Leita í fréttum mbl.is

VIÐ SEM ERUM FLUGHRÆDD..

..veltum okkur endalaust uppúr allskyns hlutum þegar við erum sest um borð í flugvél.  Ég til dæmis hugsa eftirfarandi:

Eru flugfreyjurnar "eðlilegar" á svipinn?  Hvernig horfa þær á hvor aðra t.d. þegar vélin er komin á loft og þær eru grunlausar um tilvist fólks eins og mín, sem fylgjast með hverju svipbrigði, eru þær ræða um Dow Jones og eitthvað svoleiðis eða eru þær að hughreysta hvor aðra?

Ég velti fyrir mér af hverju það séu gúmmíbátar undir sætunum, þegar maður er eins langt frá hafi og hugsast getur.  Er ekki rökréttara að hafa fallhlíf undir sætunum.  Ég meina, snúið dæminu við.  Döhö!

Síðast en ekki síst eyði ég rosalegum tíma í að pæla í þeim sem eru í kokkpittinu.  Var annar þeirra nokkuð að rífast við konuna og er í víðtæku messi út af því?  Ef einn fær hjartaáfall myndi hinn taka eftir því?  Mega flugstjórar setja á átópælot og fara svo að tefla eða eitthvað?  Er annnar eða jafnvel báðir þunnir eða FULLIR?  Þetta hef ég aldrei sagt upphátt sum sé, af því ég veit að þegar að flugvélum kemur, er ég erkifífl.  En núna hefur mér verið kippt harkalega "niður á jörðina".

Ganga bátar til Englands?

Would you like to fly in my beautiful baloon?

Úje

 


mbl.is Drukkinn flugstjóri millilenti farþegaþotu á Arlanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er náttl. bara skandall, fegin að vera ekki að fara að fljúga fljótlega.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.9.2007 kl. 20:21

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég bara stenst ekki blogg um flughræðslu....vegna þess að ég óttast þær eins og heitan eldinn. Veistu að ég hugsa líka alltaf inn í kokkpittinn og ég velti fyrir mér í morgunflugi hvort að flugmennirnir hafi farið nógu snemma að sofa og ef að ég lendi í eftirmiðdagsflugi heim, þá er ég hrædd um að áhöfnin sé orðin þreytt vegna þess að þau eru búin að vera á fótum frá því um 5 um morguninn..........

Einu sinni sá ég að mér fannst hræðslusvip á einni flugfreyju í lendingu en vélin lét heldur illa.....þegar ég lenti brast í grát vegna þess að ég var svo fegin og ég var viss um að flufreyjan miðað við þennan "hrædda" svip hennar....var eflaust líka jafn fegin og ég...vegna þess að eftir því sem að ég best og sá á þessari konu, þá vorum við í bráðri hættu !

Frábært flughræðslublogg og ég er svo glöð að það eru fleiri þarna úti eins og ég !

Sunna Dóra Möller, 4.9.2007 kl. 20:26

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Þessi rör sjá um sig sjálf. Flugstjórarnir eru bara punt.

Þröstur Unnar, 4.9.2007 kl. 20:27

4 Smámynd: Ómar Ingi

Hrædd í flugvél þú ert að grínast í mér.

Það er einn örruggasti fararmátinn , ég er hræddur í bíl ekki flugvél.

Enda líka þegar eitthvað gerist í flugvél sem er MJÖG ólíklegt þá drepast flestir ef ekki allir þannig að þá þarf marr nú ekkert að vera pæla neitt mikið í framhlaldinu er það

Íslensku flugmennirnir flúgja miklu betur vel þunnir frá Ameríku frekar en edrú hehe

Ómar Ingi, 4.9.2007 kl. 20:43

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ómar það er leiðin niður sem ég hef áhyggjur af, ekki hvað tekur við þegar ég er öll.    Ekki taka frá mér mína elskuðu flughræðslu.  Þá eru bara köngulærnar eftir.  Ég verð að þjást.  Skiljiði það addna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.9.2007 kl. 20:46

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jesús Pétur. ég vona að maðurinn verði sendur í meðferð.

Þegar ég verð skelkuð í flugi (sem reyndar gerist æ oftar eftir því sem árin færast yfir) þá tékka ég lika á fluffunum. Ef þær halda áfram að selja dótarí með bros á vör þá róast ég niður.

Ég kemst ekki inn á tölvupóstinn minn. Aaaarghhh

Jóna Á. Gísladóttir, 4.9.2007 kl. 20:51

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ó villtu eyða út úr innboxinu kona.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.9.2007 kl. 20:54

8 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Alveg er þetta óborganlega skemmtilegt blogg hjá þér Jenný, styttir mér stundirnar þar sem ég dvel nú í Finnlandi við nám. takk fyrir

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 4.9.2007 kl. 20:58

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk kæra Hrafnhildur.  Þetta var fallega sagt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.9.2007 kl. 21:03

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir, 4.9.2007 kl. 21:05

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Blessuð vertu þetta er alþekkt að flugstjórarnir séu blindfullir og freyjurnar þunnar og alles. Samt sjaldnar sem það gerist meðan þau eru að fljúga darlingið mitt.. 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.9.2007 kl. 21:16

12 Smámynd: halkatla

ég hef aldrei verið flughrædd. flugvélar eru meiraðsegja eini staðurinn þarsem ég fann aldrei fyrir lofthræðslu. En ég var sjúklega lofthrædd hérna áður fyrr, það leið oft  næstum því yfir mig þannig að ég skil svona hræðslu. Hún dreifist.

halkatla, 4.9.2007 kl. 21:18

13 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég las einhvers staðar í mjög virtu fræðiriti flugmanna að flugmenn væru helst alltaf pínulítið í því þegar þeir fljúga og gera það til að slá á flughræðsluna. Aðstoðarflugstjórinn tekur við þegar yfirflugstjórinn er alveg kominn á rassgatið. Þetta er alþekkt, má bara ekki gera þetta opinbert til að auka ekki á hræðslu flughræddra. Allesatt!!!

DJÓK!!! Mér finnst svo gaman að fljúga, nýt þess alveg í ræmur og las meira að segja flugslysabók á leiðinni westur um haf eitt skiptið án þess að tengja það nokkuð við ferðamátann.  

Guðríður Haraldsdóttir, 4.9.2007 kl. 21:37

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er nú þegar gönguhrædd Jón Arnar

Nákvæmlega AK hræðslan dreifist og það með ógnarhraða.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.9.2007 kl. 21:38

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gurrí: Hahahahaha nú bjrálaðist ég.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.9.2007 kl. 21:39

16 Smámynd: Anna Guðrún Gylfadóttir

Elskurnar mínar. Ég varð ekki flughrædd fyrr en ég flutti á Ísafjörð fyrir tveimur árum síðan.

Ég mana ykkur að koma hingað með flugi.

Ég stend 100% með þér Jenný Anna.

Það er alþekkt saga hér á Ísafirði að hingað kom með flugi starfsmaður flugvélaverksmiðju. Fokker eða Boeing. Hann var svo skelkaður eftir flugið að hann neitaði að fara með flugi til baka. Fór landleiðina.

Anna Guðrún Gylfadóttir, 4.9.2007 kl. 21:56

17 Smámynd: Ómar Ingi

Já að fljúga innanlands er okkar eina skemmtigarður

Eini rússibaninn á íslandi skilst að það sé SKELFILEGT

Ómar Ingi, 4.9.2007 kl. 22:10

18 Smámynd: Þröstur Unnar

Hvað eruð þið mörg?

Þröstur Unnar, 4.9.2007 kl. 22:15

19 identicon

Fyrir utan Norrænu þá fara Brúar- og Laxfoss til Englands. Þriggja daga dægileg sigling - fimm dagar ef þú ferð yfir á meginlandið. Mæli með Eurostar frá Englandi yfir til meginlandsins - London/Berlin 14 tímar, London/Nice 9 tímar (skipta af Gare du Nord yfir á Gare du Leon í Paris). Rúta San Fransisco/New York, 72 tímar (og hálsrígur).

Mæli einnig með heimasíðunni amigoingdown.com (vona að hún sé enn virk) en á þeirri síðu er hægt að reikna nákvæmlega líkurnar á að komast heilu og höldnu á ákvörðunarsstað. Setti mér viðmið við 1 á móti 45.000.000 - minna en það og ferðinni var slegið á frest.

Kristín Atladóttir (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 22:37

20 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þröstur. Er hinn persónuleikinn kominn út

Jóna Á. Gísladóttir, 4.9.2007 kl. 23:03

21 Smámynd: Þröstur Unnar

Neibb Jóna , I´m still here.

Þröstur Unnar, 4.9.2007 kl. 23:19

22 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er nokkuð um að ræða multiple personality disorder Þrölli?

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.9.2007 kl. 23:39

23 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þröstur spurði hvað við (einhver) værum mörg. Mér datt í hug að hinn persónuleikinn hefði óvart droppað við og eitthvað misst þráðinn

Jóna Á. Gísladóttir, 4.9.2007 kl. 23:45

24 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Já, sem betur fer er ég ekki flughrædd, en ég skil alveg fólk sem er haldið flughræðslu, ég er lofthrædd samt, og gæti ekki hugsað mér að ferðast í loftbelg t.d. eða að fara í fallhlífarstökk...en það er önnur ella. Þessi flugstjóri má samt alveg skammast sín...

Bjarndís Helena Mitchell, 5.9.2007 kl. 00:08

25 Smámynd: Finnur Kári Pind Jörgensson

Ég var einu sinni lofthræddur. Svo fór ég að pæla í því hvernig flugvélar actually virka og komst að því að ég hef ekkert að óttast. Þannig að ég flýg (tiltölulega) rólegur nú í dag og hef meira að segja bara gaman að. 

Ætli þetta sé ekki ágætis byrjunarstaður ef einhvern annar vill athuga hvort þetta hjálpi þeim að geta chillað í flugi: http://en.wikipedia.org/wiki/Aerodynamics 

Finnur Kári Pind Jörgensson, 5.9.2007 kl. 00:15

26 Smámynd: Finnur Kári Pind Jörgensson

Sagði víst lofthræddur en meinti náttúrulega flughræddur.

Finnur Kári Pind Jörgensson, 5.9.2007 kl. 00:16

27 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta með hræðslusvip á flugfreyjum kannast ég við.  Ég grandskoða andlitin á þessum elskum þegar vélin lætur illa.  Þessi fjandans flughræðsla er alveg að fara með mann, og batnar ekkert með árunum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.9.2007 kl. 00:21

28 Smámynd: Aron Smári

Hehe.. ég get nú ekki annað en brosað :)  ég hef rosalega gaman af svona pælingum hjá fólki sem veit ekki betur.  Svipbrygðin hjá flugfreyjunum getur verið bara eins og hjá hverjum sem er, þarf alls ekki að endurspegla einhverju sem tengist fluginu, það eru meira að segja til dæmi um flughræddar flugfreyjur og flugmenn.

Hugmyndin um fallhlíf í staðin fyrir báta hljómar mjög sniðug, en málið er að allar þotur í dag eru búnar jafnþrýstibúnaði sem veldur því að þrýstingur inni í vélinni er mikið meiri heldur en fyrir utan vélina, hurðirnar opnast inn og þar af leiðandi er hreinlega ekki hægt að opna hurðarnar á flugi, þetta er einmitt ástæðan fyrir því að það eru ekki lásar á hurðunum því þótt það ætlar einhver geðsjúklingur að reyna að stökkva út þá er bara ekki fræðilegur séns að hann sé nógu sterkur til að vinna á móti öllum þessum þrýstingsmun. Annað er af ef fólk væri virkilega að stökkva út með fallhlýfar er svo mikil hætta á að fólk muni lenda utan í vængjum mótorum og afturvængjum við stökkið og sérstaklega ef vélin er með mótorana aftast á skrokknum... Vélarnar eru með bátana einfaldlega vegna þess að þótt þær séu ekki alltaf að fljúga yfir sjó, að þá er hægt að nota þær í svoleiðis flug því það er í reglugerðum að vélar sem fljúga ákveðið langt frá landi verða að vera búnar bátum og björgunarvestum fyrir alla um borð..

Og síðan við sem erum þarna frammí. Það er vissulega engin lögga í loftinu með umferðareftirlit heldur þurfum við að passa uppá okkur sjálfir. Sem betur fer virða nánast allir flugmenn reglur hvað varða áfengi en eins og í öðrum stéttum þá leynast vitleysingar í þessari stétt líka, en í töluvert minna magni. Við eigum bara að hafa vit fyrir því að mæta ekki í flug ef það er eitthvað að sem getur komið fluginu í hættu t.d. of mikið stress útaf hverju sem er, svefnleysi, áfengisnotkun og bara hvað sem er. Ef maður getur ekki einbeitt sér að fluginu þá á ekki að fljúga. og þetta virða nánast allir flugmenn því ef það gerist eitthvað og það kemur í ljós að viðkomandi maður átti hreinlega ekki að vera að fljúga þennan dag útaf einhverjum ástæðum þá er viðkomandi í djúpum skít, rekinn úr vinnu og jafnvel sekt eða fangelsi.

Ætla ekki að röfla meira um þetta í bili, mun samt alveg svara spurningum ef fólk vill.. 

Aron Smári, 5.9.2007 kl. 01:35

29 identicon

Ég byrjaði að finna fyrir flughræðslu fyrir nokkrum árum síðan. Þar sem ég ferðast frekar mikið nennti ég ekki að vera svona lengur og skellti mér á flughræðslunámskeið hjá Icelandair og ég mæli eindregið með því.  Flugfélag Íslands er líka með samskonar námskeið. Þið sem eruð flughrædd ættuð að skella ykkur á svona námskeið og læra að njóta þess að fljúga.

Linda (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 06:10

30 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Það er örugglega voða fínt að fara á svona námskeið...en ég hugsa alltaf þegar verið er að tala um öryggi í flugi og að þetta sé svo gott allt saman og svona að þó að það séu alveg skrilljón á móti einum að lenda í flugatviki......þá getur alveg mín vél verið þessi akkúrat þessi eina....þó að allar aðrar hafi komist örugglega á áfangastað segir það ekkert um þá vél sem að er ekki farin í loftið.......!

Sunna Dóra Möller, 5.9.2007 kl. 08:27

31 Smámynd: Þröstur Unnar

Var að svara fyrirsögninni með spurningu.

Þröstur Unnar, 5.9.2007 kl. 08:38

32 Smámynd: Þröstur Unnar

Annars er ég nokkuð heilbrigður að mati færustu lækna, sem að vísu ég hitti mjög sjaldan, mætti kannski vera oftar.

Hef allavega ekki Geðklofa að kljást við, ennþá.

Þröstur Unnar, 5.9.2007 kl. 08:40

33 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Aron Smári.  Sunna Dóra ég er sammála, ef maður trúir því að maður geti alveg og líklega verið þessi eini sem vinnur í lóttóinu því tryði maður þá ekki skv. sömu lógík að maður væri í þessari einu flugvél af skrilljón?  Nákvæmlega rökrétt.  Þröstur ég var nú bara að fíflast.

Takk börnin góð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.9.2007 kl. 09:06

34 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nú verð ég að reyna að losna við  flugið sem ég á að fara í bráðum, þrjár flugferðir á einum og sama deginum. Má kallast lottóheppinn ef ég lifi það af. Ég les allt sem ég næ í á netinu um flugslys og orsakir þeirra. Vil vera við öllu búinn. Það sem getur komið upp á er með ólíkindum og svo margt að eitthvað af því hlýtur bara að gerast í þremur flugtökum og þremur lendingum, samtals sex slysagildrum.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.9.2007 kl. 23:22

35 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sigurður; hvað get ég sagt til að hughreysta þig?  Það myndi ekkert duga á mig í þessari stöðu, ef ég væri ekki alki og þarafleiðandi með no-no á áfengi og róandi, myndi ég taka hvorutveggja.  Gangi þér vel.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.9.2007 kl. 00:01

36 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég ætla ekki á fyllirí út af þessu, fyrr mun ég farast.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.9.2007 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 2985800

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband