Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Mánudagur, 10. nóvember 2008
Er það sléttlendið sem rúlar?
Ég var að dúlla mér hérna heima við, dusta ryk hér, raða þessu þar. Bara svona húsmóður eitthvað.
Ég gekk hér um sönglandi, ansi sæl svona með mig enda búin að pakka mér innan í hnausþykkan blekkingarvef til að geta haldið sönsum.
Satt best að segja er ég með stein í maganum. Ég er svo óttaslegin yfir því sem á eftir að dynja á okkur.
Ég hef bara ekki haft svo mikla orku eða getu til að horfa yfir sviðið vegna þess að það eru eilíft nýir bömmerar að skella á.
Og þegar ég las viðtengda frétt um fjármála- og viðskiptaráðherra sem n.b. hvorugur vissi um að það gengi erfiðlega að koma Icesave reikningum Landsbankans yfir í dótturfélag, þá var mér allri lokið.
Það læddist að mér illur grunur.
Hann gekk út á það að kannski er góður hluti ráðamanna alsendis ófær um að standa sig í djobbinu. Kannski eru þeir vanhæfir vegna skorts á reynslu og ættu að vera að gera eitthvað annað. Eitthvað datt mér í hug að sumir þeirra væru ekki miklar mannvitsbrekkur en það segi ég ekki upphátt.
Kannski er það bara sléttlendið sem rúlar í hópnum sem ræður landinu mínu. Hvergi þúfu að sjá í ríkisstjórninni.
Sussusussu.
Kannski er hægt að vera ráðherra á góðæristímum, bæði ímynduðum og raunverulegum, af því þá er auðveldara að fela vanhæfnina.
Svo reynir á og þá væflast þeir um eins og Þórður húsvörður eða Skúli rafvirki hvor um annan þveran og segja með uppglennt augu af undrun: Ég visseggertumetta.
Geta live.
Og gætum við fengið að kjósa sem fyrst plís.
Mig langar ekki að enda á fjandans Jótlandsheiðum.
Later.
![]() |
Ráðherrarnir koma af fjöllum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Mánudagur, 10. nóvember 2008
Hvað gerðist?
Ég er hætt að skilja þetta IMF mál, þ.e. ef ég hef nokkurn tímann botnað í því.
Er íslenska þjóðin ábyrg fyrir þessum Icesave reikningum? Það er það sem er að vefjast fyrir mér.
Það virðist álit manna út í heimi sem vit eiga að hafa á málum.
Það virðist að minnsta kosti vera raunhæfur möguleiki.
En þá þætti mér gott að fá svar við því hvernig í andskotanum stendur á því að hægt að var að skuldbinda almenning í landinu á þennan hátt án þess að nokkur spyrnti við fæti.
Já og ég veit að Landsbankinn var að undirbúa stofnun dótturfélaga en náði ekki að gera það fyrir bankahrun.
En af hverju gátu þeir farið á þennan markað með almenning á Íslandi að veði "in the first place"?
Það er það sem stendur í mér.
Var algjörlega opið upp á gátt fyrir barónana, sóma Íslands, sverð og skyldi?
Ég geri þá ekki endilega ábyrga, amk. ekki fyrst og fremst. Peningamenn reyna að græða og eru ekki endilega vandir að meðulunum. Það er bara þannig.
Ég sé ekki betur en að ábyrgðin hljóti að liggja hjá Fjármálaeftirlitinu, viðskiptaráðuneyti og fjármálaráðuneyti.
Og hvað er með þessa stofnun sem heitir Fjármálaeftirlit? Hvern fjandann hafa þeir verið að sýsla alla þessa mánuði?
Og af hverju situr þetta lið sem fastast þar með talin Seðlabankastjórnin?
Er einhver hissa þó við fáum ekki lán?
ARG
![]() |
Fáum ekki lán nema Icesave deila leysist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Mánudagur, 10. nóvember 2008
Tröllin sem stálu jólunum
Þeir sem lesa þessa síðu vita að ég segi aldrei frá draumum sem mig dreymir.
Það er örugg aðferð við að drepa alla úr leiðindum.
Svona álíka skemmtilegt og að fá lýsingar á kvefsjúkdómi einhvers - í smáatriðum.
Ég var í Barcelona, en það var samt ekki Barcelona heldur Reykjavík og með manninum mínum sem var samt ekki maðurinn minn heldur Prad Pitt og þið vitið ruglið.
En í nótt dreymdi mig draum. Ég er enn á valdi hans, hann var svo raunverulegur djöfullinn á´onum. Ég vil fá að vera í friði í verkamannsins kofa lúllandi á mínu græna.
Draumurinn innihélt Davíð Oddsson, Geir Haarde, Danann frá IMF og Hannes Smárason ásamt mér í lautarferð í Heiðmörkinni.
En þetta voru samt ekki þeir, þeir voru allir tröllin sem stálu jólunum.
Þeir drukku kampavín og borðuðu kavíar, ég fékk flatköku með hangikjöti og ekkert að drekka.
Ætli þeir viti að ég sé alki?
Enginn sagði orð, allir störðu tómum augum út í loftið.
Nema ég, ég horfði á þá.
En eins og ég sagði þá segi ég aldrei frá því sem mig dreymir.
Aldrei.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 9. nóvember 2008
Fúleggið og fréttamaðurinn
Ég veit ekki hvað er að verða með fréttastöðvarnar.
Þær skiptast á um að ganga fram af mér þessa dagana.
En núna held ég að þeir séu endanlega að flippa út.
Í fréttunum var rætt við félagsfræðing sem hafði áhyggjur af reiði almennings vegna skorts á svörum. Hann hafði áhyggjur af því hvernig sú reiði gæti gæti endað ef ekkert yrði að gert.
Sem sagt fullkomlega alvarlegt umfjöllunarefni á skelfilegum tímum kreppu.
Gísli brandarakarl og fréttamaður sá ástæðu til að krydda þessa frétt með gamanmálum svona eins og hann hefur sennilega gert á Þorrablótum lífs síns, eða á töðugjöldum og hvað þau nú heita öll þessi fyrirkomulög úti í sveitum þar sem praktíseruð er lókalfyndni sem enginn nema innvígðir fá nokkurn botn í.
Með þessu er ég ekki að ráðast á landsbyggðina.
Öllu heldur er ég að ráðast á sveitamennskuna í fréttamanninum og skort hans á innsæi. Hvenær er tími til að hlæja og hvenær er smekklegt að láta það eiga sig.
Í enda fréttarinnar át hann eggið.
Er einhverjum hlátur í hug?
Ég held að fjölmiðlarnir ættu að senda þá verst höldnu af starfsmönnum sínum í krísuviðtöl hjá sérfræðingunum. Sumum virðist alls ekki sjálfrátt.
Og í lokin Gísli: Þetta með gapastokkinn og lýðinn. Ekki fyndið. Bara alls ekki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Sunnudagur, 9. nóvember 2008
Á að fara að þéra?
Fjölmiðlamenn hafa kvartað yfir því að það sé erfitt að ná sambandi við ráðamenn nú á þessum síðustu og verstu.
Alþingismenn kvarta hástöfum yfir skorti á upplýsingum.
Ég þarf varla að fara út í hvernig okkur venjulega fólkinu líður í myrkrinu þar sem afdrif okkar og okkar nánustu er undir og við fáum engin svör.
Svo var ég að lesa Eyjuna að vanda. Í þetta skipti fangaði Hallgrímur Thorst athygli mína,þ.e. gestapenninn á síðunni hans, Kristín Þorsteinsdóttir.. Hún skrifar um keisaraviðtalið við Geir á RÚV í gær.
Ég náði ekki að horfa á allan fréttatímann í gærkvöldi og fór því inn og skoði viðtalið áðan sem var í fréttunum undir "máli dagsins". Ég fíflið sem hélt að "mál dagsins" væri alvöru umfjöllun um atburði.
Á fyrstu árum sjónvarps voru ráðamenn þéraðir og sumir þeirra sendu spurningar til fréttamanna sem þeir vildu fá og ekkert mátti spyrja umfram það. Það var mikið þjónkunartímabil.
Við erum greinilega að fara aftur um nokkra áratugi í fleiri en bara efnahagslegum skilningi.
Strákar hjá RÚV; á að fara að þéra?
Og já ég er sammála Hallgrími að þjónkunin hjá RÚV er þannig að það hríslast um mann vesaldómshrollur.
Mér finnst reyndar að svona viðtöl þar sem einhver kemur og talar að vild um það sem honum þóknast án nokkurrar eða lítillar truflunar frá "spyrlunum" móðgun við áhorfendur.
Spyrlarnir eru ekkert nema propps þarna í sviðsmyndinni.
Hefði mátt notatast við segulbandstæki.
Ég vil fara að sjá almennilega umfjöllun, það getur ekki gengið að halda fólki í fullkominni óvissu um afdrif sín og sinna.
Hversu ljótt er ástandið? Í hversu djúpum skít erum við? Ég vil vita, aðeins þannig get ég tekið á málum.
Við þurftum nefnilega að vakna upp við vondan draum í lok september og nú fjandinn hafi það þýðir ekki lengur að segja ósatt eða steinþegja.
Lítilsvirðing ráðamanna við almenning í þessu landi er algjör og leiðinlegt að ríkisfjölmiðillinn skuli fara niður á þetta plan.
Svo tók fréttamaðurinn fram að viðtalið hafi verið tekið upp á meðan fólk var að mótmæla á Austurvelli.
Hver var tilgangurinn?
Hélt hann að Geir hefði mætt ef hann hefði átt lausa stund?
Við sjáum hvernig safnast á Austurvöll á næsta laugardag, kannski mætir "dúddinn".
Ég er að hugsa um að fara að fylgjast bara með erlendum fréttum. Svei mér þá ef Fox fréttastofann er ekki áltilegur kostur í samanburði.
Ég get þó alltént sagt við sjálfa mig í hálfum hljóðum þegar bunan stendur út úr þeim; meiri fíflin þessir útlendingar. Ekki gagnrýna hugsun að finna hjá Fox.
Friggings keisaraviðtalið er hér.
Og hvað með andskotans IMF?
Hvar er það mál statt eiginlega?
![]() |
Styðja illa Íslendinga hjá IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (46)
Sunnudagur, 9. nóvember 2008
Óviti - Ofviti?
Smá kreppujöfnun.
Í morgun átti sér stað eftirfarandi samtal milli mín og nöfnu minnar.
Jenný Una: Amma það má ekki skamma litla bróður minn. Bara alls ekki.
Amman: Nei og það á ekki að skamma börn, bara tala við þau.
Jenný Una: Éveita, en veistu akkuru það má ekki skamma Lilleman?
Amman: Hvers vegna?
Jenný Una: Hann er bara pínulítið baddn, hann er OFviti.
Þá vitum við það.
Ég er enn í krúttkasti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Sunnudagur, 9. nóvember 2008
Fagmennskan í fyrirrúmi?
Margir hafa verið að blogga um fréttaflutning af laugardagsmótmælunum undanfarið.
Í gær var aðaláherslan á eggjakastið á Alþingishúsið.
Minna en ekki neitt um sjálfan fundinn.
Má þá segja að fjölmiðlar séu pínu að skrifa söguna upp á sitt einsdæmi?
Að minnsta kosti að sníða hana til?
Hver verður að svara þessari spurningu fyrir sig en þegar ég sá þessa frétt, ó fyrirgefið, skoðun Loga Bergmann á mótmælunum á Austurvelli gærdagsins, þá var mínum efasemdum eytt.
Það sem meira er, Logi kom skoðun sinni á framfæri við lestur á frétt sem hafði ekkert með mótmælin að gera. Merkilegur andskoti.
Sjáið hvað Loga finnst í dag, það hljóta allir að bíða með öndina í hálsinum eftir því.
Ég er nokkuð viss um að þessar þúsundir FULLORÐINNA manna og kvenna á Austurvelli í gær vilji ekki skrifa upp á að það hafi verið að kasta eggjum í Alþingishúsið.
Halló!
Bæti hérna inn fyrstu frétt í sama fréttatíma þar sem Logi talar um að Alþingishúsið hafi verið saurgað.
Að tala um hlutleysi, jájá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (38)
Laugardagur, 8. nóvember 2008
Mótmælum rænt um hábjartan
Rosalega er ég orðin illa pirruð yfir þessu hædjakki á laugardagsmótmælunum.
Einhverjir örfáir bjánar með athyglissýki stela mótmælunum og hanga eins og apar uppi á þaki Alþingishússins.
Hvaða illskiljanlegi brandari er þetta með bónusfánann? Var ekki til fáni banaanalýðveldisins Íslands eða hvað?
Í staðinn fyrir almennilega umfjöllun um þann atburð sem nokkur þúsund manns sáu ástæðu til að sækja beina fjölmiðlarnir kastljósinu að þessum eggjakastandi krökkum sem eru að hafa fun, það mótmælir enginn með svona fíflalátum nema sá sem er að flippa sér til skemmtunar.
Kannski var fólkinu alvara, en er ekki hægt að tjá reiði sína með aðeins hreinlegri hætti?
Með þessari frétt eru fjórar myndir af eggja- og jógúrthluta mótmælanna, ekkert frá hinum eiginlega fundi.
Andskotans leiðindi.
Og sjá hann Geir Jón frelsaða, hann lét eins og þessu og engu öðru mætti búast við af mótmælendum.
Hann var hokinn af sorg yfir borgaralegri óhlýðninni.
Jájá, þetta mun vera byrjunin kallinn. Jájá.
ARG
![]() |
Eggjum kastað í Alþingishúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (74)
Laugardagur, 8. nóvember 2008
Í vondum lungnamálum
Á læknavakt fyrir einhverjum klukkutímum.
Læknir: Þetta er skelfilegur hósti sem þú ert með.
Ég: Já finnst þér það? Það var sko þess vegna sem ég er komin hingað. Er með hita og hósta.
Læknir: Þú reykir (ekki spurning, fullyrðing).
Ég: Jább.
L: Hvað lengi?
Ég: 34 pakkaár (ekki gamall læknaritari fyrir ekki neitt).
L: Það er rosalegt.
Ég: Jább.
L: Þú verður að hætta þessu, þú ert með fast í lungum og með bullandi bronkítis.
Ég: Jább.
L: Hvenær?
Ég: Bráðum en ég reyki mikið minna núna, bara örfáar.
L: Hvað margar (hann frussar þessu út úr sér)?
Ég: Svona tólf á sólarhring.
L: Þetta er náttúrulega ekki hægt.
Ég: Jú og ég fer létt með það. Fyrir tveimur mánuðum reykti ég tvo pakka. Ég er öll að koma til.
L: Þetta gengur ekki, þú verður að hætta að reykja. Taktu þetta lyf hérna sem ég skrifa upp á og farðu nú að hugsa þinn gang, hugsaðu um lungun kona (hér var hann alveg intú itt).
Ég algjörlega í rusli yfir að gera manninum þetta: Fyrirgefðu.
L: Hrmphf....
Svo lufsaðist ég heim með hausinn undir hendinni og ég skammaðist mín fyrir að vera á lífi með þennan einbeitta brotavilja til margra ára og ekki enn lát á.
Farin í smók.
Úje
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Laugardagur, 8. nóvember 2008
Einhverju við að bæta?
Er einhverju við þessa frétt að bæta?
Já auðvitað.
Eins og t.d. þessu.
Nú eða þessu.
Þessi hérna er svo skyldulesning. Til að halda okkur í raunveruleikanum.
Ég held að ég láti þetta duga í bili.
Farin að sýsla við verkefni.
Súmítúðebón.
Later.
![]() |
Mótmæli á Austurvelli í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2988085
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr