Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Rakin ósannindi

112042

Ég er mjög ábyrg í minni sykursýki og sprauta mig upp á punkt og prik með insúlíni tvisvar á dag.

Ég hef fullt kontról á mínu mataræði og ekki halda því fram að ég missi mig einstaka sinnum þegar freistingarnar bera mig ofurliðiBlush.  Það er helber lygi.

Það er heldur ekki sannleikskorn til í því að ég hafi ráðist á ákveðna tegund sælgætis áðan og "gleymt" því að það er á nónó listanum.

Þetta segi ég ykkur því ég kann ekki við að fólk efist um heilindi mín gagnvart mínum sjúkdómi.

Úff,

hvað hefðu mínir nánustu sagt núna ef það hefði verið rauðvínsflaska í stað myndarinnar af þessu græna gumsi (sem ég veit ekki hvað er), í byrjun færslu?

Ég er ansi hrædd um að björgunarsveitin hefði verið send í Breiðholtið og það með látum.

En ég er ábyrgur alkahólisti, enda búin að læra að þar dugir hvorki hálfkák eða svindl.

Þetta langaði mig til að segja ykkur börnin góð.

Í almáttugs bænum farið varlega í myrkrinu.

Óbigmama, hvað útsýnið er fallegt af snúrunni!

Úje

 


Krúttsería - allir í næsta vegg

Jæja, þær eru að koma í hús reglulega, myndir frá Londres og Leifsgötu af krúttbörnunum.  Mig vantar hins vegar sárlega myndir af fermingabarni síðustu helgar, en þeim verður splatterað á bloggið um leið og ég hef þær með höndum.

Amma-Brynja og afi-Tóti voru í London s.l. helgi og hér kemur sýnishorn

Maysa, Brynja og Oliver að tjilla á sýningu í Londres

og Oliver fór í heimsókn til mömmu í vinnuna

arg í vegg, svo sætastur!!!

Hrafn Óli er eins og dúkka þessi dúlla

og Jenný Una horfir á sjónvarp af alefli.

Nú er ég í bili búin að uppfylla þá skyldu mína, að veita vinum og kunningjum sýn inn í krúttheim Jennýjar Önnu.  Meira seinna gullin mín.

Ég er í kr....i

Jámmogjæja.

 


Mér krossbrá og er enn í rusli..

..en á vísi.is er fjallað um að Þórarinn Tyrfingsson sé að hætta hjá SÁÁ. 

Auðvitað eru fleiri frábærir læknar hjá SÁÁ og alltaf kemur maður í manns stað, en ég sé einhvern veginn ekki fyrir mér Vog og allt þetta hjálparbatterí, án Þórarins.

Þar sem mér er málið skylt, á líf mitt SÁÁ að launa, eins og þúsundir annarra Íslendinga, þá var ég fljót að klikka á meðfylgjandi myndband

Ég er engu nær.

Er maðurinn að hætta eða ekki?

Þessi alki er eitt spurningamerki,

æi afhverju þarf allt að vera breytingum háð?

Hm...


Fjólublár viðbjóður

 Kim%20005-XAK

Ég hef ævarandi ofnæmi fyrir fjólubláa litnum sem var í tísku 196tíuogeitthvað þegar ég var gelgja.  Ég átti kjól í þessum lit, skó, spöng, jakka, hárband, sólgleraugu, hring, úrfesti og ég veit ekki hvað og hvað.  Þessu sló svo illa inn, að enn í dag get ég ekki á heilli mér tekið þegar ég sé þennan lit.  Þetta er svona svipað ástand sem ég upplifi gagnvart fjólubláa viðbjóðnum og ég ímynda mér að naut gangi í gegnum tilfinningalega (músímúsí) þegar rauðri dulu er varpað framan í það.

Ég veit að það er ekki vinsælt, en ég ætla að blogga um Júróvisjón, af því ég þarf tilfinningalega útrás á því dæmi öllu.  Þetta lag sem vann sá ég og heyrði einu sinni og ég er búin að gleyma því (guði sé lof) og ég var ekki gagntekin og heltekin.  Þetta hefur ekkert með flytjendurna að gera, nema fjólubláa átfittið sem þau veifuðu framan í mig og gerðu sig um leið ódauðleg í huga mínum (Devil).

Það sem ég sá og þoldi, var lag sem Pálmi söng, eftir Magga Eiríks og svo féll ég gjörsamlega fyrir stráknum hennar Andreu (man ekki nafn á honum eða nafn lagsins), en hann var með æðislega útgeislun strákurinn.  Og mikið rétt, lag með Svölu Björgvins (Wiggle Wiggle song) var líka vel hlustandi á.

Upptalið og búið.  Ég veðja alltaf á rangan hest.

Ég held ennþá með Silvíu Nótt og vildi hafa hana sem árlegan viðburð á Júróvisjón.  Hún er svo sjarmerandi þessi stelpa.

En eins og maðurinn sagði þá er Júróvisjón til margra hluta nytsamlegt. 

Kjötkaupmenn gleðjast.

Grillseljendur eflast.

Áfengis og tóbaksverslunin þarf að ráða meira fólk.

Auglýsendur fá raðfullnægingar yfir gróðanum.

Svo má blogga um þessa plebbaráðstefnu alveg endalaust og botnlaust.  Bæði fólk eins og ég sem  urlast upp af þessum viðburði og líka þeir sem elska að fylgjast með.

Að þessu samanlögðu er Júróvisjón þjóðþrifamál þrátt fyrir fjólubláa viðbjóðinn.

La´de svinge!  Takið nú vel eftir þeim fjólubláa.  Hann er greinilega ávísun á sigur.Pinch 

Újeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeee


mbl.is Óljóst með Eurovision-myndband í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er forhertur andskoti

Ég nennti ekki að hanga yfir afhendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna.  Ég sem er svo innntú mjúsikk.  Það hefur eitthvað gerst með samskipti mín og sjónvarpsins, ég er hætt að nenna að horfa á nánast allt nema fréttir og Kastljós og tæpast að ég nenni því heldur.  En auðvitað verður kona að fylgjast með fréttum á báðum stöðvum.  Annars er það ávísun á þunglyndi að heyra ítarlegar umfjallanir um ástand efnahagsmála þessa dagana, ég er alveg komin með móral yfir að líða svona ósvífnilega vel, þrátt fyrir að allt sé greinilega í kalda kolum.  En ég er forhertur andskoti.

En aftur að sjónvarpsdagskránni og Íslensku tónlistarverðlaununum.  Ég byrjaði að horfa.  Fyrirgefið á meðan ég veina af angist út í cypertómið!  Dettur engum í hug að hafa annað form á svona verðlaunaafhendingum en þetta hallærislega Óskarsverðlaunaafhendingarform?  Í svona míníútgáfu verður það eins og einkapartí. Hrmpf...

Guð hvað ég er þroskuð.

Og..

..stundum horfi ég á sjónvarp gagngert til þess að pirra sjálfa mig upp úr skónum.  Er í lagi heima hjá mér?  Jájá, síðast þegar ég gáði.

Þar er Bandið hans Bubba alveg að slá í gegn.

En smá leyndó..

..ég er húkkt á American IdolBlush, já ég veit það, er algjör halloki en það er eitthvað við Simon vin hennar Maysu minnar, sem fær mig til að nenna þessuWhistling og ég lifi mig algjörlega inn í atriðin.  Þetta segi ég ykkur krúttin mín af því ég veit að þið eruð orðvör og farið ekki að hlaupa með þetta.Devil

Ég er marin og blá á annari löppinni eftir fallið í dag, en ég næ mér á strik.

Háæluðu verða teknir fram á morgun.

10 cm. hækkun á persónu minni er áverkanna virði.

Farin aftur í rúmið.

Eða ekki!

SíjúgæsHeart


mbl.is Páll Óskar og Björk söngvarar ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frú, frú, frú

11

Ég lifi fábreyttu lífi.  Réttara sagt þá lifi ég því lífi sem ég sjálf hef kosið.  Svei mér þá, það er ekki langt síðan að ég lét berast með straumnum og líf mitt var eilíft "happening" allt eftir hvert mig rak hverju sinni.

Nú stjórna ég sjálf, fyrir utan hluti sem mér er fyrirmunað að ráða yfir, en í stórum dráttum er líf mitt eins og ég vil hafa það - rólegt og þægilegt.

Einhvertímann hefði mér fundist það þunnur þrettándi.  Fyrirsjáanlegir hlutir voru bara leiðinlegir, það átti að vera fútt og uppákomur í lífinu, þess meiri kaós því betra.

En sem betur fer þá hefur mér auðnast að breyta áherslum og ég hef lært að meta einfaldleikann.

En ég ætla ekki að verða væmin hérna - ónei!

En kjarni málsins er, að miðað við hversu stabilt líf mitt er orðið, þá lendi ég samt reglulega í ótrúlegum uppákomum.  Eins gott því annars gæti ég ekki bloggað um líf mitt eins og ég geri.  Ég elska nefnilega að gera grín að sjálfri mér.

Áðan slysaðist ég inn í verslun á Stór-Reykjavíkursvæðinu, til að kaupa örlitlar nauðsynjar og nei það var ekki Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins og ekki heldur Rómeó og Júlía (fyrir ykkur með aulahúmorinn).  Ég var í dragt og á háum hælum (ca. 10 cm.).  Ég liðaðist um búðina eins og snákur, í yndislegheitum mínum, skoðaði og spekúleraði, velti vöngum, gekk úr skugga um, kannaði og fiktaði.

Ég var með kreditkortið í höndunum og þegar ég hafði skoðað nægju mína óð ég að borðinu, skellti vöru á borð og rétti fram kortið.  Ég gekk síðan aftur innar í verslunina til að líta á fleiri skemmtilega vöruflokka.  Konan hafði kallað nokkrum sinnum; frú, frú, frú áður en mér hugkvæmdist að taka það til mín, enda hugsaði ég; hvern fjandann varð um fröken?

Jájá, sagði ég smá pirruð svona (ekkert mikið samt) hvað var það?  Jú, þetta var ekki kreditkort sem ég hafði fengið henni.  Skiptir það máli, debetkortið má nota líka, er það mál? Hm.. hún vesenaðist með kortið, smá feimin og hrædd við frekjudolluna og hálf stamandi sagði hún mér að þetta væri afsláttarkort sem ég hefði ætlað að borga með.

Æi, ég skammaðist mín smá, reif af henni eiturgrænt afsláttarkortið og tók á rás út í bíl meðan ég gargaði yfir öxlina á mér; ég kem að vörmu (eða eitthvað álíka hallærislegt), og þegar hér var komið sögu þá voru svona tíu manns komnir með verulegan áhuga á málinu og höfðu gefið dauðan og djöfulinn í að sjá það til lykta leitt.

Ég hljóp, léttstíg eins og kona í dömubindaauglýsingu, að bílnum og sjá, fyrir mér varð upphækkun, einhverskonar kantur sem kolfelldi mig í svörðinn og ég get eiginlega ekki sagt ykkur hvernig mér líður í fótunum og bakinu, en ég get hins vegar alveg frætt ykkur á að andskotans glápararnir í búðinni hlógu eins og fífl.

A.m.k. staðfesti húsbandið það, þegar hann kom aftur út í bíl eftir að hafa greitt fyrir vöruna með kreditkorti.

Sínu kreditkorti.

Er það nema von að ég sé ánægð með líf mitt?

Eintómar skemmtilegar uppákomur.

Ég held að ég fari að læra að kunna fótum mínum forráð.

Farin í rúmið.

Ójá.


Föstudagurinn langi - Tékklisti

Í fyrra, á lengsta degi ársins, hef ég skrifað bömmerfærslu út af eintómum leiðindum.

Í ár, á mínum 57. föstudeginum langa, ætla ég að hjala og skoppa eins og lítið vorlamb.

Einlægur ásetningur minn er múr- og naglfastur að þessu sinni, ég ætla ekki að verða blúsuð af því almanakið segir til um að nú sé sorgardagur.

Ég ætla..

..að fá skemmtilegt fólk í heimsókn..

..borða góðan mat..

..hitta stelpurnar mínar og barnabörnin (þar sem það er landfræðilega mögulegt)..

.og ég ætla á hátíðarfundinn í Laugardagshöllinni en AA-samtökin voru stofnuð á föstudaginn langa 16. apríl 1954.   Hvergi verður samkenndin meiri, vonin sterkari og viljinn einbeittari en á þessum degi.

Þannig að í ár ætla ég að leggja hugsuninni um gömlu helgislepjuna og gleðisnauðu föstudagana löngu og láta hugafarið koma mér í reglulegt hátíðarskap.

Jesús myndi fíla það og pabbi hans líka.

Farin í meðferðina mína.

Tékklisti gerður; tékk, tékk, tékk!

Later!

Úje


Eldhúsalkar

 60

Það er ekki nokkur friður. 

Ekki segja að ég sé vænisjúk, þótt mér finnist að sífellt sé fjallað um mig bæði í blöðum og sjónvarpi.

Djísöss, ég hefði aldrei átt að fara "pöblikk".

Svo þreytt á frægðinni.

En...

..án gríns þá er þetta alvarlegt mál en um leið jákvætt að fólk á miðjum aldri skuli sækja sér meðferð hjá SÁÁ í staðinn fyrir að halda áfram að drekka og sollis í eldhúsinu bara, bak við gluggatjöldin.

Þórarinn heldur að bjórinn komi sterkur inn sem problemeliment.

Annars er þessi alki farinn að sofa.

Góða nótt og verið edrú í rúminu.

Later!

 


mbl.is Eldra fólk drekkur meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jarðsprengjur og hvalir

 paul-mccartney-

Nú,nú, Heather Mills fær 2,7 milljarða frá Paul vininum sem situr samt eftir með meiri peninga en hægt er að eyða á heilli æfi.

Hún er ánægð, ég veit ekki með hann.

Það er erfitt að vera eiginkona Bítils.  Sjáið Yoko sem var kennt um að hafa splundrað Bítlunum!  Ég meina það, konan var HÖTUÐ.

Annars finnst mér þessi Mills-kona hálfgerður tækifærissinni en ég ætla að standa með henni (leiðinlegt að hún skuli ekki einu sinni vita að ég er til, standandi með henni af alefli hérna fyrir ofan sjólínu), get ekki verið þekkt fyrir að gefa skít í konuna.  Sisters og allt það dæmi, þið skiljið.

Nú hljóta þessi fyrrverandi hjón að geta snúið sér að áhugamálunum.

Hún fer og jarðsprengjast..

og hann..

finnur sér nokkra hvali til að tjilla með.

Allir glaðir.

Líka Stella..

Ójá

Smá flótti í boði hússins.


mbl.is Mills fær 24,3 milljónir punda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

!x2 töflur á dag við alkahólisma!

Í gegnum tíðina hef ég fallið fyrir allskyns gylliboðum sem ekki hefur verið innistæða fyrir.

Eins og t.d....

.. bölvaður hvítvíns megrunarkúrinn (hikk)..

..kók og prinspóló kúrinn..

(danski kúrinn, norski kúrinn, thailenski kúrinn osfrv.)

..og fleiri slíkum, sem allir áttu það sameiginlegt að árangurinn var, þegar upp var staðið, enginn.  Nákvæmlega enginn.

Nú er talið að það séu ekki mörg ár í að Erfðagreining komi með lyf á markaðinn gegn offitu.

Ég veit ekki með ykkur en í mínum bókum hlýtur offita að stafa af  ofáti í stórum stíl (nema með einhverjum undantekningum).  Ergó; þú úðar í þig og það sest utan á þig.

En..

..þarna er greinilega eitthvað nýtt á ferðinni.

Ætli það komi þá ekki lyf við alkahólisma?  Alkagenið er þekkt stærð.

Er þá ekki bara að drífa sig og framleiða pilluna fyrir alkann og no more trouble in paradise?

Sem alkahólisti þá er ég dauðfegin að það finnst ekki pilla handa mér að taka.

Ég trúi því ekki að breyttur lífstíll, heiðarleiki, jafnvægi,  og þau bráðnauðsynlegu tæki og tól til  að viðhalda edrúmennsku komist fyrir í pillu.  Ekki séns.

En einu sinni trúði fólk því að jörðin væri flöt og þannig yrði það um aldir alda.

Við vitum hvað varð um þá kenningu börnin góð.

Kannski verður til lyf í framtíðinni við fíknisjúkdómum.

1x2 töflur á dag við alkahólisma.

Takist ekki á fastandi maga.

Geymist þar sem börn ná ekki tilW00t!!

Æi, mér finnst best að hafa fyrir hlutunum.

Æmsóhappíandsóberrrrr!!!

Úje


mbl.is Nýju ljósi varpað á orsakir offitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.