kvisti.
Úje.
Hagkaup og Nóatún hækka mest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 29. maí 2008
Gjörningaveður
Gjörningar eða "happenings" er skemmtilegt listform. Ég hef aldrei séð þann gjörning sem ekki hefur hreyft við mér á einhvern hátt. List í augnabliksins hugnast mér vel.
Og nú ætla atvinnubílstjórar að vera með gjörning niðri við Alþingishús. Reyndar er gjörningurinn fyrirfram leikstýrður og allt það, en gjörningur er það samt.
Það er húmor í þessu og skýr skilaboð líka til ráðamanna. Jóhanna fær rósir, hinir líkkistur. Ég hefði nú persónulega haft öskuker vegna ummáls líkkistnanna, en ég stend ekki fyrir þessu.
Jóhanna á allar rósir heimsins skilið, þó ekki væri fyrir annað en hversu sönn hún er og samkvæm sjálfri sér.
En..
það er galli á gjöf Njarðar, hvað mig varðar, þegar bílstjórarnir eru annars vegar.
Ég stóð með þeim alveg þangað til þeir fóru að kalla fram í á Alþingi og heimta forgang fram yfir fólk í neyð úti í heimi.
Akraneshugmyndafræði Frjálslynda flokksins er engum til framdráttar og þeim og öllum sem hana stunda til vansa. Ég er að pirringsjafna hérna svo ég held mig á lýsingaorðamottunni.
Auðvitað mæti ég ekki í jarðaförina, en ég óska þeim góðs töffurunum á trukkunum.
En þeir settu niður sína næstsíðustu kartöflu í mínum garði með því að heimta forgang yfir fólk í sárri neyð.
Lélegur stíll.
Fyrst og fremst táknræn athöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 29. maí 2008
Stelpukvöld - Einhvers afturendi - Arg
Þar sem ég hef farið lyklaborðshamförum hér í allan dag, í trylltum pirringsbloggum, sé ég mig knúna til að gefa aðeins í og enda kvöldið með bravör - og pirrast meira.
Ég er svo sein að kveikja, ég horfi ekki það mikið á sjónvarp að ég hafi mikla yfirsýn yfir dagskrána svona almennt, en halló, eruð þið að djóka í mér?
Stelpukvöld á Stöð 2!
Greys Anatomy, Miðillinn, Rómantískar bíómyndir. Allt af því að við erum konur. Allar með sama smekkinn. Ég er græn í framan.
Hvenær eru strákakvöldin, vilja þeir ekki líka fá útdeilingu á sérvöldu efni fyrir manneskjur með typpi?
Er það box? Pólitískar umræður? Fótbolti? Friggings íshokkí? Fjallaklifur? Halló aftur!
Konur eru eins, karlar eins. Einfalt og gott ef hugmyndafræði Stöðvar 2 væri ekki glórulaust kjaftæði.
Nú myndi ég segja upp áskriftinni ef ég hreinlega nennti að standa í því.
Reyndar ættum við að mynda þrýstihóp um málefnið við stelpurnar, heimta venjulega dagskrá sem er ekki kynhlutverkaklisjusteríótípumiðuð.
Er enginn að fá kast yfir þessu nema ég?
ARG
Annars góð. Hehe!
Gamanaðessu.
Á morgun mun ég pirringsjafna og verða eins ljúf og konurnar í dömubindaauglýsingunum. Lofa.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Miðvikudagur, 28. maí 2008
Dagur núllsins
Jæja þá er það komið á hreint.
Þess vinnuþjakaða ríkisstjórn hefur sagt sitt síðasta orð fyrir sumarfrí.
Afrakstur dagsins er eitt stórr EKKERT.
Engin breyting á eftirlaunafrumvarpi, verður unnið að málinu í sumar. Hva? Nægur tími.
Engar bætur til Breiðavíkurmanna, kannski í haust. Auðvitað geta þeir beðið, þetta er búið að vera svoddan dans á rósum hjá mönnunum, ekkert liggur á.
Enginn andskotans afsökunarbeiðni dómsmálaráðuneytis fyrir persónunjósnirnar á íslenskum borgurum. Svo má geta þess að fólk er að tjá sig hér um víðan völl yfir að Björn Bjarnason þurfi auðvitað ekki að biðjast afsökunar fyrir hönd föður síns. Halló, Björn er ekki ríkið og pabbi hans ekki heldur, þeir eru handhafar valds og Birni væri réttast að hysja upp um sig í staðinn fyrir að brúka munn og viðhafa kaldastríðsáróður úr ræðupúlti Alþingis. Þetta hefur ekkert með persónur þessara manna að gera. En ég segi það satt, það kann ekki góðri lukku að stríða þegar embætti ganga í erfðir.
Sem sagt dagur núllsins. Frestun og almennur dónaskapur er afrakstur dagsins í dag.
Ég er svo hamingjusöm með íslensk stjórnvöld.
Því ég veit að þetta kemur allt saman, bara einhvern tímann seinna.
Djö sem ég er komin í öfluga stjórnarandstöðu.
Péess: Hvar er útlenda kjötið sem ég ætlaði að vera svo dugleg við að kaupa? Hélt ég í alvörunni að innflutningur á kjöti yrði leyfður? Nebb, I´ve been around too long.
Farið yfir eftirlaunalög í sumar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Miðvikudagur, 28. maí 2008
Skítugu börnin hennar Evu
Ég var að lesa Fréttablaðið í rólegheitunum áðan og ég las m.a. viðtal við mann sem var að losna út af réttargeðdeildinni á Sogni.
Mér leist satt að segja ekki á að ekkert uppbyggingarstarf skuli hafa farið þar fram, þrátt fyrir að til þess skipuð nefnd af Heilbrigðisráðuneyti hafi talið, fyrir tveimur árum síðan, að uppbygging væri þar löngu tímabær.
Mér líst illa á að mögulega sé rétt hjá þeim sem blaðið talar við, að sjúklingur hafi verið látinn dúsa í 18 daga einangrun við verstu hugsanlegu aðstæður. Bara möguleikinn á sannleiksgildi þess, ætti að vera tilefni til úttektar á starfseminni.
Burtséð frá lækninum með lyfin og áfengisráðgjafanum á Litla-Hrauni sem sótti þau fyrir hann, þá er það að brjótast um í mér, hvort reglulegt eftirlit sé ekki með stofnunum sem vista okkar veikustu bræður og systur?
Ég hef lesið skelfingarsögur um meðferð geðsjúkra á árum og öldum áður, þar sem farið var með fólk eins og dýr í búri, svo ég sé nú spar á yfirlýsingarnar.
Mér sýnist ekki mikið hafa breyst í þessum málum. Það er farið upp í sveit með stofnanir og svo virðist undir hælinn lagt hvernig reksturinn fer fram.
Er nokkuð ljótara en að loka veikt fólk inni og nánast henda lyklinum, hreinlega gleyma að það er til?
Er til of mikils mæst að reglulegu eftirliti með fangelsum, geðsjúkrahúsum sé komið á??
Byrgismálinu er varla lokið og allir dottnir í fastasvefn aftur. hvað þarf eiginlega að gerast til að vekja fólk til umhugsunar?
Það er nefnilega þetta með skítugu börnin hennar Evu, þau eiga ekki að heyrast og ekki að sjást.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Miðvikudagur, 28. maí 2008
"Af hverju drakkstu svona mikið?"
SÁÁ blaðið var í pósthólfinu mínu í morgun. Og ég las það upp til agna.
Ég er ein af þeim tugþúsund Íslendingum sem á SÁÁ líf mitt að launa. Ég er hvorki meira né minna en sannfærð um að ég sæti ekki hér og rifi kjaft alla daga, hefði þeirra ekki notið við.
Blaðið er stútfullt af fróðleik. Dæmi:
"Af hverju drakkstu svona mikið pabbi" er viðtal Mikahels Torfasonar við pabba sinn sem hann keyrði í meðferð fyrir einhverjum árum. Þá fékk ég verk í móðurhjartað. Það er vont að meiða börnin sín. Ég lifi með því, get ekki breytt því en ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til að endurtaka það ekki.
Það er grein um nikótín og alkahólista. Helst æði oft í hendur, eins og undirrituð ætti að vita.
Gunnar Smári skrifar frábæra grein um "Samfélag á fyllibyttustiginu" og Hörður Svavarsson skrifar um nýja greiningartækni í barna- og unglingageðsjúkdóma.
Og svo mætti áfram telja.
Frá og með morgundeginum og alla helgina er Álfurinn til sölu. Ágóði sölunnar rennur til rekstrar unglingadeildarinnar á Vogi. Ekki veitir af. Við höfum nýlega lesið um að 20 fíklar, ungar mæður, hafi látist frá áramótum. Það þarf að gefa í hérna. Almenningur, með kaupum á Álfinum og svo ættu ráðamenn að hysja upp um sig og sjá til þess að SÁÁ sé ekki stöðugt í tilvistarkreppu vegna skorts á fjármagni.
Þessi alki kaupir álfinn og ég vænti þess að það gerir allir sem hér lesa. Alkahólismi snertir okkur öll, á einhvern hátt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Miðvikudagur, 28. maí 2008
Ég get ekki lifað án þín
Stundum verður hörmung mannsins svo stór að ég skelli upp úr. Frekar en að fara að grenja sko.
Í Taívan núna í vikunni var maður sem tók hugtakið "ég get ekki lifað án þín" alla leið.
Hann skreið inn í líkkælinn til að sameinast unnustunni í dauðanum.
Sem betur fer var manninum bjargað, annars hefði þessi saga sennilega ekki komist í fréttirnar.
En hafið þið tekið eftir því hversu klikkaðar fréttir komast í blöðin núorðið?
Konurnar sem stigu óvart inn á helgisvæði karlanna á Grikklandi og brutu þar fleiri þúsund ára kvennabann. Hm... gott hjá þeim.
Japaninn sem ég bloggaði um í morgun og var ástfanginn af símsvara.
Einhver sem "naut ásta" með bílnum sínum, líka í Asíu minnir mig.
Og nú þetta.
Fólk þarf orðið að vera rosalegir rugludallar til að komast í fréttir. Svo étur maður þetta upp.
En börnin góð, haldið ykkur frá líkgeymslustöðum.
Hurðin gæti hrokkið í lás.
Muha
Jájá. Annars góð.
Later.
Skreið inn í líkkæli til kærustu sinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 28. maí 2008
"2 hot 2 handle"
Það er hægt að fá ýmislegt á heilann.
Músík t.d. Ég fæ reglulega skelfileg ógeðislög á heilann, þannig að dögum saman hljómar viðkomandi hörmung í eyrum mínum.
Muniði eftir "Það er lítið hús, út við lygnan sjó"? Jabb, heilir 4 dagar í febrúar, ég legg ekki meira á ykkur. Jú annars, ég ætla að gera það.
Eða.."Þú villt fara þinn veg"? Einmitt, það lagðist á mig í janúarþunglyndinu og gerði mig nærri því vitfirrta.
Svo er hægt að fá frasa á heilann. Kannast einhver við það? Fyrir einhverjum árum kom ég ekki út úr mér heilli málsgrein öðru vísi en að í henni væri að finna "Það hálfa væri nóg". Til að forðast endurtekningar (jeræt) þá skipti ég út "nóg" og notaði yfirdrifið, hellingur og hamslaust. Enn get ég ekki tekið mér þennan frasa í munn. Þessum frasa sem gekk ljósum logum um hið íslenska málsvæði, má kenna Þórarni Tyrfingssyni um, því hann kallaði bókina sína þessu nafni.
Og svo er hægt að verða ástfanginn af símsvara. Það henti ungan Japana sem æstist allur við að hlusta á rödd í gjaldfrjálsu símanúmeri matvælafyrirtækis í Tókýó. Ekki spar á tímann sinn sá en hann eyddi 3.100 klukkustundum hangandi slefandi á tólinu.´
Ég hringi oft í þjónustusíma bankanna. Þar er það Bjarni Vestmann sem talar. Ég ætla rétt að vona að ég falli ekki fyrir röddinni í Bjarna, þó hún sé voða ábyrg og krúttleg. Alveg: "fyrst koma 10 stafir" eða "þetta var því miður ekki rétt, vinsamlegast reynið aftur", rosalega löðrandi í sexappíli, leiðandi mann áfram um frumskóga bankakerfisins.
Nebb, ég nota bara netbankann. Bjarni er 2 hot 2 handle.
Eða er það Haukur Hólm? Veit ekki, en maðurinn er TIGER!
Sól í heiði lalalalala.
Góðan daginn plebbarnir ykkar.
Með símsvara á heilanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Miðvikudagur, 28. maí 2008
Og ég vissi það
Ég elska að fylgjast með kosningum og aðdraganda þeirra að sjálfsögðu. Ef ég sest niður við sjónvarpið (túbuna þið munið) á kvöldin, horfi ég á CNN og fleiri stöðvar fjalla um komandi forsetakosningar í USA.
Og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að í nóvember verði dálítið erfitt að vera hvítur karlmaður á miðjum aldri, í góðri vinnu, með hús, konu, börn og bíl, verandi demókrati í þokkabót.
Valkostirnir eru ekki beysnir fyrir þennan holdgerving ameríska draumsins.
Hvað stendur manninum til boða sem svona er ástatt um?
Jú lengi vel kom til greina að það yrði hvít kona, forrík og að margra mati ísköld tæfa (ekki mín skoðun, en hafið þið horft á Fox?), eða svartur karlmaður, forríkur og með vafasama fortíð í trúmálum.
Það krimtir nú eiginlega í mér af því stundum er skrattanum skemmt.
Fyrir ári síðan, þegar öll vötn runnu til Hillary, sagði ég einhvers staðar að það myndi saxast af henni fylgið þegar nær drægi kosningum. Mig grunaði að það væri ekki alveg komið að því að strákarnir helyptu Hillary í Hvíta Húsið. Og ég hafði rétt fyrir mér.
Þegar allt kemur til alls, standa þeir saman karlarnir, jafnvel þó litasétteringin á bróðurnum sé ekki alveg eftir bókinni.
Súmí.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 11
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 2987142
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 73
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr