Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Málefnalegi ráðherrann

Gulli heilbrigðis svarar gagnrýni VG á einkavæðingaráformin í heilbrigðiskerfinu, á afskaplega málefnalegan hátt.  Eða hitt þó heldur.  Hann telur að það líti út fyrir að þingflokkur VG sé ekki í jafnvægi.  Svo sniðugt og þroskað hjá ráðherranum. 

Fyrirgefðu heilbrigðisráðherra að það skuli fara fyrir brjóstið á fólki þessi ætlan þín, að einkavæða í heilbrigðiskerfinu með dyggum stuðningi samstarfsflokksins. 

Þingflokkur VG er í jafnvægi, amk. er ég viss um að þar á bæ missir fólk ekki svefn yfir að vera stöðugt að sauma að almenningi í þessu landi. 

Ég er alltént þakklát fyrir að einhver skuli reyna að veita áformum ríkisstjórnarinnar í þessum málaflokk, einhverja mótstöðu. 

Og svo má Össur Skarphéðinsson fara og leggja sig, en hann hefur fengið út að einkavæðing í heilbrigðiskerfinu sé pjúra jafnaðarmennska, hvernig sem hann hefur farið að því að telja sjálfum sér trú um þá endemis vitleysu.

Ég er sem betur fer komin niður á jörðina hvað varðar stjórnmálamenn og það fyrir þó nokkuð löngu síðan.

En í þessu máli er ég að berjast við ógleðina.

Lái mér hver sem vill.


mbl.is Eins og þingflokkur VG sé ekki í jafnvægi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýbaðaðir, nýrakaðir og púðraðir

 

Ég hef átt yndislegan dag.  Fermingin var falleg og fermingarveislan frábær og barn dagsins, Jökull Bjarki ljómaði eins og sól í heiði.  Myndir birtar síðar.  Það er möguleiki á að ég skelli inn nærmynd af fótabúnaði, þar sem margir hafa grátið í mér og beðið mig um að sýna mínar fögru ristar á blogginu.

Hm...

Ég sat hérna við sjónvarpið, sæl og ánægð en örþreytt, enda ekki nema von, búin að hlaupa út um allt á þeim háhæluðu, sósjalísera og vera skemmtileg innan um alla mína eiginmenn.

Mamma sagði við mig í veislunni (dálítið illkvittnislega, að mér fannst, þó hún þvertaki fyrir það konan) að sér fyndist tilvalið að ég léti taka mynd af mér með öllum mínum eiginmönnum, enda þeir mættir til að fagna fermingardrengnum, í sínu fínasta pússi.  Allir nýbaðaðir, nýrakaðir og púðraðir, eða þannig.  Þessi hugmynd móður minnar fékk góðan hljómgrunn og einn af mínum fyrrverandi stakk upp á að ég myndi síðan láta myndina á bloggið.  Minn núverandi glotti kvikindislega og ég var við það að tapa húmornum.  Djók, tapa honum aldrei.

W00t...

Svo sat ég hér, sem sagt,  eins og klessa og horfði á Gillzenegger hjá Jóni Ársæli.  Það gerði ég eingöngu af því ég nennti ekki að teygja mig í fjarstýringuna.  Maðurinn kom ekki á óvart, hann var jafn ósjarmerandi og ég var búin að ímynda mér að hann væri.  Ég vorkenndi honum eiginlega, svo döll líf að lyfta, éta fæðubótaefni, fara í ljós og vera þykjustutónlistarmaður og vera svo, þar að auki, stútfullur af kvenfyrirlitningu.

En hvað um það..

ég er farin að sofa.  Já sofa.  Gangið hljóðlega fram hjá verkamannsins kofa og verið ekki með háreysti hérna á síðunni minni. 

Knús í nóttina.

Later!

Ómæómæ!

Ég er í kasti hérna.  Ætli ég sofni?

 Læfistúgúdd!

Ekki leiðinlegur sunnudagur

Þá er komið að því að þessi heiðingi sem ég er fari til kirkju. 

Reynum aftur..

..ég sem er í trúarlegu frjálsu falli, er á leiðinni í Dómkirkjuna og ég hlakka mikið til. 

Jökull Bjarki Jónsson, flottasti og besti, er að fara að fermast.

Og svo er veisla!

Þetta er ekki leiðinlegur sunnudagur.

Jájá!

Later!

 

P.s. Takk fyrir allar fallegu kveðjurnar elskurnar mínarInLove


Imelda kjéddlingin - snæddu hjarta!

pgbtgrettoblackpape

Í morgun hef ég verið svakalega bissí.  Ég hef verið á æfingu.  Sko ein, hérna heima hjá mér. 

Á morgun er stóri dagurinn hjá Jökli Bjarka, elsku ömmustráknum, en hann fermist á morgun.  Það er kirkja, veisla og svo fundur hjá mér á morgun.  Nóg að gera.

Þegar svona stórir dagar renna upp, verður maður að tjalda til sínu besta skarti.

Ég keypti mér ógó flotta háhælaða í London í janúar.  Jösses hvað þeir eru flottir.  Þeir sem eru reglulegir lesendur á síðunni minni vita að ég er með skóblæti.  Get ekki átt of marga.  Alleg satt.

Þessir skór eru sem sagt ástæða þess að í morgun hef ég verið á æfingu.

Þetta var einhvernvegin svona:

Svartur náttsloppur, svartar náttbuxur (togaðar og teygðar með öflugu hnéfari) og silfurlitaðir háhælaðir með háum tréhæl.  Vó hvað ég var ekki að slá í gegn, nema til fótanna. 

En hér gekk ég að verkum mínum (lalalalala) í góðu bara, og plammaði um allt, í öllum mínum erindagjörðum.  Skórnir eru ekki að svíkja.  Þeir eru frábærir í útliti sem og, að notagildi.

Amman mun slá í gegn á morgun, það er á hreinu.

Í péessi vil ég koma því á framfæri að það er synd og skömm að geta ekki gengið um á flottum skóm á þessu landi, alltaf.  Ekki að ég hafi látið það stoppa mig í gegnum tíðina, sko veðurfarið.  Man t.d. eftir mér á Háaleitisbrautinni á háum hælum í voðaveðri, þar sem skaflarnir náðu mér upp í júnóvott.  En ég lét ekki deigan síga og dinglaði mér tíguleg í gegnum hindranirnar án þess að hrasa eða missa kúlið.

Ég er töffari dauðans og Imelda farðu og legðu þig!

Úje


Krúttköst í samlede verker

Ég er að kafna úr ríkidæmi og hér getið barið fjársjóðinn augum.

Jökull minn, flottasta ungmenni ársins, fermist á morgun.  Hér er hann í "heimsókn" í leikeldhúsinu hennar Jennýjar Unu.  Tíminn hefur flogið.  Það er svo stutt síðan hann kom í heiminn þessi elska.

Amma-Brynja og Tóti afi eru í heimsókn í London og þessi mynd var tekin í fyrradag af Oliver megadúllu.  Krúttkast!

Hér eru svo systikinin Jenný Una og Hrafn Óli, svo sæt saman.  Jenný er afskaplega góð við litla bróður og passar hann vel.

Að þessu sögðu (sýndu) má sjá að ég er afskaplega auðug manneskja.  Er það nema von að ég þjáist af krúttköstum 24/7?

Og á morgun er dagurinn hans Jökuls Bjarka.

Allir í næsta vegg.

Later!


Fórnarlambspistill - Búhú

Frá því um áramót hef ég fengið þrjú stykki flensur.  Gott ef tvær þeirra voru ekki samanhangandi.  Þ.e. önnur kom áður en hin fór.  Ég veit það ekki, veit bara að ég þjáðist.  Það var ekkert vægt við þessar árásir á líkama minn.  Ekkert.  Ég fékk hita, hósta, höfuðverk, það rann úr augunum á mér, beinverkirnir voru ekki af þessum heimi og ég hélt að dagar mínir væru brátt taldir.  Kannski eru þeir það, sko dagarnir.  Ég veit ekkert um hvenær ég drepst.

Ég eins og fjöldi annarra manna og kvenna, rýk ekki á Læknavaktina þó ég fái pest.  Kannski væri það skynsamlegt til að ná sér í pensillín eða annað myglulyf, en ég er alin upp við að stökkva ekki til læknis um leið og eitthvað bjátar á.  Enda er ég þeirrar gerðar (því miður) að halda að veikindi hverfi af sjálfu sér, bara ef maður gefur þeim langt nef.

Vegna þess að margir eru sömu skoðunar og ég, þá held ég að þetta bókhald þeirra á Læknavaktinni gefi ekki áreiðanlega mynd af veiruárásum þessa vetrar sem bráðum er liðinn.  Við hetjurnar (Halo) sitjum heima og þjáumst.  Sko við sem teljum okkur alvarlega veik en förum samt ekki fet.  Við komumst aldrei í statistíkina hjá Landlæknisembættinu.

Ég mæli reyndar ekki með því að fólk láti eiga sig að fara til læknis ef það veikist.  Það gefur alls ekki góða raun.

Þegar ég var yngri gat ég gefið skít í veikindi mín og þau hurfu, vúps, eins og hendi væri veifað, en núna, og þetta hef ég margprófað, eru þau eins og óvelkomnir boðsgestir sem fara ekki, þrátt fyrir að maður sé búin að sýna þeim fullkomna fyrirlitningu og nánast reka þá á dyr.

Það er setið sem fastast.

Hóst!

P.s.  Er fólk búið að ná því að ég á rosalega bágt?  Eða átti það.  Sko á meðan ég lá í flensUNUM.

Sippohoj!

Úje


mbl.is Inflúensan væg í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo frábær - æðisleg - og klár

 543

Ég er ofsalega klár og greind kona.  Mér þykir ástæða til þess að taka það fram áður en ég skrifa þennan pistil, bara svo fólk fari ekki að halda eitthvað annað.  Ég skrifa nefnilega reglulega pistla um hversu utan við mig ég er.  Þegar ég læsi mig úti, fer inn í ókunnuga bíla, sem eru öðruvísi á litinn og af annarri tegund en sá sem tilheyrir mér.  Já allskonar niðurlægjandi rugl sem ég lendi í þrátt fyrir að vera allsgáð.  Ég er sem sagt mjög klár.  En bara stundum og ekki orð um það meir.

Ég vaknaði í morgun, já það er í frásögur færandi þegar kona er komin á minn aldur og reykir ennþá eins og mófó.

Það var ekki laust við að ég hugsaði mér gott til glóðarinnar.  Ætlaði að fá mér te í rólegheitum og lesa blöðin.  Borðtölvan var út.  Engin nettenging.  Dem, dem, dem, hugsaði ég og fór í lappann.  Þar sama.  Ég slökkti og kveikti á roudernum sem yfirleitt hefur verið sökudólgur þegar svona hefur gerst.  En nógó.  Allt við það sama.

Til að gera langa sögu stutta þá hef ég í pirringskasti reynt allar mögulegar leiðir.  Nokkuð lengi bara.  Að síðustu gafst ég upp eins og sá sanni alki sem ég er og ég leitaði mér hjálpar.  Þ.e. ég ætlaði að gera það, en síminn virkaði ekki heldur.  Vó, hvað ég pirraðist.  Fór í gemsann og hringdi og mér var bent á, af þokkalega almennilegum manni, að það væri sniðugt að hafa símann í sambandi.

Ó, ég roðnaði smá og fylltist svo heilagri reiði út í minn heittelskaða sem var að vinna í nótt og hefur kippt villingasímanum, sem hringir hátt og frekjulega, úr sambandi.

MIKIÐ ROSALEGA SEM ÉG SKAL EIGA VIÐ HANN ORÐ ÞEGAR HANN VAKNAR!! ÓMÆFOKKINGGODD!

Segi sonna.  Knúsa hann í kremju þegar hann vaknar og minnist ekki einu orði á farir mínar ósléttar.

Ég ætla ekki að láta það komast í hámæli hvað ég get verið grunn.  Þið kæru lesendur farið ekki lengra með það, er það?W00t

Kærar kveðjur frá Jenný Önnu heilafrömuði, sem er alltaf ljúf, alltaf glöð og alltaf góð.

Liveisóbjútíful!

Úje


Útaf með dómarana

Ég er loksins búin að opna augun.

Íslenskir dómstólar eru hvorki fyrir konur né börn.

Aftur og aftur sér maður dóma þar sem framið hefur verið alvarlegt ofbeldi á konum og börnum og ofbeldismaðurinn sleppur með nokkra mánaða fanglesi.

"Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt rúmlega fertugan karlmann í eins árs fangelsi, þar af 9 mánuði skilorðsbundið, fyrir gróft ofbeldi og nauðgun gegn þáverandi unnustu sinni. Manninum var einnig gert að greiða konunni rúmlega 600 þúsund í skaðabætur og að greiða allan sakarkostnað."

Ég segi eins og Beta vinkona mín, að íslenskir dómstólar gæta ekki hagsmuna kvenna.  Þeir eru að gefa út veiðileyfi á konur með því að segja að það megi hálfdrepa okkur svona nánast án óþæginda fyrir glæpamennina.

Við stofnum á endanum okkar eigin dómstól.

Þannig er nú það.

Héðan í frá vænti ég einskis frá þessu batteríi.

ARG


mbl.is Dæmdur í fangelsi fyrir ofbeldi og kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvagleggur

 

Ég kann ekki að sauma á saumavél, ekki þó líf mitt lægi við.  Mér hefur alltaf fundist fólk sem getur saumað, lagað, græjað og gert verið undramanneskjur.  T.d. get ég ekki faldað buxur, ekki stoppað í (en það skiptir ekki máli, enginn gerir það lengur) eða lagað saumsprettur.  Þess vegna hef ég hent fötum í stórum stíl í gegnum tíðina.  Þannig er nú það.

Ég hef átt vinkonur sem hafa átt saumavélar og ég man eftir að hafa starað á þær, þegar þær djöfluðust á græjunni og út úr ólögulegum efnishrauk reis tilbúinn kjóll eða jafnvel kápa á góðum degi.  Jösses hvað þær voru klárar.

Ég átti einu sinni mann (einn af mörgum - úff) sem saumaði eins og motherfucker (sorrí orbragðið), gerði við, faldaði og bjó til allskonar.  Hjónabandið entist ekki en það var ekki vegna skorts á handavinnuhæfileikum mannsins.  Á vél sko.  Hm... best að gæta orða sinna hérna.  Móðir mín hefur þennan fyrrverandi enn í hávegumW00t

En að málinu...

Þið sem þolið ekki að minnst sé á Þvagleggsumdæmið eða Þvagleggina á Selfossi hættið að lesa hér.  Mér finnst óþarfi að vera að koma í veg fyrir saumavélasölu erlends aðila í umdæminu.  Saumaskapur á heimilum er deyjandi listform.  Það þarf að halda þessari þjóðaríþrótt íslenskra kvenna á lífi svo við getum nostalgíast yfir henni.

Já og ég man að ég var svo léleg í handavinnu að amma mín var með saumakonu á sínum snærum á Hringbrautinni, sem saumaði stykkin mín fyrir vorpróf.  Það var ekkert annað að gera í stöðunni, krakkafíflið ég var gersneytt áhuga og hæfileikum á vélina.

En ég get prjónað...

Trefla

Ójá farin að þvo!

Bætmí!

Úje

 


mbl.is Sala á saumavélum stöðvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Markaðstorg blebbismans

Ég þekki ekki marga sem sem segjast hafa gaman af Evróvisjón.  Þvert á móti, þá virðist ég bara þekkja fólk sem telur þessa keppni mestu plebbaráðstefnu sem til er í músík.  Þar er ég sjálf og mín fjölskylda meðtalin.

En getur verið að við séum öll að fokka með sannleikann, að við séum duldir aðdáendur keppninnar en þorum ekki að viðurkenna það?  Að Dallas heilkennið margfræga vaði uppi?  Við horfum en neitum að viðurkenna það?  Hm...

Ekki ég...

Fyrr á árum sat ég límd yfir Evróvisjón.  Það var áður en heimurinn opnaðist og músík varð aðgengilegri.  Það var eiginlega fatatískan sem ég hafði mestan áhuga á.  Fékk hugmyndir. "Those were the days".

Nú kemst engin plata með tærnar þar sem Evróplatan hefur hælana.  Samt halda allir áfram að þverneita að þeir horfi á keppnina.  Þekki ég þá eintóma kverúlanta sem eru með sjúklegan músíksmekk?  Jeræt. 

S.l. þrjú ár hef ég aðeins horft á tvö framlög, þ.e. Íslands og Svíþjóðar.  Í fyrra var Eki flottur.  Í ár er lagið svo leiðinlegt, uppstillt og fullt tilgerðar að ég fyllist aumingjahrolli.  Ég ætla ekki að kveikja á sjónvarpinu nema til að hlusta á Sigmar tala, því hann er svo launfyndinn andskoti.  Ég kem til með að setja á "mute" á meðan lögin eru flutt.  Það er á hreinu.

Ég ætla að vaða á ættingja og vini og KREFJA þá um sannleikann.  Eru þeir að kaupa Evróvisjónplötuna á bak við mig?  Þekki ég bara laumunerði? 

Má ég þá frekar biðja um Silvíu Nótt!!  Ég er ein af þeim sem elskaði hana og hélt áfram að finnast hún megakrútt, líka eftir að hún setti Ísland í tómt tjón.  Hræsnarar þið sem kusu stelpuna og afneituðu henni svo þegar djókið gekk ekki upp.

Eftir að hafa skrifað þennan pistil hefur sannleikurinn runnið upp fyrir mér.

Það eina góða við Evróvisjón er Gleðibankinn (af því hann var fyrstur) og þulirnir okkar í gegnum tíðina, því þeir hafa verið svo andskoti skemmtilegir að þeir ættu að vera á plötu.

Farin í meðferð dagsins.

Hér er móment sem ég vil ekki gleyma í Evróvisjón 1974

Abba


mbl.is Evróvisjónáhugi sem aldrei fyrr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2987323

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband