Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
Þriðjudagur, 18. september 2007
LAUFEY OG JÓHANNA
Laufey Ólafsdóttir (www.lauola.blog.is), formaður Félags einstæðra foreldra og Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, eiga aðdáun mína alla, þessa dagana. Laufey fyrir að leggja nótt við dag til að ná eyrum stjórnvalda, vegna óásættanlegrar stöðu í húsnæðismálum einstæðra foreldra og Jóhanna fyrir að bregðast skjótt við, eins og hennar er von og vísa og svara kallinu.
Það er gjörsamlega óþolandi að í ríka þjóðfélaginu sem allir eru að monta sig af, skuli einstæðir foreldrar þurfa að sofa í bílum með börnin sín, ganga á milli ættingja til að fá gistingu eða að þurfa að kúldrast í alltof litlu neyðarhúsnæði, Félags einstæðra foreldra. Nú er lausnin í sjónmáli.
Ég dáist að þeim stöllum og vildi óska þess að það væru fleiri sem gengu rakleiðis til verks og hættu að tala í ljóðum, innantómum loforðum og búllsjitti.
Ég held að ég vilji hana Laufeyju á þing. Þarna fer ung kona með réttlætiskennd og úthald í slaginn sem þarf alls ekki að vera neinn vindmylluslagur.
Hattinn af fyrir flottum konum.
Úr fréttum Rúv í gær varðandi málið.
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4338429/0
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 18. september 2007
Pirringsblogg!
Það gat nú verið, helvítis, djöfulsins, andskotans skortur á virðingu fyrir prívatlífi manns. Hér fer ég með bílinn í skoðun, lendi á algjörum hálfvitum, sem skoða fjandans ökutækið og ætla að ræna mig aleigunni fyrir nokkra mínútna vinnu og það er komið í blöðin, þó það hafi fokið í mig við djöfuls karlana þarna í skoðunarstöðinni.
Sko, ef þeir hefðu ekki ætlað að okra svona djöfulli, andskoti og helvítis mikið á mér þá hefði ég auðvitað ekki brotið djölfulsins rúðufjandann þarna hjá þeim. Og svo hringdu mannfjandarnir á lögguhelvítin.
Það er ekki nokkur virðing borin fyrir minni fjandans persónu.
Hehe, smá hugleiðing um orðaforða þess, sem sér sér ekki fært að leysa málin á eðlilegan máta.
Ég keyri ekki og hef aldrei í bifreiðaskoðun komið nema á annarra manna bíl.
Ég er eins og hin fíflin sem eru stöðugt að blogga í tilraunaskyni. Segi svona.
Góðan daginn og er ekki bölvaðekkisens lífið í góðum gír bara?
Æmsóhappí!
Úje
![]() |
Reiddist rukkun fyrir endurskoðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 17. september 2007
Biluð spákona, bloggvinaþrif, undarlegheit og alkar.
Ég var í rannsóknum í morgun og þá bíður maður á biðstofu. Ég er voða glöð með að ég les aldrei glanstímarit nema á biðstofum, þannig að biðin verður ljúf. Ég las völvuspána í Ísafold fyrir yfirstandandi ár og komst að því að völvan sú er ekki starfinu vaxin og ætti að skipta um djobb. Fór Margrét Sverrisdóttir fram fyrir Samfylkinguna í vor? Eða dró Árni Johnsen sig af lista Sjálfstæðisflokks? Tók Frjálslyndi flokkurinn inn ógissla mikið fylgi frá Sjálfstæðisflokknum og það út á innflytjendamál? Æ dónt þeink só. Reka konuna.
Ég tók heldur betur til í bloggvinalistanum mínum í dag (). Tók Ajax rúðuvökva á skjáinn og pússaði fésið á hverjum einasta bloggvina minna, þar til þeir glönsuðu allir. Hí á ykkur sem hélduð að ég væri að henda út mínum eðal vinum í bloggheimum.
Dagurinn hefur verið undarlegur eins og allir mínir dagar. Ég bókstaflega á ekki til orð yfir skringileika þessa dags. Ég týndi eiturgulu gúmmíhönskunum mínum, Bördí og veskinu mínu, en fann aftur fuglinn og veskið. Hefur einhver rekist á gúmmíhanskana? Þetta er aldurinn, eftir að ég varð miðaldra, man ég ekkert stundinni lengur. Var ég búin að spyrja ykkur (djók)?
Sáuð þið vitalið við hann Einar Ágúst í Kastljósinu í kvöld? Mikið rosalega fannst mér hann flottur að koma fram með sína baráttu við alkahólismann og öllu sem því fylgir. Flott fyrirmynd strákurinn. Það þarf ábyggilega töluvert hugrekki til að koma fram fyrir alþjóð og tala af hreinskilni og heiðarleika um þennan hroðalega sjúkdóm. Látið mig þekkja viðkomandi sjúkdóm. Já, já.
Annars er ég góð, bara.
Úje
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Mánudagur, 17. september 2007
Þegar skrattinn hittir ömmu sína!
Ég er svo illgjörn að ég get ekki annað en brosað að fólkinu sem daðraði hvort við annað á netinu og komust að því - of seint - að þau voru að dufla hvort við annað. Er hægt að fá betri lexíu í að haga sér?
Þegar ég var í námi í Svíþjóð, átti ein skólasystir mín í ástarsambandi við giftan mann. Við supum hveljur yfir sögunum sem hún sagði okkur, spenningurinn í lífi hennar var skelfilegur og ég fékk í magann þegar hún á mánudögum setti okkur vinkonurnar inn í atburði helgarinnar. Ekki misskilja mig, mér fannst spennan vond en sumum fannst hún góð, eins og gengur.
Svo kom vor. Vinkonan fór á kaffihús með elskhuganum. Þau stóðu á torgi Gustavs Adolf niðri í Gautaborg og hann kyssti hana bless. Þetta var fyrsti vordagurinn, sólin skein og fuglarnir sungu og ladídadída, allur sá væmnispakki (fyllið í eftir þörfum). Hún fór heim, hann eflaust líka.
Í GT daginn eftir var þessi yndislega vormynd á forsíðu blaðsins. Þau að kyssast á torginu og fyrirsögnin var: "Ástin og vorið blómstra í Gautaborg".
Kona elskhugans var ekki voða glöð með myndina af eiginmanninum og þau skildu. Vinkonan snarkólnaði þegar maðurinn var allt í einu á lausu. Hún snéri sér að næsta gifta manni.
Hún er enn að en hún forðast ljósmyndara eins og heitan eldinn.
Jag ringer på fredag!
Jajamensan!
![]() |
Daður á netinu endar með skilnaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Mánudagur, 17. september 2007
Krúttblogg!
Nýjustu myndir af Jenný Unu, Oliver í London með Helgu frænkusín (Helga er frumburðurinn) og Jökull Bjarki elsta barnabarnið sem vill stundum ekki vera með á mynd. Í þessari röð og ekki öðruvísi.
Jenný í flotta kjólnum sem pabbi hennar keypti í sjálfri höfuðborg Kínaveldis þegar hann var að spila þar í fyrra.
Oliver og Helga frænka voru í góðum fíling í London í síðustu viku. Ekki amalegt að láta spilla sér smá.
Klakinn ekki alltaf í stuði til að vera með á mynd. Verst hvað ég á fáar nýjar myndir af elsta barnabarninu, hann hefur stækkað svo breyst á stuttum tíma. Drengurinn er óguðlega sætur. Þið verðið að taka mín orð fyrir því.
Ég held nú það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 17. september 2007
Lítill drengur hefði átt afmæli í dag!
Eitt barnabarna minna, hann Aron Örn Jóhannsson, hefði orðið 10 ára í dag, þ. 17. september, hefði hann lifað.
Hann dó ungur, og við sem eftir lifum höfum reynt að muna hverja stund, hvert augnablik sem við fengum að vera með þessum yndislega dreng.
Maysan mín er mamma hans Arons og hún er líka mamma hans Olivers, sem er gleðigjafinn okkar allra.
Amma gleymir aldrei litla drengnum sem brosti og hjalaði svo fallega.
Í dag kveiki ég á kerti og hugsa til hans.
Maysa mín, knús á þig duglega og hugrakka stelpan mín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (49)
Sunnudagur, 16. september 2007
Leiðarvísir II
Einhver talaði um það í kommentakerfinu við færsluna um greinina í Djöflaeyjunni, þar sem fíkniefnaleiðarvísinn er að finna, að þetta væri nú ekki svo alvarlegt mál, eins og ég vildi vera láta. Ég ætti að kynna mér efni greinarinnar betur áður en ég færi að rífa mig. Ég er búin að því. Gjörsvovel:
"Kókaín: Svalasta dópið. Sértu á leiðinni inn í leiklistina eða á listasviðið almennt er eiginlega skylda að sjúga þetta hvíta gull. Það veitir eldi í persónuleikann. Skundaðu niðurá Sirkus og sofðu hjá einum af bóhemunum, þá færðu líklegast eina línu að launum."
"Ketamín (smjörsýra): Nauðgunardjúsinn, bráðnauðsynlegt á allar útihátíðir og ef þú ert almennt ljótari en fólk flest. Þú þarft ekki einu sinni að hafa áhyggjur að því að sæta stelpan sé hrifin af þér, þú þarft bara að komast nógu nálægt henni til að geta teygt þig í glasið hennar."
"Amfetamín: Námsmannadópið. Þú ræður hvað þú gerir, spítt gefur þér kraftinn."
"Þú einfaldlega röltir út á bensínstöð og kaupir þér eitt stykki flösku af vel sterku lími. Skellir því í poka og dregur djúpt andann."
" Viltu hafa sögu að segja í öllum jólaboðum og öllum áramótapartýunum þangað til þú verður fertugur? Droppaðu smá sýru og áttu skrýtnustu 48 klukkutíma í lífi þínu."
Þetta breytir öllu. Alveg er ég viss um að þolendur stefnumótanauðgana, garga úr hlátri við þennan lestur. Og allir aðstandendur sem misst hafa sína nánustu út í neyslu fíkniefna, þar sem neyslan hefur stundum endað með geðveiki eða dauða, hlýtur að vera afskaplega skemmt.
Húmorinn hjá Baltasar Breka Baltasarssyni, sem segir í Fréttablaðinu að þeir sem ekki fatta að þessi grein sé djók, séu hvort sem er þegar á dópi, er alveg að slá í gegn. Merkilegt að skólastjóri Menntaskólans við Sund er líka húmorslaus eins og ég (er hann á dópi?) en hann ætlar að henda blaðinu rakleiðis út í gám.
Kva!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
Sunnudagur, 16. september 2007
Spaugstofupæling
Fyrir utan skort á samkennd með félaga sínum Randveri, er afskaplega lítið hægt að segja um Spaugstofuna.
Þess vegna skil ég ekki hvernig sumir geta talað sig heita og bloggað með sterkum lýsingarorðum um Spaugstofuna í gærkveldi. Gamanþáttur verður varla SVO dramatískur, eða er það?
Hef rekist á blogg þar sem fólk talar sér til hita um Spaugstofuna, eins og um þjóðþrifamál sé að ræða.
Auðvitað er húmor mannbætandi.
Mér er ekki ljúft að viðurkenna það, þar sem mér finnast þeir Spaugstofumenn svo leim í samstöðunni með félaga sínum sem var látinn taka pokann sinn, en ég skellihló nokkrum sinnum í gærkvöldi.
Húmor lengir lífið. Fjandinn hafi það.
Ójá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Sunnudagur, 16. september 2007
Bráðnauðsynlegur leiðarvísir fyrir ungt fólk!
"kókaín er svalasta dópið, amfetamín er námsmannadópið og smjörsýra er nauðsynlegt nauðgunarlyf fyrir ófrítt fólk."
Hahahahaha, þetta er grín segir hann Baltasar Breki Baltasarsson. Þá hlær maður bara.
Ef svo ólíklega vill til að ritstjórar Djöflaeyjunnar lesi bloggið mitt þá vil ég benda þeim á eftirfarandi:
Það vantar algjörlega leiðarvísi um búðarþjófnað, skilríkjafölsun, hvernig ræna skuli banka, brugga landa og selja dópið sem nefnt er í "brandaranum" hér að ofan. Hvernig eiga framhalds- og háskólanemar að geta brotið lögin almennilega ef aðferðarfræðin er ekki á hreinu?
Þetta er svo fyndið hjá þeim strákum að ég get bara ekki hætt að hlægja. Er nokkuð fyndnara en jákvæð umfjöllun um dóp og nauðganir? Svo ku vera þessi fíni leiðarvísir um hvernig nálgast megi fíkniefnin, í greininni. Hahahahaha
Með fyrirfram þökk!
![]() |
Fíkniefnaleiðarvísir birtur í fríblaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Sunnudagur, 16. september 2007
Þvagleggshvetjandi ofbeldi!
Hey karlinn, það er bannað að slá. Algjörlega blátt bann við ofbeldi hér vinurinn og maður lemur ekki lögguna þrátt fyrir að það sé búið að hella í sig einhverjum helling af brennivíni.
Er ég að missa vitið? Mér finnst ég alltaf vera að lesa um að djammararnir í hátíðarskapinu séu að slá löggur, ráðast á þær, slá af þeim húfurnar og fleira í þessum dúr. Algjört lögguofbeldi bara, nema á hinn veginn. Ætli löggur séu með atvinnutryggingu?
Mér brá þegar ég fyrirsögnina á fréttinni. Já, auðvitað er ég að koma að þvagleggnum. Ég læt ekkert tækifæri ónotað til að þvagleggsblogga. Mér datt nefnilega svona í hug þegar ég las fyrirsögnina, "vá hvað ég vona að viðkomandi árásaraðili búi ekki í Selfossumdæminu, því þetta er þá pottþéttur þvagleggjari".
Sjúkkit, þetta var á Suðurnesjum, þar er bara notaður þvagleggur á sjúkrahúsinu, í læknisfræðilegum tilgangi.
Pissípissí!
Úje
![]() |
Sló til lögreglumanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr