Leita í fréttum mbl.is

Nútíma galdraofsóknir

 pd_arguing_080129_ms

Það eru ekki fréttir fyrir mig að eyðingarmátturinn reiðinnar sé mikill og vanmetinn.  Það vita allir sem burðast hafa með innibyrgða reiði, að hún er eyðingarafl sem lemur á andlegri og líkamlegri heilsu.  Hins vega er heilbrigð reiði fín orka sem má nota til góðra verka.

ARG

Ástæða þess að ég er að blogga um þetta er, að með þessari frétt er reiðimynd af Heather Mills.  Ekki orð um konuna í fréttinni, en pressan heldur áfram að nornagera þessa konu og tengja hana neikvæðum tilfinningum.  Nú er Heather  orðin andlit innibyrgðar reiði.  Það á greinilega að eigna þessari konu allt sem aflaga fer í mannlegu eðli.

Framkoma pressunnar gagnvart þessari konu sem var svo óheppin að fara í samband með lifandi goðsögn, Sir Paul McCartney, eru nútíma galdraofsóknir. Ekkert minna. Hún á sér ekki viðreisnar von.

Hún er mella, hún er gráðug, hún er bitur, hún svífst einskis, hún er samviskulaus og til að kóróna allt er hún vonda stjúpa hinnar ofdekruðu dóttur goðsins Stellu McCartney (exskjús, elska fötin hennar og ilmvatnið).  Nýlega hóf Stella framleiðslu á skartgrip sem er gervifótur úr gulli.  Sniðugt og smekklegt.

Það mætti kannski henda nokkrum millum í rannsóknir á hvað veldur að konur eins og Heather og Yoko Ono eru gerðar að skrímslum í umfjöllun, þar sem þær eru rændar öllum jákvæðum eiginleikum.  Reyndar skipta þessar konur þúsundum sem asnast í ástarsambönd við goð heimsins, en þessi dæmi eru hvað nærtækust í tíma.

Nú hendi ég mér í alvöru í vegg og það er ekki krúttkast sem veldur kastinu, heldur heilbrigð reiði vegna samkenndar með konunni sem giftist prinsinum sem svo reyndist vera ofbeldismaður í dulargerfi.

Hvenær ætli henni verði svo kastað á bálið?

Getalæf!

 


mbl.is Eyðileggingarmáttur reiðinnar vanmetinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Mikið er ég sammála þér. Þetta eru ofsóknir og ekkert annað!

Guðríður Haraldsdóttir, 25.3.2008 kl. 14:08

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Það versta við Yoko er helv* gaulið í henni á tónleikum 'The Dirty Mac' í 'Rolling Stones Rock'n'Roll Circus' myndinni. Annars hef ég ekkert á móti henni.

Reiðin er tvíeggja sverð og biturt, það er víst. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 25.3.2008 kl. 14:23

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Reiðin getur verið eitt svæsnasta niðurrifs- og eyðileggingarafl sem mannskepnan býr yfir. Hún varpar skynseminni á dyr og skellir á eftir henni.

Reiðin brenglar allt mannlegt gildismat og ýtir undir áráttuhegðun. Henni er fyrirmunað að horfa í spegil.

Þeir sem þjást af síreiði geta stjórnað öllum í kringum sig því það er með hana eins og fleiri mannlega bresti, að umhverfið verður meðvirkt. Gerir allt í ótta sínum til að halda friðinn og egna ekki hinn reiða einstakling.

Reiðisjúkum gefst kostur á að fara á reiðistjórnunarnámskeið en þeir eru oftast of reiðir til að játa vanmátt sinn.

Aftur á móti er mér slétt sama um Heather Mills og allt hennar fólk.

Lára Hanna Einarsdóttir, 25.3.2008 kl. 15:41

4 identicon

Ég verð eiginlega aldrei reiður, ef ég verð reiður þá er hún runnin af mér á nokkrum mínútum.... sem getur verið fúlt :)

Ég segi ekkert um Heather nema að hún virkar strange

DoctorE (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 16:13

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hef enga skoðun á þessari ókunnugu konu, en ég er hrædd við innbyrgða reiði hjá fólki...Ég reiðist sjálf svona um það bil einu sinni á ári.... það er nú allt og sumt

Jónína Dúadóttir, 25.3.2008 kl. 16:43

6 identicon

Er algjörlega sammála þér. Finnst þetta vera orðnar all svakalegar ofsóknir gagnvart greyið konunni.

Því hvað hefur manneskjan eiginlega gert til að afsaka svona hegðun? Í raun hefur hún ekki gert annað en að giftast manni sem aðrið voru búnir að ákveða að hún mætti ekki giftast. Og skilja svo við þann sama mann.

Erum við í alvörunni það sjúk að við förum svona með fólk?

Við höfum greinilega ekkert þroskast frá því sem var í Rómaveldi hér áður fyrr. Njótum þess ennþá að horfa á fólk rifið á hol.

Guðrún (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 16:49

7 Smámynd: Tiger

Ég hef aldrei verið hrifinn af Paul MaCartney, hvað þá bítlunum - og enn síður Heather Mills ... hef heldur aldrei verið hrifinn af fjölmiðlasirkúshjónaböndum - hvað þá skilnuðum.

Tiger, 25.3.2008 kl. 18:45

8 identicon

Er það ekki eitthvað nýtt að tala um "konugrey" sem heimtaði - og fékk - milljarða fyrir að hafa verið í tjónabandi með manni?

Er þetta ekki konan sem hellti vatni yfir lögmann Paul M. í réttarsalnum?

Táknar þetta ekki bara andúð samfélagsins á konum sem finnst að það eigi að borga þeim fyrir að vera í tjónabandi?

Mér finnst hún allavega sóma sér vel sem andlit lágkúrunnar. 

Borat 

Borat (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 19:10

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er mikill sannleikur í þessum skrifum þínum, takk fyrir ábendinguna.  Big Hug

Ásdís Sigurðardóttir, 25.3.2008 kl. 20:05

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég veit svei mér ekki hvað ég á að halda um þetta mál.  Það kemur einhvernveginn ekkert við mig á neinn hátt. Skil samt hvað þú ert að fara.   En stundum hagar fólk sér þannig að það fær alla upp á móti sér.  Henni hefur tekist það, ég er ekki viss um að hún sé neinn hreinn engill í þessu máli.  En hún virðist ánægð með fengið fé.  Þó ég hafi grun um að í hennar tilfelli verði lífið henni erfiðara en Yoko Ono.  Þar sem ég held að Yoko allavega virðist vera meiri karakter, og málið ekki eins subbulegt og þetta lítur út fyrir.  Og annað sem gerir að verkum að það er ekki hægt að bera þessar tvær saman er að John elskaði Yoko sína allt til enda veraldar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.3.2008 kl. 20:10

11 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Það er nú sennilega ekkert sældarlíf að vera giftur einhverjum svona hrika frægu goði hvaðþá aðskilja við hann.

Eyrún Gísladóttir, 25.3.2008 kl. 21:03

12 Smámynd: halkatla

Heather er svo sannarlega ekki andlit innbyrgðar reiði - kannski reiði - en ekki einhverrar falinnar innbyrgðar reiði. Málið með Heather Mills er að hún er rugluð (æviferillinn er fyrsta vísbending). Hún er alltaf í sjónvarpsviðtölum í UK og USA og þar missir hún yfirleitt algjörlega stjórn á sér og virkar á mann sem snarbiluð manneskja (önnur vísbending), en hvort að hún á skilið að vera kölluð öllum illum nöfnum og persónugerð sem mannvonskan sjálf, það er allt annað mál. Það á það enginn skilið og ég held persónulega með Heather Mills í öllum hennar vandamálum vegna þess, því ruglað fólk á ekkert minni rétt til að vera það sjálft en aðrir.

halkatla, 25.3.2008 kl. 21:13

13 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir


Einmitt! Þessi kona var engill í konulíki áður en hún álpaðist til að giftast þessu gerpi. Hún gekk um jarðsprengjusvæði í stríðshrjáðum löndum og barðist fyrir að þau væru hreinsuð og að fórnarlömbum jarðsprengja fengju gervilimi og þar frameftir götum. Þetta var áður en hún missti fótinn sjálf. Allt í einu hefur hún misst allan trúverðugleika því Paul er jú góði gaurinn í bítlunum ... Hún og Yoko ættu kannski að stofna stuðningshóp.

Laufey Ólafsdóttir, 25.3.2008 kl. 21:15

14 Smámynd: halkatla

p.s og ég skil ekki Stellu Mcartney eða hvernig hún á að vera kölluð hönnuður , sorrí en ég hef að vísu ekki þefað af ilmvatninu, kannski er það ok. Og ég sá reyndar seinast (og í síðasta sinn) föt sem hún hannaði fyrir mörgum árum (þegar hún var að byrja og var hvað mest tilbeðin) og þau voru öll það ljótasta sem ég hef nokkru sinni séð á tískusýningu. Ég myndi ekki einu sinni moka flórinn í Stellu M design! Vonandi hefur hún skánað eitthvað... en það er samt svo augljóst og algjörlega óumdeilanlegt að hún fær bara góða umfjöllun útá pabba sinn

halkatla, 25.3.2008 kl. 21:17

15 Smámynd: halkatla

bara eitt örlítið í viðbót: það var líka rosalega æðislegt þegar Heather hellti vatni yfir lögfræðinginn hans Paul, hún óx í áliti hjá mér við það, ég meina hver annar gerir svona? Þessvegna er hún æði

halkatla, 25.3.2008 kl. 21:20

16 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég er reyndar sammála því að það á ekki að gera Heather að andliti reiðinnar en það er líka alveg ástæðulaust að vera eitthvað að verja hana. Ég reyndi að vera jákvæð gagnvart henni í fyrstu þótt hún hafi ekki virkað vel á mig, en þeim mun meira sem ég hef séð af henni því ógeðfelldari finnst mér hún. Ég er aðv erða sannfærðari og sannfærðari um það að manneskjan er klikkuð. Þetta eru engar nornaveiðar gagnvart henni, hún hefur einfaldlega eyðilagt mannorð sitt sjálf með lygum og almennri framkomu. Bara að ég nefni eitt dæmi. Hún sagði í dómsal að hún hefði verið rík áður en hún hitti Paul og að hún hefði fengið 250.000 í árstekjur (pund væntanlega). Skattskýrslur sýna að hún fékk innan við 50.000. Hún er meira að segja svo heimsk að hún fattar ekki að hún getur ekki logið um staðreyndir sem falla undir opinber gögn. Ég hef enga samúð með þessari konu. En aftur, það er samt engin ástæða til þess að nota myndir af henni þegar ekki er verið að fjalla um hana beinlínis.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 25.3.2008 kl. 21:35

17 identicon

Ójá, ég er sko sammála þér Jenný.

En annars langaði mig bara til að þakka þér fyrir að vera til

Guðrún B. (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 21:58

18 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Heather er mega töffari ... og rosalega lygin held ég. Veit reyndar ekkert um það og hef ekki stórar áhyggjur af því heldur.

Myndavalið með fréttinni var hinsvegar alveg stórfurðulegt.

p.s. Anna Karen helv góð þarna

Marta B Helgadóttir, 25.3.2008 kl. 22:17

19 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég vorkenni konukindinni vegna þess að hún gat ekki vitað um ofbeldisskrímslið sem líkamnast í Sir. Paul. Því örugglega hefur enginn varað hana við, enda dirfist enginn að segja "ljótt", um Sir Paul.  Og hún gat heldur ekki vitað, að heimurinn er jafn helsjúkur og Paul, þegar heimilsofbeldi er annarsvegar, láta allir eins og þeir hafi ekki heyrt orðið, "ofbeldi",  heldur vita allir um hennar sekt, hún sem er, bæði ljót og lappalaus.  

  M.a.s. hér, norður á hjara veraldar, sitjum við, og skrifum, eða tölum,  um "fríkið" sem féll fyrir sjarmatröllinu Sir Paul og gasprar nú um ofbeldisskrímsli, hún geti nú trútt um talað, hún sé sko snaróð, sem kann ekki "fótum" sínum forráð, og hefur aldrei gert,  en það gerir hún einmitt,  annars hefði hún ekki skilið við hann, og sæti þá ekki uppi með reiði alheimsins á herðum sér, og stanslausar hótanir um líflát.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 25.3.2008 kl. 23:54

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Guðrún mín.

Lilja Guðrún: Svo sammála þér.

Marta: Það er sagt að konan sé krónískur lygari, ég veit ekkert hvort það er satt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2008 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 2985854

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband