Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

ÉG ELSKA SVARTAN HÚMOR..

1

..en þarna er skotið yfir markið.  Vó hvað þessi platósómi er dauður fyrir stjórnvöldum í Ástralíu og víðar (þ.e.a.s. sjónvarpsstöðin sem sviðsetti atriðið audda).

Þetta flokkast undir sjúklegan húmor.

En ég glotti smá.

Ég veit það,

ég er fífl.

Súmíandkikkmí

Úje


mbl.is Eftirherma bin Ladens komst inn fyrir öryggisgirðingu Bush
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HALLOKI UNDIR STÝRI

..enn einn ganginn og nú á........... hjóli.  Alvarlegast þykir mér þó að maðurinn skuli hafa verið dökklæddur í myrkrinu, bara það ætti að nægja til sviptingu hjólaprófsréttinda.

Annars gekk ég einu sinni fram á dauðadrukkinn mann á hjóli.  Hann var í kraftgalla og á hjólinu héngu alls kyns tæki og tól, en maðurinn var rafvirki og hafði dottið í það í vinnunni.  Hann var á leiðinni í verkefni.

Það er eitthvað svo ömurlega pathetikk við fólk sem er drukkið á hjóli.  Það er birtingarmynd hallokans skiljiði?

Vá hvað ég er samt fegin fyrir hönd mannsins að han álpaðist ekki á hjólinu til Selfoss.  Þvagleggurinn hefði verið tekinn á hann.  Ég er svo viss um það.

Bæsikkúl!

Úje


mbl.is Handtekinn vegna ölvunar á reiðhjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SNÚRA

50

Í gærkvöldi varð mér illa við.  Í sakleysi mínu fór ég inn í skáp heima hjá mér, sem átti að vera tómur og ætlaði að láta þar inn hluti.  Tek fram að þarna hef ég ekki komið síðan ég kom úr meðferð í fyrra.  Ég opnaði skápinn þann arna og þar var troðfullur poki af umbúðum utan af síðasta fylleríi Jennýjar Önnu Baldursdóttur.  Þetta veit ég vegna þess að pokinn var úr ríkinu og miðinn var í.  Hann var dagsettur þ. 4. ágúst í fyrra.  Mér kom svo sem ekki á óvart að ég ætti eftir að ganga fram á "sönnunargögn" sjálfri mér til handa, þar sem ég hef allt s.l. ár verið að finna bjórdósir og rauðvínsflöskur, þar og hér, á ólíklegustu stöðum.  En ég viðurkenni að mér brá í gær.  Á móti mér kom súr rauðvíns- og bjórlykt og ég kastaðist til baka í tíma, þegar ég sat og reyndi mitt besta til að drekka mig í hel.  Núna hef ég jafnað mig og er nokkuð glöð með atburðinn, þar sem hann er alveg gríðarlega góð áminning um hvaðan ég kem.  Allavega ákvað ég að blogga um hann, þar sem ég er svo opin, frjáls og utanáliggjandi í mínu edrú lífi.

Skammturinn þetta kvöldið hefur samkvæmt innihaldi pokans verið:

8. bjórdósir (stórar)

2 rauðvínsflöskur

Og auðvitað eitthvað af pillum fyrir svefninn. 

Og ég er á lífi.

Ég er farin að hallast að því að ég sé heppin kona.

Æmsóberandhappý.

Ójá


BÖLVAÐ KARLREMBUSVÍN

 

Hafið þið tekið eftir því..

..að þegar giftir menn eru ekki að haga sér, svona yfirleitt í lífinu, þá halda karlrembusvínin því fram að það sé konunni þeirra að kenna?

Alex Ferguson er ekki sá karlmaður sem ég myndi kalla meðvitaðan um kvennapólitík, með virðingu fyrir konum eða frjálslegan í hugsun.  Fyrir nú utan það að hann á það til að beita ofbeldi.

 Fari hann og hans líkar í fúlan pytt!

Úje


mbl.is Alex Ferguson: Hjónabandið spillti Beckham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KVENNABYLTINGIN Í 101

Mér stórbrá þegar ég las frétt á Mbl.is áðan sem fjallar um þá umsækjendur sem sóttu um prestsembætti við Dómkirkjuna.  Af sjö umsækjendum voru 6 konur.  Það er ábyggilega eitthvað sem ekki gerist reglulega hjá þeirri karllægu stofnun sem þjóðkirkjan er.

Ég er ekki í þjóðkirkjunni, er ein af þeim sem sagði mig úr henni í beinni á blogginu fyrr á árinu. Það var eftir kirkjuþingið margfræga þar semtekin var ákvörðun um að samkynhneigðir væru ekki Guði jafn þóknanlegir og aðrir.  Þá langaði mig ekki að vera með lengur, enda trúarlegt viðrini í þjóðkirkjulegum skilningi.

Mér er nokk sama, þannig hver messar í Dómkanum, en samt ekki alveg.  Ég er að orna mér við tilhugsunina um að ef fleiri konur komast að þá breytist kannski hið innsnjóaða viðhorf þessarar ríkisstofnunar sem þjóðkirkjan er.

Þess vegna fylgist ég með.

My own personal Jesus!

Úje


ALLIR SÓTRAFTAR Á SJÓ DREGNIR

1

Sumt fólk er ótrúlega hugmyndaríkt í öflun lífsviðurværis.  Ég man eftir lækni einum sem tók fólk á námskeið við að gera við bíla, laga sambönd og kynlíf, kaupa gluggatjöld, elda grænmeti og fleira sem fólk þarf að gera í lífinu.  Reglulega heldur fólk,  alls kyns námskeið, með enga kunnáttu í farteskinu aðra en eigin reynslu, þó að auðvitað dragi reynslan fólk drjúga leið.

Nú er ein Nælon daman að fara af stað með sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stelpur á aldrinum 13 - 20 ára.  Ég spái því að þær stúlkur sem flykkjast þangað verði allar í yngri kantinum.  Það hlýtur að vera hreinn draumur að komast á námskeið hjá ædólinu, jafnvel þó  námskeiðið fjallaði um ljósleiðaralagningu.

Það vantar að taka fram í auglýsingu... æi fyrirgefið "fréttinni" hvað þetta námskeið sem inniheldur eftirfarandi muni kosta:

"Á námskeiðinu verður farið í saumana á öllu er viðkemur framkomu, feimni, sjálfsáliti, líkamsburði, heilsu, förðun, sjálfsvörn, markmiðasetningu og fjármálum auk þess sem þátttakendum gefst kostur á að kynnast leikrænni tjáningu.!

Vó það er ekki verið að ráðast á garðinn sem hann er lægstur.

Ég hef ekki hugmynd um hvort þessi stúlka er fær til námskeiðahalds að þessu tagi, enda er það ekki málið hér.  Ég dauðvorkenni foreldrum ungra stúlkna að þurfa að berjast við peningaplokk úr öllum áttum.

Ég myndi skrá mig ef ég væri ekki orðin of gömul.  Það eru fjármálin og förðunin sem myndu draga mig þangað.

Úje


mbl.is Alma í Nylon heldur sjálfstyrkingarnámskeið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BLOGGNEFNDIN AFHJÚPUÐ

Bloggarafegurðarsamkeppni Mannlífs hefur farið fram.  Ekki einn kjaftur af Moggabloggi nær á bestalistann.  En nánast allir VONDU bloggararnir (ef ekki bara allir, eru héðan).  Hver á aftur Mannlíf? Æi það skiptir ekki máli. 

Álitsgjafar Mannlífs voru: Andrés Jónsson framkvæmdastjóri, Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður, Júlía Margrét Alexandersdóttir blaðamaður, Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir rithöfundur, Bolli Thoroddsen verkfræðinemi, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir forseti Skáksamb. Ísl., Helga Vala Helgadóttir lögfræðinemi.

Ég skúbbaði þessu frá henni Gurrí vinkonu minni (www.gurrihar.blog.is), af því mig langar að dreifa fagnaðarefninu víðar.

A.m.k. tveir álitsgjafar eru Moggabloggarar. Hm..

Hverjum dettur í hug að setja hana Katrínu Önnu og Sóleyju Tómasar á vondubloggalistann?  Er þá verið að dæma efnistökin eða hvað?  Konurnar eru afskaplega vel ritfærar báðar tvær.

Annars er þessi mergjaði listi inni hjá Gurrí börnin góð.  Þið kíkið þangað.

Ég elska lista.

Töffgæsdóntkræ.

Úje

 


FYRIR BÖRN OG ATVINNUMENN

1

Ég er smáborgari.  Ég er ein af þeim sem held fyrir augun, roðna og lít til jarðar fyrir hönd fólks sem gerir eitthvað vandræðalegt.  Ef einhverjum verður á í messunni, t.d. í sjónvarpi, er þetta sérstaklega slæmt.  Ég fer í fár fyrir minna.  Einhver sagði mér að þetta væri sjúklegt ástand meðvirkni, þegar maður færi í rusl vegna annars fólks sem kemur manni ekki einu sinni við. 

Íslenska þjóðarsálin getur verið svo mikill plebbi.  Það er mikill og aukinn áhugi á dansi í þjóðfélaginu og nú streymir fólk í dansskóla sem aldrei fyrr.  Mér finnst dans frábær, hjá börnum og atvinnumönnum.  Venjulegt fólk má samt alveg dansa (já, já, hemjið fagnaðarlætin, ég er almennileg)fyrir mér, en ekki opinberlega takk fyrir.  Ég elska að horfa á börn dansa, þau gera það svo fallega og af svo mikilli innlifun.  Líka atvinnumenn.  Alvöru dansarar.  Þeir koma nú beinlínis út á mér tárunum, stundum.

En venjulegt fólk sem er að dansa, verður svo einbeitt í framan.  Það kemur á fólk einhver danssvipur.  Maður sér liðið telja í sjálft sig í huganum.  Hliðar saman hliðar, einn tveir tja-tja-tja og mér finnst það asnalegra en tárum taki, roðna og hverf undir borð í huganum.

Ein vinkona mín fór í dansskóla með karlinum sínum og ég náði ekki upp í það.  Ég hætti að geta tekið hana alvarlega, svei mér þá.  Þau eru enn að dansa hún og húsbandið.  Ég segi stundum við hana, þegar við erum að ræða pólitík t.d. að hún geti ekki ætlast til að ég taki hana alvarlega, þar sem ég sjái hana alltaf fyrir mér í huganum dansandi Pasadoble með tilþrifum og það rýri gjörsamlega gildi þess sem hún hefur að segja. Þá verður nú fátt um svör hjá minni.

Júmeikmífílækdansing.

Úje


mbl.is Dansæði grípur landann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GRENJANDI NÖRD

1

..ef ég væri með lítið brotabrot af því sem Búskur forseti hefur á samviskunni, myndi ég eflaust gráta 24/7.

Maður sem lét lífláta fólk í Texas hægri vinstri og sýndi aldrei miskun, sendir hermenn í dauðann og á beina aðild að óteljandi morðum á  saklausum borgurum í Írak, getur ekki verið grátandi dúllurass uppi við öxl Guðs. 

Ef þessi maður er harmrænn tilfinningavöndull þá heiti ég Beef Wellington.

Cry me a river!

Úje


mbl.is George W. Bush: „Ég tárast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VONDUR DAGUR?

 Geta dagar verið vondir dagar?  Ég hallast eiginlega að því að dagar geti verið misgóðir en sjaldnast vondir. 

Þessi dagur hefur verið alveg svakalega lítið góður, en fyrsta klukkutímann sem ég var vakandi, var hann að koma sterkur inn.

Stundum get ég ekki beðið eftir að deginum ljúki. 

Frasinn  "Allt að gerast" sem er óhemju vinsæll í bloggheimum, fer ógeðslega í mig núna.

Áður en lausamunir fjúka ætla ég að lesa AA-bókina og ná mér á level.

Það er heilsusamlega spillandi að vera í vondu skapi en þetta er þannig dagur, hjá mér sko.

Alveg er ég viss um að ég hef ekki unnið í lottóinu.  Ó ég lottaði ekki, en samt.  Ég hefði ekki unnið hvort sem er.

Guð gefi mér æðruleysi....

Svei mér þá ef það er ekki að rofa til.

Það er gott að blogga, gott ef það er ekki "bara allt að gerast hjá mér".

Úje

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30