Leita í fréttum mbl.is

Pirringsblogg!

28

Það gat nú verið, helvítis, djöfulsins, andskotans skortur á virðingu fyrir prívatlífi manns.  Hér fer ég með bílinn í skoðun, lendi á algjörum hálfvitum,  sem skoða fjandans ökutækið og ætla að ræna mig aleigunni fyrir nokkra mínútna vinnu og það er komið í blöðin, þó það hafi fokið í mig við djöfuls karlana þarna í skoðunarstöðinni. 

Sko, ef þeir hefðu ekki ætlað að okra svona djöfulli, andskoti og helvítis mikið á mér þá hefði ég auðvitað ekki brotið djölfulsins rúðufjandann þarna hjá þeim.  Og svo hringdu mannfjandarnir á lögguhelvítin.

Það er ekki nokkur virðing borin fyrir minni fjandans persónu.

Hehe, smá hugleiðing um orðaforða þess, sem sér sér ekki fært að leysa málin á eðlilegan máta.

Ég keyri ekki og hef aldrei í bifreiðaskoðun komið nema á annarra manna bíl.

Ég er eins og hin fíflin sem eru stöðugt að blogga í tilraunaskyni.  Segi svona.

Góðan daginn og er ekki bölvaðekkisens lífið í góðum gír bara?

Æmsóhappí!

Úje


mbl.is Reiddist rukkun fyrir endurskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

.......sjitt ég hélt þú værir að meina þetta í alvörunni! Góðan daginn annars og jú lífið er bara í ágætis gír ...alla vega enn sem komið er...........

Sunna Dóra Möller, 18.9.2007 kl. 08:49

2 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

hahahahahahahah :D :D :D

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 18.9.2007 kl. 08:52

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég var farin að halda að maðurinn minn væri farinn að skrifa á bloggið þitt!!

Huld S. Ringsted, 18.9.2007 kl. 08:56

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahaha, ég átti í verulegum vandræðum með að ýta á "vista" þegar ég var búin að skrifa þetta.  Er svo vel upp alin.  Muha

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.9.2007 kl. 08:59

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Habblaha.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.9.2007 kl. 09:34

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

hahahaha

Kristín Katla Árnadóttir, 18.9.2007 kl. 09:37

7 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Góðan daginn sömuleiðis.

Bjarndís Helena Mitchell, 18.9.2007 kl. 10:54

8 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Ég fór með bílinn í skoðun í fyrra...það vantaði tvær perur í afturljósin, sem höfðu verið í lagi kvöldið áður. Ég fór á næsta verkstæði og lét skipta um perurnar, var komin aftur hálftíma seinna en neinei...varð að borga 1500 kall fyrir endurskoðun. Mig langaði nú alveg að brjóta eitthvað þá. Þjófar og ræningjar...ekkert annað.

Endurskoðun innan sólarhrings ætti að vera ókeypis. Eins og heimsókn til læknis. Og hana nú...

Brynja Hjaltadóttir, 18.9.2007 kl. 23:25

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála Brynja, algjört okur og glæpamennska.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.9.2007 kl. 00:03

10 Smámynd: dvergur

Þeir hljóta hafa átt þetta skilið hjá Frumherja. Ég neita að trúa öðru.

dvergur, 19.9.2007 kl. 01:58

11 identicon

Endurskoðun er frí ef þú kemur samdægurs en kostar 1200 ef þú kemur eftir það.

Hún hefur aldrei kostað 1500 kr hjá Frumherja svo sagan gengur ekki alveg upp

Rétt er rétt (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2985830

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.