Leita í fréttum mbl.is

AÐ BÚA Á DJAMMINU

1

Í nokkur ár bjóum við húsbandið við Þingholtsstræti, ansi nálægt Bankastrætinu.  Það gat orðið ansi skrautlegt frá fimmtudegi til mánudags og mig minnir að skemmtistaðir hafi verið opnir til kl. 04,00 á þeim tíma.  Úti á horni var sú háværasta danstónlist sem ég hef heyrt fyrr og síðar, bassatrommann, þeytti myndunum á veggnum hjá okkur til og frá, fram á rauða morgun. 

Við gerðum ekki veður út af þessu, enda til lítils, ef maður kýs að búa í hringiðunni.  Við vorum heldur ekki með nein læti, þrátt fyrir að í portinu okkar gerði fólk þarfir sínar, fengi sér á broddinn og stundaði kórsöng.  Ekki var það af því okkur féll það svona vel, heldur vegna þess að miðbærinn er eins og Sódóma um helgar og harla lítið hægt að gera í því. 

Ég er ekki að segja að Erna Valdís Valdimarsdóttir, sem verður fyrir ónæði af Q-bar, eigi að sætta sig við átroðning og ólæti, að sjálfsögðu ekki.  En eftir að hafa búið við Þingholtsstræti og á Laugavegi, veit ég að ekki er hægt að gera til að breyta ástandinu,amk. er það mín upplifun og reynsla.

Ég flutti og sé ekki eftir því.  Kannski ætti Erna að hugsa sér til hreyfings.  Ekki til að gefast upp heldur einfaldlega til að halda geðheilsunni.  Þetta er óvinnandi vegur.  

Læfsökks!

Úje 


mbl.is Telur um einelti að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta getur verið snúið, og ef maður les fréttina, kemur í ljós annað undirliggjandi mál, þ.e. að þarna eru þrír staðir og það virðist bara vera kvartað yfir einum staðnum og það vill svo einkennilega til að það er hommabar.  Getur verið að það hafi eitthvað með málið að gera ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2007 kl. 07:29

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég vil nú ekki trúa því Ásthildur, að þetta hafi eitthvað að gera með að barinn er hommabar.  Ég held að hávaði og umgengni frá þessum bar sé svipaður og á öllum öðrum.  Finnst langsótt að um einelti sé að ræða.  Konan býr við hliðina á barnum. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2007 kl. 07:51

3 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Mér finnst líka einkennileg viðbrögð þessarar Ernu, þegar Qbar hafði samband til að ræða um úrlausnir. Skætingur er ekki til neins, og finnst mér lýsingin á háttalagi hennar og sú staðreynd að hún sé bara að kvarta undan þessum stað, gefa til kynna að ekki er alveg allt í lagi hjá henni sjálfri og að hvatir hennar til þessa séu ekki heilar. Mér finnst vera skítalykt af háttalagi þessarar konu. Best fyrir hana væri að flytja segi ég, þráhyggja gagnvart samkynhneigðum getur varla verið holl fyrir hennar eigin geðheilsu. Peace on earth!

Bjarndís Helena Mitchell, 27.8.2007 kl. 07:53

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er hún ekki bara að kvarta yfir þessum bar vegna þess að hann er alveg ofaní henni?  Auðvitað veit maður ekki, en ég vona svo sannarlega að þetta hafi ekki með einhverja hommafóbíu hjá konunni að gera. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2007 kl. 08:02

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

You have to take the bad with the good.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.8.2007 kl. 08:05

6 identicon

Ég bjó á Laugavegi í smá tíma. Svaf ekki frá fimmtudegi til mánudagsmorguns. Ég flutti á rólegri stað þar sem er svefnfriður. Ég gerði mér grein fyrir því að þó ég væri frek mundi ég ekki geta þaggað niður í rúntinum og fólki að skemmta sér. Svo var ég einu sinni á rúntinum og labbaði nokkuð oft með látum frá Hlemmi niður í Lækjargötu. Hef engu gleymt  af mínu skemmtanalífi sem var ekki einu sinni bundið við helgar. 

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 09:06

7 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

greinin hennar Fríðu Bjarkar er góð, í Mogga dagsins.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 27.8.2007 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 2985874

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband