Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

STRIGAKJAFTAR

 Sumir karlar og einkum og sér í lagi þeir tjáningarglöðu innan íþróttahreyfingarinnar, virka á mig, sem veit ekkert um boltaíþróttir, eins og bölvaðir ruddar og strigakjaftar, þegar fýkur í þá.  Ég veit auðvitað ekkert um þessa menn í viðhengdri frétt, nema það að þeir voru með ljót ummæli í garð einhvers dómara fótbolta, á opinberum vettvangi.

Ég er ekki frá því að hegðun sumra toppa í fótboltanum sé ekki við hæfi barna og alls ekki vænleg til eftirbreytni.

Ég man ekki betur en að annar þessara manna sem fengu áminninguna sé reglulega til vandræða í  þessu samhengi.

Nú er ég að tala sem antisportisti sem hef ekki mikla trú á þeirri hugmyndafræði sem liggur að baki keppnisfyrirkomulaginu.  Þú átt að sigra, sigra og sigra.  Hvernig virðist ekki alltaf vera aðalmálið.

Ég vildi að þessir karlar hættu að tjá sig í hita leiksins.

Þeir koma óorði á, hm,  fótboltann.

Handboltamennirnir eru hins vegar kúl dúddar,

ekkert nema pjúra heiðursmenn.

Ójá

P.s. Þetta er mín fyrsta og að líkindum eina fótboltafærsla.

Súmíbítmíandbætmí.


mbl.is Guðjón og Magnús ávítaðir og sektaðir af KSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EF HEILASKAÐI - HVAÐ ÞÁ?

Héraðsdómur hefur úrskurðað að tveir kunnáttumenn skuli dómkvaddir til að meta, hvort maðurinn sem ítrekað hefur verið dæmdur fyrir hrottalegar líkamsárásir á konur, hafi orðið fyrir framheilaskaða í slysi árið 1999 og hvort sá áverki hafi haft áhrif á sakhæfi hans og hvort refsing geti borið árangur.

Kannski er manninum ekki sjálfrátt.  Hvað veit ég um leyndardóma heilans?  Minna en ekki neitt.  En þetta var ofbeldi sem stóð yfir mánuðum og jafnvel árum saman.  Marg endurtekið sem sagt og að því er best veit, beindist það eingöngu að konum.  Bráði aldrei af manninum?

Ef maðurinn telst ekki sakhæfur vegna heilaskaða en það er jafnframt vitað að hann er stórhættulegur þeim konum sem hann kemur nálægt, þá verður væntanlega að vista manninn á stofnun til að vernda hann fyrir sjálfum sér og öðrum.

Er það ekki annars?


mbl.is Metið hvort heilaskaði hafi haft áhrif á sakhæfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

PIRRINGSBLOGG

Í mbl.is í dag, nánar tiltekið í stjörnuspá dagsins, stendur eftirfarandi fyrir Steingeitina:

"Steingeit: Það er ómögulegt fyrir þig að hafa stjórn á skapi þínu þessa dagana. Gott skap og vont skap skiptast á. Ást þín er þó stöðug - og aðrir treysta á það."

Halló, hverslags ábyrgðarleysi er þetta hjá blaðinu?  Er verið að egna til óeirða hér á meðal oss í bloggheimum?

Ég er óvirkur alki og jafnvægi er og verður mitt millinafn (Jenny Jafnvægja Baldursdóttir) hvað sem tautar og raular.  Það versta sem alkahólisti getur boðið sjálfum sér upp á (fyrir utan að drekka auðvitað) eru skapsveiflur og spenna. 

Vó hvað sumir stjörnumerkjatrúandi ofbeldismenn hljóta að gleðjast í dag.

Ég frábið mér því þessum spádómi að ofan og reyni að hafa í huga að ég tek ekki andskotans mark á svona fíflagangi sem kallast stjörnuspár.

Ég er í sama merki og Jesús.  Við erum friðelskandi ég og hann og við látum ekki koma okkur úr jafnvægi.  Merkilegt annars hvað Jesú og matur eru ofarlega í huga mér þessa dagana.

En af hverju fer þetta svona í taugarnar á mér?

Arg pirr og púst.

Úje


BESTA OG SKEMMTILEGASTA DJOBB Í HEIMI..

..stynur Reykjavíkurborg upp úr sér í  þeirri viðleitni sinni að sefja fólk (aðallega konur) til að sækja um á leikskólum borgarinnar.  Málið er að það trúir þeim ekki nokkur maður, þar sem launin sem þeir greiða eru rétt fyrir strætókorti fram og til baka í vinnuna (eða þannig sko).

Að vera með börnum eru forréttindi og að vinna með þeim held ég að hljóti að vera alveg afskaplega gefandi, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Launin eiga að vera í samræmi við þá ábyrgð sem felst í uppfræðslu ungra sálna, sem er auðvitað eitt merkilegasta starfið í þjóðfélaginu, sem hægt er að takast á hendur.

Það er eitthvað stórkostlega bogið við það, að fólk sem kemur að uppeldi barnanna okkar, þess dýrmætasta sem hvert þjóðfélag á, skuli ekki vera hálfdrættingar í launum miðað við þá sem t.d. telja peninga í bönkum landsins.

Reykjavíkurborg auglýsir eftir fólki í skemmtilegasta starf heimsins, þar sem "ég er alltaf að leika mér í vinnunni"  og er bara hallærislegt og lýsir vanþekkingu á starfi leiksólakennara.  Er það brandari að vinna með börnum?  Allt tómur leikur og fíflagangur? Ef það er álit þeirra sem völdin hafa, þá skýrast launatekjur starfsfólksins auðvitað af sjálfu sér.

Ég sæi Glitni í anda, auglýsa svona eftir fólki.  "Koddu að vinna hjá okkur.  Þar erum við í Matador allan daginn.  Allesatt.  Agú, gerrakoddu." 

  Plís eruð þið ekki að djóka í mér gott fólk?

 Nú eiga starfsmenn leikskóla landsins að taka á honum stóra sínum.  Ekki bara leikskólakennararnir heldur allir hinir bráðnauðsynlegu starfsmenn hvers leikskóla (SKÓLA já þetta eru skólar) og fá leiðréttingu sinna mála.  Þetta er ekkert frístundadjobb og fíflagangur.  Þetta eru ábyrgðarmestu störf samfélagins, í raun og sann, ekki bara í ræðum og riti. 

Komasho gott fólk í uppeldisstéttum.  Ég held að allir foreldrar (og ömmur og afar) standi með ykkur alla leið.  Amk. hún ég.

Ójá

 


ÉG SKIPA Í HLUTVERK

Ég vil

 að John Wayne leiki Ólaf Ragnar

að Arnold Swartsenegger (til vara Konni án Baldurs) leiki Geir Haarde

að Jack Nicolson leiki Jón Val

að  Philip Seymour Hoffman leiki Jón Gnarr

að Vin Diesel leiki Bubba Morthens

að Hugh Grant leiki Jakob Frímann (ungan)

að Danny DeVito leiki Pétur Blöndal

og að Mini-me leiki Davíð Oddsson

Eftir á að skipa í fleiri hlutverk í Þjóðfélagssöngleiknum.

Meira seinna.

Úje

 


mbl.is Breskur miðill: Díana vill að Paltrow leiki sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VIÐ SEM ERUM FLUGHRÆDD..

..veltum okkur endalaust uppúr allskyns hlutum þegar við erum sest um borð í flugvél.  Ég til dæmis hugsa eftirfarandi:

Eru flugfreyjurnar "eðlilegar" á svipinn?  Hvernig horfa þær á hvor aðra t.d. þegar vélin er komin á loft og þær eru grunlausar um tilvist fólks eins og mín, sem fylgjast með hverju svipbrigði, eru þær ræða um Dow Jones og eitthvað svoleiðis eða eru þær að hughreysta hvor aðra?

Ég velti fyrir mér af hverju það séu gúmmíbátar undir sætunum, þegar maður er eins langt frá hafi og hugsast getur.  Er ekki rökréttara að hafa fallhlíf undir sætunum.  Ég meina, snúið dæminu við.  Döhö!

Síðast en ekki síst eyði ég rosalegum tíma í að pæla í þeim sem eru í kokkpittinu.  Var annar þeirra nokkuð að rífast við konuna og er í víðtæku messi út af því?  Ef einn fær hjartaáfall myndi hinn taka eftir því?  Mega flugstjórar setja á átópælot og fara svo að tefla eða eitthvað?  Er annnar eða jafnvel báðir þunnir eða FULLIR?  Þetta hef ég aldrei sagt upphátt sum sé, af því ég veit að þegar að flugvélum kemur, er ég erkifífl.  En núna hefur mér verið kippt harkalega "niður á jörðina".

Ganga bátar til Englands?

Would you like to fly in my beautiful baloon?

Úje

 


mbl.is Drukkinn flugstjóri millilenti farþegaþotu á Arlanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OF SEINN Í MATINN

Vúps, nýja auglýsingin frá Símanum fer fyrir brjóstið á fólki.  Ég veit ekki hvað mér finnst.

Biskup segir auglýsinguna smekklausa.

Fyrir milljón á mánuði myndi ég segja að Geir Haarde væri sexý.

Ójá


mbl.is Biskup segir nýja auglýsingu Símans smekklausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HÓST - HÓST, smá yfirlýsing hérna

Ekki ætla ég að tuða yfir nýju síðunni hans Gulla heilbrigðis, enda liggur örugglega ekkert þar að baki annað en hugheilar óskir til okkar reykingamanna, að láta af og að aðstoða okkur við það (arg)

Þetta er reykingarfærsla nr. 3456 þar sem ég býsnast yfir ofsóknum á hendur reykingamönnum, fjalla um hversu gott sé að reykja, að ég haldi að halda því áfram meðan ég get og að það sé mátulegt á alla andreykingarmennina að missa fjörið út á stétt á djamminu.

Þetta er aðeins öðruvísi færsla.

Ég hef nefnilega ákveðið að hætta að reykja þ. 20. október n.k. en þá á ég eins árs afmæli í edrúmennskunni.

Ég geri þetta ekki út af þrýstingi frá þjóðfélaginu sem er búið að leggja á mig þvílíka sektarkennd, að það sér ekki fyrir endan á því einu sinni, eða af því að það má orðið hvergi reykja og að mér líður eins og ofsóttri hænu, ónei.  Ég geri þetta vegna þess að þetta hamlar frelsinu mínu.  Ég er laus undan brennivíninu og nú er þetta eftir.  Ég nenni ekki að vera háð einhverju öðru en sjálfri mér, um mína eigin vellíðan.

Ég þarf líka að láta mála íbúðina.  Tilgangslaust ef reykurinn smýgur upp um allt og fokkar upp rándýrri málningarvinnu.

Ég nenni ekki að standa úti á svölum þegar ég get verið inni með skemmtilegu fólki.

En ég verð alltaf í liði með þeim sem reykja, þó ekki væri nema vegna allra Þorgríma Þráinsona þessa heims.

Æmdissapíringöppinsmók.´

Hólímólí!


mbl.is Vefsíðan reyklaus.is opnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TIL RAGNHEIÐAR

1

Ragnheiður vinkona mín jarðsetur son sinn í dag.  Mig langar til að senda henni og fjölskyldu hennar mínar dýpstu samúðarkveðjur.

Engin orð fá huggað þegar móðir sér á baki barni sínu í dauðann.

Engin móðir ætti að þurfa að lifa barn sitt og þurfa að jarðsyngja það.

Dauði ungmenna og barna er það óréttlátasta og versta í lífinu.  Börn eru byrjun alls, lífið í sinni fegurstu mynd.

En lífið er ekki réttlátt og það er enginn áfrýjunardómstóll til þegar óréttlæti eins og dauði ungmennis,  keyrir um þverbak.

Elsku Ragnheiður; þú hefur fengið þinn skerf af áföllum fyrir svo löngu síðan, það ætti að hafa verið meira en nóg fyrir eina manneskju, fyrir lífstíð.  En svo bætist þessi hörmungaratburður við.

Ég sendi þér mínar fallegustu og bestu hugsanir á þessum erfiðasta degi lífs þíns.

Megi almættið styðja þig í dag og alla þína ævidaga.

Kærleikskveðjur frá vinkonu þinni.Heart

(www.hross.blog.is)

 


ÉG BIÐ MÉR VÆGÐAR!

Og í þetta skipti þýðir fyrirsögnin að ég öskra hátt og af alefli.  Ef klósettauglýsingunum frá Harpers fer ekki að linna, sver ég að ég ber fjárans sjónvarpið út í rusl, og nota grænsápu til þrifa á náðhúsinu það sem eftir lifir ævi.  Ég mun þar að auki, hvetja alla sem ég þekki og þeir eru ófáir, til að gera slíkt hið sama.  Harpers verður sturtað niður í markaðsfræðilegum skilningi ef mitt fólk fær einhverju ráðið. 

Að sitja í sakleysi sínu fyrir framan sjónvarpið, við að horfa á fréttir og fá tvær (segi og skrifa tvær) myndir af skítugu klósetti upp í opið ógeðið á mér (í litum), með nokkra sekúndna millibili, er hámark smekkleysisins.  Ég veit ekki með fólk úti í bæ, en í minni familíu fá salernin ekki að safna á sig nokkrum lögum af úrgangi og mynda víðfeðman mosa- og sveppagróður áður en þau eru þrifin.

Vinsamlegast takið tillit til viðkvæmra áhorfenda.  Sumir borða á meðan þeir horfa á fréttir.

I´m in deep shit!

Ójá


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.