Leita í fréttum mbl.is

Skítugu börnin hennar Evu

Ég var að lesa Fréttablaðið í rólegheitunum áðan og ég las m.a. viðtal við mann sem var að losna út af réttargeðdeildinni á Sogni.

Mér leist satt að segja ekki á að ekkert uppbyggingarstarf skuli hafa farið þar fram, þrátt fyrir að til þess skipuð nefnd af Heilbrigðisráðuneyti hafi talið, fyrir tveimur árum síðan, að uppbygging væri þar löngu tímabær.

Mér líst illa á að mögulega sé rétt hjá þeim sem blaðið talar við, að sjúklingur hafi verið látinn dúsa í 18 daga einangrun við verstu hugsanlegu aðstæður.  Bara möguleikinn á sannleiksgildi þess, ætti að vera tilefni til úttektar á starfseminni.

Burtséð frá lækninum með lyfin og áfengisráðgjafanum á Litla-Hrauni sem sótti þau fyrir hann, þá er það að brjótast um í mér, hvort reglulegt eftirlit sé ekki með stofnunum sem vista okkar veikustu bræður og systur?

Ég hef lesið skelfingarsögur um meðferð geðsjúkra á árum og öldum áður, þar sem farið var með fólk eins og dýr í búri, svo ég sé nú spar á yfirlýsingarnar.

Mér sýnist ekki mikið hafa breyst í þessum málum.  Það er farið upp í sveit með stofnanir og svo virðist undir hælinn lagt hvernig reksturinn fer fram.

Er nokkuð ljótara en að loka veikt fólk inni og nánast henda lyklinum, hreinlega gleyma að það er til?

Er til of mikils mæst að reglulegu eftirliti með fangelsum, geðsjúkrahúsum sé komið á??

Byrgismálinu er varla lokið og allir dottnir í fastasvefn aftur. hvað þarf eiginlega að gerast til að vekja fólk til umhugsunar?

Það er nefnilega þetta með skítugu börnin hennar Evu, þau eiga ekki að heyrast og ekki að sjást.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Var það ekki bara í fyrra sem 15 ára strákur var geymdur í einangrun á littlahrauni vegna plássleysis og þunglyndur maður inn á baðherbergi á geðdeild vegna plássleysis?  Mjög slæmt ástand sko og engin skilningur fyrir veikum einstaklingum.  Það er nokkuð ljóst að það þarf úrræði, svo fólk geti komið út sem betri einstaklingar.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 28.5.2008 kl. 16:50

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nanna: Man eftir þessum á baðherberginu amk. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.5.2008 kl. 16:51

3 Smámynd: Ragnheiður

Það gengur ekki upp að réttargeðdeild sé rekin sem geymsla og felustaður, það eru veikustu einstaklingarnir. Ég horfði á fréttamyndskeið í gærkvöldi og húsið er að hrynja !

En verra er auðvitað að innri strúktúrinn er verri en hann sést ekki eins með berum augum leikmanns.

Viðkomandi "ráðgjafi" er einn Moggabloggaranna og fjallar um málið á sinni síðu, mér gafst hinsvegar ekki alveg tími til að lesa það áðan.

Það er löngu tímabært að huga betur að föngum, hvar svo sem þeir eru vistaðir

Ragnheiður , 28.5.2008 kl. 16:58

4 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Mjög mikilvægt og ef það er til fólk sem getur ekki fundið til með föngum og heldur því fram að þetta var bara þeirra sök(þeir komu sér í þetta), þá er það ekki bara hagur þeirr að það sé komið  fram við þá eins og menn og hlúað að þeim heldur okkar allra í samfélaginu.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 28.5.2008 kl. 17:03

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hallgerður: Ég er að tala um þá sem eru veikir á geði, aðallega og eru seldir undir misgóðar stofnanir.  Það sem ég vil benda á að það á að vera virkt eftirlit með öllum stöðum sem hýsa veikt fólk (og auðvitað með fangelsunum líka), ekki af því að það skuli gengið út frá því að eitthvað sé að, heldur á þetta að vera vinnuregla.  Svarar þetta spurningunni?

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.5.2008 kl. 17:13

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég er svo sammála þér Jenný, það á sannarlega að vera virkt eftirlit með öllum þeim sem að koma að meðhöndlun á veiku fólki....við sjáum svo alvarlegt dæmi í því þegar þetta bregst í Byrgismálinu. Þar er veikur maður sem fær upp í hendurnar ómrætt vald yfir veiku og viðkvæmu fólki og misnotar það á alvarlegan hátt!  Eftirlit á svo sannarlega að vera vinnuregla alltaf, án allra undantekninga. Þannig getum við alla vega reynt að lágmarka skaðann sem hlýst af þegar við afhendum fólki forræði yfir öðru fólki sem kann ekki að fara með það!!

Sunna Dóra Möller, 28.5.2008 kl. 17:16

7 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Ég hélt að réttargeðdeild væri til að byggja fólk upp og hjálpa því að ná heilsu en ef þetta er rétt þá er það einhver misskilningur.

Eyrún Gísladóttir, 28.5.2008 kl. 17:18

8 Smámynd: Linda litla

Ég held að breytingin síðan í old days sé ekki mikil ef einhver er, jafnvel bara verri. Myndi halda að hugsunum um þetta fólk sé, það er klikkað/geðveikt/blabla og ekkert betra skilið, megi það dúsa þarna í ömurlegu ástandi.

Það er svoooo margt sem að þarf að bæta í þessum heimi/landi okkar.

Linda litla, 28.5.2008 kl. 17:34

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er svo sammála þér Jenný mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 28.5.2008 kl. 17:53

10 identicon

Þegar yfirlæknir á Sogni er bullandi veikur,er hann á sama tíma að meðhöndla fólk á Sogni og Litla Hrauni hvernig á það að ganga upp.Og þetta láta yfirvöld viðgangast þetta er ekki byrjunin hjá MS en vonandi endirinn. "Ráðgjafinn" og moggabloggarinn 'Oskar Arnórsson (huldumenn) er svo sjúkur eins og sjá má á öllum  skrifum hans og það notaði geðlæknirinn sér ,,,,, sveiattan bara.

Gunnar (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 17:54

11 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það er varla að maður hætti sér inn í þetta kvennaríki hjá þér núna, kæra Jenný.

Það er eins og fólk vakni upp við vondan draum í hvert sinn sem Sogn kemst í fréttirnar, (eða finnist það eigi að vakna upp við vondan draum) og ég skil ekki af hverju. -

Þarna er hýst afar veikt fólk sem getur verið bæði sér og öðrum hættulegt í ofaná lag. Samt hefur Sogn "útskrifað" fólk aftur út í lífið og þeim hefur vegnað vel.  Ég þekki nokkur þeirra persónulega af því ég vann um stundarsakir á Sogni. - Mér finnst að fólk eigi að fara varlega í sakirnar við að gagnrýna þessa starfsemi sem á stöðugt undir högg að sækja í kerfinu og mikið þurfti til á sínum tíma, til að koma á laggirnar.

Bestu kveðjur annars,

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.5.2008 kl. 18:08

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Hallgerður

Innra eftirlit á þessari litlu stofnun heyrir undir landlækni og hann hefur látið til sín taka um málefni Sogn þegar þurfa þykir fram að þessu. M.a. svift yfirlæknin ákveðnum ávísunaleyfum eins og frqm hefur komið. -

 Réttargeðdeildir eru umdeildar stofnanir og mikil ósátt var um stofnunina hér á landi til að byrja með. Stofnunin hefur því ætíð "átt undir högg að sækja" bæði hvað almenningsálit snertir og fjárhag. Að auki var húsnæðið að Sogni aldrei hannað sem alvöru réttargeðdeild og skorti því ætíð aðstöðu til að sinna því hlutverki sem stofnuninni var ætluð. -

Hegðun yfirlæknis virðist vissulega ámælisver, en það var fjöldi lækna sem áttu þátt í þessum "ólöglegu" lyfjaávísunum að sögn óafvitandi, sem mér finnst afar ósennilegt. Alla vega var þeim kunnugt um bannið sem hann var undir og áttu því að geta haft varann á.

 Ég tek hinsvegar heilshugar undir síðustu setningu þína Hallgerður.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.5.2008 kl. 18:56

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég vil skilvirkt eftirlit.  Það þýðir ekki að Sogn og allt sem þar hefur verið gert sé ómögulegt.  Alls ekki.  En svona á ekki að geta gerst.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.5.2008 kl. 19:33

14 identicon

Mér finnst það alveg skelfileg tilhugsun að yfirvöld skuli ekki hafa meira eftirlit með stofnunum sínum heldur en það að einhver geti unnið innan þess í lengri tíma og farið svona að ráði sínu eins og þessi læknir gerði, og vera í þessu starfi eins veikur og hann sjálfur er svona lengi. Það hlýtur að verða gert eitthvað drastískt í þessum málum núna.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 20:08

15 identicon

Sæl Jenný ég tek undir með þér og mér svelgdist á kaffinu í morgun meðan las þessa grein.

Ég hef komin fram og rætt um óhreinu börnin hennar Evu og tekið dæmi um líf þeirra. Gekk svo langt að senda það ráðamönnum þessarar þjóðar. Ekki veit ég hvað þar til að ráðamenn sjái vandann og að ástæða sé til að bregðast við honum og að það þurfi fleiri úrræði en þau sem bjóðst í dag.

Oft gaman að lesa bloggin þín Jenný, en ég blogga ekki sjálf.

kveðja Kristjana

Kristjana Steinþórsdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 20:17

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kristjana: Takk kærlega fyrir þitt innlegg og fyrir að lesa hjá mér.  Nú las ég líka í Fréttablaðinu að aðstandendur einhverra á Sogni hafi talað við heilbrigðisyfirvöld og ekkert veirð gert með það.  Það virðist enginn vilja hlusta.

Anna: Sammála.

Hallgerður: Þú mátt tjá þig eins og þú villt hér á blogginu mínu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.5.2008 kl. 20:20

17 identicon

 Góð færsla hjá þér.Það nennir enginn að gera neitt Alla vega ekki Landslæknisembættismenn og konur

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 2985770

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband