Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

ÉG DRÓ FALLEGA MANNINN MEÐ KJÚSULEGA RASSINN Á ENDAÞARMINUM, INN Á KLÓSETT OG ÞAR HELTI ÉG YFIR HANN ÚR SPÝTUBAKKA BERKLAVEIKU ÖMMU MINNAR OG SVO RÚLLAÐI ÉG ÞARMINUM UPP Í EYRAÐ Á HONUM...

 

..og augu hans ljómuðu af gleði, sagði þessi blíða og tískumeðvitaða vinkona mín sem vinnur sem klósetthreinsari á sumrin af einskærri hugsjón og réttlætiskennd.

Ég hef það fyrir sið að veitast ekki að bloggum annarra, a.m.k. afar sjaldan.  Mér finnst það ekki koma neinum við hvernig fólk bloggar, svo fremi að það meiði engan.

Ég er klígjugjörn og endaþarms- og horfærslur geta eyðilagt fyrir mér daginn, það segi ég satt.  Ég benti Ellý á að setja varúð á bloggið sitt, en málið er að í fyrirsögnunum er allur hroðbjóðurinn.  Nú eru færslurnar ekki lengur bláar, þær eru kúkabrúnar með horgrænu ívafi.

Hvernig líst ykkur á þessa fyrirsögn? 

En svo er spurning hvort maður á ekki einhverja vinkonu sem fer í sleik við tengdamömmu sína og sefur hjá svila sínum og á jafnvel barn með þremenningi í föðurætt.  Ég ætla að gá.

Ellý; þetta er ekki par jólalegt.

Kem að vörmu.

Úje


ENDURSKOÐAÐUR ÞVAGLEGGUR

Það er eflaust að æra óstöðugan að halda áfram að blogga um þetta mál.  En mér er sama.  Að mínu mati framdi Selfosslögreglan alvarlegt mannréttindabrot, þegar hún með valdi setti þvaglegg upp í konuna sem grunuð var um ölvunarakstur.

Þetta mál hefur ekkert að gera með skoðanir almennt um ölvunar- og hrottaakstur.  Auðvitað er slíkt gjörsamlega ólíðandi og á þeim málum á að taka.  En að ganga á mannhelgi fólks, ganga fram með ofbeldi og nauðung á ekki að eiga sér stað í siðmenntuðu ríki.

Það furðulega er að margir virðast setja sama sem merki á milli þess að taka á ölvun undir stýri og að beita þeim aðferðum sem Selfosslöggan beitti.  Að það sé réttlætanlegt að ganga svona langt í því skyni að "upplýsa" brot.  Ég spyr; er í lagi með fólk? 

Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild H.Í. segir að konan sem fyrir gjörðinni var, geti fengið endurskoðun á máli sínu hjá dómstólum.  Um það má lesa nánar í viðtengdri frétt. 

Mikið skelfing vona ég að þessu máli verði fylgt eftir.  Ég vil engri manneskju svo illt að vera tekin með valdi af lögreglu og "heilbrigðisstarfsmönnum" eins og gert var í þessu tilviki.


mbl.is Mögulegt að endurskoða þvagleggsmálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ALDREI HEYRT AF KVENNABARÁTTU...

..né af sjálfsákvörðunarrétti kvenna hún Jennifer Lopez, en hún trúir því að hún verði barnshafandi þegar Guð vill að hún eignist barn.  Ef ég hefði látið þetta í hendurnar á Guði, ætti ég heilt kvennahandboltalið á báða vallarhelminga. 

Það er auðvitað ekki grín gerandi að þessu en kona eins og Jennifer er fyrirmynd svo margra ungra stúlkna og þær kaþólsku mega í raun ekki við meiri kreddum og afturhaldi en fyrir er,  nóg er nú samt.

En Jennifer bíður sem sagt eftir að Guð geri hana ólétta.  Þau segja það ekki þeirra að ákveða hvenær barnið verður til.  Er þetta Jesúkomplex?

Ævonder!

Úhúbúhúje

 


mbl.is Barneignum stýrt af Guði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MORGUNBLOGG

1

Hm.. góðan daginn, ég er vöknuð og er ófyrirgefanlega hress.  Það er af því ég er svo ánægð með veðrið.  Það er votveður.  Geitungar eru ekki á sveimi í rigningu, er það nokkuð? 

Ég ætla að blogga þvagleggsframhald á eftir.  Þrátt fyrir að þetta sé að verða löng framhaldssaga.  Ég hef ákveðið að fylgjast með þessu ljóta máli.

Í dag hitti ég litlu fjölskylduna frá London.  Oliver verður knúsaður í kremju, það er á hreinu.

Samkvæmt teljara eru nú 117 dagar til jóla, ekki seinna vænna en að fara að undirbúa jólin.  Tíminn er svo fljótur að líða (okokok smá djók).

Allt er á sínum stað.  Trúboðsbloggarinn Jón Valur er á heiðingjavaktinni og hundskammar þá trúlausu eins og venjulega. 

Castró skrifar grein í málgagnið sitt.  Hann veðjar á Clinton eða Obama.  Nokkuð sprækur karlinn miðað við að hann mun vera dauður. 

Ég er farin í kaffi, kem að vörmu.

Læfissógúdd.

Újehehehe


NÚ ER MÉR Í ALVÖRUNNI LÉTT..

1A-Brynja og Oliver í hörku tölvudjobbi. 

..og það er ekki vottur af kaldhæðni í þessari fyrirsögn.  Maysan, Oliver og Robbi eru lent, komu frá London núna rétt áðan.  Amma-Brynja skráði sig í vinnu á flugið og fór að ná í þau, svona tæknilega séð.  Þannig að hún er lent líka.  Mér er aldrei rótt, þegar börn mín eru í einhverjum rassaköstum um háloftin og mér er meinilla við að fleiri en einn úr fjölskyldunni fari saman í flug.  Svona hef ég orðið morbid með aldrinum. 

Síminn minn flotti (þessi sem EKKI tekur upp kartöflur) er lentur líka ásamt Londres familíu.  Nú mun ég hefja myndatökur í gríð og erg, af öllu sem að fyrir augu ber og ég verð enn meira óþolandi á blogginu.  Þetta er í boði hússins til þeirra sem láta mig fara mikið í taugarnar á sér.  Svona er ég góð, hugsa alltaf um annað fólk.  Reyni að gleðja alla.  Líka asnana, fíbblin og aulana þarna úti.

Nú verður stelpan mín á landinu næstu sex dagana og þá er að slíta til sín þær stundir sem hægt er að ná út úr þessum skamma tíma, knúsa og ofdekra Oliver og hafa skemmtilegt með Maysu.

Ég er a.m.k. Guðslifandi yfir að strollan skuli hafa komist á jörðina aftur heilu og höldnu.

Ójessssss


MÁ NOKKUÐ..

 

..óska Lúðvík Gizurarsyni til hamingju með að nú sér fyrir endann á málavafstri hans varðandi staðfestingu á faðerni?

Ég ætla að minnsta kosti að senda honum hlýjar kveðjur.

Það er ekki hægt að fréttablogga um Lúðvík. 

En ég get fréttabloggað um Sýsla á Selfossi og fleiri menn.

Er þetta eitthvað öðruvísi?

Spyr sá sem ekki veit.

Úje


ER MAÐURINN Á PRÓSENTUM?

Tvær fréttir eru á forsíðu mbl.is, frá Selfosslögreglunni.  Þessi sem hér er fyrir neðan fjallar um tillögu Ólafs Helga Kjartanssonar, sýslumanns, um að lækka hámarkshraða á Biskupstungnabraut við Borg í Grímsnesi.

Ætla ekki að leggja mat á hvað er rétt eða rangt þarna.  Ég tek bara eftir því að þetta lögregluembætti er stöðugt í fréttum.

Er sýsli á árangurstengdum launum?

Vonvonders!

Ú, ú,ú og komaso!


mbl.is Leggur til að hámarkshraði verði lækkaður við Borg í Grímsnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SVO STANDANDI HLESSA OG BLÁEYGÐIR

Öryggismiðstöðin hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir lýsa furðu sinni á niðurstöðu Siðanefndar SÍA, að þátttaka Lalla Johns í auglýsingum fyrirtækisins brjóti gegn almennu velsæmi og sé til þess fallin að höfða til ástæðulauss ótta almennings.

Merkilegt hvað sumir geta verið blindir á það sem flest allir aðrir voru löngu búnir að sjá.  Þ.e. hversu óviðeigandi þessi auglýsing var.  Bæði hvað varðar það að hræða fólk til viðskipta og að nota Lalla Johns sér til framdráttar.  Illa gert og alveg svakalega ósmekklegt.

En þeir eru svo bláeygðir, svo hissa og botna ekki neitt í neinu, þarna hjá Öryggismiðstöðinni.

Vont að vera fyrirtæki sem er algjörlega úr takti við almenningsviðhorfið.

Bítsmí!

Ú- hvað??

 


mbl.is Furðar sig á úrskurði siðanefndar um auglýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ISS-PISS

Ofboðslega er mikill þvagáhugi í þessu landi.  Það er ekki bara Löggan á Selfossi sem leggur á sig til að ná í þennan gula vökva, ónei.

Ef mér dytti nú í hug að heimsækja Álverið á Reyðarfirði, einhvertímann á næsta ári, gæti ég lent í því að þurfa að afhenda þvagprufu.  Ég tek þó fram að það voru ekki miklar líkur á að ég færi í heimsókn á þennan vinnustað.  Líkurnar á því núna eru auðvitað orðnar núll.  En þeir sem hyggjast heimsækja álskrímslið á fallega Reyðarfirði, geta sum sé átt von á því að þurfa að pissa í hliðinu. 

Ég er alveg viss um að það eru réttlætingar fyrir þessu, tilbúnar hjá Alcoa, alveg eins og hjá Löggunni á Selfossi og hjá öllum hinum, sem ganga lengra og lengra í að brjóta á mannréttindindum fólks.

Þvílíkt og annað eins.

Úje

 


mbl.is Gest­ir geta þurft að af­henda þvag­sýni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FYLLERÍ Í DRAUMI

50

Þetta er snúra, gott fólk.

Í nótt dreymdi mig að ég væri dottin í það.  Ég var ekki að gera það endasleppt, heldur teygaði ég vodka beint úr flöskunni bara.  Það er hreint ótrúlega vond upplifun fyrir alka að dreyma að hann sé fallinn.  Marga óvirka alka eins og mig, dreymir svona og ég held að  það sé vegna þess að við hræðumst svo að falla, að úrvinnslan kemur í gegnum drauminn.  Þar sem ég teygaði bölvaðan óþverrann af stút, í minni martröð (því þetta var ekkert annað en argasta martröð), upplifði ég þvílíka angist og skelfingu.  Alveg eins og ég myndi gera í raunveruleikanum, ímynda ég mér. 

Ég ætla ekki að lýsa léttinum sem gagntók mig, þegar ég vaknaði, bláedrú og með góða samvisku.

En á meðan mig dreymdi, hrundi lífið innan í mér og allt var sem fyrr.

Svona draumur er á við góðan AA-fund, svei mér þá.

Ég óska mér þó ekki fleiri martraða af þessari tegund.

Bötæmklínandsóber.

Újebb


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 14
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 2987316

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband