Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

POPPARAR AÐ DEYJA ÚR HRÆÐSLU

N1 á nú vegasjoppurnar Staðarskála og Brú.  Popparar á ferð og flugi hræðast fákeppnina í sjoppunum í Hrútafirði og sennilega víðar.  Samlokurnar ekki að gera sig og mennirnir væntanlega hræddir um að fá næringarskort vegna einhæfs sjoppufæðis.

Félag eldgleypa á Hafnarfjarðarsvæðinu eru líka skelfingu lostnir yfir fákeppni á sjoppumarkaðnum á Hveragerðisleiðinni.  Þeir funda í Hveragerði, reglulega, og á leiðinni er aðeins bara  Litla Kaffistofan, og  heyrst hefur að ekki sé boðið  upp á gervirjóma með pönnukökunum þar.  Þeir eru alveg skíthræddir mennirnir.

Þessu verður að kippa í liðinn, áður en almennri geðheilsu starfsstétta landsins er stefnt í voða og fólk verður farið að fljúga um allt land til að komast hjá fákeppni.

Úpps, flug, fákeppni. Gengur ekki.  Okokok, sigla þá eða eitthvað. 

Gúddmorningsönsjæn!

Újehehehehe


mbl.is Sjoppufákeppni hræðir poppara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MÚSÍK - MÚSÍK - MÚSÍK..

..fyrir svefninn.  Var að þvælast á vefnum og hlusta á allskonar tónlist, allt frá Troggs og upp í Víólettu Para.  Himinn og haf á milli, en allt jafn blítt fyrir eyrun.

Ég skelli hérna inn myndbandi frá 1967, með Troggs, Love is all a round

http://www.youtube.com/watch?v=bkMUmoS6B6M

og sama lagi, löngu seinna með Wet Wet Wet sem varð óhemju vinsælt.  Hvort skyldi hugnast betur, orginallinn eða eftiröpunin?

http://www.youtube.com/watch?v=TQQ6SfPZggw

Ég spyr.

Einhver?

Úje


ALMENN SKYNSEMI - EKKI SVO ALMENN - EÐA HVAÐ?

Það er maður úti í Bandaríkjunum sem hefur skrifað bók um það að slæmur yfirmaður geri starfið niðurdrepandi.  Jahá, ég hefði átt að skrifa um þetta og verða metsöluhöfundur eins og þessi náungi.  Ég hefði líka getað sagt fólki, sem ekki þegar hefur upplifað það á sjálfu sér, að það er ekki vænlegt til árangurs að vera á lélegum launum og að þurfa að fara langar vegalengdir í vinnu.

En ég hef ofurtrú á almennri skynsemi, sem sumir segja að sé alls ekki svo almenn.  Ég held að fólk þurfi ekki að kaupa bók sem segir því að lifa lífinu lifandi, að nota jákvæðar hugsanir til sjálfsheilunar og að reikna ekki sífellt með því versta.

Sumum finnst gott að hafa svona í bókum og það er oft ágætt að láta setja hlutina upp fyrir sig.  Mér finnst það allt í lagi, en í nútímanum, þegar fólk er að kafna úr stressi, löngun til að höndla hamingjuna, eignast peninga og allt hitt, hafa komnið fram á sjónarsviðið alls kyns gúrúar í ráðgjafaformi, sem velta milljónum á milljónum ofan, til að segja okkur það sem við þegar vitum.

Ég ætti kannski að skrifa sjálfshjálparbók.

Í einhverju..

Demdifædúdemdifædónt!

Úje


mbl.is Slæmur yfirmaður gerir starfið niðurdrepandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DÚA - DÚA -DÚA

 1

..eða Sigþrúður Þorfinnsdóttir, vinkona mín, er fertug í dag.  Ég óska henni til hamingju og ég veit að hún er ákaflega glöð yfir að vera loksins orðin þroskuð kona, a.m.k. að nafninu til.

Dúa dásamlega, Dúa dásó eða Dúa athugasemd (www.dua-athugasemd.blog.is) er nokkuð skemmtileg kona, bráðfyndin, djúp og yfirborðskennd og hundleiðinleg þegar hún vill það við hafa.  Hún er líka viðurstyggilega hreinskilin sem gerir það að verkum að það getur tekið verulega á að vera vinkona hennar. 

Hún er konan sem raðar eftir stafrófsröð í eldhússkápana, kallar það umhverfisslys ef það skvettist vatn á gólfið, fer í ham ef svarta peysan er lögð í rauðupeysudeildina og þess háttar.  Enda er konan meyja af Guðs náð. 

Hún er líka sú sem hægt er að leita til ef eitthvað kemur uppá, þ.e. ef hún er í stuði til þess að svara í símann.  Það næst þó alltaf í hana á endanum.

Hún er konan sem kemur mér oft til að gráta úr hlátri, vegna þess að hún er svo meinfyndin og skemmtileg.

Svo er hún sæmilega gefin kjéddlan og hægt að ræða við hana um allt milli himins og jarðar.

Hún er Sjálfstæðismaður en það er auðvitað engin manneskja fullkomin.

Til hamingju villingurinn þinn!

Æamvottæam (syngur hún sko)

Újejejeje


BLOGG UM KOMMENT OG MIÐUR FAGRA PÓSTA

Suma daga er fólk (lesist karlar í þessu tilviki) meira pirrað en aðra daga. Undanfarnir dagar hafa verið í merki pirrings, í kommentakerfinu mínu.  Ekkert alvarlegt þó, heldur eitthvað skítkast út í persónu mín, málfar og tæknilega notkun á lyklaborði.  Sem sagt ekkert alvarlegt og mér gæti ekki staðið meira á sama.

Það er hægt að losa sig við þessa "nafnlausu", þe þessa óskráðu, sem geta skrifað undir hvaða nafni sem er, en af því ég er svo mikill lýðræðissinni og þar að auki bandrauður vinstri maður, þá hef ég ekki viljað loka á þetta fólk, og eyðileggja möguleikann á að fá komment frá venjulegum gestum og gangandi.  Ég ætla að bíða enn um sinn.

En í dag fékk ég póst.  Ímeil nánar tiltekið.  Hálf nafnlaus var hann og frekar óhuggulegur.  Ég sendi póstinn til Moggans.  Það er eitthvað markaleysi í gangi á netinu sem tíðkast ekki í samskiptum milli manna í raunheimum.  A.m.k. ekki síðast þegar ég gáði.

Sá sem sendi mér póstinn er greinilega stórbilaður trúarofstækismaður sem gefur auðvitað ekki upp nafn sitt.  Þessi kjáni hræðir mig ekki en það er alltaf óhugnanlegt að fá nafnlaus bréf.  Þetta segir mér þó , að eitthvað hef ég komið við kaunin á viðkomandi.

Þangað til næst,

ég er farin í þvottahúsið til að þvo bænamottuna!

Amen og Úje


ÞVAGLEGGUR Á ÞINGVÖLLUM?

Selfosslögreglan handótk mann á Þingvöllum sem var grunaður um ölvunarakstur.  Ég ætlaði nú ekki að fara að blogga um svoleiðis tittlingaskít, enda alltaf verið að taka drukkna hálfvita undir stýri og telst ekki til frétta einu sinni.  Því miður.

En í fréttinni er tekið fram að maðurinn hafi verið færður til sýnatöku.  Blóð og þvag tekið.

Það varð mér tilefni til bloggs.

Var þvagleggurinn tekinn á manninn?

Vonvonders!

Úje


mbl.is Ölvaður maður ók á rútu á bílastæði á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KYNLÍF Á "GRÁU" SVÆÐI

1

Ég las í Mogganum um daginn, að þrátt fyrir að fólk verði gamalt, þýði það ekki að það hætti að stunda kynlíf.  Það ku verða mega-fjörugt þegar fólk nær sjötugu.  Hm.. ég veit ekki með ykkur, en ég er afskaplega lítið fyrir að myndgera kynlíf fólks í huga mér, og mér hugnast alls ekki að fá þessa vitneskju á heilann.

Í minni fjölskyldu er enginn svona saurlifnaður við líði.  Hvorki meðal þeirra ungu né þeirra gömlu.  Hjá okkur hefur kynlíf aðeins eina fúnksjón, og hún er að geta börn.  Við tölum ekki um kynlíf, né heldur lesum við um það, að minnsta kosti myndum við aldrei viðurkenna það og okkur hugnast ekki fimleikaæfingar í bólinu. Bæði sveitt og klístrað, oj.  Það er uppskrift í Biblíunni um hvernig á að bera sig að við að "geraða".  Konan undir, karlinn ofaná, upp niður, fram og til baka, búið bless og góða nótt (minnir mig).

Ég hef gert þennan viðbjóð þrisvar en það var vel á sig leggjandi, vegna yndislegra dætra minna ÞRIGGJA.

Í minni fjölskyldu gerir það enginn á gamals aldri, það segir sig sjálft.  Og mér er fyrirmunað að skilja af hverju þeir eru að rannsaka einhverja hruma úti í Bandaríkjunum. Fólk sem er örugglega trúlaust og siðlaust, og gott ef ekki múslímar bara. Svei mér þá.

Ækantgetnó!

Úje

 


NÚ HLÓ ÉG UPPHÁTT..

p

..þrátt fyrir að vera nýlega vöknuð og með annan fótinn í draumheimum.  Sala á sígarettum jókst um 6,3% frá því í fyrra, í júní og júlí.  Reykingabannið á skemmtistöðunum gekk í gildi 1. júní.  Bannið virðist hvetja fólk enn frekar til reykinga.

Ég er auðvitað ekki að hlægja að því að fólk skuli reykja, yfirhöfuð, heldur vegna vantrúar minnar á þessum reykingafasisma og að einhver skuli í alvörunni halda að þetta bann muni skila einhverju.  Vissulega er ekki lengur reykt á kaffihúsum og skemmtistöðum, en því meira er reykt utandyra, með öllum þeim sóðaskap og ónæði sem því fylgir.

Heimildarmaðurinn í hringiðunni ásamt fleirum sem ég hef talað við, segja að ekki sé þverfótað fyrir fólki á gangstéttunum, með glös, þjónarnir hanga líka úti í smók og skemmtistaðirnir eru núna reknir fyrir utan lögheimili sitt.

Hjá Bretunum drógust reykingar saman um 7% í júlí, en það tók bannið í upphafi þess mánaðar.  En auðvitað vitum við að þar hefur ringt syndaflóði, þannig að mér finnst það ekki marktækt.

Vonandi verður þetta endurskoðað, veitingamenn fái að koma sér upp reykherbergi og svo hættir fólk að reykja svona smátt og smátt.  Alveg eins og ég, sem ætla að drepa í á ársedrúafmælinu mínu, í október.

Bætmí!

Úje


mbl.is Sala á tóbaki jókst í júní og júlí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AÐ BÚA Á DJAMMINU

1

Í nokkur ár bjóum við húsbandið við Þingholtsstræti, ansi nálægt Bankastrætinu.  Það gat orðið ansi skrautlegt frá fimmtudegi til mánudags og mig minnir að skemmtistaðir hafi verið opnir til kl. 04,00 á þeim tíma.  Úti á horni var sú háværasta danstónlist sem ég hef heyrt fyrr og síðar, bassatrommann, þeytti myndunum á veggnum hjá okkur til og frá, fram á rauða morgun. 

Við gerðum ekki veður út af þessu, enda til lítils, ef maður kýs að búa í hringiðunni.  Við vorum heldur ekki með nein læti, þrátt fyrir að í portinu okkar gerði fólk þarfir sínar, fengi sér á broddinn og stundaði kórsöng.  Ekki var það af því okkur féll það svona vel, heldur vegna þess að miðbærinn er eins og Sódóma um helgar og harla lítið hægt að gera í því. 

Ég er ekki að segja að Erna Valdís Valdimarsdóttir, sem verður fyrir ónæði af Q-bar, eigi að sætta sig við átroðning og ólæti, að sjálfsögðu ekki.  En eftir að hafa búið við Þingholtsstræti og á Laugavegi, veit ég að ekki er hægt að gera til að breyta ástandinu,amk. er það mín upplifun og reynsla.

Ég flutti og sé ekki eftir því.  Kannski ætti Erna að hugsa sér til hreyfings.  Ekki til að gefast upp heldur einfaldlega til að halda geðheilsunni.  Þetta er óvinnandi vegur.  

Læfsökks!

Úje 


mbl.is Telur um einelti að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG ÆTLA RÉTT AÐ VONA

..að Lúkasinn verði ekki tekin á hegðun ræðismannsins í Boston, við Aron Pálma.  Þá á ég ekki við það, að hann hafi átt eitthvað með að vera með hótanir og viðhorf, heldur einfaldlega að allt í kringum mál Arons Pálma er þannig vaxið að það gæti orðið að gjörningaveðri.

Nú er ég ekki nógu mikið inn í diplómatíunni til að vita nákvæmlega hvernig ræðismenn verða til, en er það ekki keyptur titill?  Það er eins og ég hafi lesið það einhvern tímann.

Allavega má telja upp á 20013 og bíða eftir frekari fréttum.

Kikkmíinðenöts!

Úje


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 14
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 2987316

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband