Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
Mánudagur, 6. ágúst 2007
Í HJARTANS EINLÆGNI!
Ég ætlaði til Maysunnar minnar í London í þessum mánuði. Ég hef vitað s.l. hálfan mánuðinn að af því getur ekki orðið. Það eru einhverjar breytingar í blóðinu á mér (fyrir utan að vera lág í blóði sem er auðvitað tertubiti) og þangað til ég fæ úr því skorið hvað er á ferðinni, fer ég hvorki lönd né strönd. Ég fór í smá afneitun á þessu fyrst þegar ég heyrði það og þess vegna raunveruleikageri ég þessa staðreynd með því að skella því á bloggið. Þetta þarf ekki að vera neitt alvarlegt. Alls ekki og ég er alveg viss um að sjúkdómaguðinn fer ekki að bögga mig með einhverjum alvöru vandamálum, eftir að vera búin að hjálpa mér á fætur eftir minn virka alkóhólisma. Ég á við að svona veikindaalmætti getur varla verið svo andstyggilegt að það brummi á mig einhverju blóðfyrirkomulagi. Enda er ég með sögu um algjört blóðheilbrigði. Eins og gangandi auglýsing frá Blóðbankanum, svei mér þá. Ég held að sjúkdómaguðinn myndi setja ojabjakk í lifrina á mér frekar. Það er meiri stemmari fyrir því, enda djöflaðist ég á lifrarkvikindinu þegar ég var fyllibytta.
Hur som helst, þá bíð ég eftir að komast til sérfræðings og fá úr þessu skorið. Þangað til læt ég mér nægja símtöl og myndir frá Londres, og á morgun verða allar stelpurnar mínar saman í heimsborginni. Það finnst mér svo skemmtilegt.
Eruð þið hissa á að ég bloggi mikið?
Ég blogga til að gleyma! (Ég bilast úr hlátri).
Þarna er ég komin með allibí á bloggið.
Bitru bloggararnir geta ekki hamast yfir þessu.
Eymd selur, kynlíf selur og ég er núna eymdin uppmáluð.
Jeræt
Úje
Úje.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Mánudagur, 6. ágúst 2007
ÓSÓMI BIN LADEN, HORFINN
Hvernig getur fólk sem leitað hefur verið um allan heim, bara horfið? Þarf maður ekki að finnast fyrst? Eru þeir að flippa þarna í Afganistan? Eða vita þeir eitthvað sem við vitum ekki (fáránleg spurning, valdakarlarnir vita alltaf meira en við hin)?
Karazai, forseti Afganistan segist ekki vita hvar bin Laden heldur sig. Ég veit þó með vissu, að hann er ekki í Afganistan," sagði hann.
Ókei, þá er það á hreinu. Yfirsýnin hjá þeim í Afganistan er með ólíkindum. Hvergi auðveldara að fela sig en þeir eru búnir að skanna hvert fjall og hvern helli.
Ósóminn er sum sé horfinn.
Fréttir?
I don´t think so.
Úje
![]() |
Karzai segir að bin Laden sé horfinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Mánudagur, 6. ágúst 2007
ENGINN DÓ OG ÞAÐ VAR ERILL Á SVÆÐINU
..í Vestmannaeyjum. Það er gott að vita.
En hvað er að hjá Mogganum? Engin uppfærsla síðan einhvertímann í gær?
Ég vil fá að vita strax hvort Árni Johnsen hafi verið í Brekkusöngnum.
Hann fékk ekki að kynna en söng hann þrátt fyrir það?
Kommon Mogginn, segja fréttir.
Ég á ekki krónu.
Súmí.
![]() |
Erilsamt hjá lögreglu þegar líða fór á nóttina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Sunnudagur, 5. ágúst 2007
ÉG MISSTI AF SHADY!
Svei mér þá, ég þarf að fara að ráða mér aðstoðarkonu, sem heldur bókhald yfir það sem er að gerast í leikhúslífinu og tónlistarlífinu og lætur mig vita. Ég var búin að lesa að Shady ætlaði að syngja með Stuðmönnum og ég ætlaði að athuga það nánar. Auðvitað gleymdi ég því. Mér finnst samt ekki rosa spennandi tilhugsun að fara og hlusta á músík í Húsdýragarðinum, en hvað lætur maður sig ekki hafa, fyrir sönghetjur úr fortíðinni.
Það varð svo mikil bylting þegar Shady kom fram á sjónarsviðið. Hún var öðruvísi en allar söngkonurnar sem fyrir voru. Hún var svo sterk, svo mikil náttúrutalenta, að það var unun á að hlusta.
Hvað um það, ég fer í vinylinn bara og hlusta á hana með sínum mönnum. Þar er hún flottust.
Nostalgíukast.
Ómæómæ!
![]() |
Shady söng með Stuðmönnum í Laugardal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Sunnudagur, 5. ágúst 2007
ENDALAUSAR KEPPNIR
Það er mín tilfinning að karlmenn séu meira fyrir að keppa í allskonar, fremur en konur. Það er auðvitað alls ekki algilt, en mér finnst þeir oft mun keppnisglaðari. Mér hefur stundum þótt þeim hafa tekist að gera keppnir allskonar að listformi, svo útsjónarsamir eru þeir að finna sér tilefni.
Í dag var heimsmeistaramót haldið í gufubaðssetu. Þar sýnist mér á meðfylgjandi myndbandi, bæði kynin vera að gera sig að fíflum. Hvaða tilgangi þjónar að hálfdrepa sig til að lenda í fyrsta sæti í gufubaðshæfileikum? Hvers krefst það? Að sitja á rassgatinu, blóðrauður í framan og bíða eftir hjartaáfalli, ofhitnun, heilablæðingu eða öðrum ömurlegum uppákomum?
Hvað hefur sigurvegarinn svo, sér til ágætis fram yfir keppnissystkini sín? Jú, hann er þrásetnastur í hita. Vá!!!!! Og hann er ekki með akút hjartavandamál. Hefði þó getað komið sér því upp, meðan hann sat og svitnaði við nokkurra hundruð gráða gufu leikandi um boddíið á sér.
Ég sting upp á hárvaxtarkeppni næst. Hún getur verið haldin á Þingvöllum frá vori og fram á haust. Þar eru hæfileikarnir líka þráseta. Að geta setið og einbeitt sér að því að hárið vaxi krefst svona álíka hæfileika og útsjónarsemi og gufubaðssetan.
Ég skrái mig í þá keppni.
Öntillnextæmemæfrends!
![]() |
Heimsmeistaramót haldið í gufubaðsetu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Sunnudagur, 5. ágúst 2007
TALANDI UM FITU OG MEGRANIR..
..þá mundi ég eftir einni auglýsingu frá Mjólkursamsölunni, frá því nítíu- og eitthvað, sem stuðaði mig all svakalega, vegna vafasamra skilaboða sem hún fól í sér.
Ung stúlka, vel í holdum stóð og horfði á tágranna spegilmynd sína. Fyrir ofan höfuð stúlkunnar stóð: "Meira af þér, minna af mér".
Ég er ekki enn búin að ná því af hverju enginn gerði athugasemd við auglýsinguna. Allavega minnist ég þess ekki.
Af hverju gerði ég ekki eitthvað?
Þýðir ekki að velta sér upp úr því núna en þetta datt mér í hug áðan eftir fitufærsluna.
Súmí.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Sunnudagur, 5. ágúst 2007
ÁFALL - SMÁFALL
Þetta er stjörnuspáin:
"Steingeit: Þú ert að breiða úr þér í einkalífinu sem þýðir alls kona viðbætur. Vertu því einstaklega varkár, vandfýsinn og athugull."
ER MOGGINN AÐ SEGJA AÐ ÉG SÉ FEIT????????? (og að ég eigi að gæta vel að því hvað ég læt ofaní mig, nottla)!
Ég,
niðurbrotin á leiðinni á Reykjalund.
Úje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Sunnudagur, 5. ágúst 2007
BITRIR BLOGGARAR
Hér er á ferðinni uppsafnaður pirringur, hjá mér sko, vegna bitru bloggaranna. Ég reyni nú yfirleitt að blogga um eitthvað annað en aðra bloggara nema auðvitað þegar ég linka á einhvern af mínum æðislegu uppáhalds, en þeir eru margir.
Það er alveg sama hvar mig ber niður þegar ég les blogg hjá fólki. Það skilar mér nánast alltaf einhverju. Það þarf ekki að vera merkilegt. Stundum eru það myndir úr hversdagslífinu, stundum um sérhæfð efni, pólítík, fjölmiðla og nánast hvað sem er. Ég er hæstánægð.
Bitru bloggararnir(ekki margir en andskotans nógu áberandi) eru farnir að fara ólýsanlega mikið í taugarnar á mér. Þeir eiga það sameiginlegt að blogga um hvað aðrir bloggarar blogga ömurlega, of oft, fréttablogga, blogga um ekki neitt og yfirleitt eru allar bloggaðferðir ómögulegar nema þeirra eigin. Þeir eru menningarlegri, meira rétthugsandi og betur skrifandi en aðrir, að eigin mati. Þeir eiga það oft sameiginlegt líka, að hætta að blogga og koma aftur, hóta því að hætta og þá vegna þess að þeir telja sig ekki í nægjanlega fínum félagsskap.
Eina ráðið til að losna við boðskap þeirra bitru er að sneiða fram hjá þeim.
Það ætla ég að gera og nú er ég hætt að vera pirruð.
Lovejúgæs!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Sunnudagur, 5. ágúst 2007
Í FYRSTA OG SÍÐASTA SINNI..
..blogga ég um veður. Haustið kom í gærkvöldi. Það var svo dimmt að ég varð að kveikja allsstaðar, það hvein í öllu og það varð ískallt allsstaðar. Meira að segja teppin voru tekin fram.
Ég er ekki sormædd yfir þessu.
Bara hissa.
Jenny Una Erriksdóttirr vaknaði fyrir allar aldir. Setti hvert einasta tuskudýr sem hún á í rúmið hjá ömmunni, hoppaði smá á okkur, "klikkaði" bakið á mér og á endanum sagði hún: Amma koddu frrram.
Núna er hún að horfa á stubbana, vafin inn í teppi.
Amman er hinsvegar að blogga og að drepast úr kulda.
Úje.
![]() |
Spáð hlýju veðri sunnanlands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Sunnudagur, 5. ágúst 2007
ÉG ER....VANILLUSTÖNG
Í dag hef ég verið með bragðofskynjanir. Ekki spyrja mig hvers vegna því ég veit það, árinn sjálfur, ekki. Allt sem ég hef látið upp í mig í dag, þar með talið vatn, kók og ávextir, hafa bragðast eins og vanilla. Ég er að bilast. Hafið þið borðað svínalundir með vanillubragði? Ég hélt ekki. Ég myndi ekki ráðleggja neinum að prufa það.
Nú fer ég bráðum að lúlla. Ég get ekki beðið eftir að tannbursta mig. Ég er einhvernvegin svo deddsjúr á að tannkremið muni reynast vera með vanillubragði.
Ég er með einhvern flókinn og stórkostlegan sjúkdóm.
Vanillusjúkdóm.
Ég er viss um það.
Alveg viss um það.
Ójá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.8.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 2988397
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr