Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
Fimmtudagur, 20. september 2007
Edrúafmælið mitt - 11 mánaða snúra!
Tíminn flýgur. Ég er ellefu mánaða edrú, takk fyrir. Í raun gott betur en það, en ég ákvað að telja frá ákveðnum degi inni á Vogi. Það skiptir ekki máli. Það sem skiptir máli er að í tæpt ár hef ég tekist á við lífið án deyfingar af öllu tagi. Ég hef ekki notað áfengi eða pillur til að slá á lífið og tilfinningar mínar. Það sem meira er um vert, þá hefur mig ekki langað til þess í eitt einasta sinn, þrátt fyrir að eitt og annað hafi dunið yfir á tímabilinu, alveg eins og í lífinu yfirleitt þar sem skiptast á skin og skúrir. Ég hlýt að hafa náð hinum margumtalaða botni.
Það er enn nýtt fyrir mér að vakna á hverjum morgni, geta horft framan í fólk, með góða samvisku.
Alkahólismi er sjúkdómur lyginnar, óheiðarleikans og reiðinnar. Ég fæ enn kökk í hálsinn þegar ég hugsa til sjálfrar mín, sitjandi með glasið og pillurnar innan seilingar, starandi tómum augum út í loftið og það er eins gott fyrir mig að gleyma því ekki eitt augnablik, hvernig fyrir mér var komið. Það er eins af aðalástæðunum fyrir því að ég blogga um sjúkdóminn eins og hann snýr að mér og mínum. Svo veit ég líka að hér les fólk sem sækir einhverja huggun í að vita, að án tillits til hversu illa er komið fyrir alkanum, þá er til von.
Þegar ég var búin að vera edrú í mánuð, leið mér eins og ég hafi unnið stórorustu. Þann tuttugasta hvers mánaðar held ég upp á að er ég sigurvegari yfir sjálfri mér, og það er þó nokkuð afrek, því fram að því að ég varð edrú var ég vandræðagepill og erfið viðureignar, ekki síst fyrir sjálfa mig. Ég hef líka góða hjálp og stuðning. Frá fjölskyldu minni, vinum og öðrum sem vita hverjir þeir eru.
Einn dag í einu byggi ég mér nýja fortíð, ljúfa nútíð og ég legg drög að góðri framtíð. Ég reyni að lifa í núinu, af því það er það eina sem ég hef til ráðstöfunar.
Í kvöld fer ég edrú að sofa.
Ójá!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (59)
Miðvikudagur, 19. september 2007
Jenný trommar.
Jenný Una Eriksdóttir ætlar að feta í fótspor föður síns. Hún trommar, en hún æltar líka að verða leikari og að spila á gítar eins og Einarrr.
Verð að deila þessari seríu með ykkur, en þetta trommusett keypti pabbi hennar þegar hún var bara rúmlega ársgömul.
Göriðisvovel!
Hún er ansi vígaleg sú stutta. Myndirnar stækka þegar smellt er á þær.
Tammtatata!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 19. september 2007
Nú ríður á fyrir Tyrki
Þegar Durex smokkaframleiðandi gerir kynlífskönnun, þá tek ég ekki mark á henni. Svo einfalt er það.
Nú ríður á fyrir Tyrki að fara að svara heiðarlega. Nema að þeir vilji vera lauslátastir allra þjóða en þeir eiga skv. þessari rannsókn metið í fjölda kynlífsmaka um ævina, að meðaltali 14, 5 manns (ég myndi vilja sjá þennan hálfa í aksjón)
Við erum í 10. sæti þjóðanna á listanum yfir hversu oft við gerum það, eða 119 sinnum á ári.
Ég á ekki orð svo hneyksluð er ég.
Hvers lags eiginlega stóðlífisþjóð erum við?
Hm.
![]() |
Tyrkir stunda kynlíf með fleira fólki en aðrar þjóðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Miðvikudagur, 19. september 2007
Eftir Kompás.
Eins og sjá má af kommentakerfinu hér við færsluna fyrir neðan, hafa skapast góðar umræður um réttlæti nafnbirtinga á barnaníðingum í fjölmiðlum, áður en dómur hefur verið kveðinn upp.
Nú er ég búin að horfa á Kompásþáttinn og það er ekki vafi í mínum huga. Í því máli sem þar er til umfjöllunar og öðrum slíkum, á að birta nafn gerandans. Já, já, það er ekki góður siður að birta nafn þeirra sem eru grunaðir um afbrot en hafa ekki hlotið dóm, en í þessu tilfelli er maðurinn búinn að viðurkenna að hann hafi haft kynferðismök við þolandann, en eins og barnaníðinga er siður, heldur hann því fram að þetta hafi verið eðlilegt samband, eins og um væri að ræða tvo fullorðna einstaklinga en ekki karl á sextugs aldri og 14 ára gamla telpu. Mér er ólglatt.
Í þessu tilfelli á að fórna minni hagsmunum (gerandinn) fyrir meiri (þolandendanna, sem í umræddu máli eru amk fimm talsins). Það er ekki spurning.
Kompásþátturinn var vel gerður. Viðtölin við fulltrúa Stígamóta undirstrikar það sem ég reyndar vissi, að gerendurnir eru allsstaðar. Þær vita þetta stelpurnar enda eiga þær trúnað þolenda kynferðisofbeldis. Það er eins gott að fólk fari að átta sig á því að ofbeldi af öllu tagi þrífst í öllum stéttum og það er mun erfiðara að uppræta það eftir því sem gerandinn hefur meira vald.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Miðvikudagur, 19. september 2007
Samviskuspurning!
Ég vil að barnaníðingar, nauðgarar og aðrir ofbeldismenn, séu teknir úr umferð og þannig búið um hnútana að þeim sé gert eins erfitt fyrir að stunda viðbjóðslega iðju sína eins og hægt er.
Ég sá ekki Kompásþáttinn og get því ekki tjáð mig um hann, en ég veit fyrir víst að þar var lögmaður nokkur, nefndur með nafni og einhverstaðar heyrði ég að það hafi verið lögð fyrir hann beita.
Hvað um það. Ég er að velta fyrir mér eftirfarandi:
1. Er rétt að nafngreina menn, áður en þeir hafa hlotið dóm?
2. Er siðferðilega rétt að leggja snöru fyrir grunaða barnaníðinga og nauðgara?
3. Hvar eiga mörkin að liggja?
Ég er einfaldlega að velta þessu fyrir mér vegna þess að þessar aðferðir hafa ekki tíðkast áður á Íslandi. Ég man líka eftir manninum fyrir vestan, sem fyrirfór sér vegna greinar í DV. Rannsókn á því máli var rétt að hefjast.
Hvað finnst ykkur? Þetta er að þvælast fyrir mér, ég er einfaldlega ekki viss um hvað mér finnst.
Komasho í kommentakerfinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Miðvikudagur, 19. september 2007
Hallokar dauðans!
Ég veit fátt hallærislegra en her. Þeir eru allir með sama markinu brenndir. Þeir eru að springa úr gamaldags karllægu viðhorfi og auðvitað er viðhorf þeirra til kvenna á miðaldastigi. Hermenn myrða fólk en ólíkt öðrum morðingjum þá komast þeir upp með það refsingalaust. Þeim er meira að segja hampað fyrir ódæðin sem þeir fremja.
Danska varnarmálaráðuneytið hefur lýst því yfir að ekkert hafi verið athugavert að birta mynd af þremur kvenkyns hermönnum þar sem þær sitja á hækjum úti náttúrunni og pissa. Konurnar hafi gefið samþykki sitt fyrir myndatökunni. Mér þætti fróðlegt að vita hvers vegna þær hafa samþykkt birtinguna.
Hörð gagnrýni hefur komið fram á myndbirtinguna í Danmörku og hefur því m .a. verið haldið fram að birting myndarinnar sé tákn karlrembuviðhorfs og kynjamismunar innan danska hersins
Nú bíð ég eftir að danski herinn gefi út myndabók með karlkynshermönnum sínum að kúka, að þvo á sér "vininn" og fleira í þeim dúr. Það hlýtur að vera hægt að fá strákana í myndatöku, svona í nafni jafnréttis, eða hvað?
Ætli það sé stór markaður fyrir myndir af pissandi og kúkandi hermönnum í Danmörku?
Niður með her, þó´ann sé ber.
Úje
![]() |
Ráðuneyti ver myndbirtingu af berrössuðum kvenhermönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Þriðjudagur, 18. september 2007
Ég er svo fegin...
..að ég heiti ekki Maximus. Mér myndi finnast ég búin að öllu, upp í topp og hefðu engu við neitt að bæta.
..að ég er ekki mamma Britneyjar Spears, því þá liði mér eins og mér hefði mistekist uppeldið hrapalega.
..að ég er ekki fluga á vegg hjá Geira á Goldfinger, því þá væri ég í pjúra útrýmingarhættu.
..að ég er ekki íbúi Þvagleggsumdæmisins.
..að ég tók ekki Lúkasinn á fréttirnar af ótímabærum dauða Lúkasar.
..að ég er ekki Sjálfstæðis- eða Framsóknarkona.
..að ég hneigist ekki til ofbeldis, því annars væri réttarkerfið í vondum málum.
..að ég trúi á sjáfa mig fyrst og fremst í bland með almættinu.
..að ég trúi því að flestar manneskjur séu í eðli sínu góðar.

Æmsóexætidædjöstkanthæditt!
Úje!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Þriðjudagur, 18. september 2007
Ef, ef, ef, ef...
..karlinn minn ætti fyrrverandi viðhald (gegnir aðeins öðru máli ef það væri núverandi) og hún myndi flytja til Reykjavíkur frá einhverri holu utan að landi, myndi ég hugsa; ok, þetta er frjálst land, hún getur svo sem búið hérna í bænum, þessi herfa, en OMG hvað hún skal halda sér á mottunni.
Ef fyrrverandi viðhald (gegnir enn öðru máli með núverandi viðhald) myndi flytja í götuna mína, þá myndi ég banka upp á og segja "this street ain´t big enough for both of us". Alveg dedd ákveðin á því.
Ef ég hinsvegar væri meðvituð um viðhöld, fyrrverandi og núverandi, sem mér væri verulega uppsigað við, væri ég auðvitað búin að fleygja karlinum út fyrir löngu, búin að vingast við viðhaldið og hefði hreint ekkert út á hana að setja.
En þetta er alltsaman svona ef dæmi.
Ég er biluð, ég veit það.
Cry me a river!
Úje
![]() |
Ástkonan elti Beckham til Bandaríkjanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Þriðjudagur, 18. september 2007
Ekki stór munur á kúk eða skít!
Ég hef verið að fylgjast með OJ-málinu á CNN og Fox. Ég hef fylgst með sérstaklega á Fox, vegna þess að það er með ólíkindum hvernig þeir fara fram í þessu máli (sem og öðrum reyndar), en þeir eru svakalega heitir út í OJ og eru auðvitað ekki einir um það. Þeir fullyrða að hann sé sekur um morðin á fyrrverandi konu sinni og vini hennar. Ég held að það sé ekki fjarri lagi, en þeir eru "on a mission from God" og láta einskis ófreistað til að koma OJ eins illa og þeir geta.
OJ er búinn að vera í stöðugum útistöðum við löginn frá því hann slapp við dóm 1994. Ég held að það sé nokkuð ljóst, að hann er sannanlega ofbeldismaður og óþverri og gott ef ekki morðingi líka. Nú vona Bandaríkjamenn að hann fái að sitja inni vegna vopnaða ránsins sem þeir ætla að negla hann á núna. Maðurinn er samviskulaust kvikindi, það er alveg ljóst.
Svo er það Goldman fólkið, sem fær ágóða af ósmekklegustu bók heimsins, þessa dagana, "If I did it" eftir OJ. Peningar eru góðra gjalda verðir en Jesús minn, hvað fólk má vera vandaðra að virðingu sinni. Núna kefjast þau minjagripanna sem OJ var að "ná" í með þeim afleiðingum að hann situr nú í fangelsi.
Ef einhverjir peningar eru til ráðstöfunar, af hverju í ósköpunum renna þau ekki til barna OJ? Móðurlaus og með þennan föður, ættu þau að fá þessa peninga og eiga þá í raun með réttu.
Meira hvað fólk getur lagst lágt.
![]() |
Goldman-fjölskyldan krefst minjagripa Simpsons |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 18. september 2007
Black and beautiful!
Ég hef átt marga þeirra í gegnum tíðina. Ég hef elskað þá næstum jafn mikið og börnin mín, dúllað við þá, klæðst þeim með stolti og safnað þeim meðvitað eins og ég hefði átt að safna peningum, en það hefur ekki tekist enn. Ég get svarið það að ef ég hefði ekki gefið frá mér þessar elskur í gegnum tíðina, eins og bjáni, þá er ég viss um að ég gæti notað hvern einasta einn, í dag. Þeir eru nefnilega allir nánast eins, bara spurning um efni eða smá breytingar á sniði, eftir því sem tískan hverju sinni gefur tilefni til.
Sá litli svarti hefur aldrei verið í eintölu hjá mér. Ég á fleiri en einn og fleiri en tvo. Miðað við að ég er nánast fullkomin og ætti með réttu löngu vera farin að svífa um alheiminn í nirvana, þá hefur þessi eini löstur (jeræt) haldið mér á jörðinni.
Nú um stundir eru sex litlir svartir í umferð. Sá nýjasti bara mánaðargamall. Ég er svarta konan. Er eins og lakkrísmoli til fara, svei mér þá.
Ég hef bloggað um "alla svörtu kjólana mína" (orð míns heittelskaða þegar ég þykist ekki eiga neitt til að fara í) nokkrum sinnum, þannig að af því má sjá að þeir eru mér hugleiknir. Annars er erfitt að vera fatasjúkur og ætla að láta taka sig alvarlega í leiðinni. Það er eitthvað svo yfirborðskennt. En lífið er ekki fullkomið.
En hvað um það. Harrods í London er með sýningu til heiðurs litla svarta kjólnum og ég er óvirkur alki með fatavandamál og kemst ekki á sýninguna. Tuff shit!
En ég er samt voða glöð.
Stelpur eigum við að kíkja í búðir um helgina?
Úje
![]() |
Litli svarti kjóllinn heiðraður í Harrods |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr