Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
Sunnudagur, 9. september 2007
ERILLINN - TAKA TVÖ
Aftur var "Erill" vinurinn, á ferðinni hjá löggunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Útköll 120 og 40 manns handteknir.
Fyrir utan ofbeldi og önnur alvarleg hegðunarvandamál fólks í miðbænum, var slatti tekin við að brjóta flöskur, míga utan í veggi og svoleiðis smotterí.
Ég bíð enn eftir skilgreiningu á orðinu "understatement". Það kemur nefnilega aftur og aftur upp í hugann þegar fjallað er um geggjunina í miðbænum um helgar.
Mér finnst eins og þetta ástand sé orðið nokkurskonar náttúrulögmál í hugum fólks. Að það sé ekki hægt að breyta þessu og taka upp betri siði.
Ekki frekar en við breytum veðrinu.
Ójá
![]() |
Um 120 útköll hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Laugardagur, 8. september 2007
ÉG OG ÚTLITIÐ
Það er til tíska í förðun. Já, já, auðvitað veit það hvert mannsbarn. Allskonar litanúansar í augnskuggum, blýöntum og varalitum. Já og litasétteringar í meiki. Ég er löngu hætt að fylgjast með, breyti helst ekki um andlit ef ég kemst hjá því, nóg er um árhringjaframleiðsluna í smettinu á mér, með öllum þeim breytingum sem hún orsakar. Ég legg ekki meira á ykkur.
Svo eru andlit í tísku líka. Mikið máluð, lítið máluð (aldrei ómáluð), þykjustunni fersk andlit og mismunandi mjó andlit. Stundum er hungursvipurinn að gera sig í tískuheiminum og þá á kona að líta út fyrir að nærast á sólarljósinu einu saman, hún á að vera kinnfiskasogin og með önnur merki örbirgðar í andlitinu.
Ef að fölleitar konur með bauga undir augum kæmust í tísku á þessu laugardagskvöldi þá yrði ég andlit kvöldsins. Jafnvel mánaðarins, svei mér þá.
Hvernig stendur á því að ljótan getur heltekið mann svona algjörlega óforvarandis án þess að maður hafi unnið sér inn fyrir því á nokkurn hátt? Hér hef ég verið bláedrú, er útsofin og borða eins og meinlætamaður en samt, hm... Hvað veldur?
Er farin í andlitsbað, strekkingu og augnuppskurð.
Síjúgæs!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Laugardagur, 8. september 2007
HVERNIG BLOGG?
Það líður varla sá dagur hér í bloggheimum, að einhver finni ekki hjá sér hvöt til að blogga um hvernig aðrir blogga. Ég sjálf, þrátt fyrir góðan ásetning, hef misst mig í það líka, jafnvel þó það sé mín einlæga skoðun að hver og einn megi blogga með sínu nefi svo fremi það sé ekki beinlínis meiðandi og særandi fyrir annað fólk.
En að sjálfri mér. Ég er búin að blogga síðan í lok febrúar. Ég vissi ekkert út í hvað ég var að fara þegar ég fór af stað og síst af öllu datt mér í hug að þessi heimur sem bloggið er, fæli í sér "kynni" af stórskemmtilegu og áhugaverðu fólki. Auðvitað felur sami heimur í sér slatta af kverúlöntum og leiðindapúkum, rétt eins og í lífinu sjálfu og það er um að gera að sneiða hjá þeim sem eru að bögga mann. Í sannleika sagt þá eru það ekki margar bloggsíður sem ég hef ekki eitthvert gagn eða gaman af að lesa.
Þegar ég byrjaði að blogga fékk ég allskonar ráðleggingar um hvernig ætti að blogga "vel". Fréttblogg voru t.d. ömurleg. Andlaust og teljarasjúkt lið sem það gerði, upp til hópa. Sumir sögðu að fólk ætti EKKI að blogga um líf sitt, aðrir að það væri hið eina rétta. Sumir blogga stórskemmtilega um hvernig aðrir eiga ekki að blogga og ég held svei mér þá að ég sæki í smiðju allra bloggaranna sem ég les.
Ekki má gleyma að minnast á að hægt er að nota samtakamáttinn til góðra verka hér á blogginu og er skemmst að minnast herferðinni gegn "nauðgunarlyfinu" sem skessan setti í gang hér með góðum árangri (www.skessa.blog.is). Dæmin eru fleiri og mér finnst æðislegt til þess að hugsa að hinn almenni maður geti haft áhrif á umræðuna með því að blogga.
Þetta datt mér nú í hug þegar mér varð litið á teljarann minn sem sýnir heimsóknir frá upphafi. Mér brá svolítið en flettingarnar eru komnar vel yfir fjögurhundruð þúsund.
Þarf maður ekki að fara að blogga um allt þetta flettingasjúka fólk .þarna úti? Heh. Neibb, ég er bara svo þakklát yfir að fólk nennir að kíkja hér við.
Þannig er nú það í þessari hellidembu.
Ójá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Laugardagur, 8. september 2007
"VÍSBENDING" LÍTIÐ GLEÐIEFNI
Að rannsóknir sýni vísbendingu um að menn séu gáfaðri en apar, er ekki neitt sérstakt gleðiefni, að mínu mati.
Við rétt merjum apana, samkvæmt þessu. Vísbending lofar ekki góðu. Við erum þá tregir hálfvitar í vondum málum.
Hrmpff
Úje
![]() |
Vísbending um að menn séu gáfaðri en apar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 8. september 2007
Á MÓTI, Á MÓTI, ALLTAF Á MÓTI
Ég varð voða glöð þegar ég sá þessa frétt um að ríkisstjórnin hafi samþykkt að tillögu forsætisráðherra að verja 500 þúsund kr. í að samræma mismunandi útgáfur þjóðsöngsins.
Ég hélt í einlægni að nú ætti að laga þjóðsönginn að nútímanum og jafnvel leyfa öðruvísi flutning á honum.
Ég sá fyrir mér að nú mætti rapp´ann, rythm´ann, dans´ann, smell´ann, dúadúa´ann og djazz´ann. Ég gladdist alveg ógurlega mikið á meðan ég hélt að ríkisstjórnin hefði vaðið inn í nútímann með þennan sorgarsöng.
Nebb, minn misskilningur eins og sjá má þegar fréttin er lesin.
Annars er ég á móti þjóðsöngvum. En ég er líka á móti orðum og öðrum borgaralegum vegtyllum, á móti þjóðarrembingi og öllum nasjónalisma. Gott ef ég er ekki á móti skátafélögum líka. Sama máli gegnir um stúkur og leynifélög. Ég er rakið fífl.
Leiðinlegt fyrir Spaugsstofuna þetta með óguðvorslandið, þeir hefðu getað bítlað´ann.
Þíjúgæs.
Úje
![]() |
Mismunandi útgáfur þjóðsöngsins samræmdar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Laugardagur, 8. september 2007
"UNDERSTATEMENT" ÁRSINS
..ef það ástand sem lýst er í fréttinni er "mikill erill" hvað þarf að ganga á til að geðveikin í miðbænum kallist "alvarlegt og óviðunandi ástand"?
"Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Lögreglan hafði handtók yfir 40 manns í nótt og 14 manns dúsa nú í fangageymslum lögreglu. Að minnsta kosti sex voru teknir ölvaðir við akstur og þá komu upp fjölmörg fíkniefnamál og líkamsárásarmál. Að sögn lögreglu voru fjölmargir í bænum og ölvun mikil. Lögreglumenn úr sérsveit ríkilögreglustjóra störfuðu með lögreglu höfuðborgarsvæðisins við eftirlit í miðborginni."
Ég auglýsi eftir íslenska orðinu yfir "understatement". Maður þarf svo mikið að nota það, á þessum síðustu og verstu.
Æsjottðesjeriff!
Úje
![]() |
Mikill erill hjá lögreglunni í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Laugardagur, 8. september 2007
ÉG Á LEIÐINNI Í BÍÓ
Þar sem mér var ekki boðið á frumsýningu Veðramóta, verð ég að koma mér á eigin vegum í bíó og það strax, þ.e. í vikunni. Myndin fær frábæra dóma í Mogganum, ekki að það skipti máli, svona p.c. ég vil dæma sjálf mínar upplifanir.
Það var skrifuð sérstök frétt um að börn frægra leikara væru mýmargir í myndinni. Só? Skiptir það máli ef fólk er að valda sínu hlutverki? Mér er sko slétt sama. Samsæriskenningar, frussssssss.
Myndin hefur verið þrjú ár í vinnslu, samt hittir hún svona gjörsamlega naglann á höfuðið, þ.e. Breiðavíkurmálin tengjast jú efni myndarinnar, þannig að sem slík á hún auðvitað stórt erindi.
Ég er sum sé farin í bíó og ég hlakka til.
Guðný er megatöffari!
Úje
![]() |
Klappað þar til ljósin voru kveikt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 7. september 2007
GOTT SEM ENDAR VEL
Þessi dagur hefur verið erfiður. Sara mín (sú yngsta mamma Jennýjar Unu, sú sem gengur með strákinn) var lögð inn á Lansann í dag, vegna ákveðinna vandamála sem upp komu í meðgöngunni. Hún mun liggja inni til morguns en allt er í lagi núna. Á meðan það var ekki á hreinu hélt ég í mér andanum og beið frétta.
Mikið rosalega verður maður aumur þegar eitthvað hendir börnin manns, ekki síður þó þau eigi að heita fullorðin. Ég fór á tauginni, ég sver það og ég sem hélt að ég væri orðin vonkúlmama.
Jenny Una er hér hjá okkur í nótt, en pabbinn er búinn að vera uppi á spítala í dag. Jenny bjargaði auðvitað deginum og kvöldinu og nú er hún sofnuð þessi elska. Hún var svo þreytt að við komust bara í gegnum hálfa Emmu ógurlegu, nei djók, Emmu sem eignast litla bróður, en það er reynsla sem sú stutta er að ganga í gegnum þó hún skilji ekki alveg hvað er í gangi.
Jenny ætlar að passa bróður sinn stundum og svo á amma að geyma hann líka smá. Hún ætlar að lána honum dótið sitt, stundum (uppáhalds orðið þessa dagana) en bara stundum og þá má hann fara að grenja eins og bróðir hennar Emmu og fá snuddan sín bara, amma. Svo borðaði hún á sig gat í kvöldmatnum daman þangað til hún var "alleg svöng" en hún ruglast á að vera saddur og svangur, sem er svo krúttlegt að ég vona að sá misskilningur endist sem lengst.
Jæja, hlutirnir redduðust fyrir horn og ég anda léttar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Föstudagur, 7. september 2007
KONA FRUMSÝND - ORÐALAG HVERS?
Nú er ég allt að því stúmm. Ég trúði ekki mínum eigin augum þegar ég las þessta frétt. Mikið rétt hún fjallar um að Clooney sé kominn með kærustu. Alveg er mér slétt sama um það og ekki orð um það meir.
En hvaðan kemur orðalagið "Clooney frumsýndi nýju kærustuna"?
Er það Mogginn sem er svona fullur kvenfyrirlitngar eða er það þýðandinn sem lét þetta fara svona frá sér athugasemdarlaust?
Nú myndi ég vilja fá svör.
Hér er bara tekið stórt stökk aftur til miðalda og það á einu föstudagseftirmiðdegi.
Arg hvað þetta er ósmekklegt.
No woman no cry.
Ójá
![]() |
Clooney frumsýndi nýju kærustuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Föstudagur, 7. september 2007
MARGRAMANNASNÚRA
Þegar ég blogga um mína edrúmennsku þá kalla ég skriftirnar snúru. Edrúmennskan mín heitir s.s. snúra, þannig að það sé á hreinu hvað ég á við með hugtakinu. En mín snúra er ekki hér til umfjöllunar heldur allt það fólk, í baráttunni við sjúkdóminn alkahólisma, hvort sem áfengi eða vímuefni, eiga í hlut.
Sama hvort það rýkur, rúllar eða rennur, sagði ráðgjafinn minn á Vogi, sem er sérlega mætur maður og góður í sínu starfi. Ergo; það er í raun aukaatriði hvort fólk reykir dóp, tekur það í pillu-eða sprautuformi eða drekkur það. Afleiðingarnar eru alltaf skelfilegar fyrir alkahólista.
Samhjálp hefur haldið úti kaffihúsi sem mikið er sótt af utangarðsmönnum en einnig öðrum aðstöðulausum. Nú hefur henni verið lokað og ekkert húsnæði hefur fengist í staðinn. Mikil aukning hefur verið í aðsókn að kaffihúsinu (veitingastaðnum). Heimsóknir kvenna hafa t.d. aukist gífurlega.
Íslendingar byggja og byggja og stæra sig stöðugt af auðlegð sinni, bæði prívat og sem þjóð. Samt er það svo einkennilegt að þegar kemur að börnum, skólamálum, fjölskyldumálum almennt, sjúklingum og eldra fólki, svo ég tali nú ekki um þeim sem eiga við fíknisjúkdóma að stríða, þá verður þjóðarsálin nísk og allar opinberar hirslur skella í lás.
Mín ráðlegging til þeirra sem ráða er einföld. Hysjið upp um ykkur. Þessi litlu mál sem eru samt svo stór geta auðveldlega verið í lagi. Finnið húsnæði fyrir þessa bráðnauðsynlegu kaffistofu og það strax í gær, ef ekki fyrr.
Komasho.
ója
![]() |
Kaffistofu Samhjálpar lokað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2987752
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr