Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Miðvikudagur, 2. janúar 2008
Ekki brúnuð kartafla í sjónmáli!
Mér finnst Tarantino flottur leikstjóri, mergjaður reyndar, en mér gæti ekki staðið meira á sama hvar hann kýs að hanga á jarðarkúlunni í frítíma sínum. Mér finnst nánast plebbalegt að lesa fréttir af því hvert hann fer til að borða, hvaða flugelda hann sendir upp í himinhvolfið og svoleiðis.
Nóg um það.
Ég á bágt, mér er illt í "slasaða" fætinum og ég er þreytt.
Þreytt eftir jólasukkið.
Alveg er mér sama þó ég sjái ekki brúnaða kartöflu nema á mynd næsta árið. Myndi meira að segja fagna því.
Hvað þá heldur steikur upp á slatta af kílóum.
Jólatréð mætti fara í frumeindir sínar hérna á stofugólfinu, ég myndi sópa því upp án þess að æmta og skræmta og segja bæbæ jólatré.
Ég gleðs yfir því að bráðum tekur hvunndagurinn völdin.
Ég held að þetta sé eðlilegt ástand, þ.e. að vera búin að fá nóg af bílífi hátíðanna.
Það eru bara skiptin yfir í hinn gráa veruleika sem geta verið svolítið erfið, þar sem maður er auðvitað búin að snúa við sólarhring og borða alls kyns óhollustu í töluverðu magni.
Svo er ég ásamt öllum hinum æst og tilbúin að ári, í að hefja leika aftur, af fullum þunga.
Þannig að ég er ekki fúl, bara smá þreytt og er að hugsa um að leggja mig aðeins og nota þessi "forréttindi" sem það eru að vera heimahangandi.
Samkvæmt ásetningi dagsins, er ég með þveggja klukkustunda skrif í bók á stundatöflu. Við það verður staðið.
Ég held nú það og knús inn í daginn.
Úje.
![]() |
Tarantino og Roth í rosa flugeldastuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 2. janúar 2008
Annáll ársins 2007 - Seinni hluti
Og nú höldum við áfram upprifjuninni.
Í september bar margt á góma hjá þessum maníska bloggara hérna. Mikið var rætt um alla mállausu útlendingana í þjónustustörfum og landinn kvartaði hástöfum. Ég hins vegar tel að við eigum að þakka fyrir að það fæst fólk í sem flest störf í þessu landi og við mættum reyna að vera ögn skilningsríkari gagnvart nýjum löndum okkar.
Og svo kom október og jólafiðringurinn fór að gera smá vart við sig hjá mér og nokkrum öðrum í bloggheimum, frussss, skömm að þessu. En þarna u.þ.b. tveimur mánuðum fyrir jól, kom fyrsta jólasýkiskastið.
Í nóvember dundi yfir fár á síðunni minni af því mér varð á að blogga um "pabbaleikherbergið" í nýju Hagkaupsversluninni. 170 athugasemdir voru gerðar við færsluna og mér ekki vandaðar kveðjurnar af sumum.
Nú, nú annállinn er nú heldur betur farinn að styttast í annan endann og bara desember eftir. Ég var nottla í jólavímu allan mánuðinn. En þar sem jólin eru nærri því liðin og allir komnir með upp í kok af falalalalai og matarlýsingum þá set ég inn snúru mánaðarins. Það er lágmark að hafa eina færslu um batagönguna sem óvirkur alkahólisti í annál ársins. Það er svo mikið ég. Úje!
Þá er annáll klappaður og klár, tékk, tékk.
Nú er að vaða með bloggandi gleði inn í nýtt ár sem enn er hreint og ósnert eins og nýfallin mjöll.
Vaðið ekki inn á skónum elskurnar.
Var að skúra.
Farin að lúlla.
Lofjútúpíses.
Újejejejejeje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 1. janúar 2008
Þetta átti að verða seinni hluti annáls en varð að hamfarabloggi!!
Seinni hluti annáls verður að bíða til morguns.
Mér er frekar heitt í hamsi.
Eiginlega er ég með óbragð í munninum eftir að hafa horft á myndina um Breiðavíkurdrengina.
Ekki að ég hafi ekki verið búin að kynna mér málið, heldur vegna þess að það var kominn tími á upprifjun áður en það fennir yfir spor þessara manna sem þarna voru sviptir æskunni, þeir smánaðir og meiddir.
Ég hef þekkt tvo Breiðavíkurmenn um ævina, veit um aðra tvo.
Þeir eru allir látnir og tveir fyrir eigin hendi.
Mér eins og flestum öðrum er annt um börn.
Ég vil að samfélagið axli ábyrgð og bjargi því sem bjargað verður. Bæði með stuðningi og fjármunum. Ekkert skal til sparað. Skuldin er stór.
Er það ekki týpiskt að í svona mynd, skuli fyrrverandi starfsfólk koma fram og afneita allri vitneskju um nokkuð misjafnt.
Einum fannst fyndið að barni hafi verið stungið á bólakaf ofan í skurð.
Er þetta fólk ekki með lágmarkskunnáttu á viðkvæmu sálarlífi barna?
Ekki einu sinni í dag, svo löngu síðar hefur áttun orðið í kollinum á því.
Arg...
Stjórnvöld hysjið upp um ykkur og greiðið skuld ykkar við þessa menn og fleiri sem illa var farið með af því þau voru fátæk og baklandslaus.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þriðjudagur, 1. janúar 2008
Menn með perlufestar eru algjörlega sneyddir kynþokka
Þegar ég er gagnrýnin og pirruð út í það sem er að gerast í heiminum og einkum og aðallega í íslensku samfélagi, þá fæ ég gjarnan skammarpósta. Stundum, en bara stundum, á ég þá skilið. Á það til að vera ansi fljót í förum á undan sjálfri mér.
En þeir póstar sem mér er verst við eru þessir fáu en öflugu skammarpóstar sem ég fæ frá fólki sem heldur því fram að þeir sem séu í góðum bata edrúwise eigi ekki að vera með pirringsblogg, að það sé jafnvel merki um lélegan bata. Nú geta þeir mundað lykilaborðið, því ég blæs á það blaður og kem hér með eina skelfilega neikvæða færslu um gerviskartgripi og lélegan smekk ákveðinna karlmanna á sjálfskreytilist.
Í dag var hengt blikkdrasl í barminn á ellefu Íslendingum. Forsetinn gerði það heima hjá sér at Bessastadir.
Þetta er ábyggilega allt hið vænsta fólk, enda er ég ekki að blogga um það, heldur bévítans pjátrið sem hengt er utan á það. Hvað ber sá úr býtum, áþreifanlega, sem fær orðu? Plístell.
Hvað er það með orður og venjulegt samfélag? Af hverju finnst mér eins og svona tildur og hégómi eigi heima í löndum með kónga og drottningar, ekki í samfélagi eins og okkar sem allir eiga að vera jafnir.
Kannski af því að það eru ekki allir jafnir? Dhö!
Gæti verið. Jájá, búin að kveikja ljósin og komin heim en sé tæpast útúr augunum. Maður var eitthvað verulega fjarverandi þegar Gussi útdeildi toppstykkinu. (Jeræt, fremst í röðinni).
Mikið skelfing vildi ég henda svona hallærissiðum út í ysta haf. Líka perlufestum á Forseta og Borgarstjóra, Sendiherra og þess hátta fólk með stórum staf.
Ég hef ofnæmi fyrir mönnum með perlufestar og slíkt dinglumdangl og hugsa alltaf: Vá hvað hann hlýtur að vera hégómlegur þessi, getur ekki haft mikinn tíma í vinnunni, alltaf í speglinum bara.
Nú, en ég ræð engu, nema þessum auma einkafjölmiðli mínum sem ég ætla að nota á nýju ári til þess að rífa enn meiri kjaft en í fyrra. Blogga um hvernig mér gengur edrúmennskan og neita að fara í neinar felur með minn fíknisjúkdóm og svo ætla ég að gera heiðarlegar tilraunir til að vera skemmtileg í leiðinni. Svo verður það kirkjan og trúmálin, pólitíkin og fjölmiðlarnir og jájá, ekki hörgull á bloggefni. Sei, sei, nei.
Kommon, einhvers staðar verður nóboddí eins og ég að hafa vettvang.
Djö.. sem við bloggarar vorum krúttlegir í Áramótaskaupinu
Kikkmítúðebónsandbætmíasvell.
Úje
![]() |
Ellefu sæmdir heiðursmerkjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Þriðjudagur, 1. janúar 2008
Sumir tala af reynslu, aðrir blaðra út í loftið
Í þessari frétt lofar páfi hina "náttúrulegu" fjölskyldu og segir hana útsendara friðarins.
Páfi á auðvitað við hjónaband karls og konu.
Miðað við að maðurinn hefur að líkindum ekki verið við kvenmann kenndur og muni fyrirsjáanlega ekki giftast, honum er hreinlega bannað að ganga í hjónaband, tel ég að hann sé ekki alveg í aðstöðu til að hylla eina tegund hjónabands umfram aðra.
Þvílíkur hroki.
Ég ætti kannski að fara að tjá mig um hver séu bestu hlutabréfakaupin? Ha?????
Svo ég leggi nú mitt til umræðunnar um "náttúrulegar" fjölskyldur, þá hljóta þær að skilgreinast eftir því hversu vel fólki líður saman, eftir kærleikum fólks til hvers annars og þeim sem best líður saman, hljóta að vera í hinni "náttúrulegu" fjölskyldu eða hjónabandi, sem páfinn er að vísa til.
Rosalega væri það skemmtilegt ef kaþólska kirkjan færi að hoppa inn í nútímann.
Ég ELDIST af því að lesa þetta kjaftæði og þessi skinheilagheit.
Annars bara góð á nýju ári.
Með "náttúrulegum" kærleikskveðjum.
![]() |
Lofar náttúrulegar fjölskyldur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (65)
Þriðjudagur, 1. janúar 2008
Krúttsería
Ég lofaði og nú stend ég við.
Ég á að gæta bróður míns (en vúps... hann hefur skroppið eitthvað frá)!
Jenný Una hjálpar til í eldhúsinu!
Jenný Una, Jökli, Erik og Einar sem er að þamba kókið sitt. Hm.. skamm Einar! Kók er á bannlista.
Jenný Una gætir Hrafns Óla svo vel meðan hann sefur..
..og svo leggur hún sig svo fallega hjá honum líka
Jæja ég lofaði myndum, hér getið þið borið þær augum.
Farin að hlusta á "the pres"
Síjúgúdddpípúl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 1. janúar 2008
Bloggannáll 2007 - Fyrri hluti
Ég byrjaði að blogga í lok febrúar á árinu. Ég vissi ekki hvar ég ætti að staðsetja mig en ákvað síðan að blogga um allt sem mér dytti í hut, ekki bara edrúmennskuna mína.
Í mars hafa klósettþrif verið mér afskaplega hugleikin, ekki nema von að ég hallist að þunglyndi í þeim mánuði, hann er hvorki vor né sumar, vetur eða haust.
í apríl er ég enn að hafa allt á hornum mér og er farin að gera lista yfir leiðinlega hluti mér til skemmtunar.
Í maí var ég að blogga mikið um stjórnmál, en ég hef verið illa pirruð á sumarstarfsmönnum Moggans, eins og sjá má hér.
Í júní var ég m.a. að velta fyrir mér mínum skófetisma og hugsaði nokkuð stíft um Imeldu Markos. Áhugamálin eru vissulega misjöfn eftir mánuðum.
Í júlí var Ellý Ármanns farin að pirra mig soldið mikið með löngu og berorðu fyrirsögnunum sínum, ég gekk skrefi lengra og skrifaði nokkrar færslur í hennar anda. Hér er dæmi.
Og í ágúst var ég aftur í pirringskasti út í klobbafærslurnar hjá Ellý og skellti þessum rudda inn til að mótvægisjafna.
Nú legg ég ekki meira í þennan annál í bili.
Tek rest á morgun.
Sem betur fer eru bara ein áramót á ári.
Farin, bókhald bíður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr