Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

LJÓTAN AÐ GANGA

1

Ef ég væri ekki svona íðilfögur frá náttúrunnar hendi, mætti beinlínis segja að í dag væri ég með ljótuna.  Hárið á mér lítur út eins og ég hafi hrært í því með handþeytaranum og ég er náföl í framan (af skelfingu yfir hárinu sko).  Svo er ég í bleik-slettóttum bómullarnáttbuxum, þar sem rúma má tvo stæðilega karlmenn til viðbótar hinni aumu mér og hippamussan eiturgræna kórónar svo sköpunarverkið.

Það er alveg í lagi að vera með ljótuna heima hjá sér.  Jenny Una gerir engar athugasemdir þó amman sé eins og splæstur vindill í útliti en ég fór að hugsa um hvað ég myndi gera ef einhver hringdi á bjöllunni.  T.d. einhver að safna flöskum fyrir íþróttafélag.  Það gerist ósjaldan.  Eða ef einhverjum vinum eða vandamönnum dytti í hug að kíkja í heimsókn.  Meira að segja mínir nánustu ættingjar eins systur mínar og foreldrar eru ekki nægjanlega skyld mér til að ég leggi þetta á þau, reyndar er enginn nema húsbandið og Jenny Una sem fá að bera dýrðina mig augum þegar svona stendur á.   Að þessu sögðu getið þið ímyndað ykkur hvernig ókunnugu fólki gæti orðið við.

Ég er farin í "extreme makeover" og það á stundinni.

Rís upp eins og fuglinn Fönix að því verki loknu.

Kaffi og kökur í boði á kærleiksheimilinu eftir nákvæmlega fjóra klukkutíma.

Ójammogjá!

 


KIM WILDE EKKI DOTTIN UPPFYRIR!

1

Ég er alveg steinhissa hvað sumir listamenn (eiginlega í gæsalöppum en þó ekki alveg) hanga lengi í bransanum.  Ég man eftir Kim Wilde þegar hún sló í gegn í Svíþjóð þegar ég bjó þar, með lagi sem heitir "Kids in America".  Það var ekki hægt að kveikja svo á útvarpi að eyrunum á mér væri ekki ofboðið með fröken Wilde.  Nú var hún hér í nótt og er á leiðinni til Færeyja.  Gott hjá henni.  Kannski er hún bara flott, og ég kann ekki gott að meta.  Fínt ef þeir í Færeyjum hafa gaman að stelpunni.

Á sama tíma var Svíþjóð líka hertekin af bláklæddum Nolan-systrum sem gerðu Kim Wilde að Maríu Callas poppsins.  Þær voru sum sé hroðalegar.

Bara datt þetta í hug og fór á nostalgíuhorror.

Ójá


mbl.is Óvænt Íslandsferð Kim Wilde
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TÖFF KERLA HÚN SAHLIN

1

Mona Shalin, nýlega kjörin leiðtogi sænskra Jafnaðarmannaflokksins, lét sig ekki muna um að lesa upp hótunarbréf og nafngreina höfundana í beinni útsendingu í sænska útvarpinu í gær.

Svona á í raun að gera þetta.  Gefa þeim til baka sem svona gera.  Auðvitað er hún í hættu hvort sem er.  Þetta stöðvar kannski fíflin.  Allavega þá sem skrifa undir viðbjóðinn.

Með fréttinni er "linkað" á sýnishorn af bréfunum.

Heja Mona.


mbl.is Sahlin las úr hótunarbréfum í útvarpsþætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HEIMILDARMAÐUR RÁÐINN AÐ ÞESSUM FJÖLMIÐLI

1

Heimildarmaður úr hringiðunni hefur verið ráðinn að þessum fjölmiðli.  Á ritstjórnarfundi í morgun, þar sem sátu, ég, ég, ég og köttur nágrannans, var samþykkt einróma að ráða hringiðumanninn í hlutastarf.  Hér er mynd af kauða.

Hann mun færa okkur fréttir úr hringiðunni, aðallega héðan úr Borg Óttans, en vegna vinnu sinnar í næturlífinu hefur hann á takteininum innherjaupplýsingar fyrir okkur hin.  Ég mun hinsvegar sem ritstjóri, áskilja mér rétt til að breyta, bæta, falsa og staðfæra á minn opna, frjálsa og utanáliggjandi hátt.

Litla Frjálsa, éttu úr þér hjartað (sjáið, það eru íslenskudagar á þessum fjölmiðli).

Ójá!


AÐÞYKJASTEKKIVILJAVERAFRÆGURHEILKENNIÐ

 1

Arg, hvað ég þoli þetta varðhundafyrirbæri illa.  Nú hafa hundar í eigu leikarans Ving Rhames (sem setti niður sína síðustu kartöflu í mínum garði með því að leika Kojak), ráðist á og drepið mann sem vann hjá leikaranum.

Hafið þið pælt í einu?  Er ekki merkilegt að allt þetta fræga fólk, sem hefur ekki unað sér hvíldar við að slá í gegn, verða frægt, koma sér á framfæri, verður ógisla pirrað á frægðinni um leið og þeir eru búnir að meika það?  Alveg furðulegur andskoti.  Svo kvartar þetta lið yfir átroðningi og lætur eins og það sé einrænt og algjörlega laust við athyglissýki á háu stigi.  Það verður auðvitað ekki bæði haldið og sleppt.

Bítsmí.

 


mbl.is Hundar Ving Rhames taldir hafa drepið mann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ERILL Í BORGINNI

1

Ég hef það frá fyrstu hendi, að ekki var að sjá í nótt, að þeir veisluglöðu hefðu yfirgefið borgina.  Nú staðfestir Mogginn það.  Heimildarmaður þessa fjölmiðils, sem vinnur í hringiðunni sagði mér að í fyrsta skipti í mörg ár, væri miðbærinn ekki eins og dauður bær um þessa helgi.

Allt var sum sé við það sama.  Ég er farin að trúa því að einhver breyting sé að eiga sér stað, því Mogginn segir líka frá því að rólegt hafi verið bæði í Vestmannaeyjum og á Akureyri.

Flott og ég vona að helgin verði slysalaus og allir komist heilir heim.

Þið á djamminu í borginni, slakið á í hátíðarhöldunum.  Hinsegin dagar eru næstu helgi og helgina þar á eftir er menningarnótt.  Algjör óþarfi að láta eins og það sé að skella á áfengisbann eftir helgi.

Hagið ykkur og skammist ykkar elskurnar mínar.

Rokkið og rólið í stuði með Guði.

Úje.


mbl.is Erill í miðborginni í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TÉKKLISTI

 1
1.  Goldfinger tekinn (tékk,tékk)
2.  Strawberries líka (tékk,tékk)

Eftir standa:

Bóhem

Óðal

Kampavínsklúbburinn og

Vegas.

Baráttan hefur skilað árangri.  Nú bíðum við meðan fjarar undan þeim klúbbum sem eftir eru.

Mér segir svo hugur um að biðin verði ekki löng að þessu sinni.

Læfisbjútífúl!

Úje

 


mbl.is Nektarsýningar liðin tíð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DÆTUR MÍNAR ALLAR ÞRÁR Á FERÐI OG FLUGI

Það eru allir einhvers staðar.  Sara fór til Englands í dag, fyrst til Manchester að hitta Eddu vinkonu sína og sjá glænýja barnið hennar hann Kjartan.  Helga frumburður og Jöklinn minn eru í París og fara til Maysu og Robba í Londres á laugardaginn.  Maysan fer að vinna á einhverri tískuviku í Belgiu akkúrat þegar Helga er á leiðinni en þær hittast auðvitað strax eftir helgi ásamt Söru.  Loksins hittast dætur mínar allar saman.

Errrik Quick pabbi hennar Jennyjarrr Unu Erriksdótturrr er að spila úti á landi með henni Ragnheiði Gröndal og húsbandið er að vinna.  Jenny er hjá afa sínum í Keflavík og kemur til ömmunnar á morgun.  Ég er sko alein og algjört fórnarlamb.  Er það ekki dæmigert að allir skuli þeytast í allar áttir á sama tíma?  Ég vil hafa alla á réttum stað.  Segi svona. 

Ég hlakka samt svakalega til þegar haustar að, kertaljósasísonið byrjar og allir eru hættir á flandrinu mikla.

Svei mér þá hvað það verður notalegt.

Súmígörls!


KIPPIR GREINILEGA Í KYNIÐ

 

25 ára sonur Idi Amin, fyrrverandi einræðisherra í Úganda hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir aðild að árás gengis á 18 ára mann, sem lét lífið.

Amin var harðstjóri og bölvaður óþveri sem lét taka fólk af lífi hægri vinstri.

Er strákurinn að taka föðurinn til fyrirmyndar?

Karlinn átti um 50 börn.  Vonandi eru þau líkari mæðrum sínum en föður.

Æhópsó!

 


mbl.is Sonur Idi Amin dæmdur í fangelsi í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞORLÁKSMESSUBRJÁLÆÐI

1

Ég fékk vægt áfall áðan þegar ég fór í Hagkaup að versla til heimilisins.  Þar var Þorláksmessa hinn fyrri í verslunarbransanum.  Ég komst varla áfram með vagninn og rakst stöðugt á fólk.  Allir voru einbeittir í framan.  Nú átti að versla og það á mettíma.  Skrýtið en það var einmitt það sem ég var sjálf að hugsa.  Ég held að ég hafi beðið a.m.k. 300 sinnum afsökunar þegar ég skellibjallaðist með vagninn utan í fólk á öllum aldri, utan í hillur og á veggi.  Það fór lítið fyrir hinum dreymna hillusvip að þessu sinni, örvæntingarsvipurinn var allsráðandi.  Listinn sem ég útbjó áður en ég lagði í hann og ég gaf mér dauða og djöful upp á að hann skyldi ég verka, var langur, svakalega langur.  Mér tókst það, en rétt með naumindum.

Árangur:

Marðir leggir.

Vægt taugaáfall.

Verkir í handleggjum (svei mér þá ef þeir eru ekki lengri en áður).

Höfuðverkur dauðans.

Troðfullur ískápur af mat fyrir heila herdeild.

Niðurstaða:

Mér væri nær að muna að gera stórinnkaup á mánudögum fyrir hádegi.  En ég veit að þegar kemur að næstu innkaupaferð þá verð ég búin að gleyma raunum mínum.

Mín eina von er að húsbandið muni hremmingarnar.

Síjú!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.8.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 2988399

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband