Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Sunnudagur, 23. mars 2008
Ok, ok, ok, aðeins páskalegri færsla..
..þar sem bloggvinir mínir eru dálítið slegnir yfir færslunni um Eril, en hann er auðvitað ekki par páskalegur blessaður. Ég viðurkenni það.
Annars er páskadagur ekkert annað en nafn á almanaksdegi fyrir mér, þó ég sé trúarlega sjálfstæð og einstök sem slík. Hafið þið ekki pælt í því með upprisu- og fæðingarhátíð Jesú, hvað þær smella inn á heiðnar hátíðar? En ég veit, píslarsagan gerðist á páskum og ég elska himnafeðga. Þá er það frá.
Í morgun átti sér stað eftirfarandi samtal, á ættaróðali Jennýjar Unu við Leifsgötu hér í bæ.
Mamman: Jenný; hvað ertu að gera með hníf í páskaegginu þínu?
Jenný Una: Éeragera heimsmet!
og..
Jenný Una rýkur inn í herbergi eftir að hafa verið skömmuð fyrir eitthvað smáræði, hún gleymir því og fer að lita.
Mamman: Jenný mín líður þér ekki vel? (Mamman mjög pedagógísk)
Jenný Una: Ekki hafa áhyggjur amér, érra lita.
Mamman spurði mig hvort ég héldi að barn væri búin að kaupa sér íslenskukennslu út í bæ, sem hún vissi ekki um. Hvað veit ég hvað þetta þriggja ára barn er að bardúsa?
Í kvöld er kvöldmaður hjá Söru og Erik. Þangað fer ég, húsband, Frumburður ásamt heittelskaða og Jökla fermingarbarni. Ég ætla að knúsa Hrafn Óla í klessu.
Ég talaði við Maysu mína, en hún Robbi og Oliver gistu við sjálfan Abbey Road í nótt hjá vinafólki sem jafnframt eru vinnuveitendur Maysunnar.
Þau voru á leið í dinner í miðborg Lundúna..
..og það hafði snjóað á þau.
Svona er lífið á páskum.
Ójá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Sunnudagur, 23. mars 2008
Helvítið hann Erill!
Aumingja Erill vinur minn. Hann þolir ekki hátíðar og venjulegar helgar leika hann grátt líka. Vinir hans og nafnar eiga það sammerkt með honum að þola ekki áfengi og fíkniefni.
En gefst hann upp? Ónei. Erill hefur gefið dauðan og djöfulinn í að sjá lögregluembættum landsins fyrir vinnu og hann reynir að sjá til þess að þeir komist ekki einu sinni í sígópásu, vegna Erils.
En hver er Erill, hvernig manngerð er þessi vandamálafrömuður?
Hm.. látum okkur sjá.
Erill karlinn er giftur, konan hans er oftast heima þegar hann fer út að "skemmta" sjálfum sér og íslensku þjóðinni. Hann hefur það að markmiði að komast í blöðin í hvert skipti sem hann dettur í það. Honum tekst alltaf að komast á spjöld sögunnar. Sem er afrek út af fyrir sig.
Erill á nokkur stykki af börnum, flest um tvítugt og hann á þau með mörgum konum. Flest þessara barna hafa erft sukkhegðunina frá pabbasín og hjálpa honum við að fokka upp lögum og reglu í hvert skipti sem verið er að gera sér dagamun. Það eru afkomendur Erils sem míga á háheilagar byggingar, slá húfuna af löggunni og lemja mann og annan. Erill sjálfur fer oft fyrir flokknum.
Eril má oft sjá á förnum vegi í miðri viku. Þreytulegan, klórandi sér í rassinum, borandi í nefið á sér og snýtandi sér út í loftið. Hann er léleg útgáfa af frummanninum.
Nú eru skemmtilegir tímar að renna upp hjá Erli Narðarsyni. Grilltíminn fer í hönd. Það elskar Erill. Hann er manna fyrstur að fíra upp í grillinu, henda á það dýraleifum og fullur af góðum ásetningi, ætlar maðurinn að vera heima, snæða brunarústirnar og fá sér smá í glas. En það endar á einn veg, hann rýkur í bæinn og gerir líf allra sem þar eru á ferli að hreinu motherfucking helvíti.
Tökum Eril af götunni. Læsum hann inni og best væri að tala hann inn á að fara í meðferð og afkomendurna líka.
Við gætum t.d. gert honum tilboð sem hann gæti ekki hafnað.
Farin í frekari rannsóknir á fyrirbærinu.
Gleðilega júnóvott.
Ójá.
Fangageymslur fullar í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Laugardagur, 22. mars 2008
Gjallarhornsfíbblið
Jæja, hér er mynd af mér sem húsband tók af mér núna áðan. Það sést kannski ekki, en ég var að versla fyrir páskana. Djók.
Ég er alveg svakalega bloggin í dag, enda hefur dagurinn (með smá undartekningum) liðið við lítið. Ég verð svo undarleg á páskum, veit ekkert hvað ég á að mér að gera.
Ég hitti konu áðan, í verslunarferðinni, hún er hávær og miður skemmtileg, enda þekki ég hana nánast ekkert.
Hún: Ég las það á blogginu þínu að þú hefðir farið í meðferð!! Ertu edrú?
Ég (lágt): Jabb. (Hugsaði: en þú gjallarhornsfíbblið þitt?).
Hún: Þú féllst um daginn sá ég, hvað ertu að pæla?
Ég: Hm.. það var stutt fall og ég fór strax inn á Vog (ég hvíslaði).
Hún: Frusssssssss aumingjaskapur.
Ég: Já finnst þér það.
Hún: Jább, klárlega.
Ég: Gleðilega páska.
Hún: (brosir sínu blíðlega og kallar til Ísafjarðar) Ég elska að lesa bloggið þitt. Það er alltaf eitthvað vesen á þér. Við liggjum yfir því vinkonurnar.
Ég:#%))$)$W)%(#=($%ö
Jájá, gaman að hitta fólk.
Ég hreinlega elska fólk (með örrrrrrfáum undantekningum)
Ekki segja að ég deili ekki með ykkur mínu stórskemmtilega lífi hérna.
Alltsvo yfir og út!
Súmíbítmíbætmí.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
Laugardagur, 22. mars 2008
Snobbaður krakki - svo skömm er að
Ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að breyta nafninu mínu. Sko, þá meina ég að skella mömmunafni með og þá yrði ég (það sem ég hef alltaf verið) Jenný Anna Önnu og Baldursdóttir. Hipp og kúl, verð ég að segja. Þetta er nefnilega í tísku.
Mér finnst þetta krúttleg nýjung. Enda engin ástæða til annars en að bera nöfn beggja höfunda. Það þurfti tvo til og þarf enn.
En..
ég er of íhaldssöm til að fara að breyta nafninu mínu.
Þegar ég var lítil langaði mig til að heita Rósalín (OMG). Ég átti nefnilega bók um prinsessu sem hét því frábæra nafni. Langaði líka til að heita einhverju einföldu nafni því heimurinn var ekki löðrandi í Jennýjum á bernskuárum mínum og það nánast snérust höfuð, þegar nafnið mitt var nefnt.
Mig langaði líka til að hafa eftirnafn (svona Andersen, Jensen, Ibenslusse eða Lejonhuvud), því það var yfirleitt fólk sem bjó í stórum húsum, hélt ég sko, en ég rannsakaði það aldrei nánar. Ég sé nú, þegar ég rifja þetta upp, hins vegar, að ég hef verið afskaplega snobbað barn. Ég sem er komin af frábæru alþýðufólki sem ég er að rifna úr stolti yfir að tilheyra. Hm.. maður breytist.
Ég er afskaplega fegin að ég lét nafnið mitt standa.
En mér finnst þessi siður svo dúllulegur.
Sara mín yngsta hefur gefið út þrjár ljóðabækur, þar kallar hún sig Söru Jennýjar.
Ætli ég geti dílað við dætur mínar um að kalla sig;
Helgu Jennýjar og Bjarkadóttur (hún þyrfti að droppa Laxdalsnafninu).
María Greta Jennýjar og Einarsdóttir og
Sara Hrund Jennýjar og Einarsdóttir???????????
Hm..
.eða láta það enda á Jennýjardóttir.
Kominn tími til að setja mig í fyrsta sætið, primus motor sem ég er.
Tala við stelpurnar.
Úje.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 22. mars 2008
Hér er ég!!!
Halló!! Takið eftir, takið eftir!
Björgúlfur, Jóhannes í Bónus, Jón Ásgeir og þið hinir fáránlega ríku menn.
Höndlið hamingjuna!!!
Hér er ég!!
Úje
Ekki er öll vitleysan eins.
Peningar veita hamingju - séu þeir gefnir öðrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 22. mars 2008
Hipp og kúl um allan heim
Utanríkisráðherrann er nú á leið til Barbados. Til hvers veit ég ekki, væntanlega til að kynna framboð Íslands til öryggisráðsins.
Ég segi til fjandans með það hégómaframboð.
Það má skýla sér á bak við þetta framboð alveg endalaust.
Íslend virðist ekki geta fordæmt hegðun Kínverja gagnvart Tíbetum út af því.
Mig grunar nú reyndar að þar sé verið að vernda hagsmuni fjármálageirans. Það er svo hipp og kúl að fjárfeta í Alþýðulýðveldinu.
Frrrrrrusssssssssssssss
Nú leita Kínverjar dauðaleit að þrjátíu mönnum sem þeir segja að hafi verið forsprakkar mótmælaaðgerðanna í Lhasa.
Það þarf ekki kjarneðlisfræðing til að reikna út örlög þessara manna ef/þegar þeir nást.
Mér er óglatt.
Ég held að við ættum að taka til hérna heima, þar sem allt virðist á niðurleið og eyða minni peningum í snobbheimsóknir út um víðan völl með tugi manna í sendinefndum.
Það er þetta með arfann í garði nágrannans.
Og svo vil ég ekki sjá að íslenskar konur, hvorki ráðherra né alþingismenn, skelli á sig höfuðklútum til þóknunar löndum eins og Afganistan, þar sem meðalaldur kvenna er 44 ár, vegna heimilisofbeldis. Það hlýtur að vera önnur og betri leið til að sýna samkennd og skilning. Eða hvað?
Halló vakna!
En ISG er samt ein af mínum uppáhalds.
"The more the pity"
Og hananú.
Hótað hörðum refsingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 21. mars 2008
Háhælar og blingbling
Þessi dagur hefur verið frábær. Hjá mér sko, en ekki svo mikið hjá sjoppueigendum í Breiðholtinu, en það er önnur saga.
Toppur dagsins var afmælisfundurinn í Laugardagshöll, sem var stoppuð með fólki. Mínu fólki.
Ef ég verð einhverntíma fyrir "trúarlegum áhrifum" eða "andlegri vakningu" þá er það á svona fundum.
Það er svo gaman að vera edrú megin í lífinu.
Í kvöld hef ég hitt fullt af skemmtilegu fólki, allir í hátíðaskapi.
Margir voru á leiðinni á tónleikana í Háskólabíó þar sem verið er að safna fyrir öflugri sendi fyrir AA-útvarpið.
En ég fór heim, ég er svo mikill heimavöndull stundum.
Ég skutlaði af mér þeim háhæluðu, slengdi blingblinginu ofan í skúffu, ruddi málningunni af andlitinu og nú sit ég hér, sápuþvegin í framan, með hárið í allar áttir og hamra á lyklaborðið.
Augun í mér eru geðveikisleg og starandi.
Ók það er ekki rétt, þetta með augun sko, en mig langaði til að tóna færsluna út í hryllingssögu.
En það má ekki.
Það er föstudagurinn langi.
Knús inn í nóttina.
Þessi alki fer edrú að sofa, jájá.
Cry me a river!
Tónleikar fyrir 12 spora sendi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Föstudagur, 21. mars 2008
Krossablæti????
Ég er trúuð kona á einkarekstursbasis. Það er eini einkareksturinn sem ég kem nálægt. Þetta þýðir að ég er blanda ekki saman trú og trúarbrögðum, hver sem þau eru. Trúarofsi hræðir mig, hefur alltaf gert og vísast hefur ofsatrúarelementið í mannfólkinu leitt okkur í blóðug stríð og útrýmingar á heilum þjóðum, allt í nafni málstaðarins. Þetta á auðvitað við um pólitískt trúarofstæki líka.
Ég er samt enn að verða hissa.
Ekki getur það verið pjúra heimska og fáfræði sem fær kaþólikkana á Filipseyjum til að negla sig á krossa? Er það? Nei, svarið getur ekki verið svo einfalt. Við eigum glás af trúarnötturum á Íslandi og mér vitanlega negla þeir sig ekki upp á krosstré á föstudaginn langa. Þeir gera það þá inni á sínum einkaheimilum í algjörri kyrrþey (omg, ég vona ekki).
Hvaða element er þetta þá ef ekki kemur til fáfræði eða knöpp heilastarfsemi?
Ég er, fjandinn hafi það, alveg KROSS-bit yfir þessu dýrkunarformi.
Blóð, sviti og tár, gerir ekkert fyrir mig, eflaust ekki fyrir Jesús (sem mér þykir vænt um) og alls ekki fyrir fólkið á Filipseyjum, eða hvað?
Er það endorfínrúsið sem verið er að sækjast eftir?
Hvað ætli Guði finnist um þetta hátarlag? Eða Jesús?
Hm..
Einhver??
Má ég þá heldur biðja um krúttlega Vantrúarbingóið á Austurvelli.
Svo dúllurassaleg gjörð!
Síjúgæs!
Krossfestingar á Filippseyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Föstudagur, 21. mars 2008
Hinn massívi maður
Ég klikkaði á þessa frétt vegna þess að ég hélt að Michelin hefði verið að framleiða einhver voðadekk sem sættu gagnrýni frá fólki af öllum stærðum og gerðum. Hélt jafnvel að þetta væri ný uppfinning af settöppi sem myndi fljúga á þjóðvegum heimsins, án tillits til líkamsþunga bílstjóranna.
Michelin maðurinn á pláss í hjartanu á mér. Nokkuð stórt enda ekki mikið þar fyrir (djók).
Michelin maðurinn er þessi kraftalegi, stóri maður sem á erfitt með hreyfingar vegna mikils vöðvamassa. Hann er á sterum eða væri það ef hann kynni að afla sér upplýsinga eftir eðlilegum leiðum. Hann er traustur, þögull, massívur og þjónustulundaður. Það er hægt að senda hann eftir allskonar, út um allt, án vandræða. Hann spyr einskis.
Af hverju ætli ég sé búin að troða þessu frummanni inn í hjartað á mér? Jú, það er ástæða fyrir því. Ég á vinkonu sem lenti á séns með þessum manni fyrir margt löngu. Hann var alveg eins og að ofan greinir. Það var jafn auðvelt eða jafnvel auðveldara að vera með Michelin manninn í eftirdragi, heldur en handtösku eða regnhlíf. Hann fúnkeraði eins og lifandi innkaupavagn og flutningsfyrirtæki þessi elska, án þess að ég fari nánar út í það.
Margir hlutir voru keyptir og mikið var flutt á meðan hann stóð við. Auðvitað notaði ég tækifærið á meðan það gafst.
En ég vissi aldrei hvað hann hét, ef hann þá hét eitthvað og var ekki ímyndun ein.
En ég sannfærðist um að upplifun mín hafði verið raunveruleg því ég sá börnin hans í sjónvarpinu um daginn. Mig minnir að það hafi verið Júróvisjón. Allt strákar og allir tónlistarmenn. Ji hvað mér létti.
En fréttin er sem sagt ekki um Michelin manninn. Hún er um veitingahúsagagnrýnendurna Michelin.
Ójá.
Gagnrýnendur Michelin af öllum stærðum og gerðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Fimmtudagur, 20. mars 2008
Fyrirgefið á meðan ég æli
Sumir eru þessa dagana á kreppuvaktinni og lesa og fylgjast með öllu sem sagt er um hræðilegt efnahagsástand. Fólk verður þunglynt og óöruggt. Ég held að kreppan verði fyrst alvarleg þegar hún hefur náð að menga hugarfarið og hafa áhrif á andlega líðan fólks.
Mér líður sem sagt ekki mjög kreppulega.
En..
..ég las þessa frétt um uppsagnir bankamanna og ég verð að játa að mér dauðbrá, þó ég telji mig nokkuð meðvitaða um jafnréttismál, svona yfirleitt.
Hjá Byr er hreinskilnin höfð að leiðarljósi og ekkert gert til að fela napran raunveruleikann, eins og sjá má hér:
"Herdís Pála Pálsdóttir, mannauðsstjóri hjá Byr, segir að 14 konur hafi hætt störfum frá áramótum. Það voru gerðir starfslokasamningar við flestar þeirra, ýmist að frumkvæði bankans eða þeirra sjálfra. Þetta voru konur á öllum aldri. Herdís segir frekari starfslok ekki fyrirsjáanleg."
Allir sem vilja vita eru meðvitaðir um að þegar harðnar á dalnum og farið er að spara og endurskipuleggja, eru konurnar látnar fjúka fyrst. Það er hins vegar óvenjulegt að sjá það svona svart á hvítu. 14 konur hættar frá áramótum en greinilega enginn karlmaður.
Gott fólk, þið sem haldið að jafnrétti sé náð, farið að þjófstarta heilabúinu og hugsa hlutina upp á nýtt.
Hvaða andskotans tilgerð er það að kalla þann sem rekur og ræður hjá fyrirtækjum "mannauðsstjóra"?
Ég æli.
Annars góð.
Later!
Súmí
Bankamönnum sagt upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (43)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr