Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

TIL HAMINGJU OFSATRÚARBLOGGARAR Á MBL.IS

 

Ég veit að það er ekki mjög gáfulegt að skrifa þegar maður er reiður, en ég sé samt enga ástæðu til að bíða með að tjá mig um þetta mál, þar sem það má einu gilda fyrir fólk almennt hvort ég er glöð eða reið.  Það er aðallega að það komi mínum nánustu við, þar sem reiðin færi væntanlega í hausinn á þeim, en sem betur fer er ég ekki í selskap við nokkurn mann á meðan ég pústa út.

Hvað um það.  Níu ára stúlkan í Níkaragva sem komin er fimm mánuði á leið, eftir að hafa verið misnotuð af frænda sínum, dvelur nú í Mæðrahúsinu, sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands lét byggja og opnað var fyrir fáeinum vikum.

Gleðiefnið og tilefni hamingjuóskanna er auðvitað að í Níkaragva er bann við fóstureyðingum, líka þó móður stafi bein hætta af þungunni.  Níu ára gamla telpan er skv. læknum, alls ekki í líkamlegu standi til að fæða barn, en þökk sé lögunum, þá skal hún gera það samt, sama hvað tautar og raular.

Nú bíð ég spennt eftir gleðifærslum frá mannvinunum miklu sem eru með það á hreinu hvað er rétt í svona málum, beint frá Guði.  Jóni Val er tíðrætt um fósturvíg.  Hann hlýtur að blogga um þetta gleðiefni.

Ég bíð spennt. 


mbl.is 9 ára barnshafandi stúlka í Mæðrahúsi í Níkaragva
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FRUSSSSSSSSSS

Í Lala-landi segir fólk ekki "ég elska þig" nema í vinnunni.  Brad og Angelina hafa aldrei sagt þessa klisjukenndu en bráðfallegu setningu við hvort annað.  Sennilega er þeim illa við að taka vinnuna með sér heim.  Ég hef líka heyrt að þau segi aldrei eftirfarandi, við hvort annað:

Réttu mér kaffið/vatnið/kjötið/klósettpappírinn/bíllyklana/rauðu kuldahúfuna/asperínið né nokkuð annað.  Þau biðja ekki, hvort annað,  um hversdaglega hluti.  Þau segja þetta hinsvegar all-oft við þjónustustúlkuna sem er mjög glöð með hvað þau eru ræðin í þessu samhengi.

Það er ekki margt sem ég hef aldrei sagt við mitt húsband.

Nema auðvitað óprenthæfa hluti, ég tala eins og ritskoðuð bók.

Ég ætlaði að hafa þetta svona "Who cares færslu" en ég get það ekki.  Ég er að blogga um þetta, fjárinn hafi það.  Svona fellur maður fyrir "fólki í fréttum".

Ég held að ég leggi mig.

Woman is the nigger of the world.

Úje

 


mbl.is Brad og Angelina hafa aldrei sagt „ég elska þig“ við hvort annað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG OG RIVOTRIL

1

Reglulega "finnast" lyf sem eiga að vera betri en þau sem fyrir eru.  Rivotril er eitt þeirra.  Þríhyrningsmerkt og róandi flogaveikilyf, sló í gegn sem staðgengill hinna vondu Valium taflna sem eru reyndar það sama og Diazepam. Rivotril er úr Dísufamilíunni.  Hún ég fékk þetta lyf fyrir nokkuð mörgum árum síðan og mér var sagt að þetta lyf væri ekki ávanabindandi.  Ekki að það hefði skipt einhverju máli fyrir alkann mig sem át allt sem að kjafti kom í von um að það kæmi mér í "ástand". 

Nú eru nánast allir síbrotamenn á Rivotril og ég þori að sveia mér upp á að það er hellingur af konum sem fá þessi lyf í þeim tilgangi að þær hætti að kvarta.  Konur eru nefnilega teknar minna alvarlega en karlar þegar þær bera upp vandamál sín hjá læknum.

Það muna allir eftir Stones laginu um Valiumpilluna "Mothers little helper".  Það var ekki sú húsmóðir hérna í denn sem ekki fékk Valium ef hún var með óljósar kvartanir um vanlíðan.

Ég ætla mér ekki að vita betur en læknar.  En ég veit þó eitt, að þau lyf sem virka á miðtaugakerfið, róandi eða örvandi, eru ávanabindandi og stórhættuleg.

Ég man ekki margt eftir að ég sturtaði í mig Rivotrilinu hérna um árið.  Auðvitað tók ég það í allt of stórum skömmtum, eins og allt sem gaf mér vímu og helst minnisleysi.

Það gekk upp, óminnishegrinn tók völdin og meðan að pillurnar dugðu var ég í öðrum heimi.

Ég held samt að ég hafi ekki brotist inn.

There´s a little yellow pill!

Úje


mbl.is Síbrotamenn misnota nær allir lyfið Rivotril
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ASNALEGT BLOGG UM VEÐUR

500

Það verður veður á morgun.  Í nótt mun frysta inn til landsins.  Frost þýðir hrikalegt hrun í geitungastofninum, sagði mér einhver.  Það getur ekki orðið betra.  Þessa dagana, eru geitungarnir geðveikir í skapinu, búið að loka vinnustaðnum, reka þá og þeir eru heimilislausir og verkefnalausir.  Dauðablanda.  Í dag kom einn hérna inn, lítið kvikindi en illur í gegn.  Hann stefndi á mig með hatursglampa í augum en var drepinn áður en áfangastað var náð. Áfangastaðurinn flippaði út, fór inn á veðurstofuvefinn og andaði léttar.

Svo mun rigna.  Allt er eins og það á að vera.  Haustið er komið og það er bara dásamlegt.

Á morgun kemur nýr dagur, með skemmtilegum, fróðlegum, leiðinlegum og ömurlegum bloggum.  Það gerir mig örugga.  Það er svo gott að vita að hverju maður gengur.

Nætínætí!

Újeje


mbl.is Líkur á frosti inn til landsins í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SUNNUDAGSHEIMSÓKN

1

..hér var hluti af fjölskyldunni í heimsókn í dag.  Oliver og Jenný Una léku sér vel saman og þegar Oliver var farinn í matarboð til afa síns, steinsofanaði Jenný og svaf í heila tvo tíma - á versta tíma.  Hm.. nú er frökenin vöknuð, eiturhress og endurnærð og hefur haft mikið að spjalla um.

Dæmi:

 Bróður minn, í bumbunni á mömmu hann kann ekki tala en hann getur talað sænsku - allan daginn. (Gasp)

Ég ætla að kaupa bláa systur og hún má ekki týnast í herbergi mín. (Ég eitt spurningamerki)

Ég get ekki brotið puttan mín, en putti getur losnað (vá, alltaf er maður að heyra eitthvað nýtt)

Amma við kaupum grænan Birdí sem  má ekki fljúga út um gluggann.  Bara bláan má það.

Ég ætla að fara út að vinna í nóttinni.  Það er ekki skemmtilett.

Og að lokum þegar amman ætlaði að knúsa hana þá sagði sú stutta: Amma hættu fikta í mér, érað hussa.

Okok, ég læt hana í friði.

 Ég er auðvitað í trylltu krúttukasti.  Það bætir upp skelfingarástandið sem ég er í vegna þess að á morgun fer Oliver og fjölskylda aftur til London.

Oliver söng "Falling down", ABCD, Allir krakkar, bað Einar að "dansa" á gítarinn og fleira og fleira þar líka.  Ég þarf að fara að ganga um með diktafón.  Gullkornin hrynja af vörum barnanna. 

2

 


FINGURINN UPP...

1

..á Barnes & Noble, sem hafa ákveðið að taka að sér sölu á játningabók OJ Simpson.  Það er nokkurn veginn ljóst að maðurinn er morðingi og hann er þekktur heimilisofbeldismaður.  Smekklegt eða hitt þó heldur að gefa honum vettvang til að koma sjúklegum löngunum sínum sem m.a. felast í því,  að hælast um yfir skelfilegum morðunum sem nánast allir telja að hann hafi framið, á framfæri.

Dem, dem, dem og ég sem hef alltaf verið svo höll undir Barnes & Noble.

Júkantrustenýboddíenímor!

ARG


mbl.is Ósmekklegasta bók síðustu ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EGGERT ER EINS OG KÓKSKILTIÐ..

..og Björgólfur Guðmundsson er eins og auglýsingaskilti frá Dressmann.

Marteinn frændi keypti sér föt um daginn en það var ekki auglýst.

Só?

Úhúje


mbl.is Eggert eins og Coca-Cola skiltið hjá West Ham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FYRIRSAGNIR DAUÐANS

Ég veit ekki með ykkur en ég persónulega upplifi það sem andlegt ofbeldi af verstu tegund, þegar ég í sakleysi mínu (okokok, ekki sakleysi, köllum það bjartsýni) ráfa um forsíðu Moggabloggs, til að lesa ódauðlegar færslur sem þar eru innanborðs og þarf að reka augun í eftirfarandi:

Fósturvíg,

Fósturdeyðing,

Dauði og djöfull (segi svona), ladídadída.

Getur þetta Harmageddon fólk ekki verið í lokuðum klúbbum sem eru bannaðir fólki með heilbrigða skynsemi, svo að enginn ráfi inn á þessi ósköp alveg óvart eins og ég gerði í byrjun? 

Við hin gætum þá haldið áfram að syndga í friði.

Ekki fyrir Guði heldur fyrir mönnum.

Nú sting ég höfðinu í sandinn.

Ég held nú það.

Úje

 


EIGINMANNSRAUNIR

Ég var að lesa einhverstaðar, að giftir karlar væru lélegri í húsverkunum en þeir sem væru í sambúð.  Þetta er niðurstaða stórrar rannsóknar sem gerð var í USA.  Það er oft verið að rannsaka hluti sem þegar eru fyrirliggjandi.  Það hefði verið nóg fyrir þessa Dúdda í Ameríkunni að hringja nokkur símtöl og fá úr þessu skorið.

Ég hefði getað sagt þessu fólki heilmargt.  Á minni löngu æfi hef ég átt þrjá eiginmenn (já þeir eru allir lifandi, ekki hugsa ljótt á sunnudögum), ég veit að það er slatti af húsböndum, en hvað get ég gert, ég ER guðsgjöf til mannkyns og hef reynt að deila mér eins vel og ég hef vit til.

Blekið var ekki þornað á vígsluvottorðunum þegar mínir menn fengu tuskuofnæmi.  Þeir fóru að taka á sig allverulegan sveig fram hjá þvottavélum, ryksugum, hreingerningarefnum og skrúbbum.  Þegar taka átt íbúðir í gegn þurftu þeir allir að skreppa út í sjoppu og komu rétt mátulega til baka, til að geta farið út með ruslið.

Ef ég hefði hinsvegar ekki verið svona fyrirsjáanlega borgaraleg í hegðun og verið í óvígðri sambúð (bara tilhugsunin fær mig til að roðna) í staðinn fyrir að hlaupa eins og hauslaus hæna upp að altarinu í hvert skipti sem hillti undir samruna, þá væru þessir menn allir með hússtjórnarpróf upp á vasann.

Úr hússtjórnarskóla Jennýjar Önnu Baldursdóttur.

Og ég væri þá sennilega ekki að ljúga ykkur full hérna á sunnudagsmorgni þegar ég með réttu á að liggja á bæn og biðja um fyrirgefningu syndanna.

Svona getur kona verið vond.

Sunnudagur til syndar og svefnleysis.

Úje

 


ÞÁ VAR EKKI LJÓSANÓTT - ÓNEI

1

Einu sinn bjó ég í Keflavík, ég veit, erfitt að trúa, ég þessi rosa heimsborgari.  En þarna bjó ég sem sagt í nokkur ár og vann á skrifstofu Aðalverktaka, flokksbundin í Alþýðubandalaginu og á kafi í hermanginu.  Svona getur maður verið ógeðslega siðlaus, ég veit það, en þeir borguðu vel.

Á þeim tíma var ekki Ljósanótt í Keflavík.  Ónei.

Þá voru myrkar nætur í bænum.

Og til að kóróna allt var ég að kafna úr gúanólykt.

Dónteikmitúsíríoslíplís!

Live is beutiful!

Úje


mbl.is Léttir til á Ljósanótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2987753

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband